Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 16
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Holnorhusinu v Tryggvogotu _____g 28822 Lausnin er: EnzymoJ ^Nýtt í Evrópu EUQO-HAIR á Islandi M ■Engin hárígræðsla ’ aEngin gerfinár JmW BEngin lyijameðierð ■ Einungis timabundin notkun Eigid hár með hjálp lifefna-orku pX!K5!?i2i Rvík ®91 ■ 676331 e.ki.i6.oo ■■■■■■■■■■■■■■ T Tímiiui ÞRIÐJUDAGUR 10. DES. 1991 Skoöanakönnun Félagsvísindastofnunar á viðhorfum til Skýlaus andstaða gegn innflutningi landbúnaðar* landbúnaðar. afurða: | Kratar og sérfræði ngar hlyn nta stí ir innfluti lingi Tæplega 61% íslendinga eru andvígir því að fluttar verði inn sambærilegar búvörur og hér eru framleiddar, þó þær væru ódýrari. 71% eru andvígir innflutningi ef ekkert er tilgreint um afleiðingar hans og 81% rúmlega ef hann hefði í för með sér byggðaröskun. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla íslands hefur gert fyrir Markaðsnefnd landbúnaðarins. Upplýsinga var aflað dagana 11. til 19. október. Slembiúrtak úr þjóðskrá Níeis Árni Lund tv. og Sigurgeir Þorgeirsson kynna niðurstöð- ur skoðanakönnunar um afstöðu þjóðarinnar til landbúnaðar- ins. Tímamynd: Árni Bjarna. var 1.500 manns á aldrinum 18 til 75 ára af öllu landinu. Spurt og svarað í síma. Brúttósvörun er 1.056 manns 70.4%. Könnuninni var ætlað að afla upp- lýsinga um hvaða viðhorf íslendingar hafa til landbúnaðarins og ýmissa mála honum tengdum. Spurt var um afstöðu til opinberrar landbúnaðar- stefnu, innflutnings landbúnaðaraf- urða, hollustu og gæðaeftirlit með landbúnaðarafurðum. Einnig var spurt um afstöðu fólks til ýmissa fyr- irtækja og stofnana og um afstöðu til niðurgreiðslna á landbúnararvörum. Könnunin er sambærileg könnun sem gerð var árið 1990 og niðurstöð- ur beggja voru bomar saman. Nettósvörun í könnuninni reyndist 73.4%. Fullnægjandi samræmi er milli skiptingar úrtaksins og þjóðar- innar eftir aldri, kyni og búsetu. Tklið er að könnunin endurspegli allvel af- stöðu fólks á aldrinum 18-75 ára. Ertu jákvæður gagnvart stefhu stjómvalda í landbúnaðar- málum? Um 50% aðspurðra á aldrinum 18- 75 ára eru neikvæðir gagnvart stefriu stjómvalda í landbúnaðarmálum en voru 45% fyrir ári. Um 23% em já- kvæðir nú og raunar í fyrra líka. 28% em nú hlutlausir eða óvissir í afstöðu sinni en vom í fyrra 33%. Konur tóku síður afstöðu til spum- ingarinnar en karlar. Afstöðulausir karlar reyndust 22% en 34% kvenna. Marktækur munur á skoðunum karla og kvenna greindisL Þá greind- ist einnig munur á afstöðu fólks eftir aldri. Fleiri af þeim eldri em jákvæð- ir en af þeim yngri. Marktækur mun- ur er og á afstöðu fólks eftir stétt Var rétt að gera búvörusamning? 50% taldi að rétt hefði verið að gera hann, 43% töldu það rangt og 7% tóku ekki klára afstöðu. Stuðnings- fólk Alþýðuflokks taldi öðmm frem- ur ákvörðun stjómvalda um búvöm- samninginn ranga, eða 56% þeirra. Sama töldu 54% stuðningsfólks Sjálfstæðisflokks. 26% Framsóknar- manna töldu ákvörðunina ranga og 29% stuðningsmanna Alþýðubanda- lags. Um 71% svarenda nú vom á móti innflutningi sambærilegra landbún- aðarvara og framleiddar em hér á landi, en vom 64% í fyrra. 