Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 8
8 Tíminn JÓLABLAÐ 1991 Jólanóttin (Eftir handriti Ólafs Sveins- sonar í Purkey) Mér hefir verið sagt frá því, að svo hafi viljað til á bæ einum, að sá kvenmaður, er var látin vera heima á jólanóttina, hafi verið vit- stola orðin, þá fólkið kom heim uin morguninn; því þá var siður að embættað var á jólanóttina, og allir fóru til tíða ungir og gamlir, nema kvenmaður einn, sem skyldi hafa gát á öllu á heimilin. Svo fór nú fram nokkrar jólanætur á þeim bæ, að kvenmaðurinn, er heima var, var vitskert orðin um morg- uninn, en ekki mátti af vana bregða, og urðu nú fáar til að verða heima; varð þó svo að vera, að ein hlaut að gjöra það. Nú hafði um vor eitt verið tekin vinnukona, og barst nú að henni að vera heima hina fyrstu jólanótt, er hún var þar. Hún vissi, hvernig farið hafði fyrir hinum, er heima höfðu verið áður. Þegar fólkið var komið á stað, kveikir hún ljósin, og setur hér og hvar um bæinn; síðan sest hún á rúm sitt og fer að lesa í bók. Stúlkan var vel að sér og guð- hrædd: Þegar hún hafði setið litla stund, kemur í bæinn margt fólk; voru það karlmenn og börn. Tók það nú allt til að dansa með ýms- um dansleikjum; það talaði til stúlkunnar, og biður hana að koma í hópinn og dansa með sér, en hún þegir, situr kyrr og Ies í bókinni. Það biður hana að koma, og býður henni hitt og annað til þess að koma. En hún svarar engu, og situr kyrr sem áður. Þetta gekk einatt, að það var að dansa og biðja hana að koma til sín. En það tjáði ekki; hún sat kyrr, þótt það biði henni henni stórgjafir; gekk þetta alla nóttina; en þegar komið var að degi, fór það í burt, en heimafólkið kom, og bjóst það við, að hún mundi vera orðin trylt eins og hinar. En þegar það kom, sá það hana vera eins og hún var þá það skildist við hana. Spurði það hana að, hvort ekki hefði neitt fyrir hana borið, og sagði hún þá frá, hvernig til hefði gengið um nóttina; hún sagðist og hafa vitað það, að hefði hún farið á dansinn með því, þá mundi hún hafa orðið, sem hinar, er heima höfðu áður verið. Var hún síðan látin vera heima hverja jólanótt, á meðan hún var þar, og ávallt hafði sama gengið. Álfarnir og Helga bóndadóttir (Eftir sögn bóndamanns austan úr Hreppum) Einu sinni voru ríkishjón á bæ ein- um í Gnúpverjahrepp austur. Þau áttu tvær dætur, sem nefndar eru, og var eldri dóttirin í allramesta uppá- haldi, en hin var höfð út undan; hún hélt Helga. Sá var annamarki á bæn- um, að jafnan fannst sá dauður á jól- aðaginn, sem bæjarins átti að gæta á jólanóttina, svo enginn vildi þá vera heima. Einu sinni sem oftar fór fólkið allt til tíða af bænum. Fór það í bítið á aðfangadagskvöldið til þess aö ná f aftansönginn, eins og þá var siður til, og ætlaði að koma heim aftur á jóla- daginn eftir messu. Skipuðu hjónin nú Helgu að vera heima til þess að mjalta kýmar, og gæta peningsins og til að sjóða hangikjöti til jólanna. Sögðu þau, að það væri þá enginn skaði, þó hún hrykki upp af, ef svo vildi að bera. Að því búnu fór kirkju- fólkið, og var Helga alein heima. Gegndi hún þá fyrst peningnum og mjólkaði kýmar á aðfangadagsmorg- uninn. Því næst sópaði hún allan bæ- inn rækilega, og fór að því búnu að sjóða jólakjötið. Þegar hún var langt komin að sjóða, sér hún hvar hálf- stálpað bam kemur inn í eldhúsið með nóann sinn í hendinni. Bamið heilsar henni, og því tekur hún vel. Síðan biður bamið Helgu að gefa sér ögn af kjöti og dálítið af floti í nóann sinn, og réttir henni hann um leið. Helga gjörir það, og hafði þó móðir hennar strengilega bannað henni, að eta eða gefa nokkra ögn af kjötinu eða flotinu, áður hún fór burtu um dag- inn. Þegar Helga var búin að gefa baminu, kvaddi það hana og vappaði út aftur með nóann. Leið nú svo dag- urinn og lauk Helga af öllum útiverk- um um kvöldið. Að því búnu kveikti hún sér ljós í baðstofúnni, tók af sér skóna og settist upp í rúmið