Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 10. desember 1991 Útsvarsálögur sveitarfélaga hækkuöu um fjóröung að raungildi 1985-1988: Græða sveitarfélögin milljarð á þjóðarsátt? „Að öllu samanlögðu má fullyrða að sveitarfélög hafi aukið raun- tekjur sínar af aðstöðugjöldum og fasteignasköttum um fullar 1000 milljónir vegna minni verðlagsbreytinga af völdum „þjóðarsáttar“,“ segir m.a. í fréttablaði Vinnuveitendasambandsins. Bent er á að sveitarfélögin hafi notið lækkunar verðbólgu betur en flestir aðrir, vegna aukins raungildis eftir- ágreiddra skatta. Með því að halda skatt- hlutföllum óbreyttum hafi þau í raun Akureyri: Umferöarslys og ungt fólk vildi í sjóinn Að sögn lögreglunnar á Akureyri var helgin almennt róleg og lítið um að hafa þyrfti afskipti af fólki. Þó varð eitt alvarlegt umferðar- slys, og einnig þurfti lögregla að hafa afskipti af ungri stúlku sem henti sér í sjóinn við Torfunefs- bryggju, og hugðist stefna út á haf. Greiðlega gekk að ná stúlkunni á land og varð henni ekki meint af volkinu. Karlmaður á þrítugsaldri hugðist einnig ganga í sjóinn, en fannst hann kaldur og eftir nokkr- ar fortölur félaga sinna snéri hann við og hélt áfram að skemmta sér. Á föstudagskvöld var ekið á mann á Norðurgötu. Málsatvik voru þau að maðurinn var að stíga út úr bfl, en bifreið sem kom aðvífandi var ekið á opna hurðina með þeim af- leiðingum að maðurinn klemmd- ist illa milli stafs og hurðar, og var hann fluttur á sjúkrahús til að- hlynningar. Sá, er á hann ók, hvarf hins vegar af vettvangi og náðist ekki fyrr en daginn eftir. Að sögn lögreglu er málið fullrannsakað og frágengið. hiá-akureyri. snarhækkað rauntekjur sínar af fast- eigna- og aðstöðugjöldum. Jafnframt kemur fram að útsvarstekjur sveitarfé- laganna hafi hækkað um hátt í fjórðung að raungildi við breytinguna yfir í stað- Komin er út hjá Iðunni Ijóðabókin Fuglar og annað fólk eftir Matthías Johannessen. Hér er um að ræða gamansaman kveðskap margvísleg- an, einskonar flugeldasýningu í ljóðum, en föng fengin víða að, og nánast engin takmörk fyrir því hvert yrkisefnin eru sótt. Ýmist er kveð- skaparefnið sótt til Dionysosar frá því á 1. öld fyrir Krist eða Kaldadals og vitnað til Jöklavinafélagsins um heimildir. greiðslukerfi. .J'ótt samdráttur einkenni atvinnu- starfsemi, er enn góður vöxtur f einum þætti, þ.e. samneyslu rfkis og sveitarfé- laga," segir blaðið. Með lækkun tekju- skattshlutfalls úr 50% í 45% hafi ríídð þó komið til móts við fyrirtæki. En það sama verði ekki sagt um sveitarfélögin. Þau hafi haldið skatthlutföllum óbreytt- um, þrátt fyrir lækkandi verðbólgu, og í upphafi segir: „Lífið er broslegt leikhús" og fylgir bókin nokkuð þeim efnisþræði ailt til enda. Matt- hías er þekktur að því að eiga margra strengi og hefur til þess ver- ið talinn alvörumikill í skáldskap sínum. Nú bregður hins vegar þann- ig við, að hann lætur alvöruna lönd og leið, nema þann vísdóm sem má finna í öllu gamni. Fuglar og annað fólk er því nýstárleg bók með nýstár- legum kveðskap. IGÞ þannig aukið skatttekjur sínar af eftir- ágreiddum