Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. desember 1991 Tíminn 3 Verðbólgupúkinn fitnar í fjármála- og þjónustustofnunum bæði opinberum og frjálsum: ber til desemberbyrjunar, eða um 1,2% að meðaltali, trúlega vegna harðrar samkeppni matvöruverslana. ÞessHækkun varð tii þess að vísitala framfærslukostnaðar iækkaöi nú um0,l% milli mánaða. Fara verður á sjötta ár aftur í tímann til að finna dæmi um lækkus framfærslukostnaðar, en þá þurfti tollalækkanir til. Verðbólga hefur mælst 4,4% bólgan hefur fyrst og fremst síðustu þrjá mánuði. En frá des- grasserað í lánastofnunum og hjá ember í fyrra hefur framfærslu- þeim sem selja okkur þjónustu, vísiíalan hækkað um 7,5%. Þegar baeði opinbera þjónustu og aðra. litíð er á verðlagsþróunina þessa Þótt ótrúlegt sé eru ýmsir flokk- tóif mánuði kemur í ljós að verð- ar matvara ódýrari heidur en í byrjun jólamánaöar í fyrra. Þetta á Almennt var nú um mjög Htlar ir miklar kostnaðarhækkanir. m.a. við um; sykur, feitmeti, kart- verðbreytingar að ræða á milli Kostnaóur vegna húsnæðislána er öflur, kaffl og súkkuiaði og verð á nóvember og desember. I kjölfar þar efstur á blaði, með meira en ávöxtum og grænmeti er að með- lækkunar á lánskjaravísitölu í sfö- 13% hækkun á einu ári. Verð á altali hið sama og fyrir ári. Verð á asta mánuði varð nú smávegls þjónustu, bæði opinberri og brauði og mjölvörum, mjóikurvör- lækkun á kostnaði vegna húsaæð- frjálsri, hefur Iíka hækkað um nær um og kjöti hcfur hækkað í kring- islána. En á móti kom nokkur 11% að meðaltali. Voruverð f um 5% á einu ári. Að meðaltali er hækkun á ferðakostnaði bæði í verslunum hefur hskkað mildu aðeins um 3,3% dýrara að kaupa f einkabílnum og með strætó. Þegar minna. Jólaföíin kosta t.d. um 6- jóiamatinn í ár heldur en í fyrra og litið er á þróunina síðustu tólf 7% meira en fyrir ári og húsgögn aðelns rúmlega 5% dýrara heldur mánuðlna kemur i íjós að ákveön- rafmagnstæki og búsáhöld um 3- en í jólamatlnn 1989. ir liðir skera sig sórstaklega úr fyr- 6% mcira. - HEI Öll fjölgunin í utanlandsferðum ársins orðið í september-nóvember: Um 40% fleiri úti í nóvember en í fyrra Um 15.100 íslendingar komu til landsins erlendis frá í nóvember- mánuði. Þetta er um 4.350 manns, eða 40% fleiri, en í nóvember í fyrra og um 6.100 manns (68%) fleiri en í sama mánuði fyrri tveim árum. At- hyglivert virðist að utanfarar voru nánast jafn margir í lok ágúst í ár og í fyrra, eða rúmlega 92 þúsund manns. Nú í endaðan nóvember var fjöldinn hins vegar kominn í 137.600 manns, sem fjölgun um 6.300 manns milli ára — öil á síð- ustu þrem mánuðum. Virðist því stefna í að a.m.k. 5% fleiri íslend- ingar bregði sér til útlanda á þessu ári heldur en í fyrra. Á hinn bóginn komu nú heldur færri útlendingar til landsins í nóv- embermánuði heldur en í fyrra, eða tæplega 5.100 manns. Alls var fjöldi erlendra ferðamanna kominn í um 139 þús. í nóvemberlok, sem er 1,3% fjölgun frá síðasta ári. - HEI Gengur að einkavæða staðla- og prófunarstofnanir? Finnur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri: Hver sem er getur annast eftirlitið „Nei það eru engin áform um slíkt uppi. Ekki það ég veit. Ég reyndi bara að benda á að tækin eru komin, með