Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 22. febrúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Ttminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Askrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð í lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kraftaverk árlega Vandi sjávarútvegsins hefur verið til umræðu nú síðustu daga í kjölfar upplýsinga sjávarútvegsráð- herra á Alþingi um að fjöldi fyrirtækja í sjávarút- vegi sé á gjaldþrotabraut. Morgunblaðið leggur í gær sitt til málanna og telur að sú sé tími fyrir bjartsýni. Þar er bent á að vissulega standi þorsk- stofninn verr en gott þykir og tímabundin afkoma sé erfíð, en aðrir fiskistofnar gefí vel af sér. Hitt skipti meira máli að stöðugt meira sé gert úr því sem fæst. Síðan segir svo: „Hið Ijósa í tilveru sjáv- arútvegsins er, að þrátt fyrir að afli í fyrra yrði 450.000 tonnum minni en árið áður, drægist sam- an um þriðjung, jókst útflutningsverðmæti hans. Slíkur árangur er í raun undraverður.“ Undir þetta skal tekið með Morgunblaðinu. Hins vegar er haldið áfram að heimta kraftaverk af þeim sem í sjávarútveginum starfa. Jafnframt heimtar Alþýðuflokkurinn skattlagningu á sjávarútveginn og nýtur til þess öflugs stuðnings Morgunblaðsins, en annar ritstjóri þess hefur látið hafa það eftir sér að núverandi skipulag muni jafnvel leiða til átaka þar sem „barist verður til síðasta manns“. Sjávarútvegurinn er ekki kominn að endimörkum vaxtarins. Festa er nú að komast á þá fiskveiði- stefnu, sem mótuð var á síðustu 8 árum undir for- ustu Halldórs Ásgrímssonar, og innan þess ramma gefst tækifæri til enn meiri hagræðingar í grein- inni. Það versta er óvissan og stöðugur áróður Al- þýðuflokksins og öflugasta málgagns ríkisstjórnar- innar, Morgunblaðsins, um að gjörbreyta starfsskil- yrðum í atvinnugreininni. Hvað verður ofan á í rík- isstjórninni í þessum efnum? Formaður Alþýðuflokksins hefur sagt það opinberlega að lög- gjöf um hagræðingarsjóð sjávarútvegsins sé fyrsta skrefið að nýju veiðileyfagjaldi. Auðvitað skapar þetta óþolandi óvissu í sjávarútveginum og verkar lamandi á þann vilja sem er til hagræðingar, sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem nú ríkja. Tíminn hefur látið í ljós þá skoðun að nú þurfi snörp viðbrögð í málefnum sjávarútvegsins. Hluti af þeim viðbrögðum þarf að vera að tekið verði af skarið um það af hálfu ríkisstjórnarinnar hvaða stefnu hún hefur í sjávarútvegsmálum. Á að leggja á auðlindaskatt á þessu kjörtímabili, eða á að byggja á þeim grunni sem verið hefur? Það er gjör- samlega óþolandi fyrir þá, sem vinna að þessari at- vinnugrein og eiga að gera kraftaverk á hverju ári, að vita ekki að hverju þeir ganga. Ástandið er þann- ig að formaður annars stjórnarflokksins talar um auðlindaskatt. Sjávarútvegsráðherra vill byggja á þeim grunni sem verið hefur, en forsætisráðherra segir ekki neitt eða talar út í bláinn. Krafan er: Leggið spilin á borðið og sýnið sjávar- útveginum þá virðingu að tala ekki út og suður um málefni hans. Hér er allt of mikið í húfi. Atli Magnússon Meðreiðarmenn hundadagakónganna Maöur af gyðingaættum, búsettur á fslandi, sagði eitt sinn í viðtali að kæmi hann til Þýskalands og sæi þar roskinn mann á fömum vegi, kannske vörð á jámbrautarstöð eða móttökustjóra á hóteli, þá flygi ósjálfrátt þessi spuming um hug sér: „Hvað varst þú nú að iðja á stríðsárunum, maður minn?“ Þetta er í sjálfú sér ekki óskiljanlegt. Und- ir alræöinu tóku flestir þann kost- inn að taka undir kór hinna sann- færðu eða látast gera það, ef ekki vildi betur. Og að alræðinu föllnu tók við sá vandinn að sannfæra sjálf- an sig og aðra um að þeir hefðu allt- af verið á bandi andstöðunnar, þótt öll tölfræðileg rök sýndu að væri það satt hefði aldrei getað orðið neinn einræðisherra né nein voða- verk. Við landar vorum ein fárra Evrópuþjóða sem hér um bil alveg slapp við það geðklofaástand sem uppgjörið eftir stríðið leiddi af sér. En menn geta líka virt fyrir sér margan aldurhniginn og vel metinn landa sinn og spurt svipað og áður- nefndur maður: „Skyldi hann hafa lagst í gyðingaofsóknir þessi, hefði hann verið Þýskari í stríðinu?" Tvær frelsanir í lotu Spumingin er ekki út í bláinn, þó ekki væri nema vegna þeirra sagna, sannra og ósannra, sem löngum hafa verið á kreiki um íslendinga sem dvöldust