Tíminn - 23.01.1992, Síða 5
Fimmtudagur 23. janúar 1992
Tíminn 5
Tækniaðdáun tröllríður
heiminum og nú á dög-
um þurfa allir að bera
eitthvert skynbragð á
tölvur og notkun þeirra.
TU að fyrirbyggja
minnimáttarkennd
gagnvart þessum töfra-
tækjum þarf því að
venja börn við óttalausa
umgengni við þau sem
fyrst og eru ýmsar að-
ferðir tíl þess. Sumir
álíta tölvuleiki vænlega
aðferð fyrir byrjendur.
Bandaríkjamenn velta
þessu máU fyrir sér og
er hér á eftir gripið nið-
ur í grein í The New
York Times nýlega um
þetta uppeldismál.
Vinur blaðamanns sem stundar
vinnu sína heima komst að því einn
morguninn að diskdrifið í einkatölv-
unni hans neitaði að taka á móti
diski. Þriggja ára sonur hans fylgdist
með föður sínum yggla sig og tauta
meðan hann reyndi hvað eftir ann-
að, án árangurs, að fá tölvuna til að
taka við diskinum.
„Kannski það sé peningur í rif-
unni,“ stakk sá litli upp á.
Reyndar, pabbi grillti í einhverja
mynt í þröngri rifunni og á endan-
um tókst honum að ná henni út
með flísatöng. En enn var drifið ekki
tilbúið að taka á móti diskinum.
Eftir að enn önnur vonbrigðamín-
úta var liðin kom stráksi aftur með
uppástungu. „Kannski er fúllt af
peningum þama."
Getur heimílístölvan
bætt frammistööu
bamsins í skólanum?
Strákurinn fékk nú heilmikinn fyr-
irlestur um umönnun og viðhald
einkatölva og í ieiðinni lærði feðir-
inn dýrmæta lexíu. Þeim tíma sem
varið er með bömunum við tölvu
getur verið vel varið á fleiri en einu
sviði.
Skv. nýlegri Gallup-könnun, sem
gerð var fyrir fyrirtæki sem fram-
leiðir prentara fyrir einkatölvur, er
einkatölva á 25% bandarískra heim-
ila. Af þeim kváðust 70% nota hana
við vinnu tengda skólanum. Af öll-
um foreldrum sem sögðust eiga eða
ætla að fó sér heimilistölvu á næst-
unni sögðust 78% trúa að hún gæti
bætt frammistöðu bamanna í skól-
anum.
Enn eru margir efins en svo virðist
sem flestir foreldrar og skólamenn
hafi komist að þeirri niðurstöðu að
einkatölvur séu mikilvægt tæki til
menntunar.
Aðrar skoðanakannanir um öll
Bandaríkin komast að þeirri niður-
stöðu að í því sem næst öllum
skylduskólum Bandaríkjanna sé
a.m.k. ein tölva notuð til kennslu.
Fjárhagslegur raunveruleikinn hins
vegar ræður því að það líða mörg ár
áður en tölva verði komin á borð
hvers nemanda.
Tölvur eru einfaldlega of dýrar og
jafnvel þó að þær væru á viðráðan-
legu verði em í féum skólum nógu
margar rafmagnsinnstungur fyrir
allan þann útbúnað. Því er það að
þeir foreldrar sem hafe ráð á heimil-
istölvu eða geta gefið sér tíma til að
leyfe bömum sínum að komast í
kynni við tölvur á vinnustaðnum
eða bókasafninu, leggja lóð á vogar-
skálamar til að flýta fyrir því að böm
þeirra fái aðgang að upplýsinga-
tækni sem einhvem tíma á eftir að
liggja alls staðar frammi.
Það er hins vegar allt of algengt að
foreldramir koma einfaldlega tölv-
unni fyrir á borðinu í borðkróknum,
eða setja bamið niður fyrir framan
tölvu á skrifstofunni eða almenn-
Tölvuupp-
eldi bama
ingsbókasafhinu og nota síðan tæk-
ið sem kennara eða staðgengil sjón-
varpsins.
Mótleikur gegn
sjónvarpinu
„Tölvur eru oft kynntar sem mót-
leikur gegn sjónvarpinu, vegna þess
að fólk segir að sjónvarp leiði til
óvirkni en tölvan til gagnkvæmrar
virkni," segir Tom Snyder, forstjóri
fyrirtækis sem þróar menntunar-
hugbúnað. „Ég hef ekki enn séð
óhagganlegar sannanir fyrir því að
tölvan hafi til að bera það innsæi til
gagnkvæmrar virkni að nokkurt
gagn sé að.“
Hann segir að hins vegar sé víxl-
verkun manns og tölvu á svipuðu
stigi og ómerkilegustu samræður
sem mætti eiga við heimskasta kött-
inn sem maður hefur kynnst „Mað-
ur er að velja kosti, en það er nokkuð
svipað og að krakkinn eigi völ á
mörg hundmð sjónvarpsrásum. Ef
krakkamir skipta stöðugt um sjón-
varpsrás, er það þá í rauninni vúd-
verkun? Þar er ekki að finna neitt af
því samhengi sem er í samræðum."
