Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 08.01.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 8. janúar 1992 Tíminn 9 Boldangskvenmaður „Kvenlegar útlínur eru að komast aftur til vegs,“ segir sýningar- stúlkan og söngkonan Denice Lewis og því er ekki að neita að hún er nokkuð maddömuleg. Denice Lewis er ólofuð, 22 ára gömul og hef- ur átt í ástarsambandi við Ceorge Hamilton leikara, olíuerfingjann Steve Wyatt og Tim Jefferies sem eitt sinn var giftur klámmyndaleik- konunni Koo Stark sem eitt sinn forfærði Edward Bretaprins. Nýgift sápu- óperustjarna vill skilja Emma Samms, bresk stjama í sjónvarpsþáttunum Dynasty, hef- ur tilkynnt hátíðlega að nú vilji hún fá skilnað frá manni sínum, Bansi Nagji, sem hún gekk í hjónaband með í febrúar á liðnu Emma Samms. ári. Má segja að þar sé stutt gam- an um garð gengið. Það var bróðir Emmu, Richard, sem kynnti þau á sínum tíma, en þeir Bansi voru skólabræður í Iagaskóla. Parið var Ieynilega trú- lofað í hálft ár áður en það gerði opinber hjónabandsáform sín. Þau voru gefin saman að borgaralegum hætti, en veislan á eftir var kon- ungleg, haldin í Pinewood-upp- tökuverinu í London. Síðan flutt- ust þau til Kaliforníu þar sem þau ætluðu að setja upp bú sitt, enda Emma þar á hraðri framabraut. Hjónabandið steytti á skeri þegar Bansi Nagji vildi snúa aftur til London, en þar starfaði hann sem lögmaður. I spegli Tímans Kvikmyndastjarna með ímyndunar- aflið í Colleen Moore var vinsæl stjama á tímum þöglu kvikmyndanna. Þeg- ar hún yfirgaf hvíta tjaldið 1934 skildi hún ekki bara eftir minn- inguna um líflega stúlku með dökkt, stuttklippt hár og í „charle- ston“kjól. Hún ákvað að sameina glansinn sem umlukið hefur Hollywoodímyndina og eigið ímyndunarafl og byggja eins kon- ar álfakastala. Kastalann tileink- aði hún „öllum bömum heims" og færði hann Vísinda- og iðnað- arsafni New York borgar. Það tók sjö ár að gera kastalann sem er 27 fermetrar að grunnfleti og 21 metri að hæð. Innanstokks- munir eru meira en 1000, sérlega valdir og margir þeirra þegnir að gjöf frá frægu listafólki í Holly- wood. Fullskapað listaverkið er al- ger draumórasýn. lagi Colleen Moore lét ekki bara sitja viö hugdetturnar sínar. Hún hrinti þeim í framkvæmd. í anddyrinu eru nokkrar silfur- brynjur sem Rudolph Valentino gaf henni og í bókasafninu má finna bækur með áritunum Noel Cowards, F. Scott Fitzgeralds, John Steinbecks og margra annarra. í kapellunni er örlítil spínetta sem spila má á og í setustofunni hangir ljósakróna úr demöntum, smarögðum og perlum. í borðstof- unni er smágerð eftirlíking af hringborði Arthurs kóngs. Fyrr á þessu ári var kastalinn lok- aður gestum vegna viðgerða og þá tók barnabarn Colleens, Alice Hargrave, meðíylgjandi myndir. Hún minnist fjörugs ímyndunar- afls ömmu sinnar og segir hana hafa verið ákaflega skemmtileg kona með mikla frásagnagáfu. Hún hafi séð álfa í hverju horni og sagði þá „Þarna er einn“. Alice litla Ieit þá í kringum sig en sá ekki neitt. Ekki datt henni í hug að amma hennar væri að skálda heldur hélt að hún sjálf væri svona sein að átta sigl Það má spiia á hljóöfærið effingurnir eru nógu nettir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.