25% er fylgjandi innflutningi nú en vom í fyrra 31%. 4% vom hlutlausir nú en 5% ífyrra. Þeir sem vom andvígir innflutningi vom þvínæst spurðir hvort þeir myndu breyta afstöðu sinni ef inn- fluttar vömr yrðu ódýrari en inn- lendar. Þá sögðust 35% vilja inn- flutning (40% í fyrra) og 61% vera áfram á móti. Varðandi afstöðu til innflutnings er mikill munur á afstöðu karla og kvenna. 31% karla em hlynntir inn- flutningi og 64% á móti. 21% kvenna em fylgjandi innflutningi en 78% andvígar. Þeir sem helst vilja flytja inn landbúnaðarafúrðir em sérfræð- ingar og atvinnurekendur eða 40% þeirra. 17% verka- og afgreiðslufólks er hins vegar á móti, en sú stétt ásamt bændum er hvað hörðust gegn innflutningi landbúnaðarvara. —sá Grænfriðungar að slappast? Eggert feldskeri: Salan á sel- skinnum vex „Það er engan pening út úr því að hafa lengur að vera á mótí sela- drápi. Þetta vopn hefur heldur verið að snúast I höndunum á þeim Gnenfriðungum. Þessi stefna sem ég hefí nú haldið fram lengi að það sé ekki hsgt að em- angra náttúruna við dýr, að við verðum, og okkur beri skylda tfl, að nýta hana alla án þess að ræna hana og gera okkur grein fyrir okkar stað í náttúrunni, hún sæk- ir í sig veðrið," segir Eggert Jó- hannsson, feldskeri. Á aðaifundi Samtaka selbænda í síðasta mánuði ríkti nokkur bjart- sýni með að sala á selskinnum væri að glæðast. Merki þess sjást þegar og þó verðið sé ekki hátt gera menn sér vonir um að það hreyfist upp á við. „Verð á skinnum, öllum skinn- um kemur tii með að hækka veru- lega á næstu árum. Við ætlum okkur hluta af því og höfum m.a. unnið mikið starf í að bæta sel- skinnin. Áhugi vex á því að nýta selskinn í alls konar smáhluti,“ seglr Eggert. -aá. Það vaari ekki margt að því aö kiaeða af sér votrarhráslagann selskinnskápu. Tlmamynd: Áml BJama. Frá Siglingamálastofnun: SKIPSTJÓRAR TILKYNNIUM ALLA AÐSKOTAHLUTI I haust hefur borðið við að togveiðiskip hafa fengið stór- ar tunnur í botnvörpu þegar þau hafa verið á veiðum á svo- kallaðri Gildru, á 67,30,59 N og 22,49,28 V. Á þessum stað sökk þýska vöru- flutningaskipiö Wolfsburg árið 1940. Það var á leið frá Suður Am- eríku til Þýskalands hlaðið ýmsum varningi. Beðið er nánari upplýs- inga um farminn frá þýskum stjórnvöldum. Innihald tunnanna hefur hins vegar verið greint sem jurtaolía. Siglingamálastofnun óskar eftir því að skipstjórnar- menn tilkynni mengunardeild sinni eða stjórnstöðvum Land- helgisgæslunnar um alla tor- kennilega aðskotahluti sem þeir kunna að fá í vörpuna á þessum slóðum. Mikilvægt er þá að hafa nákvæma staðarákvörðun af fund- arstaðnum. -aá. Vinntr^ laugard (3 s*ökir 7. des. 1991 1 H37j ( mT 27) VINNINGAfl FJOLDI 1 VINNINGSHAFA UPPHÆÐAHVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 1 i 3 953.799 2. 4*ÍH 7 71.066 3. 4af5 100 8.581 4. 3af 5 3.698 541 i Heiklarvinningsupphæð þessa viku: kr. 6.217.577 Mi a I 3 UPPLYSINGAR SIMSVARI91 -681511 lukkulina991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.