Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 10. desember 1991 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU OG FELAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin (Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson Stefán Asgrlmsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason Skrlfstofur: Lyngháls 9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfmar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verð I lausasölu kr. 110,- og kr. 130,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Endalok Sovétríkja Forsetar og forsætisráðherrar þriggja sovétlýðvelda hafa undirritað samstarfssáttmála, sem hefst á yfirlýs- ingu um að Sovétríkin (Samband sovétlýðvelda) séu ekki lengur til sem ríkisheild í þjóðréttarskilningi né samstæð heild í landfræðilegu tilliti. Engum þarf að blandast hugur um að þessi yfirlýsing er meira en innantóm orð. Hún er staðfesting á því að Sovétríkjasambandið er búið að vera að svo miklu leyti sem það var ekki leyst upp áður. Yfirlýsingin staðfestir umfram allt að hugmynd Gorbatsjovs for- seta um nýskipan ríkjasambandsins getur ekki orðið að veruleika. Hún fólst í því að 12 sovétlýðveldi (öll nema Eystrasaltsríkin) mynduðu nýtt sambandsríki og héldu þannig við því sem bjargað yrði af stjórn- skipulegri heild Sovétríkjanna. Stjórnmálaþróunin í Úkraínu að undanförnu hefur öðru fremur orðið til þess að gera út af við stefnu Gor- batsjovs í sambandsmálum lýðveldanna tólf. Þjóðarat- kvæðagreiðslan um sjálfstæði og fullveldi Úkraínu 1. desember var túlkuð sem krafa þjóðarinnar um alger slit á tengslum við sovéska miðríkið eða nýtt allsherj- arríki á rústum þess í anda Gorbatsjovs. Hinn nýi forseti Úkraínu, Leonid Kraftsjúk, hefur ákaft fylgt fram róttækri túlkun á sjálfstæðisstefn- unni og snúið Jeltsín Rússlandsforseta til fylgis við hana hvað Rússneska lýðveldið varðar, auk þess sem stjórn Hvíta- Rússlands hefur tekið upp sömu stefnu. Þessi þrjú lýðveldi eru með yfir 200 milljón íbúa (70% heildar íbúatölu) og ná yfir gífurlega stórt land- svæði. Úrsögn þeirra úr sambandsríki sovétlýðvelda er fyrir þessar sakir rothögg á endurreisn sameigin- Iegs miðríkis í anda þeirra hugmynda sem Gorbatsjov hefur barist fyrir. Enginn vafi er á að með þessu er verið að hafna ráðum Gorbatsjovs í svo mikilvægu máli að um leið er honum velt úr stöðu þjóðarleið- toga. Nærri sjö ára forystuhlutverki hans er að ljúka. Þótt lýðveldin þrjú hafni endurreisn sovétsambands- ins, er það eigi að síður aðalefni samstarfssáttmála þeirra að stofna einhvers konar ríkjasamtök sín á milli og halda þeim opnum fyrir aðild annarra sovét- lýðvelda. Hins vegar er margt á huldu um efnisatriði og stjórnskipun slíkra samtaka annað en sú áhersla sem lögð er á að þar sé um laustengd samtök að ræða, ekki nýtt sambandsríki í eiginlegum skilningi. Sátt- málinn ber eigi að síður með sér að náin samræming verður á stefnu í fjölmörgum málum, m.a. utanríkis- málum, kjarnorkumálum, efnahags- og markaðsmál- um og samgöngumálum og ýmsum öðrum málaflokk- um. Gorbatsjov hefur ekki sparað stór orð um afleiðingar þeirrar stjórnskipulegu upplausnar sem Sovétríkin standa frammi fyrir. Hann hefur talað um að þessu muni fylgja innbyrðis deilur og vopnuð átök sem ættu eftir að láta borgarastyrjöldina í Júgóslavíu líta út eins og gamanmál. Stjórn Bandaríkjanna hefur verið hliðholl sjálfstæð- isstefnu Úkraínu að undanförnu og traust bandarískra stjórnvalda á Gorbatsjov hefur smám saman verið að hverfa. Samt hefur James Baker utanríkisráðherra látið þau orð falla að hætta