aukinni notkun staðla og fleiri staðlaðra aðferða er í raun hægt að fela hverjum sem er eftirlit og próf- un framleiðslunnar. Eins gilda orðið víða staðlar um starfsemi svona stofnana, meðhöndla þarf gögn með vissum hætti, hlutleysi að vera tryggt o.s.frv og þá eru komnar for- sendur til þess að fela megi þetta hverjum sem er og tiltölu auðvelt orðið að fylgjast með því,“ segir Læstur inni á sólbaðsstofu Lögreglan var kölluð út á föstu- dagskvöld, á sólbaðstofu við Ármúla í Reykjavík, en tilkynningin kom frá starfsstúlku sem þar vinnur. Hún hafði þegar yfirgefið staðinn, en þeg- ar hún var að fara sá hún mann inn- andyra. Þegar málið skýrðist kom í ljós að maðurinn hafði brugðið sér í Ijósatíma, en þegar tímanum lauk uppgötvaðist að hann var einn á stofunni og komst ekki út. Starfs- stúlkan hafði hreinlega gleymt manninum í bekknum og læsti hann inni. -PS Finnur Sveinbjörnsson, skrifstofu- stjóri í viðskitparáðuneytinu. Finnur segir í viðtali við Staðlatfð- ini, fréttabréfi Staðlaráðs íslands, að nú þegar alþjóðlegir staðlar komi í stað íslenskra, þróun sem á vissan hátt verður innsigluð með EES, hafi skapast forsendur til að einkavæða opinberar eftirlits- og prófunar- stofnanir. Hver sem er geti annast prófanir og vottanir, svo fremi sem hann uppfylli gildandi staðla. „Kerfið sem yrði notað við þetta hefur verið kallað viðurkenning, vottun og prófun. Neðst eru prófun- arstofur eins og t.d. Rannsóknar- stofa fiskiðnaðarins, eða byggingar- iðnaðarins. Næst er svokalíaður við- urkenningaraðili sem gerir úttekt á þessum prófunarstofnunum, segj- um einu sinni á ári, og kannar hvort starfsemi sé í samræmi við þá staðla sem þar gilda. Þessi viðurkenningar- aðili á íslandi er Löggildingarstofan. Sett hefur verið upp innan hennar viðurkenningardeild. Prófunin á framleiðsluvörunni get- ur þá verið í höndum hvers sem er. Það þarf enga ríkisstofnun til að sjá um prófanir. Stjómvöld þurfa bara að gera þá kröfu að stofan hafi hlotið viðurkenningu og starfi samkvæmt stöðlunum," segir Finnur Svein- bjömsson. -aá. Svona leit út á Heiðarfjalli á Langanesi þegar radarstöðin var starfrækt. Málssókn í BNA á hendur bandarískum stjórnvöldum vegna meng- unar á Heiðarfjalli. Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður: íslensk ráðuneyti hafa reynt að vernda herinn Málsókn er nú að hefjast í Banda- ríkjunum gegn bandarískum stjóm- völdum vegna eiturefnamengunar á Heiðarfjalli á Langanesi. Um síðast- liðin mánaðarmót voru send út ný sýni úr fjallinu samkvæmt staðli rannsóknarstofu í Bandaríkjunum. Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður og lögmaður landeigenda, segir í samtali við Tímann að þeir hafi fyrst og fremst haft áhuga á að vita hvað hefði verið sett í fjallið samkvæmt bókhaldi hersins. „Okkur hefur nú ekki gengið allt of vel með það, fyrr en lögfræðingur okkar í Bandaríkj- unum bað um þessar upplýsingar. Þetta var síðan sent í gegnum ein- hverjar stjórnarstofnanir í Banda- ríkjunum, hingað heim til hersins. Síðan er herinn að senda umbjóð- endum mínum bréf, sem átti að senda til lögfræðingsins úti. í bréf- inu heimta þeir gjald fyrir upplýs- ingarnar. Þetta er mjög sérkenniíeg aðferð og nánast eins og um