Tíminn - 12.11.1991, Síða 13

Tíminn - 12.11.1991, Síða 13
Þriðjudagur 12. nóvember 1991 Tíminn 13 VtEDESTEIN^) VETRARHJÓLBARÐAR Negldir Ónegldir Viðurkennd vara á mjög góðu verðí Flestar stærðir ísnagla fyrirliggjandi Ármúla 11 - Reykjavík - Sími 681 500 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Rannsóknarstöður við Norrænu stofnunina í kenni- legri eðlisfræði (NORDITA) í Kaupmannahöfn Norræna stofnunin ( kennilegri eðlisfræði (NORDITA) I Kaupmannahöfn auglýsir tlmabundnar rannsóknarstöð- urfyrir norræna eðlisfræðinga á næsta ári. Stööumar enj veittar frá 1. september 1992 og eru til eins árs, en eru í flestum tilvikum framlengdar a.m.k. eitt ár 1 viðbót. Við stofnunina eru m.a. stundaöar rannsóknir í stjarn- eðlisfræði, þéttefnisfræði, kjarneðlisfræði, öreindafræði og eðlisfræði margbrotinna kerfa. Þess er vænst að umsækjendur hafi lokið doktorsprófi, en ungir eðlisfræðingar I framhaldsnámi geta einnig átt kost á styrk til skemmri dvalar. Umsókn fýlgi staöfest af- rit prófskírteina, ásamt ítarlegri greinargerð um mennt- un, vlsindaleg störf og ritsmíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást i Raunvlsindastofnun Háskól- ans, Dunhaga 3, 107 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar I tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100, Köben- havn Ö, Danmark, fyrir 1. desember n.k. Auk þess skulu 2-3 meðmælabréf send beint til NORDITA. Menntamálaráðuneytlð, 11. nóvember 1991. BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNlb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Landsbvggðar- ÞJÓNUSTA fyrirfólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinni. Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5-108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 • 128 Reykjavík Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga POSTFAX 91-676-444 Hárkollumar færðu þeim ekki frægð heldur dauða. Tvíburabræður drukkna í á í Róm: MADONNA MISSIR TVO GÓÐA VINI Þeir voru bestu vinir Madonnu f dansskólanum í New York. Stórstjarnan Madonna er miður sín þessa dagana. Ástæðan er sú að tveir bestu vinir hennar létust í hræðilegu slysi. Tvíburabræðurnir Dave og Tim Jones voru að æfa dansatriði á árbakka í Róm, þegar þeir duttu í ána og sukku til botns með þeim afleiðingum að þeir drukknuðu báðir. Þeir voru báðir með mjög þungar hárkollur, sem hjálpaði þeim ekki við að komast upp úr aftur. Hinir myndarlegu bræður, sem voru ekki nema 32 ára gamlir, voru með Madonnu í New York-dansskólanum og voru bestu vinir hennar þegar hún var bara óþekkt stúlka að nafni María Ciccone. Eftir að þeir hættu í dansskól- anum vegna féleysis, héldu þeir sambandi við gömlu vinkonuna og glöddust innilega yfir vel- gengni hennar. En það, sem þeir héldu leyndu fyrir henni, var að þeir voru staurblankir og voru eiginlega á götunni. Heimildarmaður úr herbúðum Madonnu segir: „Hún kennir sjálfri sér um hvað hefur gerst. Hún ásakar sjálfa sig um að hafa aldrei hjálpað þeim. En þeir sögðu henni aldrei að þeir ættu ekki peninga." Tim og Dave, sem eyddu sumrinu á Ítalíu og dönsuðu fyrir fólk til að eiga fyrir mat, börðust fyrir lífi sínu, en það tókst ekki. Franco Carlotti, sem býr ná- lægt ánni og varð vitni að at- burðinum, segir: „Þegar þeir voru að dansa, rann Dave til og datt í ána. Hann hrópaði á hjálp og Tim kom honum til bjargar. Hann stökk út í ána án þess að taka þessa hárkollu af sér. Lögreglan segir að þeir hafi ennþá haldið sér í hvorn annan þegar lík þeirra fundust." Þegar bræðurnir komu til Hollywood, var þeim ráðlagt að gera eithvað sniðugt til að vekja athygli á sér. Dave fór út og kom til baka með mörg kíló af nælontvinna og þeir gerðu sér hárkollur úr honum. Þeir héldu að hárkollurnar myndu hjálpa þeim við að koma sér á framfæri. Sandra Milo, sem er aðstoðar- kona við þáttagerð í Róm, segir að þeir hafi lifað eins og um- renningar á götum Rómar. Matarlausir og án nokkurrar vinnu. „Ég gaf þeim peninga og reyndi að gefa þeim að borða. Ég reyndi líka að hughreysta þá og sagði þeim að gefast ekki upp,“ sagði Sandra Milo.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.