sé á að upplausn Sovét- ríkjanna gæti leitt til ofbeldisverka þar sem kjarna- vopn kæmu við sögu. — Ef rök eru fyrir sannleiks- gildi þessara orða, er áreiðanlega frekari tíðinda að vænta frá Sovétríkjunum. GARRI cr eftir að \ teera «ig: urnaðiáta ftysta *ig. ióla- þeimu Tö bamaQölskyldna er jóla- gjöfin að lækka bamabætur, eða geri sér greín fyrir þvíað fyrri rikis- sljómir hafaekki veriö beint útaus- óbeinir skattar hafa farið sífefit hækkandi, en reynt hefur verið að tnæfa þeim hækkunum ma. meö haraabótum. Nú á sem sagt að éraga úr þeím án þess að nokkuð komi í staðinn. Eyðimerkurstefa á ný Ncfndur hefur verið viröisauka- skattur á laxveiðileyfi og nið- skógræktar. Undanfarið hefur verið una, Landið fýkur burt, og benda undirtektir tii þess að niðurskurður á fé til landgræðslunnar sé ekki vin- sælasta ráðstöfunin nú um stundir. Valtýr Stefánsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, var einn helstí talsmaður skógræktar á sínni tíð. skógrækt Forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttír notar hvert tækifæri til að gróðursetja tré. Ekk- ert af þessu kemur ríldsstjóminni við. Hún vlll skera niður framlog til skógræktar. En allt eru þetta smá- munir í því stóra samlagrtingar- dæmi, sem nú er fengist við og miðar aö því að ná fjárlagahallanum 1992 niður í fjóra miHjarða. í fyrsta iagi veit ríkisstjórnia eidd hvað 1992 ber í skauti sínu. í öðru Hafrannsóknarstofnun. Hvaða heljar vfsindi eru það, sera iratugum saman standa í þvf að vemda fiskísto&ia, og ero nú á góðri Jeið með að vemda þá niður i núB. Við höfum staðfugla, stofna sem aldrei yfirgefa landið. Ftskur hefur aftur á mótí aldrei verið fioidcaður f staðfisk stakrar valda, en þau hafa aldrei sýnt gróð- urverndarmálum réttan Þarf ekki annað en eyðhnerkur sem íandfok hefur sldl- eins einu sinni tók Alþingi sig til og samþykkti milljarð króna til gróð- urvemdar. Það var að undiríagi Ey- steins lónssonar árið 1974. Hinn iandfasti þorskur Hvers vegna er fjáriagahalli upp á Qóra milijarða heppllegri en td. fiárlagahalli upp á sex milljarða? Hver fann upp þessa tolu - fióra milljarða? Og hvers vegna var ekki Ö0 ieiöin farin og fjárlög lögð fram með engum halla. Eru kannski þessir íjórir milljarðar eítthverí heilagt fé, sem ekfó má ná niður með spamaði, fyrst menn eru á annað borð að tala um sparnað? Nú er verið að grafa göng f gegnum §öll, sem að vísu er nauðsynjaverk. En þessi Ijöll hafa nú veríð göng- laus í rúm eliefu htmdruð ár og loðnan að norðan, 1 ketnur m.a. frá Græniandl. ! raun fríðun annars staðar en bér. Og svo felst í því að vemda iifsfóör lands- manna. Rikisstjómin stendur í ströngu þessa dagana við að spara. Sumt af því sem hún ætíar að spara hefur fengist fram eftir langa baráttu og heyrir lil einfoldustu mannréttind- um. Þótt allt sé þetta eflaust brýnt, komust menn ekki undan aðheyra nokkum bfiadeUupistfi fydgja f kjöl- ferið. Það er nefnilega svo, að á meðan þjóðin lifði á öidufeldi sinn- ar hamsiausu eyðslu hafifi faún gaman af pexi um ráðherrabíla. Nú er allt slíkt pex orðið grátbroslegt Miðað við sparnaðinn ættu ráð- herrar hreinlega að vera fótgang- andi. Skattar og einkanotkun ráð- herrabfla er svo smástóÖegt máJ, að það vekur undrun í hveirt sinn sem á það er minnst, einkum þeg- ar um sjö milljarðar af lífskjörum fóíks eru undir í einu. Garri VITT OG BREITT Þjóðin gefur banka Ríkisstjómin stendur í ströngu að skera niður fjárlagafrumvarp sitt og til að það megi verða þarf að skera niður hér og hvar. Skera á niður rík- isstarfsmenn og bamabætur, skattaf- slátt á að skera