fjár- kúgun sé að ræða“, segir Jón. Aðspurður segir Jón að upplýsing- ar um það hvaða efnum hafi verið komið fyrir í Heiðarfjalli séu til enda bókhald hjá hemum mjög strangt. „Við vitum það að vamarmáladeild og fleiri aðilar innanlands hafa að- gang að þessum gögnum. Bæði um- hverfisráðuneytið og utanríkisráðu- neytið hafa unnið á móti okkur allan tímann. Lögfræðingunum og vís- indamönnunum úti í Bandaríkjun- um finnst það mjög skrítið að her- inn skuli vera í skjóli íslenskra ráðu- neyta. Það er eins og íslensk stjóm- vöid verði „kaþólskari en páfinn“ og vilja vernda enn frekar bandaríska hagsmuni heldur en Bandarikja- menn sjálfir", segir Jón. Jón tekur fram að gerð hafi verið eins konar úttekt og samningur „Memorandum of Understanding", þess efnis að herinn sé farinn af fjall- inu og beri ekki ábyrgð þar lengur. „Hversu voldug sem ríkisstjórn er, þá getur hún ekki fellt niður kröfur einkaréttareðlis. Ef að ég skulda þér 1000 krónur þá getur ríkisstjómin ekki ákveðið að skuldin sé fallin nið- ur“, segir Jón. Jón segir að áætlað sé að það kosti 2600 milljarða króna að hreinsa fjallið. „Misskilningurinn í málinu er að það halda margir að mínir menn vilji fá 2600 milijarða króna í sinn vasann. Krafan hjá þeim er hreinsun og bætur til þeirra sem er rekstrartjón. Ef að málið færi eins og við emm að gera kröfu til, þá myndu mínir menn fá einhverjar milljónir fyrir það að hafa farið þarna út í fjárfestingu og rekstur sem verður að hætta við. Sfðan myndu Bandaríkjamenn sjá um að láta hreinsa þarna mengunina og þá yrði hreinsunarþátturinn milliríkja- mál. íslenska ríkið hefur verið erfið- asti hjallinn í málinu og herinn hef- ur alveg verið í skjóli við vamar- máladeildina og umhverfisráðu- neytið, þá höfum við þurft að fara alveg framhjá kerfinu hérna heima og fara beint f mál úti. Það getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, því þetta vekur athygli í Bandaríkjun- um. Það er farið að skrifa um málið í blöð og þá er skrifað um að það sé mengun hérna í fiskimiðunum. Fiskmarkaður okkar í Bandaríkjun- um gæti lokast, en aðalumræðuefn- ið í blöðum þar núna er um meng- unarmál", segir Jón Jón segir að margs konar eiturefni séu talin vera í Heiðarfjalli. Efnin sígi niður í grunnvatn, en talið er að þangað komist þau árið 1994. Þá berast þau beint út í lífríki sjávar. „Þá er þetta ekki lengur orðið mál minna umbjóðenda og íslendinga, þá er málið orðið alþjóðlegt", er álit Jóns. Lögfræðingurinn í Bandaríkjunum byrjar á því að fá úrskurð um það að fram fari rannsókn á Heiðarfjalli á vegum hersins og á kostnað hans. Þegar niðurstöður þeirra liggja fyrir byrjar málsóknin sjálf. Lögfræðing- ar í Bandaríkjunum og vísindastofur eru að undirbúa þetta. Jón segir að mjög víða sé hliðstæð mál að finna td. í Þýskalandi. Tímarit í Banda- ríkjunum hafa sýnt mengunarmái- unum mikinn áhuga og Heiðar- fjallsmálið hefur vakið talsvert mikla athygli úti og tímaritin hafa verið að senda hingað fyrirspumir. Síðan kemur til geysilegur þrýsting- ur aimennings í Bandaríkjunum um að slíkar „hreinsanir“ eigi að eiga sér stað. Og það er litið á svona mái sem alþjóðleg, segir Jón að lokum. -j*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.