Tom Snyder var áður kennari og er
nú faðir. Hann vitnar til kenningar
sem gengur í stuttu máli út á það að
böm kunni að vera fær um að minn-
ast þess í tölvuleik að ef talið er frá
sólu komi mars strax næst jörðu og
síðan júpiter. En sömu böm kunna
að vera ófær um að rifja upp röð
plánetanna í tali við fólk eða að skilja
hana þegar þarf að nota hana við
eitthvað annað en leik.
„Tileinkun lærdómsins kemur
fram þegar fólk fer frá tölvunni og
prófer kenninguna á einhverjum
öðrum," segir Tom Snyder. Hann
nefnir sem dæmi ef tveir hjálpast að
við að Ieika Pac Man með því að leið-
beina hvor öðrum séu komin til sög-
unnar orð sem festa raunverulegan
lærdóm í sessi. „Þetta er nokkuð
sem er hægt að gera með tölvu, en
ekki sjónvarpi,“ segir hann.
Þetta er að hluta til ástæðan til þess
að margir skólamenn álíta að raun-
verulegt gildi heimilistölvu felist í
því að vera hvati til að hrinda af stað
sameiginlegum aðgerðum foreldra
og bams, eða innan hóps Ieikfélaga.
Agætt að hittast við
tölvuna
Skólamenn leggja áherslu á að
þátttaka foreldra skipti öllu máli í
því að vel takist til með menntun
bamanna, og einkatölvan er sérstak-
lega góður staður til að hittast við til
að vinna saman.
Sumir foreldrar, sem kannski
stendur ógn af tækninni, kunna að
vera ófúsir að blanda sér inn á svið
þar sem bamið hefur trúlega meiri
kunnáttu en sá fullorðni. Andstæð-
an er foreldrar sem kunna að um-
gangast tölvur. Þeir eiga til að láta
sem svo við bömin að þeir viti ná-
kvæmlega allt um þessi undratæki.
En mistök verða gerð og eru nauð-
synleg til að læra dýrmætar lexíur,
s.s. eins og þá staðreynd að þó að
villur séu gerðar tekur tölvan ekki
upp á því að springa og til eru leiðir
til að jafna sig eftir þær.
Oft ættu foreldrar að reyna að þjálfe
böm í grunnatriðum þess að starfe
við tölvu, rótgrónar notkunarreglur,
og síðan styðja við bakið á baminu
annaðhvort eins og tæknimaður
sem kemur í eftirlit eða sem vinnu-
félagi. Meðal grunnatriða má telja að
kveikja á tölvunni, stilla skjáinn,
lyklaborðið og lýsinguna, koma
diskinum fyrir í drifinu, afrita og
vista skjal, upphaf og frágang tölvu-
notkunar og geymsla á diskum.
Ekki gilda sömu reglur á öllum
heimilum. Sums staðar er bannað
að borða eða drekka við tölvuna. Það
er líka mikilvægt að einkahelgi skráa
annarra sé virL Sumir foreldrar fyr-
irskipa að ekki sé slegið fest á lykla-
borðið og engum peningum sé
stungið inn í diskdrifið.
.d’að erfiðasta sem foreldramir
þurfe að berjast við er að draga sig í
hlé og leyfa baminu að taka foryst-
una,“ segir Judy Salpeter, höfundur
handbókar fyrir foreldra um böm og
tölvur. „Yfirleitt er það svo að ef for-
eldramir eyða of miklum tíma í að
segja kröWcunum sínum hvemig
þeir eigi að nota tölvuna, snúast
krakkamir öndverðir gegn afskipt-
unum og fera að líta á tölvuvinnslu
eins og hvert annað svið þar sem for-
eldramir geta sagt þeim hvað þeir
eigi að gera."
Hún ráðleggur foreldrum sem e.tv.
eru ekki mjög kunnugir tölvuleikj-
um en eiga böm sem hafa yfirburði
yfir þá á því sviði að nota tækifærið
til að keppa við þau á jafhræðis-
grundvelli eða jafnvel njóta þess að
leyfe krakkanum að miðla þeim af
þekkingu sinni.
Hún segir jafhframt að jafnvel mjög
ung böm geti haft gagn af þessu
samstarfi. Þau geti skemmt sér vel
við að sitja í kjöltu pabba eða
mömmu þó að þau geti ekki enn
sjálf fiktað í tölvunni af nokkru viti
og samveran sé báðum góð.
Tom Snyder sem fyrr er nefhdur
ræður foreldrum til að velja mennt-
unarhugbúnað sem veld áhuga
þeirra sjálfra. Þá geti böm þeirra
lært eitthvað af honum, með hjálp
— jafnvel þó að ekki væri annað en
að tölvunotkun geti verið skemmti-
leg, þar sem þau sjái foreldra sína
skemmta sér svona vel!