niður, landgræðsla og vegaframkvæmdir lenda í niður- skurði, en laxveiði á stöng verður ekki skorinn niður og eru tekjur vatnagreifa hið eina sem hvorki verð- ur skattlagt né skorið niður hér á landi. Til að lagfæra óbjörgulegt ástand ríkisjóðs á einnig að selja öll ríkisfyr- irtæki sem skila arði. Tkpreksturinn verður áfram á hendi ríkisins. Meðal þeirra ríkisfyrirtækja sem selja á er Búnaðarbanki íslands og er ákafi ríkisvaldsins í að losa sig við þá arðgæfú eign svo mikill, að Búnaðar- bankann þarf einnig að skera niður. En þar sem hvorki er hægt að skera niður umsvif hans né ágóða fremur en starfsfólk eða eignir, hafa stómar- herramir ákveðið að skera niður söluverð hans heldur en ekki neitt Friðrik fjármálaráðherra tilkynnti á fundi hjá Verslunarráði að söluverð bankans yrði skorið niður um helm- ing til að meðlimir ráðsins og aðrir verðbréfafurstar fái þetta eigulega fyrirtæki fyrir slikk. Hugmyndafræðin blívur Sú árátta að selja banka, sem eru eins konar sjálfseigastofnanir í eigu allra landsmanna, á rót sína að rekja til þeirrar fullvissu frjálshyggjunnar að slík fyrirtæki séu óheilbrigð og illa rekin og að tilvera þeirra sé óeðlileg í frjálsu markaðskerfi. En þvert ofan í alla hugmyndafræði markaðshyggjunnar er hinn ríkis- rekni Búnaðarbanki traust fyrirtæki og vel stjómað. Guðni Ágústsson, alþingis- maður. Guðni Ágústsson, alþingismaður, er formaður bankaráðs BÍ. Hann brást snöfúrmannlega við þegar fréttist af gjafatilboði fjármálaráðherra hjá Verslunarráði. Guðni benti þegar í stað á að það væri fásinna að selja bankann á hálfyirði, eða yfirleitt fyrir neina þá upphæð sem kalla mætti markaðsverð. Búnaðarbankinn stendur vel fjárhagslega og sem dæmi um umfang hans er að 80 þús- und viðskiptavinir sjá 500 starfs- mönnum fyrir nægum verkefnum. Á tímum sem aðrar fjármálastofnanir og fyrirtæki eiga við allskyns vanda að etja eykur Búnaðarbankinn hlut- deild sína á sínum vettvangi og skilar ríkissjóði meiri skatttekjum en nokkur önnur fjármálastofnun. Niðurskurður á söluverði Áttatíu þúsund viðskiptavinir segja meira um það traust sem fólkið í landinu ber til Búnaðar- bankans, en sú fásinna frjáls- hyggjugauranna, að einkaframtak- inu sé einu treystandi fyrir að fara með fjármuni. í öllu því holtaþokuvæli niður- skurðarins sem gegnsýnir þjóð- málaumræðuna þessa daganna, hafa fáir veitt niðurskurðinum á söluverði Búnaðarbankans þá at- hygli sem skyldi. Guðni Ágústsson hefur þó spyrnt myndarlega við fæti og varað við þeirri hættu sem hér er á ferðinni og sýnt frá á hve fráleit og ósvífin sú ákvörðun er að selja eins traust og arðgæft fyrir- tæki og Búnaðarbankann fyrir hálfvirði. Jón Sigurðsson, bankamálaráð- herra, hefur marglýst þeim vilja stnum að selja eigi ríkisbankana, nema Seðlabankann. Um þá ákvörðun fjármálaráðherra að selja Búnaðarbankann fyrir hálft verð hefur hann ekki tjáð sig enn sem komið er. Honum kemur verðið kannski ekkert við. Hann ákveður aðeins að selja þá ríkis- eign sem undir hann heyrir, en fjármálaráðherra ræður skilmál- unum, svo að viðksiptaráðherra kemur ekkert við með hvaða hætti eignir ríkisins eru gefnar úr hönd- um hans. Eða þá ályktun er hægt að draga af þögn hans um vildakjörin sem Verslunarráði voru boðin. Sala ríkisbanka hefur verið einkar óhöndugleg til þessa. Borgað var með Útvegsbankanum á sínum tíma, en hann stóð fremur tæpt, en þar sem Búnaðarbankinn stendur betur en önnur ríkisfyrir- tæki verður að gefa hann að stór- um hluta til að „fjölskyldurnar" hafi ráð á að þiggja hann. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.