Tíminn - 12.11.1991, Side 8
8 Tíminn
Þriðjudagur 12. nóvember 1991
Fyrsta vélstjóraþinginu lauk um helgina:
VÉLSTJÓRAR VILJA SAM-
EINAST í LANDSSAMBANDI
I
Fyrsta þing vélstjóra var sett á Hótel Sögu síðastliðinn fimmtudag
og stóð fram á laugardag. Helstu hagsmunamál stéttarinnar voru á
dagskrá, en rík áhersla var lögð á umræðuna um framtíðarskipan
féiagsmála vélstjóra.
Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé-
lagsins, setti þingið og benti m.a. á í
ræðu sinni að átt hafi sér stað van-
hugsuð skoðanaskipti að undan-
förnu um endurskoðun sjómannaaf-
sláttarins til lækkunar. í greinum og
viðtölum hefur því verið haldið fram
að hér sé um einhvers konar ríkis-
styrk til sjómanna að ræða, vegna
fjarvista og erfiðrar vinnuaðstöðu.
Helgi telur svo ekki vera, slíkrar of-
rausnar hafa sjómenn aldrei notið.
„Sjómannaafslátturinn á öllum stig-
um hefur komið til vegna skorts á
sjómönnum eða í framhaldi af kjara-
deilum við útgerðarmenn og þar
sem íslendingar lifa tæpast án þess
að sóttur sé sjór frá þessu landi, hafa
stjórnvöld á hverjum tíma komið
inn í deiluna til lausnar með því að
létta á útgjöldum útgerðanna með
þessum hætti," sagði Helgi.
Sérstakur gestur þingsins var Leif
Dolleris, formaður danska vélstjóra-
félagsins, sem flutti ræðu á þinginu.
Leif sagði að í Danmörku væri unn-
ið að því að sameina alla vélstjóra í
Vélstjórafélag Danmerkur, en félag-
ar eru nú þegar um 9 þúsund. Nokk-
ur hundruð starfsmenn eiga samn-
ingsrétt í öðrum samtökum. Þeir
hafa komist að því að samtök þau,
sem sjá um samningsrétt þeirra nú,
gæta einnig hagsmuna annarra fé-
lagsmanna og þar sem vélstjórar eru
þarna í minnihluta, hverfa þeir í
fjöldann og búa við verri kjör en
þeim ber, sagði Leif.
Mál hér á landi virðast þróast með
svipuðum hætti og í Danmörku, en
það var samdóma álit þingsins að
samstarf allra vélstjórafélaga á land-
inu muni styrkja stéttina bæði fé-
lagslega og launalega í framtíðinni.
Fram kom tillaga um að skipuð yrði
nefnd sem skipulegði næsta þing að
tveimur árum liðnum og skyldi hún
ásamt stjórnum félaganna vinna að
samræmingu á vinnureglum og lög-
um félaganna. Stefnt verði að því að
stofna vélstjórasamband ekki seinna
en árið 1993, þar sem öll vélstjórafé-
lög og deildir eiga fulltrúa.
Jóhanna Eyjólfsdóttir, skrifstofu-
stjóri Vélstjórafélags íslands, segir
að um sé að ræða Vélstjórafélag Is-
lands sem er með félagssvæði á öliu
landinu nema á Vestfjörðum, en þar
er Vélstjórafélag ísafjarðar. Þá er það
Vélstjórafélag Vestmannaeyja og
Vélstjórafélag Suðurnesja. Einnig er
um að ræða tvær deildir í sjómanna-
félögunum í Grindavík og á Akra-
nesi, en fulltrúar frá þeim voru ekki
á vélstjóraþinginu. Auk þess vinna
vélstjórar hjá Reykjavíkurborg.
Jóhanna bendir á að Vélstjórafélag
íslands er ekki lengur í Farmanna-
og fiskimannasambandinu, en hin
félögin eru aftur á móti bundin í
einhverju sambandi. Jóhanna segir
það alveg ljóst að stofnun vélstjóra-
sambands taki tíma.
Á vélstjóraþinginu var einnig álykt-
að vegna stjórnunar fiskveiða og
kom þar m.a. fram:
1. Þingið leggur áherslu á að nytja-
stofnar á íslandsmiðum eru sam-
eign þjóðarinnar.
2. Þingið telur að ekki sé tilefni til
að umbylta núgildandi fískveiði-
stefnu, en hún þurfi endurskoðunar
við með hagsmuni heildarinnar í
huga.
3. Þingið fagnar skipun nefndar til
rannsókna á smáfiskadrápi og hve
miklu af afla sé hent.
4. Þingið lýsir yfir trausti á störf ís-
lenskra fiskifræðinga og telur brýnt
að auka rannsóknir á vistkerfi sjávar.
Fundarmenn á fýrsta þingi vélstjóra. Tfmamynd: Ámi Bjama
5. Þingið fagnar áformum um setn- 6. Þingið hvetur öll vélstjórafélög í gegn því að þurfa að kaupa kvóta fyr-
ingu reglna um starfshætti frysti- landinu til að sameinast í að styðja ir útgerðarmenn. -js
skipa. þá félaga sína sem standa í baráttu
Varaformaður Kennarasambandsins segir
samninganefnd ríkisins hafa lítið að bjóða:
Vilja viðræður um
réttindaskerðingu
Lögð fram þingsályktun á Alþingi:
Iðnaðarstefnan
endurskoöist
Stefán Guðmundsson alþingismað-
ur hefur lagt fram þingsályktunar-
tillögu á Alþingi um endurskoðun
iðnaðarstefnu. Tillagan gerir ráð
fyrir að Alþingi feli iðnaðarráðherra
að koma á fót nefnd, skipaðri full-
trúum samtaka iðnaðarins og þing-
flokka, er hafi það verkefni að vinna
að endurskoðun iðnaðarstefnu með
tilliti til breyttra aðstæðna í þjóöfé-
laginu og helstu viðskiptalöndum.
