Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 16

Tíminn - 20.12.1991, Blaðsíða 16
16 Tíminn JÓLABLAÐ 1991 í austurhluta Þýskalands leita nú afkomendur fyrrum stórjarðeig- enda að ættarsilfrinu, sem grafið hafði verið 1jorð. Þýskir aðalsmenn leita fjársjóða í austurhéruðunum: Ættarsilfrið grafið í jörð fyrir 46 árum — hvar er það nú? r d^öfeum félasstrtönnum borum, stáríðliöi og lanöðmönnum öllum (Steöilegm JTóla og fersæls feomanbi árö meö þöfefe ftrir þaö, öemeraö líöa I Ka upfélag Hún ve tninga Blönduósi - Skagaströnd Þegar Gert Eler von Lowtzow, sem nú er 66 ára, stakk aftur upp höfðinu á gömlum heimaslóðum í Gehmkendorf í Mecklenburg eftir 40 ára fjarveru, hafði hann með í för prest, málmleitartæki og skóflu.Presturinn úr grannþorpinu var í fyígd aðalsmanns- ins í hlutverki vitnis. Vopnaður málmleitartæki og skóflu Iagði Lowtzow upp í fjársjóðaleit. Lowtzow naut stuðnings margra ættmenna sinna og nú var hann kominn í óræktarlega garðinn á hinu gamla óðali ættarinnar. í rjóðri milli stórrar eikur, hlyns og rauðbeykis stikaði hann út samsíðung skv. gömlum upp- drætti sem hann hélt á í hendinni. Og svo tók hann til við að grafa. Hann þurfti ekki að grafa nema hné- djúpa holu, þá varð hann var. Fjár- sjóðaleitin hafði borið þann árangur að tvær mjólkurkönnur komu í leit- irnar — fullar af fjölskyldusilfri Lowtzow- ættarinnar. Fá ekkí jarðeignirnar aftur Rétt eins og Lowtzow hafa margir Þjóðverjar, sem búið hafa í vestur- hluta landsins, verið á ferðinni í austurhlutanum að undanförnu í þeim tilgangi að grafa upp gamla ættardýrgripi. Þeir leita að gersem- um, sem forfeður þeirra földu í stríðslok þegar sigursælir óvinaher- ir nálguðust heimili þeirra. Haustið 1945 misstu mörg þúsund stórjarðeigenda, og aðalsmenn í hópum, eigur sínar á sovéska her- námssvæðinu, sem síðar varð Þýska alþýðulýðveldið. í samningnum um sameiningu fyrrum þýsku ríkjanna tveggja er skýrt kveðið á um að þeir endurheimti ekki jarðeignir sínar frá fyrri tímum. En margir þeirra reyna nú að a.m.k. bjarga því sem enn hlýtur að vera hulið í jörðinni af þeim dýrgripum, sem ættum þeirra hafði safnast. Burkart von Dietze, 56 ára, varð líka fúndvís á ættargripina. Á ökrun- um umhverfis ættaróðalið í Sach- sen-Anhalt, en það er nú í ríkiseigu, fann hann vel fyllta járnkistu for- feðra sinna á 160 sentimetra dýpi. Dietze notaði tækifærið og hélt eins konar uppskeruhátíð. Þau hjónin söfnuðu saman ættingjum við fundarstaðinn; þar var töppum skotið úr flöskum og kampavínið flaut. Endurfundnu bikararnir, skreyttir krönsum úr vínberjum, höfðu að því er hann sagði, „stækk- að á undanförnum 50 árum“. Dietze, sem er einn þeirra sem rek- inn var af góssi fjölskyldu sinnar, er enn fullur reiði yfir eignaupptök- unni, en fékk sárabætur við endur- heimtuna með skóflunni. Hann seg- ist hafa „fundið eitthvað handa hjartanu" í gömlu kistunni. Staðsetningin oft óljós og þarf að leita hjálpar sérfræðinga Yfirleitt hafa börn og barnabörn júnkaranna og óðalsbændanna, sem reknir voru úr paradísinni sinni, að- eins óljósar hugmyndir um hvar fjársjóði fjölskyldunnar sé að fmna. En að því er staðarmenn staðhæfa eru þau því betur útbúin að tækjum og tólum. „Eftirspurnin eftir málmleitartækj- um eykst,“ fullyrðir talsmaður fyrir- tækisins Ebinger í Köln, sem fram- leiðir tæknibúnað til slíkra leitar- starfa. En þetta fyrirtæki, sem því sem næst sérhæfir sig í að sjá leyni- þjónustum og flugöryggisþjónustu fýrir tækjabúnaði, hafnar oftast fyr- irspurnum frá einkaaðilum á þeim forsendum að slíkum viðskiptavin- um sé ekki nógu mikil alvara. Þeir, sem vilja leita fjársjóða, mæta meiri skilningi hjá Manfred Marm- itt. Starfsbróðir hans Ebinger mælir með honum og segir hann „alvar- legan embættismann með þekkingu á lögum“. Marmitt er í aðalstarfi hjá æskulýðsdeild Kölnar, en stundar ráðgjöf við þá sem leita fjársjóða í hjáverkum. Ef einhver er of latur til að grafa holuna sína sjálfur, getur hann falið Manfred Marmitt að sjá um þá hlið málsins. Fyrirtæki Marmitts, „Gem- ini- staðsetningartækni", hefur fimm manns í þjónustu sinni sem taka að sér að leita gersemanna. Gamall aðall sem álítur fortíðina enn við lýði Það eru fyrst og fremst áhugamenn um fornleifafræði og þeir, sem safna minjum um hernað og leita í skóg- unum að merkjum um stórar orr- ustur, sem hafa fengist við fjársjóða- leit. Gullgrafarar eru líka stundum að störfum. Þeir grafa í sundur úr- gangshauga gamalla náma, t.d. í Ei- fel, og leita að tveggja til þriggja gramma molum. Hinir nýju viðskiptavinir Marmitts eru talsvert hærra settir í mannfé- lagsstiganum. Svo að virðuleg nöfn þeirra fái ekki á sig óorð vegna vafa- samra gerða eins og fjársjóðsleitar, er lögð rík áhersla á það við skjól- stæðingana að sýna fyllstu varkárni. Oftast eru það lögmenn sem gefa sig fram við Marmitt. Þeir spyrjast fyrir um þjónustuna fyrir hönd ónafn- greindra umbjóðenda. „Þegar þeir hafa fengið fullvissu um að þeir geti fengið aðstoð, láta þeir oftast ekkert til sín heyra í tvo mánuði, hringja þá skyndilega í eig- in persónu og vilja þá alltaf notfæra sér þjónustu okkar mað ákaflega litlum fyrirvara," segir Marmitt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.