Tíminn - 24.12.1991, Page 9
Þriðjudagur 24. deseember 1991
Tíminn 9
líka með sín börn. Síðan er haldin
messa og snæddur hátíðarmatur.
Það er reynt að hafa þetta sem
heimilislegast, „ segir Stefanía.
„Það lítur út fyrir að flest börn
geti farið heim, en svo koma ef-
laust einhver ný inn yfir jólin. Það
er þó vonandi ekki. „
Þann 17.desember voru haldin
litlu jól á Landspítalanum fyrir öll
börn sem þá voru á spítalanum og
einnig þau börn sem oft þurfa að
koma í eftirlit. Þá voru foreldrar
einnig til staðar, en þeir koma að
sjálfsögðu oft í heimsókn.
„Á litlu jólunum var boðið upp á
ýmis skemmtiatriði, kórar sungu,
jólasveinar brugðu á leik og það
var dansað í kringum jólatré. Síð-
an var drukkið kók og borðuð
kaka,“ segir Stefanía. Að sögn
Stefaníu hafa börnin einnig dund-
að sér við að föndra ýmist jóla-
skraut og skartar barnadeildin
ýmsum fallegum munum unnum
af börnunum.
Flest börn komast
heim af Landakoti
Um 40 börn voru á litlu jólun-
um á Landakoti, sem fóru fram í
síðustu viku. „Þá var dansað í
kringum jólatré og ýmislegt gert
til gamans,“ sagði Auður Ragn-
arsdóttir, deildarstjóri á Landa-
koti í samtali við Tímann.
„Við reynum að koma öllum
heim, það hafa oft verið hér fleiri
en nú verða," segir Auður. Nú
stefnir í að aðeins eitt barn þurfi
að dvelja á spítalanum yfir jólin.
„Það verður reynt að gera jólalegt
inni á stofunni hjá honum.
Mömmu hans og pabba er boðið
að vera með honum og borða með
honum. Það verður reynt að hafa
þetta eins heimilislegt eins og
hægt er.“ GS.
Auður Ragnarsdóttir, deildar-
stjóri á Landakoti og Sigríður
H. Jónsdóttir fyrir framan jóla-
tréð á deildinni. Sigríður þarf
að vinna vaktina á aðfanga-
dagskvöld og kallast því „jóla-
hjúkkan".______________________
Kertasníkir í
Þjóðminjasafni
í dag, aðfangadag kemur Kerta-
sníkir, síðasti jólasveinninn til
byggða. Hann verður í Þjóð-
minjasafninu kl. 11.00.
Lúðvík Helgi Sigurðsson er fimm ára og var að smíða þegar blaðamaður heimsótti hann. Hann verð-
ur að vera á Landakoti yfir jólin. Þó að Lúðvík finnist það ekkert gaman brosti hann eilítið fyrír Ijós-
myndarann.
Björgunarsveitin í Bolungar-
vík kölluð út á laugardag:
Dráttarbátur
í vandræðum
Björgunarsveitin Ernir í Bolungar-
vík var kölluð út á laugardag klukk-
an 13.48 til að aðstoða dráttarbátinn
Hvanneyri, sem var með pramma í
drætti og var komið töluvert vatn í
pramman. Hann var staddur undir
Grænuhlíð á leið til Súðavíkur.
Björgunarsveitin kom til hjálpar
vopnuð dælum og komst Hvanneyr-
in með prammann heilu og höldnu
til Súðavíkur.____-PS
Æviskrár
MA-
stúdenta
Út er komið Ijórða bindið af Ævi-
skrám MA-stúdenta hjá Steinholt-
bókaforlagi í Reykjavík. Bókin inni-
heldur æviskrár allra þeirra stúd-
enta sem brautskráðust frá Mennta-
skólanum á Akureyri á árunum
1964-1968. í æviskránum er leitast
við að gefa sem ítarlegast yfirlit um
lífshlaup hvers og eins, ætt, upp-
runa og fjölskyldu, náms- og starfs-
feril, ritstörf, félags- og trúnaðar-
störf o.fl. Þá fylgir mynd hverri ævi-
skrá, en auk þess eru birtar hóp-
myndir af hverjum stúdentaárgangi
fyrir sig.
Ritstjóri verksins er Gunnlaugur
Haraldsson, þjóðháttafræðingur,
sem safnað hefur einn öllu efni og
búið það til prentunar.
Æviskrár MA-stúdenta eru til sölu
hjá Steinholt-bókaforlagi að Engja-
teigi 9 í Reykjavík, sími 686150. Þeir
sem áhuga hafa á að nálgast ritið
fyrir jólin geta snúið sér til forlags-
ins, en annars verður bókin póst-
send til áskrifenda. -j*
VlnningsttMur laugatdaginn (Tm 14. des. 1991
í2)(É!?
i2' UÍ33} TÍ)
V _/ v v
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
: 1. 5a(5 1 2.790.493
2.4 w 3 161.667
3. 4al5 123 6.801
4. 3af5 4.445 439
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
M1
upplvsingar:sImsvari91 -681511 lukkulína991 002
Desemberverð ó Storno farsímam
5tor«°
/A'aC OjV^
Verð gilda til 31. des. 1991.
Verðiö er hreint ótrúlegt.
Storno bílasími kr. 79.580 stgr. með vsk.
Storno burðarsími kr. 84.280 stgr. með vsk.
Bíla- og burðarsími kr. 94.760 stgr. með vsk.
Burðarsíma íylgir 4 Ah rafhlaða.
Takmarkað magn.
POSTUR OG SÍMI
Söludeildir í Ármúla 27, Klrkjustræti, Kringlunni
og á póst- og símstöðvum um land allt