Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 10. desember 1991 --------------------------------------------------------^ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og utför ástkærs eigin- manns, föður, sonar og afa Sigurðar Friðriks Haraldssonar framreiðslumanns Sérstakar þakkir færum við Sigurði Björnssyni lækni og hjúkrunarfólki á deild 2A Landakotsspítala, Framsóknarflokknum, Búseta og Handknatt- leikssambandi islands. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Hanna B. Jónsdóttir _______________J I rÍN FJÖLBRAUTASKÓLI SUÐURLANDS TBVœvACOTU 25 • SOOSEtfOSSI • SiMI 98 22111 .(CENNITALA«91181 -0289 Fjölbrautaskóli Suðuriands á Selfossi leitar eftir kennara á vorönn 1992, í efnafræði og stærðfræði. Einnig er lýst eftir bókasafnsfræðingi í fullt starf. Umsóknir berist fýrir áramót til skólameistara, sem veitir nánari upplýsingar. Síminn er 98-22111. Landsbygeðar- ÞJÓNUSTA fyrir fólk, stofnanir og fyrirtæki á landsbyggðinnú Pöntum varahluti og vörur. Samningsgerð, tilboð í flutninga. Lögfræðiþjónusta, kaup og sala bifreiða og húsnæðis. Okkur er ekkert óviðkomandi, sem getur létt fólki störfin. LANDSBYGGÐ HF Ármúla 5 • 108 Reykjavík Símar 91-677585 & 91-677586 Box 8285 Fax 91-677568 ■ 128 Reykjavík E &n^tt' Ókeypis auglýsingar fyrir einstaklinga 91 SIMI -676-444 BÍLALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ. MUNIb ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVÍK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar Haraldur Áslaug Kristrún Jólafundur Félag framsóknarkvenna ( Reykjavík heldur jólafund þriðjudaginn 10.12. kl. 20:30 I flokkshúsinu við Lækjartorg. Hugvekja — Haraldur Ólafsson Dagskrá annast Kristrún Ólafsdóttir og Áslaug Brynjólfsdóttir. (Muniðjóla- pakkana). Takið með ykkur gesti. Stjómln. Borgnesingar, nærsveitir Spilum félagsvist I Félagsbæ föstudaginn 13. desember. Síðasta kvöldið I þriggja kvölda keppni. Mætum vel og stundvíslega. Framsóknarfélag Borgamess. UTLOND Fundur leiðtoga Evrópubandalagsins hófst í gær: Bretar vilja ekki vera með í myntbandalagi Bretland var einangrað í afstöðu sinni á sögulegum fundi leiðtoga ríkja Evrópubandalagsins sem hófst í Maastricht í Hollandi í gær. Hin ell- efu ríkin eru ákveðin í að taka upp sameiginlegt myntkerfi. Leiðtoga- fundurinn sem var boðað til, til þess að hraða sameiningu Evrópu, hófst í skugga vaxandi sundrunar innan fyrrum Sovétríkjanna. Rússland, Úkraína og Hvíta Rússland hafa lýst því yfir að Sovétríkin séu ekki lengur til og að þessi þrjú lýðveldi ætli að stofna samveldi sjálfstæðra ríkja. Leiðtogar EB-ríkjanna ræddu málið í hliðarsölum og forsætisráðherra Breta, John Major, sagði þróunina valda sér miklum áhyggjum. Hann óttaðist, að nú kynni að brjótast út stríð, um öryggi og yfírráð yfir kjam- orkuvopnum, mannréttindi og ábyrgð á skuldum Sovétríkjanna. Fyrsta seta leiðtogafundarins var Major erfið. Hann hélt því fram að öll EB-ríkin ættu að fá að velja það síðar á þessum áratuga hvort þau vilja verða aðilar að sameiginlegum gjald- miðli eða ekki. Bretar eru einir um þessa afstöðu. „Það er alveg útilokað að Bretland taki afstöðu til þess nú hvort það verður aðili að sameiginlegum gjald- miðli," sagði Major. Mitterrand, forseti Frakklands, og Kohl, kanslari Þýskalands, sögðu að þjóðimar tólf yrðu að taka óafturkall- anlega ákvörðun um að sameina gjaldmiðla sína síðar á áratugnum og að Bretum einum yrði gefinn mögu- leiki á að taka endanlega afstöðu síð- ar. Mitterrand og forætisráðherra Ítalíu, Andreotti, lögðu til að loka- frestur yrði settur á það hvenær sam- eiginlegur gjaldmiðill kemur í gagn- ið. Þjóðverjar lögðu til að ef sjö EB- ríki uppfylltu hin ströngu efnahags- legu skilyrði fyrir gjaldmiðilsbanda- laginu árið 1996 gætu þau greitt at- kvæði um að taka upp evrópsku mynteininguna. Skilyrðin sem upp- fylla þarf, taka til; hámarkshalla á fjárlögum, verðbólgu, skulda ríkis- sjóða og langtímavexti. Háttsettur breskur embættismaður reyndi að gera lítið úr sérstöðu Maj- ors og sagði að þetta hefði verið góð- ur vinnufundur. Enginn hefði gefið neitt eftir eins og vænta mátti á fyrsta fundi. Fjármálaráðherrar ríkjanna 12 hittust seinna til þess að reyna að leysa ýmis