sköttum, þ.e. fasteigna- og aðstöðugjöldum, nú síðast um fullar 1000 milljónir vegna lítillar verðbólgu í kjölfar þjóðarsáttar. Útreikningar VSÍ sýna að rauntekjur sveitarfélaga hafa aukist um 46% ffá 1980-1991, sem er 16% umfram vöxt landsframleiðslu. í krónum talið munar mestu um þá gífurlegu hækkun á út- svarstekjum, sem sveitarfélögin hafa fengið f kjölfaf breytingarinnar yfir í staðgreiðslukerfi skatta. Þetta skýrist af því að sveitarfélögin fá nú útsvar af hverri krónu sem ffam er talin, en áður var hluti launatekna undanþeginn út- ágreiddu sköttunum þó hækkað ennþá meira að raungildi. Þannig hafa tekjur af fasteignasköttum hækkað um 75% og aðstöðugjöldum um 113% á sama tíma. Stórstígastar hafa þær hækkanir þó orðið eftir að sveitarfélögunum var treyst fyrir auknum heimildum til þess að ákveða sjálf skatttekjur sínar. Með 6% hækkun fasteignamats á öðru en atvinnuhúsnæði telur VSÍ ljóst að sveitarfélög muni áfram njóta tekju- auka á næsta ári, þ.e. takist að hemja verðbólguna. Hins vegar verði ekki séð hvaða rök standi til þess, að sveitarfélög ein haldi áffam útþenslu og álögum eins og ekkert hafi í skorist, þegar allir aðrir þuríi að rifa seglin til að forðast efhahagslegt strand. - HEI svan. Hlutfallslega hafa tekjur af eftir- Safnahúsið Hvoll á Dalvík: S.L fostudag, þann 6. desember, voru liðin 75 ár frá fæðingu dr. Kristjáns Eldjáms Þórarinssonar, fyrrverandl forscta íslands. Af því tilefni var opnuð mínningarstofa utn hann í Safnahúsinu HvoU i Datvík. Meðal viðstaddra voru frú Halldóra Eldjám, ekkja forsetans, ættingjar hans og vinir. Dr. Krist- ján var Svarfdælingur, sem kunn- ugt er, og með opnun stofunnar vill stjóm Byggðasafnsins, sem og aðrir heimamenn, heiðra minningu hans. í ræðu, sem Júlí- us Jón Daníelsson flutti við opn- unina, kom fram að Krisiján átti alltaf mjög sterkar rætur í Svarf- aðardal, og málefni byggðarinnar vom honum hugleikin, Og reynd- ar var það eina sem hann iðraðist að hafa ekki gerst bóndi í Svarfað- ardal. Eftir hann liggja ýmis rit um svarfdælskan fróðleík, svo sem grcinargóð skrá um ömefni, umfjöllun um foraa haugstaði, svo eitthvað sé nefnt. Minningarstofan var útbúin í samráði við fjölskyldu dr. Krist- jáns, og þar má m.a. sjá brjóst- mynd af dr. Kristjáni og ýmsa muni úr eigu hans og sýnishora af fjármarki hans frá æskudögun- um í Svarfaðardal. Safnahúsið Hvoli var opnað í árslok 1987; hefur því sífeUt vax- ið fiskur um hrygg og em safn- gripir nú orðnir á sextánda hundrað. Þar fyrir utan era svo sérsöfn, svo sem náttúrugripa- safn scm geymir yflr 100 upp- stoppaða fugla og Öll egg fs- lenskra varpfugla. f grasasafni era um 270 íslenskar plöntur, steinasafn og yflr 300 tegundir fsienskra skelja. í Hvoli er einnig minningarstofa um Jóhann Pét- ursson Svarfdæling (Jóhann stóra), og nú bætist við minning- arstofa um dr. Kristján Eldjim. hiá-akureyri Matthías Johannessen Fuglar og annað fólk, e. Matthías Ari Trausti Guðmundsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson senda frá sér óvenjulega bók: Ljóðskreytt umræöa um ríki náttúru Meðai þeirra bóka, sem