Tíminn - 10.12.1991, Page 14

Tíminn - 10.12.1991, Page 14
14 Tíminn Þriðjudagur 10. desember 1991 Stefán Jón í Afríku Út er komin hjá Máli og menningu bókin Guðimir eru geggjaðir - Ferða- sagafrá Afríku eftir Stefán ]6n Haf- stein útvarpsmann. Höfundur starf- aði fyrir Rauða krossinn í Eþíópíu og Súdan og fór margar ferðir um þessi víðáttumiklu lönd. Petta er þó ekki bók um hungur og örbirgð heldur segir Stefán sögu manns sem leggur af stað fullur af bamatrú húmanist- ans, en allt reynist öðruvísi en hann hugði, og að lokum verður hann að fara lengstu ferðina inn í sjálfan sig. Útkoman er afar óvenjuleg saga - ferðasaga, þjóðarlýsing, saga um hörmungar, gleði, glæsileik og stolt - en þó öðru fremur persónuleg frá- sögn. Hrói og félagar Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina Hrói höttur í þýðingu Stef- áns Júlíussonar. Fáar sögur hafa vakið jafnmikla hrifningu og spennu meðal bama og unglinga og sagan af Hróa hetti, Tóka munki, litla Jóni og félögum. Þetta er splunkuný útgáfa, ríkulega myndskreytt og litprentuð. Kapphlaup Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér bókina Babar - kapphlaupið til tunglsins, í þýðingu Þrándar Thor- oddsen. Babar kóngur hefur árum saman ver- ið í uppáhaldi hjá bömum vxða um heim. Hann veit hvað það er gott og gaman þegar allir sameinast og hjálpast að við að gera eitthvað sem er öllum til gagns og gleði. I íslenska sjónvarpinu em nú sýndir vikulegir þættir um Babar og félaga. Jón R. Hjálmarsson. Af mannlífi og atburðum Mannlífsmyndir nefnir Jón R. Hjálm- arsson bók sem harm skráir í 13 frá- söguþætti og lýsir þar íslensku mannlífi og atburðum. Viðmælendur Jóns em tólf en tveir frásöguþættir em eftir einn þeirra. Fólkið er frá ýmsum landshlutum og hefur frá mörgu að segja, svo sem bú- skap í Flatey og skipsströndum á fjömm Meðallands, laxveiði f ölfusá og knattspymukeppni í Borgarfirði, dulrænum fyrirbæmm í Þjófadölum og grasalækningum einstæðar konu. Körfubolti - Japísdeild: Haukar létu mótlætiö fara í skapið á sér — og Valsmenn unnu öruggan sigur 87-100 Gallagripur Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út skáldsöguna Gallagripur eftir Isaac Bashevis Singer. í henni er því lýst hvem dilk það dregur á eftir sér þegar veiklundaðan en tungulipran hrakfallabálk skortir heilindi, siðferðisþrek og skapfestu til að stjóma lífi sínu. Sagan gerist í Varsjá á nokkrum dög- um árið 1906. Max Barabander er pólskur Gyðingur með vafasama for- tíð og eins og ýmsir sem hann um- gengst. Hann hefur lengi verið bú- settur í Buenos Aires, hefur auðgast þar og er orðinn argentínskur ríkis- borgari. Með Gallagrip hefur Setberg gefið út samtals níu bækur eftir Isaac Bashe- vis Singer í þýðingu Hjartar Pálsson- ar. Ný ástarsaga Bókaútgáfan Setberg hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Darúelle Steel, Stjaman. Danielle Steel hefur getið sér mjög gott orð sem höfundur fjölskyldu- og ástarsagna, en sögur hennar seljast í risaupplögum. barnabækur Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur sent frá sér þrjú sígild ævintýri frá Hol- landi. Þau em Dísa ljósálfur, Alfinn- ur álfakóngur og Dvergurinn Rauð- grani. I kynningu FORLAGSINS segir: „Eldri íslendingum em þessi ævin- týri í fersku minni. Þau komu upp- haflega út hér á landi um 1930 og hafa allar götur síðan notið mikilla vinsælda meðal bama og fullorðinna. Hver man ekki álfastúlkuna Dísu sem hrapaði af grein og týndi mömmu sinrú, Hans litla og Huldu sem komust í klær galdranomarinnar og Rauðgrana eða Trítil litla sem hraktist að heiman með Alfinni föður sínum þegar dökkálfamir gerðu árás á hólinn þeirra? En eins og öll góð ævintýri enda þessi vel. Höfundur sagnanna var hollenski teiknarinn G. Th. Rotman. Hann var fæddur árið 1893 og Iést fimmtugur að aldri 1943. Á skammri ævi haslaði hann sér völl sem einn snjallasti myndasöguhöfundur í Evrópu og teiknaði jöfnum höndum skopmynd- ir úr stjómmálalífinu og ævintýra- sögur fyrir böm. Hann hafði ótvíræð áhrif á þróun myndasagna í álfunrú á fyrri hluta aldarinnar og lét eftir sig verk sem enn eru í hávegum höfð í heimalandi hans og víðar." Hver bók er rúmar 100 bls. Ragn- heiður Kristjánsdóttir hannaði kápur. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Ný unglingabók eftir Gunnhildi ísafold hefur gefið út unglingabókina Söm eftir Gurmhildi Hrólfsdóttur. Sara er 13 ára bam nýskilinnafor- eldra. Hún á erfitt með að fóta sig f nýju umhverfi og finnst hún veraaf- skipt í heimi fullorðinna sem ekkert tillit taka til tilfinrúnga og þarfa unglinga. Hún kemst í kynrú við krakka sem hafa svipaðar skoðanir og hún og hrífst af þeim spenningi sem fylgir skuggaveröld þeirra. Svartnættið virðist blasa við, en öll él birtir upp um síðir, lífið verður aftur í lit. Sara er sérstök saga um sérstaka stúlku. ísafold hefur áður gefið út eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur tvær ung- lingabækur og tvær bamabækur sem hlotið hafa prýðisdóma. Ævintýri barnanna Þrjár nýjar bækur í ritsafninu Ævin- týribamanna. Bókaútgáfan FORLAGIÐ hefur gefið út þrjár nýjar bækur í ritsafninu Æv- intýri bamanna. Þær em Gosi, Litla stúlkan með eldspýtumar og Þymirós. Áður hafa komið út níu ævintýri í þessu safni, allt sígild verk í safni æv- intýra. Þorsteinn skáld frá Hamri hef- ur þýtt öll ævintýrin. í kynningu FORLAGSINS segir: „Gömlu, góðu ævintýrin em alltaf í fullu gildi og hér em sögð óborgan- leg ævintýri sem böm hafa skemmt sér við kynslóð fram af kynslóð. Þau em endursögð við hæfi yngstu bam- anna og myndskreytt af frægum spænskum listamönnum." Ævintýri bamanna em 32 bls. hver bók. Bækumar em prentaðar á Spáni. Sígild ævintýri Bókaútgáfan Setberg hefur gefið út bókina Ævintýri og sígildar sögur. Þór- ir S. Guðbergsson og Hlynur Öm Þórisson þýddu og endursögðu. Litprentuð bók með vinsælum og þekktum ævintýrum; Mjallhvít og dvergamir sjö, GuIIgæsin, Pipar- kökumaðurinn, Heimski Jói, Aladdín og töfralampinn, Galdrapotturinn, Jói og baunagrasið og mörg önnur ævintýri. Leyndar hugsanir Komin er út hjá Máli og menningu unglingabókin Súrar gúrkur og súkku- laði. Höfundurinn er frönsk stúlka, Stépharúe, og er þetta dagbók hennar frá því hún var 13 og 14 ára. Bókin er ótrúlega vel skrifuð af unglingi að vera og segir höfundur á einlægan hátt frá leyndustu hugsun- um sínum. Hún segir sögu stúlku, sem er að breytast úr barni í konu og er að kynnast heimi fullorðna fólksins, sem er spennandi en á margan hátt öðmvísi en hún hélt. Frásögrún er gamansöm og segir sannleika sem flestir þekkja, ekki síst unglingsstúlkur. Guðlaug Guðmundsdóttir þýddi bókina, sem er 212 blaðsíður og kemur út í bókaflokknum MM-UNG. Árbókaflokkur Stefjabókin Eitt tygið ný '91 er ný- komin út. Þetta er þriðja bókin f árbókaflokknum eftir Olaf Gíslason, Neðrabæ í Amarfirði. Hinar tvær em Nýjaráttir ‘89 og Tygin nýju '91. Ljóð- in em frá þeim tímum sem ártölin f nöfnum bókanna benda til og em öll Ijóðin dag- og ársett. Höfundur hefur áður sent frá sér vfsnagátusafnið Kveiktu á pemnni í fimm heftum og staðið að útgáfu á bók Gísla á Uppsölum, Eintali. Haukar sýndu Valsmönnum ekki mikla mótspymu á laugardaginn er liðin mættust í Firðinum. Haukar léku einn sinn slakasta leik á keppn- istímabilinu og töpuðu 87-100. Valsmenn léku af öryggi, en þurftu ekki neinn snilldarleik til að sigra. Haukar gerðu fyrstu körfu leiskins og var það í eina skiptið sem þeir komust yfir í leiknum. Valsmenn náðu undirtökunum og snemma var munurinn 10 stig, 18-28. Fyrir hlé bættu Valsmenn enn við og höfðu 21 stig yfir í leikhléi 34-55. í síðari hálfleik var lengst af 20 stiga munur, en undir lokin náðu Haukar aðeins að rétta sinn hlut og minnka muninn í 13 stig áður en leikurinn var úti. Mótlætið fór mjög í skapið á leik- mönnum Hauka, Pétur Ingvarsson fór af leikvelli með tvær