Tíminn - 12.11.1991, Síða 6
6. Tíminn
Þriðjudagur 12. nóvember 1991
Tíminn
MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Skrlfstofur:Lyngháls 9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð i lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91
Lýst efftir umræðum Réttilega kom fram í máli íslenskra ráðherra á leið- togafundi Atlantshafsbandalagsins í Róm í fyrri viku að umræður um málefni þess séu ekki miklar á íslandi eða „skammt á veg kornnar" eins og forsætisráðherra orðar það. Hér skal ekki reynt að leiða líkum að því hvers vegna þessar umræður liggja svo í láginni sem raun ber vitni. Hér er þó um að ræða málefni sem mjög hefur sett svip á íslensk stjómmál í 40-50 ár, því að vamarmál íslands í nútímaskilningi eiga sér lengri sögu en að þau hafí orðið til með inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið þegar það var stofnað 1949. I ljósi sögunnar má það verða hverjum manni greinilegt, að viðhorfsbreyting íslenskra ráðamanna í vamarmálum landsins kom fram á heimsstyrjaldarár- unum síðari þegar ríkisstjóm íslands taldi óhjákvæmi- legt að taka upp samvinnu við Bandaríkin um vamir landsins, þegar öryggi þess var ógnað frá Evrópu. Fram að þeim tíma höfðu íslensk stjómvöld haldið fast við hlutleysisstefnuna og treyst því að herveldin virtu hana. Hlutleysisstefnan varð fyrir áfalli í styrjöldinni og hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum stjómmálum síðan, þótt upp úr styrjaldarlokum væri samstaða um að halda landinu utan við beinar hervamir, a.m.k. dvöl útlends hers í landinu. Með aðild að Atlantshafsbandalaginu 1949 og vam- arsamningi við Bandaríkin var teningi kastað í þessum málum. Afnám hlutleysisstefnunnar var þá í rauninni staðfest með afgerandi hætti. Deilum um það efni linnti þó ekki nema síður væri, þótt úr þeim hafi dreg- ið eftir því sem árin hafa liðið. Svo verður að líta á að íslendingar hafi með aðild að Atlantshafsbandalaginu gert upp hug sinn um það, að þeir em Atlantshafsþjóð. Raunsæisástæður kreljast þess að þjóðin taki þátt í vamar- og öryggissamstarfi í sínum heimshluta. í því efni hafa íslendingar lagt fram sinn skerf með aðild að Atlantshafsbandalaginu og vamarsamningnum við Bandaríkin. Hinn nýafstaðni leiðtogafundur NATO er kallaður tímamótafundur og er það vissulega. Hann undirstrik- aði þó miklu fremur þau tímamót sem þegar vom komin til sögu með lýðræðisbyltingunni í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu og leiðtogafundir Atlantshafs- bandalagsins hafa áður lagt áherslu á í yfirlýsingum sínum, ekki síst í Lundúnasamþykktinni í júní 1990. Þótt hin nýja Rómaryfirlýsing beri með sér viljann til samstöðu Atlantshafsþjóðanna, er jafnvíst að hlut- verk Atlantshafsbandalagsins er til endurskoðunar, enda þegar ákveðið að útfæra stefnu þess með breytt- um hætti á mörgum sviðum. Viðhorfin em gerbreytt og augljóst að bandalagið er að leita sér að nýjum til- vemgmndvelli. í þessu umróti er nauðsynlegt að íslendingar taki þessi mál til umræðu í því skyni að meta sínar eigin ástæður og stöðu í vamar- og öryggismálum. Með því er hvorki verið að leggja til né spá neinu um að slíkar umræður leiði til gmndvallarbreytinga á íslenskum viðhorfum. En í slíkum umræðum verða menn að vera við því búnir að ýmsum sjónarmiðum verði hreyft.
GARRI
Bein útsending
Geföu henni súpu, sagði maður-
inn í franskri framhaldsmynd,
sem nú er sýnd í sjónvarpinu. I>að
voru hlýlegustu viðtökur, sem
hann gat viðhaft, þegar verðandi
kona hans kom um langan veg í
rigningu til að rífa hann upp úr
þunglyndi, sem snerist um sama
baslið og Jón Baldvin var í á með-
an hann hafði hattinn og var að
sigrast á vandamálum EES. f
kvikmyndum hafa Frakkar að ein-
kenni að éta súpu, þegar eitthvað
bjátar á, og skera brauð oni sig af
stórum hleifum, sem þeir styðja
við brjóst sitt eins og viðar-
drumba. Þetta getur að vísu verið
leiðigjarnt, en fyrst um þjóðarsið
er að ræða verður að hafa það. Hér
heima eigum við ekkert sambæri-
legt, nema ef vera skyldi bein út-
sending í sjónvarpi. Hvergi í
heiminum, nema hér, er talað um
beina útsendingu. Sjónvarpssend-
ing getur ekki verið óbein, eins og
þelta orðatiltæki gefur til kynna,
nema kannski ef tekið væri upp á
þvf að senda út fyrir húshom.
