Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.12.1991, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. desember 1991 Tíminn 5 Niðurskurðartillögur ríkisstjórnarinnar keyrðar í gegnum þingflokka þrátt fýrir mikla andstöðu. Margir þingmenn með fyrirvara: Barnafólk og sjómenn fá 700 millj. skattahækkun Bamabætur veröa lækkaðar um hálfan milljarð. Sjómannaafsláttur verður lækkaður um 200 milljónir. 700 milljón króna útgjöld ríkisins verða flutt yflr til sveitarfélaganna. Hluta Vestfjarðaganga verður frestað. Útgjöld ríkis- sjóðs verða lækkuð um 1,5 milljaiða með flötum niðurskurði. Þetta eru meðal tillagna ríkisstjómarinnar í ríkisQármálum sem eiga að skila þeirri niðurstöðu að hallinn á ríkissjóði verði ekki nema 3,5 milQarðar á næsta ári. Tillögurnar voru samþykktar í ríkisstjóminni eftir maraþonfund sem stóð með hléum allan sunnu- dag og mest alla aðfaranótt mánu- dags. Þó nokkrir þingmenn rfkis- stjórnarflokkanna eru ósáttir við tillögumar og hafa lýst yfir fyrir- vara í þingflokkunum við einstök atriði. Atriðin sem einkum valda ágreiningi em frestun hluta Vest- fjarðaganga, þrenging sjómannaaf- sláttar, breytingar á barnabótum og þjónustugjald á hafnir. Fjármála- ráðherra sagði í gær að hann væri sannfærður um að tillögumar nytu meirihlutastuðning í þingflokkun- um. Um sum atriðin virðist sem stuðningurinn sé mjög tæpur. 3,5 milljarða halli Þegar fjárlagafmmvarpið var lagt fram í haust gerði það ráð fyrir 4 milljarða halla. Tekjur áttu að verða 106 milljarðar og gjöld 110 millj- arðar. Síðan hafa forsendur breyst. Vegna frestunar álvers verða tekj- urnar 1,5 milljarði minni og út- gjöld hafa aukist um 1,6 milljarða, m.a. vegna þess að ráðuneytin hafa ekki treyst sér til að spara eins mik- ið og áður var gert ráð fyrir og vegna þess að ný útgjöld hafa kom- ið upp á yfirborðið. Tekjumar vom því komnar niður í 103,5 milljarða og gjöldin upp í 111,6 milljarða. Eftir fundarsetu helgarinnar telur ríkisstjórnin að hún sé búin að auka tekjurnar um 1,6 milljarð og lækka gjöldin um 3 milljarða. Sam- kvæmt þessu er niðurstaðan að tekjur ríkissjóðs verða 105,1 millj- arður og útgjöldin 108,6 milljarðar. Flatur niðurskurður Ríkisstjómin ætlar að skera niður útgjöld ríkissjóðs með flatri skerð- ingu. Þetta á að skila 1,5 milljarði. Gert er ráð fyrir að niðurskurður á launakostnaði verði heldur meiri en skerðing á rekstrarkostnaði, en að meðaltali á niðurskurðurinn að vera 5%. Stjórnarandstaðan sagði f gær að þessi tillaga bæri vott um að ríkisstjórnin hefði verið komin í þrot við niðurskurðinn og þess vegna hefði verið ákveðið að fara auðveldustu leiðina og nefna ein- hverja tölu út í loftið til að hagræða niðurstöðutölunni. Fjármálaráð- herra sagðist telja að hér væri á Verslunarmannafélag Suðurnesja: Samskiptaöróug- leikar í Leifsstöð Verslunarmannafélag Suður- nesja telur að Flugleiðum hafi aldrei verið alvara með að bjóða út farþegaafgreiðslu í Leifsstöð. Fyr- irtækið hafi aðeins notað það sem tilliástæðu til að segja upp starfs- fólki til þess síðan að Iosna við fjóra starfsmenn. Þegar Flugleiðir tilkynntu um skipulagsbreytingar þessar var öllum 38 starfsmönnum í far- þegaafgreiðslu sagt upp. Þegar fyrirtækið féll frá þeirri ætlan sinni vom 34 þeirra endurráðnir. Verslunarmannafélagið hefur það til marks um að tilgangurinn hafi verið að losna við ákveðna fjóra starfsmenn. Enda hafi verið ráðið í störf þessara manna. Félagið segir að ekki náist góður starfs- andi á þessum vinnustað fyrr en þeir sem misstu vinnuna hafi ver- ið endurráðnir. Einar Sigurðsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, hefur sagt að með uppsögnunum hafi í raun orðið skipulagsbreytingar. Störf og stöðugildi hafi verið færð milli deilda. Frá farþegaafgreiðslu til þjónustudeildar. Þar liggi hund- urinn grafinn. -aá. Landsspítalinn: Eldur í brauðrist Slökkvilið í Reykjavík var á sunnu- dag kvatt á Landsspítalann í Reykja- vík. Þar var eldboðunarkerfi í gangi. Þegar á staðinn var komið, kom í ljós að um reyk í brauðrist var að ræða og þurfti því ekki stórvirkra slökkvitækja við. -PS ferðinni raunhæfa tillögu og sagði að henni yrði fylgt fast eftir í góðri samvinnu við forstöðumenn ríkis- stofnana. Bamabætur skerðast um 15-19 þúsund með hveiju bami Ríkissjóður ætlar sér að ná inn um 500 milljörðum með því að draga úr barnabótum. í dag greiðir ríkis- sjóður um 5 milljarða í barnabætur og barnabótaauka. Þetta verður gert með því að bamabætumar verða lækkaðar og barnabótaauk- inn tekjutengdur mun meira en nú er gert. Barnabótaauki verður skertur hjá hjónum sem hafa 2,1 milljón í