Arið 1978 skipaði þáverandi iðnað-
arráðherra nefnd um iðnþróun, sem
hafði það hlutverk m.a. að vera ráð-
herra til ráðgjafar um mótun heild-
arstefnu í iðnaðarmálum og efla
samstarf innan iðnaðarins. Nefndin
skilaði skýrslu árið eftir.
í greinargerð með þingsályktunar-
tillögu Stefáns segir að frá því
skýrslan var samin, hafí margt
breyst í íslensku þjóðlífi og fleiri
breytingar í sjónmáli sem gefi tilefni
til að endurmeta stefnuna í iðnaðar-
málum. Bent er á nýgerða samninga
um evrópskt efnahagssvæði, sem
koma til með að hafa víðtæk áhrif á
íslenskan iðnað og auka kröfur til
hans. Framundan eru breytingar í
okkar helstu viðskiptalöndum, sem
hvort tveggja í senn munu skapa ný
vandamál og nýja möguleika. -EO
Landssamband smábátaeigenda
fordæmir harðlega ummæli for-
manns LÍÚ, sem hann viðhefur á
þingi samtakanna varðandi
krókaleyfí smábáta. I ræðu sinni
ásakar hann ýmsa aðila f þjóðfé-
laginu um að vera slitna úr sam-
hengi við atvinnulífíð f landinu.
Ummæli hans sjálfs um króka-
veiðar smábáta benda hins vegar
til að formaðurinn sómi sér vel í
þeim hópi, því það er staðreynd
að yrði sett aflamark á alla
krókalcyfisbáta, myndi atvinnu-
vegur þessi einfaldlega leggjast
af með ófyrirsjáanlegri byggðar-
röskun, atvinnuleysi og verð-
Á fundi fulltrúaráðs Kennarasam-
bands íslands 9. nóvember síðast-
liðinn var samþykkt að hafna þeim
atriðum í bréfi frá Samninganefnd
ríkisins (SNR), sem skerða munu
lögbundin og/eða samningsbundin
ákvæði sem snerta félagsmenn
Kennarasambandsins. Fulltrúaráð-
ið telur framsetningu þessara hug-
mynda hreina móðgun við félags-
menn Kennarasambandsins.
Eiríkur Jónsson, varaformaður
mætasóun.
Sé það skoðun formannsins að
vandamál íslensks sjávarútvegs
yrðu leyst með slíkum aðgerð-
um, sýnir það glöggt sambands-
leysi hans sjálfs við undirstöðu-
atvinnugrein þjóðarinnar.
Það er því orðið tímabært að
taka upp þá umræðu, hvort ekki
megi rekja vandamál íslensks
sjávarútvegs til ofríkis LÍÚ við
mótun laga um stjórn fiskveiða.
F.h. Landssambands smábáta-
eigenda
Arthur Bogason,
formaður Landssambands
smábátaeigenda
Kennarasambands íslands, segir í
samtali við Tímann að SNR hafni
öllu því, sem fram kemur í kröfu-
gerð Kennarasambandsins. Þar að
auki er boðið upp á viðræður um
skerðingu á ýmsum samnings- eða
lögbundnum réttindum, svo sem líf-
eyris- og veikindaréttindum, barns-
burðarleyfi og öðru slíku. „í stuttu
máli er þetta alfarið höfnun á öllum
okkar kröfum og hins vegar óskir
um að skerða okkar kjör,“ segir Ei-
„Við munum fara vandlega yfir mál-
ið og að því loknu verður ákvörðun
um framhald tekin,“ sagði Kristinn
Björnsson, forstjóri Skeljungs, í
samtali við Tímann í gær um hvort
mál Einars Guðmundssonar, fyrr-
um umboðsmanns Skeljungs á Nes-
kaupstað, yrði kært til RLR.
Kristinn varðist frétta af upph ðum
þeim, er um er að ræða, en aðspurð-
ur um hvort tala sú, sem heimildir
Tímans herma (16 milljónir kr.),
væri rétt, sagði Kristinn að svo væri
ekki. Hins vegar sagði hann að um
ríkur.
Fulltrúaráðið ítrekar kröfugerð
Kennarasambandsins frá 25. sept-
ember 1991 og felur kjararáði að
halda áfram viðræðum um þau
meginatriði, sem þar koma fram.
Fulltrúaráðsfundur Kennarasam-
bands íslands lýsir enn fremur full-
um stuðningi við kjarabaráttu
verkafólks í mjólkurbúum og hvetur
annað launafólk til slíks hins sama.
verulega upphæðir væri að ræða.
Kristinn sagði að það gæti vel verið
að maðurinn segðist hafa sagt upp
störfum, en það væri einnig alveg
ljóst að Skeljungur hefði sagt hon-
um upp og að nýr umboðsmaður fyr-
irtækisins hefði tekið við störfum.
Einar Guðmundsson hefur verið
umboðsmaður Skeljungs á Nes-
kaupstað í fimm ár, en hann rekur
einnig, ásamt konu sinni, Gisti-
heimilið Hafnarbraut 22 á Neskaup-
stað. -PS
Yfirlýsing frá Landssambandi smábátaeigenda:
FORMAÐUR LÍÚ
SAMBANDSLAUS?
-js
Nýr umboðsmaður tekinn við Skeljungi á Neskaup-
stað, vegna gruns um fjárdrátt þess fyrrverandi:
Verulegar fjár-
hæðir vantar