Mannalæti?
Síðasta beina útsendingin, sem
sögur fara af, fór fram á Stöð 2.
Þá var sagt að stjóm Þorsteins
Pálssonar hefði fallið « beinni út-
Sendingu. Hún féil sem sagt ekki í
sjónvarpi —- heldur beinni út-
sendingu, eins og til að undir-
strika að fall hennar hefði verið
mikið. öðru hvetju örlar þó á
þessu skrítna orðtaki — beinni
útsendingu — sem er sérkenni-
legt i fjölmiðli sem gerir sér far
um að spara textann við öll tæki-
færi. Einu sinni voru það alltíð
mannalæti á blöðum að eiga
einkaviðtöl við menn. Nú er sá
siður að mestu aflagður, góðu
heilli, enda ekki alveg Ijóst hvað
við er átt með einkaviðtali. Sé átt
við það að eförprentanir séu
bannaðar, er aiveg eins hægt að
taka það fram neðanmáls. Einka-
viðtöl segja svo sem ekki neitt,
nema þá helst að ekki sé um að
ræða þriggja manna tal. Þetta var
svona rembingur sem blöðin
tömdu sér, og er nú aðallega notað
í gianstfmaritum, sem hafa ekki af
rniklu að státa hvort sem er. Þar
birtast stundum einkaviðtöl við
og gaura um kytuíf, sem
ætti helst að vera einkalegt, en
þykir rífandi lesefni.
Allt óbeint
í útvarpi
Nokkurt hlé hefur verið á því
tðnnli sjónvarpsmanna, að nú
skuli áhorfendur sitja réttir í stól-
unum, því um beina útsendingu
sé að ræða. Bein útsending er
fyrst og fremst innanhússmál,
þ.e. mál starfsmanna, en kemur
engum öðrum við og síst áhorf-
endum. Yrði að gera hlé vegna
mistaka, gæti þulur sagt sem svo:
Afsakið, við verðum að gera hlé.
Við vorum í beinni útsendingu, en
það leið yfir viðmælanda. Tilkynn-
ingar um beina útsendingu eru
ekki í neinu sambandi við sjón-
varpsefnið. Stundum er útsent
efni teldð upp áður, og yfirleitt
gengur það fyrir sig eins og út-
sending fari beint út í loftið.
Vegna tæknigalla varð i fyrstu að
endurtaka heiia og hálfa þætti,
væru gerð mistök í upptökunni.
Fólk vandist því brátt að Iáta ekk-
ert henda og gengu upptökur yfir-
leítt snurðulaust fyrir sig. Sá agi,
sem skapaðist við óttann við end-
urupptöku þátta, þýddi f raun og
veru að beinar útsendingar eru
engin tíðindi. Að tílkynna um þær
er bara kækur og mannalæti, sem
eiga ekki við í útvarpssendingum.
Alveg er eins hægt að hugsa sér að
útvörpin tæku upp á því að til-
kynna beinar útsendingar. Það
yrdi Ijóta farganið.
Eins og frönsk súpa
Þessi galii á útsendingum er allt-
af fyrir hendi og virðist vera talinn
merídlegur af sjónvarpsmönnum.
Nú síðast henti það við lok far-
mannasamninganna, að viðsemj-
endur voru kvaddir í sjónvarpið í
lok fréttatíma tíl að skýra frá nið-
urstöðum. Það út af fyrir sig var
sjálfsagt og rétt. Hins vegar gat
fréttastjórinn ekki setið á sér og
minntíst á það í tvígang að við-
semjendur væru að lala í beinni
útsendingu. Lá við að samning-
amir sjálfir, eins ágætir og þeir
voru, hyrfu í skuggann af þeim
miklu tíðindum að sjónvarpið
sýndi viðtalið í beinni útsendingu.
Auðvitað ber að líta á þetta sem
kæk, en hann getur verið hvim-
leiður, ekki sfður en súpan hjá
Frökkum og athöfnin við að skera
brauðið.
Garri
VITT OG BREITT
Ævintýradellan
Einn mesti og farsælasti ferðalang-
ur allra tíma, Vilhjálmur Stefánsson
landkönnuður, hélt því hiklaust
fram að það væru ekki nema fáráð-
lingar og fífl sem lentu í ævintýrum
og hrakningum. Þá skoðun byggði
hann á því að ævintýramennska
væri skortur á skynsemi og þekk-
ingu á staðháttum.