tæknivillur og verður því í leikbanni í leiknum gegn ÍBK á fimmtudag. Pétur hafði leikið í leiknum ffam að þessu, en bróðir hans Jón Amar gat ekki Ieikið með þar sem hann er rifbeinsbrot- inn. Henning Henningsson og Jón Öm Guðmundsson fengu hvor sína tæknivilluna og Henning fór Njarðvík sigraði Tindastól 97-82 í Japísdeildinni í Njarðvík á föstu- dagskvöld. í hálfleik var staðan 40- 43 gestunum í vil. í síðari hálfleik tók Ástþór Ingason sig til og skoraði úr fjómm þriggja stiga körfum í röð og Njarðvíkingar náðu tökum á leiknum og sigruðu örugglega. Ástþór, ásamt Jóhannesi Krist- björnssyni voru bestu menn Njarð- víkinga í leiknum ásamt Ronday Ro- binson, en Haraldur Leifsson lék best Tindastólsmanna, Ivan Jonas, Pétur Guðmundsson og Einar Ein- arsson voru einnig ágætir. Stigin UMFN: Robinson 27, Jó- hannes 17, Ástþór 12, Kristinn 12, Teitur 11, Friðrik 8, ísak 4, Agnar 2, Brynjar 2 og Stefán 2. UMFT: Har- aldur 23, Jonas 22, Pétur 17, Einar 14, Björn 4 og Hinrik 2. Á sunnudagkvöld léku njarðvíking- ar gegn Skallagrímsmönnum í Borgarnesi og sigmðu 79-104, eftir að staðan í leikhléi var 34-57. Njarð- víkingar höfðu undirtökin í leiknum frá byrjun. Stigin Skallagrímur: Birgir 25, Krupatsjev 24, Elfar 10, Þórður J. 8, Hafsteinn 6, Guðmundur 2, Þórður H. 2 og Jón 2. UMFN: Robinson 27, Teitur 27, Jóhannes 15, ísak 12, Kristinn 12, Agnar 4, Ástþór 3, Frið- rik 2 og Brynjar 2. KR tapaði á Króknum KR-ingar töpuðu þriðja leik í deild- inni á sunnudagskvöldið, gegn Tindastól á Sauðárkróki, 89-75. Tindastólsmenn vom yfir nærri því allan leikinn og sigur þeirra var ekki í hættu í lokin. í leikhléi var staðan snemma í síðari hálfleik út af með 5 villur. Sömu leið fór John Rhodes. ívar Ásgrímsson og Rhodes skomðu 20 fyrstu stig Hauka í leiknum, en eftir að Tómas Holton fór að gæta ívars, átti hann erfitt uppdráttar. Þor- valdur Henningsson og Bragi hittu vel undir lokin, en þar em á ferðinni leikmenn sem mættu fá fleiri tæki- færi. Franc Booker, Tómas Holton og Magnús Matthíasson vom sem fyrr bestir hjá Val. Matthías Matthíasson lék einnig ágætlega og Ragnar Þór Jónsson kom aftur inná liðið eftir meiðsl og stóð sig vel. Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson dæmdu leikinn af öryggi. Haukar fengu á sig 29 villur gegn 15 áVal. Stigin Haukar: John Rhodes 23, Pét- ur Ingvarsson 16, Jón Öm Guð- mundsson 12, ívar Ásgrímsson 12, Bragi 8, Þorvaldur Henningsson 8, Henning Henningsson 4, Reynir Kristjánsson 2 og Hörður Pétursson 2. Valur: Franc Booker 37, Tómas Holton 21, Magnús Matthíasson 20, Matthías Matthíasson 8, Ragnar Þór Jónsson 7, Ari Gunnarsson 7 og Sím- on Ólafsson 2. BL 38-33 heimamönnum í vil. Stigin UMFT: Pétur 20, Jónas 20, Valur 18, Einar 14, Haraldur 13, Björn 2 og Hinrik 2. KR: Guðni 20, Axel 17, Baer 16, Hermenn 6, Óskar 5, Ólafur 3, Lárus 3, og Benedikt 2 Grindavíkursigur Grindvíkingar unnu öruggan sigur á Þór 72-85, á Akureyri á sunnu- dagskvöld. Staðan í leikhléi var 31- 42. Grindvíkingar tefldu fram nýjum Bandaríkjamanni í þessum leik, Joe Hurst og átti hann góðan leik, skor- aði 28 stig, tók 20 fráköst og varði fjölda skota. Stigin Þór: Konráð 21, Herge 17, Björn 14, Högni 10, Stefán 4, Helgi 4 og Birgir 2. UMFG: Guðmundur 29, Hurst 28, Pálmar 15, Hjálmar 5, Rúnar 4 og Bergur 4. Staðan í úrvalsdeildinni í körfuknattleik: A-riðill: Njarðvík.......11 10 1 1004-855 20 KR............ 10 7 3 927-845 14 Tindastóll ...11 4 7 978-1015 8 Snæfell.........9 3 6 707-827 6 Skallagrímur ...0 2 8 811-952 4 B-riðilI: Keflavík........10 9 1 1033-829 18 Grindavík.......11 6 5 938-879 12 Haukar..........10 4 6 899-980 8 Valur............10 5 5 926-90510 Þór.............10 1 9 828-964 2 í kvöld leika Valur-UMFG á Hlíðar- enda kl. 20 og Tindastóll- Snæfell á Króknum á sama tíma. BL Körfubolti - Japísdeild: Tveir sigrar Njarövíkinga um helgina

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.