Tíminn - 24.12.1991, Side 13

Tíminn - 24.12.1991, Side 13
Þriðjudagur 24. desember 1991 Tíminn.13 Ógleymanlegur maður homi baðstofunnar. Ég Held að tvö þrep hafi verið upp að þessum palli. Þar sat Steingrímur oft á messudög- um og sjálfsagt oftar. Þar gengu allir fyrir hann til að heilsa. Aldrei var hann margorður að fyrra bragði en heyrði vel, handlék staf sinn og hlust- aði á orðræður manna, spurði þó stundum tíðinda. Oftast eða aevinlega var boðið upp á kirkjukaffi á Silfra- stöðum og sumum bauð Steingrímur upp til sín, en svefnherbergi hans var í vestari enda rétt við stigaop. Þá man ég, að hann bauð pabba að dreypa á glasinu, sem fyrr getur, en ég fékk kannski kandísinn, meðan ég hafði hvorki þroska né gáfur til að drekka brennivín. Þegar ég óx úr grasi og eignaðist hesta, fékk ég stundum slægjur hjá Steingrími á Gvendamesi og Ketilsstaðagrundum. Aldrei var Steingrímur dýr á þessu, en tók eitt- hvað ákveðið undir hvem heyhest Þegar ég borgaði, naut ég stundum þeirrar virðingar að fá að dreypa á glasinu góða, enda lítil hætta á ofur- ölvun, því glasið var fremur lítið og sjaldan fullt Silfrastaðabaðstofa er nú í Árbæjar- safni í Reykjavík, gefin þangað af eig- endum Silfrastaða, Jóhanni L. Jó- hannessyni og konu hans, Helgu Kristjánsdóttur, og gegnir þar sínu upphaflega hlutverki við hátíðleg tækifæri. En ekki finnst mér hún lengur lík Silfrastaðabaðstofu. í þennan tíma þjónaði Miklabæjar- prestakalli Bjöm prófastur Jónsson og sat að Miklabæ. Hann var stór maður og virðulegur og þéraði allan almenning eins og þá var siður slíkra manna. Hann hafði þess háttar per- sónuleika, að allir veittu honum at- hygli. Nef hans var örlítið snúið og setti sérstæðan svip á manninn. Kannski sáu þetta þó ekki aðrir en vit- lausir krakkar, sem sáu allt sem þeir áttu ekki að sjá og heyrðu allt, sem þeir áttu ekki að heyra. Séra Bjöm var jafnan ræðinn við messufólk, gekk um gólf í Silfrastaðabaðstofu, lítið eitt álútur með sérkennilegt en góð- mannlegt bros í fremur stórskomu andlitinu, sagði fréttir og fræddi um ýmislegar nýjungar. Vel man ég, þeg- ar hann sagði okkur frá því, að Þjóó- veijar hefðu ráðist inn í Belgíu og drepið saklaust fólk. Þetta var í heimsstyrjöldinni fyrri. Á eftir fannst mér ég sjá þau utanvert í Hrútaskrið- unni, sem er suður og yfir undan Eg- ilsá. Þar vom þeir að þessari þokka- legu iðju, og leist mér ekki á en von- aði, að þeir legðu ekki í ána. Ekki bar Steingrímur neina sérstaka virðingu fyrir embættismönnum, tók ekki ofan fyrir neinum og þúaði alla. Þegar Geir Zoega kom þar og kynnti sig fyrir honum í bæjardymm, þá sagði Steingrímur: „Nú, er það vega- bótastjórinn. Komdu inn.“ Kannski einmitt vegna sérstæðrar framkomu Steingríms höfðu ýmsir höfðingjar mætur á honum og bundu við hann vináttu. En hollara var þeim sem öðr- um að fá hann ekki upp á móti sér, og em til um það sagnir, sem aðrir hafa greint frá. Einhverjar greinir minnir mig að væm með þeim Bimi prófasti út af „prestmötu", en það var smjörgjald til prests af bændakirkjujörð. Ekki vissi ég til, að þetta leiddi þó beint til óvin- áttu, en frekar til faleika af hendi Steingn'ms, og lét hann ekki sinn hlut fremur en vant var. Vel man ég, þegar prófastur kom inn í baðstofuna á messudögum (sjaldan var „tekið til“ strax en dokað eftir fleira fólki). Þá var það siður prófasts að heilsa Steingrími fyrstum manna, ef hann sat á áðurgreindum palli, og ævinlga eitthvað á þessa leið: „Komdu nú blessaður og sæll, Stein- grímur rninn," og rétti fram höndina. En Steingrímur svaraði. ,Á, komdu sæll,“ og vék um leið andliti í aðra átt, rétti jafnframt höndina frekar aftur fyrir sig, ef því varð við komið. Ekki lét prófastur þetta á sig fé en skipti einhverjum orðum við Steingrím, sem jaftian svaraði féu til. Fræg er sagan, enda margsögð, þegar prófast- ur heilsaði Steingrími nýársdag einn og bað Guð að gefa honum gleðilegt ár. Þá svaraði Steingrímur: ,Á, þú sagðir nú þetta líka í fyrra, en ég hef aldrei lifeð jafríbölvað ár.“ Fjöldinn allur er til af viðlíka sögum um Stein- grím og hafa margar verið skráðar eða verða skráðar, þó ekki verði nema einni bætt við hér. Steingrímur var að segja aðkomumanni mannslát á eftirfarandi hátt: ,Á, nú er Siggi dauður. Á þessu átti ég lengi von að svona mundi fara,“ þegir síðan um stund, þar til hann bætir við: „Og svona förum við allir, bölvanlega skít- lega.