lengur eða skemur í Þýskalandi nasista. Þegar mann- kynsfrelsarar með stórfelldar hug- sjónir taka til að embætta verður gjarna lítið úr einstaklingunum. Ekki er öllum hent að geðjast þeim svo að menn ekki einhvem tíma álpist með löppina niður í glufu sem þeir síðar fá ekki losað sig úr, þótt þeir þá kunni að óska þess heitt. Svo ekki sé minnst á þegar mönnum berast tvær frelsanir í lotu, eins og Austur-Þjóðverjum. Þá hlýtur sam- viskan að liðkast við æfinguna og menn verða nú vitni að því að ekki hefur leynilögreglu A-Þjóðverja orðið mannskaps vant. Eiginmenn gáfú skýrslu um eiginkonur og ung- lingar um foreldra. Hverju var um að kenna? Var það siðblinda, eigin- hagsmunasýki eða vom menn neyddir? Sjálfsagt allt þetta. En hvemig skyldum við íslending- ar hafa staðið okkur í siðferðilegu tilliti, hefðum við fengið yfir okkur herkonung og hugsjón? Sem betur fer hefur lítið á það reynt, en einu sinni þó. Það var þegar Íömndur hundadagakóngur settist hér að ríkjum. Þótt dæmið sé gamalt og kannske lítilfjörlegt, kom þar á dag- inn að nógir urðu til að ganga í flokk með nýja kónginum og að reyna að siga honum á menn, sem þeir hugsuðu þegjandi þörfina. Mætur sómamaður, Benedikt Grön- dal eldri, gerðist amtmaður Jömnd- ar og missti vitið af kvíða og hugar- víli ári síðar. Örlög hans vom dæmi- gerð örlög meðreiðarmanna pólit- ískra ævintýrara hinna síðari tíma. Falleg gamalmenni Já, skrýtin er mannskepnan og sjaldan koma fram skrýtnari hliðar á henni en þegar þeir koma upp hundadagakóngamir, „hæstráöend- ur til sjós og lands". Þeir ríkja með makt og miklu veldi um sinn og út- hluta seim og völdum til viðhlæj- enda, en sigla svo út á Faxaflóa ei- lífðarinnar einn daginn og skilja aðra eftir í súpunni. Marga þessara manna höfum við séð frammi fyrir rannsóknardómurum þar sem þeir reyna sitt besta til að gera grein fyr- ir óljósum hlutum úr fortíð sinni. Þar rekst eitt á annars hom og eng- inn veit hverju hann á að trúa. Gjarna eru þetta falleg gamalmenni sem þeir er kynnst hafa við þau geta ekki með nokkru móti trúað mis- jöfnu á. Gráir lokkamir og mjúkir vangamir koma illa heim við þá grimmdum þrútnu berserki sem eitt sinn munduðu rýting eða skot- vopn yfir vamarlausum smælingj- um. Þannig átti sá broshýri ljúfling- ur, Kurt Waldheim, að hafa staðið að nauðungarflutningum á gyðing- um. Shevardnadze, maður með ásýnd líknarmálafulltrúa, var sagð- ur hafa ofsótt saklaust fólk í hrönn- um þegar hann var héraðsstjóri í einu af Sovétlýðveldunum. Ef menn hefðu ekki vitað betur hefði Honec- ker vel getað verið dómprófastur í Reykjavík. Uppvakinn Eyjasels Móri En þannig halda hundadagakóng- arnir áfram að valda meðreiðarliði sínu óróa og angri löngu eftir að þeir eru dauðir. Eða þá þeim sem menn vilja láta sem verið hafi með- reiðarmenn. Nú hefur slíkt mál borið að höndum hér á íslandi. Það er skelfing ótótlegt og flestum finnst í hjarta sínu að átt hefði að láta það liggja kyrrt, vegna þess hve gamalt það er orðið. Fréttin minnir á að sést hafi til Eyjasels- Móra uppi á heiði, einhverrar afturgöng- urytju, sem allur þróttur ætti að vera úr fyrir löngu. En fyrst ísraelsmenn vilja reka harma sinna svona lengi, þá fær varla neinn við því gert. Einhvem tíma verða menn þó að láta liðið heita liðið, einkum þar sem mjög er tekið að saxast á kynslóð bæði fóm- arlambanna og ofsóknarmanna þeirra. Þetta er satt að segja orðið að gamalmennastríði, sem heimur- inn hefur nógu lengi verið áhorf- andi að. Spyrja má hve gulnuð málsskjölin þurfi að verða og radd- imar ryðgaðar sem til vitnis em kvaddar, svo þessu linni. Væri ósk- andi að ísraelsmenn færu að dæmi Rússa, sem virðast nú loks líta á þessi bölvuðu styrjaldarár sem liðna tíð og fjölyrða ekki um harma sína meir. Þeir hafa snúið sér að líf- vænlegri viöfangsefnum. Misstu þeir þó 20 milljónir manna og var vissulega ekki ætlað miklu betra hlutskipti en gyðingum af ofsókn- urunum. ísraelsmenn hafa nú sjálf- ir gerst herkóngar í heilögu stríði og margur er sá meðal þeirra sem verka sinna vegna mundi sóma sér bærilega í spjaldskrá Wiesentals. Til þess er raun að vita. Mál mun til komið að þeir sleppi takinu af frakkalafi þess dauða og djöfuls er þeir hanga í og sinni lífvænlegri málum. Kannske á heimsbyggðin allt undirþvíkomið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.