smáatriði samningsins. Embættismenn segja að þegar kom Fundur leiötoga EB hófst í gær. að því að fjalla um sameiginlega ut- anríkis- og öryggisstefnu hafi Bretar einir hafriað því að kosið yrði um að taka upp þó ekki væru nema minnstu smáatriði sameiginlegrar utanríkis- stefnu. Hún yrði ekki tekin upp nema ef það yrði samþykkt samhljóða. Frakkland og Þýskaland hafa lagt til að eftir að fúndurinn hefur sett utan- ríkisstefnu bandalagsins ákveðin markmið og utanríkisráðherrar ríkj- anna verði sammála um ákveðnar að- gerðir þá ætti meirihlutinn að ráða um smáatriðin. „Langflestir eru á því að einhverskonar meirihlutavald eigi að vera,“ sagði hollenski innanríkis- ráðherrann Piet Dankert Forsætis- ráðherra Spánar, Felipa Gonzales, krafðist þess að sameiningu Evrópu yrði að tengja endurdreifingu auðs frá ríku EB- ríkjunum til þeirra fá- tækari. Fátækari EB-ríkin óttast að fái þau ekki aðstoð geti þau ekki upp- fyllt skilyrðin fyrir því að verða aðilar að sameiginlegu myntkerfi og verði því eftir þegar EB hefur hjálp við ríki Austur-Evrópu. Þá er ágreiningur um stefnu í félagsmálum og iðnaði og hversu mikil völd Evrópuþingið eigi að hafa. Bretland naut stuðnings Danmerk- ur, Portúgals og írlands í andstöðu við sameiginlegar vamir. Breskir ráðamenn vilja að sameiginleg ör- yggisstefiia verði miklu lausari í sér og falli undir stefnu Atlandshafs- bandalagsins (NATO). Embættis- menn sögðu að leiðtogar Vestur-Evr- ópubandalagsins ætluðu að hittast sérstaklega og skilgreina tengsl sín við EB og NATO. Frakkland og Þýska- land vilja að Vestur-Evrópubandalag- ið verði her EB. Reuter-SIS Sautján manns slösuðust, þriggja saknað: Sprenging í París Sautján manns slösuðust, þar af þrír alvarlega, í öflugri sprengingu sem átti sér stað í úrhverfi Parísar í gær. Þriggja er saknað. Björgunar- menn leita þeirra. Lögreglan segir að sprengingin hafi orðið í fimm hæða fjölbýlishúsi en ekki er vitað hvers vegna. íbúamir segja að það hafi orðið vart við gas- leka í húsinu, en ekki er vitað hvort það olli sprengingunni. Reuter-SIS FRETTAYFIRLIT: PÓLLAND - Dánartala í Póllandi hefur aukist um 20% slðan árið 1970 og er sú hæsta í Evrópu. A6- aldánarorsök Pólverja eru kransæðasjúkdómar, eða um 52% af öllum dauðsföllum. Einn Pólverji af hverjum fimm deyr úr krabbameini. Heilbrigðisyfir- völd segja einnig að míklar reykíngar og mikil drykkja eigi slnn þátt I dauðsföllum landsmanna, svo og alvarleg umhverflsmengun og streita vegna efnahagsvandræða og stjómmálavandræöa. KAIRÓ - Boutros Boutros Ghali lét af embætti að- stoöarforsætisráðherra í Egyptalandi í gær, en hann tekur við stöðu aöalritara Sameínöu þjóð- anna um áramótin. Ghaii þakkaði Hosni Mubarak, forseta, fyrir að hafa tilnefnt sig í stöðuna. MOSKVA - Að minnsta kosti ein kona lét lifiö í sprengingu sem varð á markaðstorgi í Stavropol í suðurhluta Rússlands, heimborg Mikhaíl Gorbat- sjov, um helgina. Tass-fréttastofan segir að sprengjan hafi veriö falin I litlum pakka sem var komið fyrlr undir kyrrstæðum bli. Ekki var greint frá hversu margir slösuðust, en talið er að fleiri en einn hafi látist. Sérfræðingar vinna að rannsókn máls- ins. MANILA - Lögregtan á Filipseyjum handtók einn Bandarikjamann, Spánverja og níu Nfberíumenn. Þeir eru gmnaðir um að vera standa að eiturfyfja- smygl tll Bandarfkjanna. Lögreglan lagði einníg hald á átta kíló af herófni, sem er um 54 miltjón króna virði. Herófniö er taliö koma frá Gullna þrí- hyrningnum, en það er svæðið á milli Thailands, Búrma og Laos. Mennimir notuðu Filipseyjar sem viðkomustað fyrir heróinið áður en það átti aö fara til Bandarikjanna. Lögreglan vill ekki gefa upp hvernær útlendingamir voru handteknir, og nöfn- um þeirra verður leynt uns þeir koma fyrir dóm- stóla. Lögreglan telur að léleg öryggisgæsla á flug- völlum og l höfnum sé ástæðan fyrir því hversu mikið magn af fíkniefnum fer um Filipseyjar. HELSINKI - Anatoly Sobchak, borgarstjórinn í Sankti Pétursborg, fundaði með Maunu Koivisto, forseta Finnlands, og Esko Aho, fbrsætisráðherra, í gær, en Sobchak hefur beðið Finna um matvæia- aðstoð. Sobchak verður ( Finnlandi í þijá daga og er gestur rlkisstjómarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.