foreldr- anna sinna og fór að lesa í bók. Þegar lítil stund var liðin, heyrir hún hávaða mikinn úti fyrir og manna- mál, og verður þess brátt vör að fjölg- ar í bænum. Kemur nú inn allramesti sægur af ókunnugu fólki; fyllist bað- stofan af gestum þessum og rúmin öll, svo Helga komst varla fyrir, fyrir þrengslum, og þess varð hún áskynja, að eins var fullt frammi í bænum, og í öllum bæjarhúsunum. Þegar fólk þetta var búið að koma sér fyrir, fór það allt að skemmta sér með allskon- ar leikaraskap og gleði. Ekki lagði það neitt til Helgu, heldur en það sæi hana ekki, eða hún væri ekki til. Ekki skipti hún sér heldur neitt af gestun- um, og var alltaf að lesa í bókinni sinni. Þegar Helga hélt, að viðlíka vaka væri komin og vant var, vildi hún fara út að mjólka kýmar; því þar var siður að mjólka eftir vöku, eins og fejfiÉiiSiÉafel fór það allt að skemmta sér með leikaraskap og gleði víða er gert. En hún gat ekki snúið sér við fyrir þrengslum. Einn maður var í baðstofunni miklu stærri en allir aðr- ir; hann var roskinlegur og hafði mik- ið skegg. Þessi maður kallar nú upp, og biður ókunnuga fólkið að hliðra til, Iofa Helgu að ná skónum sínum, og gefa henni rúm til að ganga um baðstofuna og bæinn. Fólkið gjörir það. Fer þá Helga út í myrkrinu; því hún skildi ljósið eftir hjá fólkinu. Þeg- ar hún er komin út í fjósið og farin að mjólka kýmar, heyrir hún, að þar kemur einhver. Sá heilsar henni; hún tekur því vel. Sá sem inn kom biður hana þá, að lofa sér að hvíia hjá henni uppi í moðbásnum. En Helga þver- neitar því. ítrekaði hann bæn sína nokkrum sinnum, en hún neitar því alltaf. Fer hann burtu við svo búið, en Helga heldur áfram að mjólka. Skömmu eftir heyrir hún að gengið er inn í fjósið að nýju. Er henni enn heilsað, og heyrir hún, aðþað er kven- maður. Hún tekur kveðjunni vel. Hin aðkomna þakkar þá Helgu alúðlega fyrir bamið sitt, og fyrir það, aö hún hafi ekki orðið við bón mannsins síns í fjósinu. Og um leið réttir hún að henni fataböggul, sem hún biður hana að eiga fyrir hvom tveggja þennan greiða, sem hún hafi sýnt sér. ,/Etla ég svo til,“ segir aðkomna kona, ,^ð í böggli þessum séu föt handa þér, sem þú verðir sæmd af að bera á þínum heiðursdegi, og er þar í belti, sem ekki mun verða þér þá til minnkunar. En þú munt verða gæfu- kona,“ segir hún, „og eignast biskup fyrir mann. Skaltu aldrei farga fötum þessum, og ekki bera þau fyrr en þú giftist." Helga tekur við bögglinum, og þakkar fyrir gjöfina. Gengur nú konan út, og Helga fer inn, þegar hún er búin í fjósinu. Amaðist enginn við henni, heldur gaf fólkið henni gang- rúm í bænum. Settist hún upp í rím- ið aftur, og fór að lesa í bókinni sinni. Undir daginn fór fólkið að smáfara burtu, og með degi var það allt farið, og lét eins og það hvorki sæi Helgu né heyrði, og eins gjörði hún við það. Þegar hún var ein orðin, fór hún að skoða í böggulinn, og sá hún að álf- konan hafði gefið sér allramestu dýr- indisföt, en þó bar beltið langt af öllu öðm. Geymdi hún nú böggulinn vandlega. Helga lauk því næst af öllum morg- ungegningum á jóladaginn, og var búin að öllu, þegar fólkið kom frá kirkjunni. „Það lá alténd að, að hún mundi lifa, af því enginn söknuður var henni, þó hún heföi farið," sögðu foreldramir, þegar þau komu heim og sáu, að Helga var heil á húfi. Var nú Helga spurð spjömnum úr, hvað fyrir hana hefði borið um nóttina. En hún sagði undan og ofan af því. Þó sýndi hún foreldmm sínum og fólkinu öllu fötin, sem álfkonan hafði gefið henni. Dáðust allir að fötunum, en einkum þó beltinu, og vildi nú bæði móðir hennar og systir taka þetta af henni; því þeim þótti henni ekki hæfa slíkt skraut. En Helga lét ekki klæðin, heldur geymdi þau vandlega niður í kistu, sem hún átti. Nú Ieið og beið, og bar ekkert til tíð- inda, þangað til næstu jól komu. Þá vildu þær vera heima, móðir Helgu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.