árstekjur og fellur alveg niður hjá hjónum sem hafa 2,4 milljónir í árstekjur. Skerðingin á barnabótum er um 19 þúsund krónur með fyrsta barni og um 15 þúsund krónur hjá hverju barni sem þar við bætist. Skerða á sjómannaafsláttinn um 200 milljónir, en í dag er hann alls um 1,5 milljarðar. Þetta verður gert þannig að aðeins verður veittur af- sláttur hjá sjómönnum fyrir þá daga sem þeir em á sjó. Þetta kem- ur verst við hópa eins og beitinga- menn sem hafa ráðningarsamning. Beitingamaður sem f dag hefúr 120 þúsund á mánuði og greiðir 4 þús- und í skatta, mun eftir breytinga greiða 24 þúsund í skatt af sömu launum. Sjómenn segja að þessi breyting skili mun meiru í ríkissjóð en fjármálaráðherra vill vera láta. Ráðherra sagðist ekki trúa því, en tók fram að ef það reynist rétt sem sjómenn segja að breytingin skili allt upp í 500 milljónum í ríkissjóð, þá verði breytingin endurskoðuð. Vestfjarðagöngum fresta að hluta Þeim hluta Vestfjarðaganga sem opna leiðina til Súgandafjarðar verður frestað um eitt ár, en það mun spara 250 milljónir á næsta ári. Göngin milli Skutulsfjarðar og Önundarfjarðar eiga hins vegar að verða tilbúin á réttum tíma. Fjár- málaráðherra viðurkenndi að þessi frestun kosti ríkissjóð einhverja upphæð, en vildi ekki nefna tölur í því sambandi. Lagður verður skattur á fjárfest- ingalánasjóði líkt og lagt er á banka. Þetta á að skila 150 milljón- ir. Hækkað aðflutningsgjald á stóra og þunga bíla á að skila ríkissjóði 100 milljónum. Þrengt verður laga- ákvæði um að selja tap. Aðeins verður hægt að selja tap 5 ár aftur í tímann. Lagt verður á sérstakt þjónustu- gjald á hafnir sem á að skila ríkis- sjóði 125 milljónir. Gjaldið verður lagt á afla og vörur og rennur til að fjármagna hafnarframkvæmdir. Fresta á svokölluðum beinum greiðslum til bænda, þannig að þær standi fyrir 12 mánuði í staðin fyrir 10. Þetta á að spara 295 milljónir. Skerða á önnur útgjöld landbúnað- arráðuneytisins um 70 milljónir. Niðurgreiðslum á þurrmjólkurdufti verður hætt og lagður verður á jöfnunartollur á innflutt mjólkur- duft. 700 milljónum ýtt yfir á sveitarfélögin 700 milljónum verður ýtt yfir á herðar sveitarfélaganna, þar af 400 mijljónum með því að flytja verk- efni frá ríkissjóði yfir til sveitarfé- laganna. Þar er m.a. um að ræða verkefni sem varða þjónustu við fatlaða. Þá verða tekjustofnar sveit- arfélaganna skertir um 300 millj- ónir til viðbótar. Það er m.a. gert með því að láta ÁTVR ekki greiða landsútsvar. Reykjavík fær þriðjung af landsútsvari ÁTVR en afgangur hefur farið í Jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Ríkið mun jafna sjóðnum upp tekjumissinn með hlutdeild í út- svari. Fjármálaráðherra sagði að sveitarfélögin hefðu aukið mjög tekjur sfnar á seinustu árum og eðlilegt að þau tækju á sig hluta af þeim erfiðleikum sem ríkissjóður á við að eiga nú. Margar fleiri sparnaðartillögur voru upp á borðinu en þeim var ýtt til hliðar. Þar á meðal var tillaga um að leggja virðisaukaskatt á laxveiði- leyfi og tillaga um að ná inn aukn- um fjármunum í ríkiskassann í gegnum Hagræðingarsjóð. -EÓ Lyklar voru komnir út um allan bæ, segir forstöðumaður Sundlaugarinnar í Laugardal SKIPT YFIR í ÖRYGGISSKRÁR Töluvert hefur verið um þjófnaði úr skápum sundlaugargesta í Sundlaug- inni í Laugardag, segir Kristján ög- mundsson, forstöðumaður sundlaug- arinnar, í samtali við Tímann. Kristján segir að þegar lyklum af gömlu skránum var stolið, þá var það of mikil fyrirhöfn að víxla skránum, nýr lykill var einfaldlega smíðaður. „Lyklar voru í raun og veru komnir út um allan bæ. Þess vegna var nauðsyn- legt að skipta um skrár í skápunum og tryggja þar með öryggi sundlaugar- gesta“, segir Kristján. Kristján tekur fram að þegar gestir kaupa aðgang að sundlauginni fá þeir litla rákaða skífu. Sundlaugargestur velur sér skáp sjálfur og þegar hann er búinn að klæða sig úr þá lætur hann skífuna í og læsir þar með skápnum, en lykillinn gengur jafnframt út úr skránni. Þegar sundlaugargesturinn kemur til baka, stingur hann lyklin- um í skránna og opnar skápinn og lyk- illinn festist um leið í skránni. Kristján segir enn fremur að nú sé búið að gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að spoma við því að stolið sé úr skápunum. -js Svona líta nýju skrámar í Laugardalssundlaugunum út. Fólk fær sérstaka mynt og stingur henni í raufina efst á sjálfri skránni og þá losnar lykilinn og fyrr ekki. Timamynd: Aml BJama. SMÁSAGHASAtH ^ ^ ^ ““ erindi til allra Bókaútgáfan Hildur AUÐBREKKU 4 - 200 K0PAV0GUR SÍMAR 91-641890 0G 93-47757

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.