“ Steingrímur á Silfrastöðum var ágætur nágranni, trölltryggur og hjálpfús. En ef hann lánaði manni tóman poka eða annað smáræði, tók hann ríkt fram, að því yrði skilað aft- ur á sama stað. Allt hafði víst sinn ákveðna stað hjá Steingrími og gaumgæfði hann með þreifingum. Vel vissi ég, að hann vildi gjaman fá að þreifa um andlit nýkominnar ráðskonu, gekk honum þó ekkert annað til en forvitni, því aldrei heyrð- ist, að hann legði hug á konur eftir lát konu sinnar. Ekki er þetta þó al- veg víst, því Ólína Jónasdóttir skáld- kona þekkti Steingrím vel og segir hann hafi kvartað undan einmana- leika í blindu sinni og haft jafnvel á orði að fá sér konu, síðan spurt, hvort hún vildi eiga sig. Þegar Ólína kvað nei við, hafði Steingrímur sagt: Já, svona emð þið. Þið emð jafnvitlausar allar, en þið vitið ekki hvað ég á. Steingrímur var talinn góður hús- bóndi, ekki vinnuharður, enda hjúa- sæll, en óvíst er, að hann hafi goldið hátt kaup. Stofa var á Silfrastöðum norðan þæjardyra, sem vom stórar, eins og algengt var á þeirri tíð. Á sumrin safhaðist messufólk oft sam- an í bæjardymm, ef bíða þurfti eftir presti og þá ekki síður að lokinni messu, enda oft svo margt fólk, að ekki gátu allir fengið kaffi samtímis. Prófasti var hins vegar boðið í stofu ásamt fleirum, eftir því sem rúm hrökk til. Það vom þó fyrst og fremst bændur, og var þá stundum rætt um trúmál ásamt fleiru. Vom sumir öld- ungis óragir að kunngera skoðanir sínar á prédikun dagsins og gera at- hugasemdir, ef þeim hafði ekki alls- kostar fallið ræðan. Aldrei man ég til að úr þessu yrðu þó vemlegar deilur. En hver hélt sinni skoðun og prófast- ur skýrði sitt mál og veitti víst oft ýmislega fræðslu. Jafnan var Stein- grímur þama nálægur, en ekki man ég eftir að hann legði mikið til mála. Þó em sagnir um, að hann léti ótæpi- lega í ljós, ef honum líkaði ekki ræð- an. í þennan tíma var það siður að kon- ur skipuðu kirkjubekki til vinstri, en karlar sátu hægra megin. Ef Stein- grímur fór í kirkju, kom hann oftast eða ævinlega síðastur og jafnan einn. Settist hann þá í krókbekk til hægri að hurðarbaki og tók líklega ofan húfu sína meðan stóð á guðsþjón- ustu. En aldrei brást, að undir út- göngusálmi stóð Steingrímur upp, gekk út og til bæjar. Þá var húfan auðvitað komin á sinn stað. Stein- grímur lést að heimili sínu Silfra- stöðum 12. ágúst 1935, fæddur að Merkigili 29. nóvember 1844. Sonur þeirra hjóna, Kristínar og Steingríms, var Jóhannes, einnig Silfrastaðahjón, Kristín Árnadótt- ir og Steingrímur Jónsson, ásamt Jóhannesi syni sínum. Jón Guðmundsson á Stekkjarflötum. stórbóndi að Silfrastöðum og um langt skeið hreppstjóri og oddviti í Akrahreppi, vei látinn maður og naut trausts. Um þessar mundir var bóndi á Stekkjarflötum Jón Guðmundsson og var meðhjálpari í Silfrastaða- kirkju. Hann var þrekmenni mikið og aðsópsmikill persónuleiki, skap- stór, ákaflega duglegur, hjálpsamur og í rauninni gæðamaður. Jón var mikill f herðum, oftast í mórauðum vaðmálsfötum, hafði hása, sérkenni- lega rödd og las bænina f Silfrastaða- kirkju svo eftirminnilega, að enginn leikmaður í Silfrastaðasókn þótti bænabókarfær eftir það. Jón var röggsamur meðhjálpari og tók ómjúkt í hnakkadrambið á hundum, sem oft laumuðust inn og skriðu lúpulegir undir sæti húsbænda sinna. Þessa óboðnu kirkjugesti dró Jón ýlfrandi fram kirkjugólfið og henti langt fram á hlað, enda var þeim víst fremur ætlað að hressa sig upp í áflögum úti fyrir en hlýða guðs- orði í kirkju. Jón Guðmundsson varð síðar bóndi að Hofi í Vesturdal. Krossgáta með lykilorði Engar orðskýringar eru, en reitimir em númeraðir með tölunum 1-32, jafnmörgum og stafimir eru í stafrófinu og sýndir eru í ramma yfir gát- unni. Sami bókstafur hefur alltaf sama númer. Til að auðvelda byrjun á lausninni er gefið eitt orð: „VÆGГ, og skrifað á sinn stað. Af því sést að V er alltaf númer 25, - Æ 12, - G 32 og Ð 24. AÁBDÐEÉFGHIÍJKLN NOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ — 1 A i A i 6 13 1 22 A 30 A 3 Hér er lykilorð, sem á að sýna hvort gátan er rétt ráðin... * 'f' V*'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.