Ekki er hægt að segja annað en að
Vilhjálmur hafi lent í ýmsu mis-
jöfnu á ferðum sínum um heim-
skautalöndin unaðslegu, eins og
hann kallaði frerann norður af meg-
inlandi Ameríku. En hann reyndi
aldrei að sigrast á óblíðum náttúru-
öflum, heldur lærðist honum að lifa
með þeim og tók innfædda sér til
íyrirmyndar að hegða sér sam-
kvæmt aðstæðunum hverju sinni,
en ekki að ögra náttúrufari með
kjánalegu oflæti.
Landkönnuðurinn skrifaði ferða-
bækur í mörgum bindum og frá-
sagnir af lifnaðarháttum Ínúítanna,
sem kunnu svo undurvel að hegða
sér samkvæmt aðstæðum. En meg-
instarf hans var vísindalegs eðlis.
í stríði við
náttúruöflin
Vilhjálmur Stefánsson gekk þess
ekki dulinn að íslendingar aðlöguð-
ust ekki landi sínu og náttúrufari
þess eins vel og eybyggjar íshafsins.
Má vel vera að skoðun hans á ævin-
týramennsku hafi verið til komin
vegna samanburðar á afstöðu Ínúíta
og íslendinga til umhverfis síns og
með hvaða hugarfari þeir lifðu, ým-
ist í sátt og samlyndi við umhverfið
eða með því að bjóða öllum vættum
byrginn, hvemig svo sem á stendur.
En fleira kom til, því Vilhjálmur
átti í löngum og ströngum deilum
við hinn heimskunna Roald Am-
undsen um með hvaða hætti væri
hægt að ferðast um heimskauts-
svæðin og lifa við þau skilyröi sem
þau hafa upp á að bjóða.
Hvað sem því líður, stendur það
eftir að samkvæmt skoðun Vil-
hjálms Stefánssonar eru hrakfarir
ekki annað en skortur á þekkingu á
náttúmnni og fyrirhyggju.
Á íslandi nútímans em stórfeng-
legir jeppar með marghjóladrifum
og dragspilum í eigu fjölmargra
ferðalanga, sem andskotast um
landið þvert og endilangt á dýrðar-
tækjum sínum og skeyta hvorki um
verðurfar né landslag og æða um
ófæmmar á milli 400 fjallakofa sem
skreyta óbyggðimar.
Þar að auki er örtröð á fjallvegum
alla daga um vetumætur þar sem
djöflast er um í ófærð og snjóflóða-
hættu, og geta þúsundir ferðalanga
tekið undir með ofstopanum sem
kvað við raust: „Ég að öllum háska
hlæ..."
Fyrirhyggja eða þekking á veður-
og náttúmfari er eins fjarri öllu
þessu fyrirhyggjusnauða ævintýra-
fólki og ævintýrin vom Vilhjálmi
Stefánssyni.
Hrakfallasaga
jeppanna
Skelfing em hrakfallafréttir af
jeppaferðafólki og öðmm ævintýra-
mönnum orðnar leiðigjamar. Helgi
eftir helgi tafsa sömu fréttamenn-
imir á sömu klisjunum um að svo
og svo margir séu horfnir, eða stans-
aðir á einhverjum hálendisleiðum
eða vegaspottum milli byggðarlaga.
Miklir björgunarleiðangrar em
gerðir út og settar upp aðalstöðvar
með aðskiljanlegustu fjarskiptum,
svo em höfuðstöðvar og enn aðrar
bækistöðvar og tugir eða hundmð
manna em kallaðir upp úr bosum
sínum að fara í leitarleiðangur.
Ljósvakinn glymur og titrar af
ósköpunum lengur eða skemur,
og endar þetta oftastnær með því
að hrakningsmenn, sem yfirleitt
eru bensínlausir að jöklabaki,
segjast vera voða fegnir að vera
komnir til byggða og hæla björg-
unarleiðöngrum einhver ósköp
fyrir að rata á heimaslóðum í
vondum veðrum.
Það þarf mikla púðurkerlinga- og
flugeldasölu til að standa undir allri
þessari óforsjálni, og þarf að bæta
happdrættum við til að hægt sé að
koma bensíni til ráðvilltra jeppaeig-
enda, sem hvorki vita hvaðan þeir
em að koma eða þvert þeir em að
fara, þegar dugnaðarlegir björgun-
arstrákar finna þá og tosa liðinu til
byggða.
Sá hetjubragur, sem umlykur allar
frásagnir af öllu þessu ferðalaga-
mgli í skammdegi þegar allra veðra,
nema góðra, er von, er heldur
kjánalegur og ættu jeppaeigendur
sem aðrir að kynna sér ögn skoðan-
ir Vilhjálms landkönnuðar á ævin-
týralegum ferðalögum áður en þeir
skrifa fleiri kafla í hrakfallasögur
sínar.
OÓ