Tíminn - 10.12.1991, Síða 13

Tíminn - 10.12.1991, Síða 13
Þriðjudagur 10. desember 1991 Tíminn 13 1 lll « M Keflvíkingar — Suðurnesjamenn Framsóknarvist veröur I Félagsheimilinu, Hafnargötu 62, miövikudaga kl. 20.30. Allir velkomnir. Keflvíkingar Ákveðið hefur verið að hafa bæjarmálafundi kl. 18.00 alla mánudaga til Jóla. Allir velkomnir. Framsóknarfélögln. Keflvíkingar Skrifstofa framsóknarfélaganna að Hafnargötu 62, slmi 11070, verður opin mánu- daga 17-19, miðvikudaga 17-19 og laugardaga 14-16. Munið bæjarmálafundina. Hafnfirðingar Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, slmi 51819, verður opin á fimmtudögum Id. 17.00-19.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélögln I Hafnarflrðl. Reykjanes Skrifstofa Kjördæmissambandsins að Digranesvegi 12, Kópavogi, eropin mánud.-fimmtud. Id. 17.00-19.00 Slmi 43222. Suðurland Skrifstofa Kjördæmissambands framsóknarfélaganna á Suöurlandi að Eyrarvegi 15, Selfossi, er opin á fimmtudögum kl. 16-18. Simi 22547. Fax 22852. Borgarnes - Opið hús I vetur verður að venju opiö hús á mánudögum frá kl. 20.30 til 21.30 I Framsóknar- húsinu, Brákarbraut 1. Bæjarfulltrúar flokksins verða þar til viötals ásamt ýmsum fulltrúum I nefndum á vegum bæjarfélagsins. Heitt verður á könnunni og allir velkomnir til að ræða bæjarmálin. Slmi 71633. Framsóknarfélag Borgamess. Happdrætti Framsóknar- flokksins Dregiö verður I Jólahappdrættinu 24. desember n.k. Munið að greiða heimsenda glróseðla. Framsóknarflokkurinn Jólaalmanak SUF Eftlrtalin númer hlutu vlnning (Jólaalmanakl SUF: 1. vinningur almanak nr. 1397 10. vinningur almanak nr. 1655 2. vinningur almanak nr. 5731 11. vinningur almanak nr. 4832 3. vinningur almanak nr. 2569 12. vinningur almanak nr. 240 4. vinningur almanak nr. 5681 13. vinningur almanak nr. 5363 5. vinningur almanak nr. 5469 14. vinninguralmanak nr. 2114 6. vinningur almanak nr. 5652 15. vinningur almanak nr. 1912 7. vinningur almanak nr. 1177 16. vinningur almanak nr. 666 8. vinningur almanak nr. 1484 17. vinningur almanak nr. 5794 9. vinningur almanak nr. 3895 18. vinningur almanak nr. 1579 Þökkum stuöninglnn. Samband ungra framsóknarmanna Kópavogsbúar — nágrannar Jólafundur Jólafundur verður að Digranesvegi 12, 10. desember kl. 20:00. Dagskrá: 1) Snyrtivörukynning, snyrtistofan Rós. 2) Ung kona les úr nýútkominni Ijóðabók sinni. 3) Guðfræðinemi á 4. ári, kona, flytur hugvekju. Ýmislegt annað verður til skemmtunar og fróðleiks. Allar konur hjartanlega velkomnar. Freyja, félag framsóknarkvenna. Kópavogsbúar — nágrannar Jólaglögg Jólaglögg verður að Digranesvegi 12, fóstudaginn 13. desember kl. 17:00. Ýmislegt verður til skemmtunar. Allir velkomnir. Freyja, félag ffamsóknarkvenna og framsóknarfélag Kópavogs. Naomi hefur náð lengst allra þeldökkra fyrirsætna. Hér sýnir hún föt fyrir tískuhönnuðinn Valentino. Súpermódelið Naomi Campbell er greinilega að leita að ein- hverju, en hvað svo sem það er, þá getur ekki verið að hún finni það þama... Fyrirsætur: Naomi Camp- bell hefur náð langt Naomi Campbell er ein eftirsótt- asta fyrirsaeta heims og í hópi þeirra hæst