út koma nú fyrir jólin, er fyrsta ljóðskreytta bókin á íslandi með frumsömdum ljóðum, að því best er vitað. Hér er á ferðinni bókin „Úr ríki náttúr- unnar — náttúrustemmur** eftir þá Ara Trausta Guömundsson, sem ritar meginmál, og Sigmund Emi Rúnarsson, sem ljóðskreytir. Bókin er að uppistöðu til 30 rit- gerðir um margvísleg efni, sem tengjast ríki náttúrunnar og sam- skiptum manns og náttúru, sem Ari TVausti hefur skrifað. Hver ritgerð er síðan ljóðskreytt með stuttu Ijóði eftir Sigmund Emi og tengist Ijóðið efni ritgerðarinnar. Auk ljóðskreyt- inga og fjölda mynda með megin- máli eru í bókinni gamlar ljósmynd- ir eftir Guðmund frá Miðdal, sem myndskreyta ljóðskreytingarnar. í samtali við þá Ara Trausta og Sig- mund kom fram að hugmyndin að því að tengja saman ljóð og náttúru- fræðiritgerðir hafi komið upp úr samvinnu þeirra á Stöð 2, raunar í samtali þeirra í miðri fréttaútsend- ingu. Ari hafi sl. vetur látið Sig- mundi í té lauslegt yfirlit yfir efni ritgerðanna og Sigmundur síðan samið við þær stemmurnar. Eins og áður segir eru í bókinni margar Ijósmyndir eftir Guðmund frá Miðdal, föður Ara Trausta, og segir Ari að hann hafi fengið dóttur sína til að velja úr mjög stóru ljós- myndasafni föður síns myndir, sem féllu að ljóðum Sigmundar. Ari og Sigmundur líta á þessa bók sem framiag til þeirrar vakningar, sem nú á sér stað í umhverfismál- um, og birtist m.a. í sívaxandi áhuga almennings á náttúrunni og ýmsu henni tengdu. Sagt hefur verið að umhverfisvernd þekki engin landa- mæri og slíkar manngerðar marka- línur eru oftast framandlegar í nátt- úrunni sjálfri. í þeim anda er þessi bók kynnt. Hún er ekki afmörkuð sem ritgerðasafn, eða Ijóðabók eða Ijósmyndabók, heldur allt þetta f senn. Ritgerðir Ara TVausta fjalla um hin margvíslegustu málefni og segir hann að þörf hafi verið fyrir umfjöll- un af þessu tagi, þar sem fræðilegt efni er sett fram á aðgengilegan hátt fyrir almenning. Þær spurningar, sem leitast er við að svara í bókinni, eru brýnar og leitast er við að taka á málum og málaflokkum, sem þegar eru í almennri umræðu, en umræð- an er að mati Ara Trausta e.t.v. byggð á fáfræði eða hleypidómum. Hann náigast viðfangsefni sín alltaf út frá náttúrufræðinni og á það við um jafn ólík viðfangsefni og þau hvernig lægðir verða til, hvort stein- ar geti læknað, eða hvort veiða eigi hvali. Þeir Ari TVausti og Sigmundur eru sammála um að hér sé ekki á ferð- inni bók, sem komi til með að verða notuð sem kennslubók í framhalds- skólum. Hins vegar gæti hún nýst framhaldsskólanemum eins og öðr- um sem bakgrunnsefni. Þeir segja að þetta sé ekki vísindarit í hefð- bundnum skilningi, heldur innlegg í grunnfræðslu á tímum þegar nátt- úran og umhverfið krefst þess að horft sé á hlutina öðrum augum en hingað til. Það er ísafold sem gefur bókina út. Hún er 250 blaðsíður prýdd fjölda mynda, bæði nýrra og gamalla, og er í hörðum kili. - BG Ari Trausti Guðmundsson og Sigmundur Emir Rúnarsson skoða málin út frá sjónarhóii náttúmnnar í nýrri bók. Tímamynd: Ámi BJama

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.