launuðustu. En hún er ekki bara laglegt and- lit. Allt frá því í aesku hefur hún stefnt að því að ná langL Og henni hefur tekist það. Hún veit líka, að vegna þess að hún er svört á hör- und verður hún að leggja helm- ingi harðar að sér til að ná árangri og fá viðurkenningu. Á bakvið ægifagurt útlitið er ákveðin kona sem vinnur eins og hestur. „Þrátt fyrir frægð og frama, glaum og glys, gleymir Na- omi ekki uppruna sínum, og það er það sem er mikilvægt í lífinu," segir Bethann Hardison, eigandi Bethann-módelskrifstofunnar og vinkona Naomi. Þær hafa þekkst síðan Naomi var 16 ára gömul. Móðir Naomi var 19 ára þegar hún fæddisL Naomi ólst upp í London, en faðir hennar yfirgaf þær mæðgur þegar hún var ennþá ungabam. Hún fór í Itali Vonte, sem er einn besti listaskóli í Lond- on. Þar lagði hún stund á dans. „Ég sagði alltaf við mömmu: Ég skal lofa þér að ég á eftir að verða góð,“ segir Naomi sjálf. „Það var vegna þess að mamma vann mikið til að geta sent mig í einkaskóla þegar hún hafði í rauninni ekki efni á því.“ Það má segja að hún hafi verið uppgötvuð þegar hún var 15 ára. Það var Beth Boldt sem kom auga á hana. Strax sem unglingur var hún mjög flott og efnileg í módel- störf. Bethann hitti Naomi fljót- lega eftir að hún var búin að skrifa undir samning við Boldt. „Við fór- um út að borða. Naomi spurði mig hvort ég gæti komið henni í Fyrir- myndarföður ef hún kæmi til New York. Hún fékk gestahlutverk í þætti í ágúst 1988,“ segir Bethann. í byrjun ferilsins vann Naomi mikið í París þar sem hún sýndi m.a. mikið fyrir Yves Saint Laur- ent. Sumu fólki fannst hún hafa of stórar varir og að skarð í nefi hennar væri lýti, en þrátt fyrir alla gagnrýni var hún fyrsta svarta fyr- irsætan sem komst á forsíðuna á franska Vogue. Það var árið 1988. Næsta ár var hún á forsíðunni á septemberblaði bandaríska Vogue og síðan hefur stjama hennar ris- ið enn hærra. Það eru margir sem álíta að Na- omi Campbell verði fyrsta svarta stúlkan til að fá stóran samning við snyrtivörufyrirtæki. Iman er önnur svört fyrirsæta sem gerði það rosalega gott á níunda ára- tugnum, og gerir enn, þó að hún sé komin yfir þrítugt. Hún fékk samt bara smásamning við Revl- on-snyrtivörufyrirtækið. Sjálf segir Naomi: „Ég dey ekkert ef ég fæ ekki slíkan samning. Ég held samt að það væri mjög gott og það myndi sýna fram á að það er ýmislegt að breytast í heiminum." Hún á ekki eiginmann eða kær- asta. „Best fyrir hana væri að ná sér í alvarlegan bókhaldara," segir Grace Coddington, tískustjóri Vogue. Naomi segist sjálf vona að dag einn gifti hún sig og eignist börn og verði elskuð vegna eigin verðleika. „Ég vil ekki giftast manni sem er ástfanginn af ímynd minni. Gæti slíkur maður sætt sig við mig þegar ég er orðin gömul og feit skrukka?" segir Na- omi. Það er líka fleira sem hún gerir, sem færri vita um. Naomi syngur bakraddir í Vanilla Ice og kemur fram í nýja myndbandinu hennar Aretha Franklin. „Ég vil ekki vera fræg, frægðar- innar vegna, en ég vil að líf mitt sé spennandi," segir súpermódelið Naomi Campbell að lokum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.