Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 16
16 Tíminn Laugardagur 22. febrúar 1992 BÆJARFÓGETINN Á AKUREYRIOG DALVÍK OG SÝSLUMAÐURINN í EYJAFJARÐARSÝSLU Tilboð óskast í endurinnréttingu á 307 m2 skrifstofuhús- næði á 1. hæð í Hafnarstræti 107 á Akureyri. Verktími er til 15. júní 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með fimmtudegi 5. mars gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, þriðju- daginn 10. mars 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK v0<>*Sío SKÓGRÆKT RÍKISINS, BÚNAÐARSAMBAND AUSTURLANDS 0G MIÐVANGUR H.F. Tilboð óskast í innréttingu 500 m* skrifstofuhús- næðis fyrir ofangreinda aðila í Miðvangi 2-4 á Eg- ilsstöðum. Verktími ertil 15. maí 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, til og með mánudegi 2. mars gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, miðvikudaginn 4. mars 1992 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK HEILSUGÆSLUSTÖÐIMJÓDD Tilboð óskast í innanhússfrágang á 2. hæð, Þöngla- bakka 6 í Breiðholti. Hæðin er um 850 m2 og er tilbú- in undir tréverk. Verktími ertil 1. sept. 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, til og með fimmtudeginum 5. mars gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, þriðjudaginn 10. mars 1992, kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7.105 REYKJAVlK DVALARHEIMILIÐ LUNDUR, HELLU Tilboð óskast í innréttingu á 800 m= húsnæði í bygg- ingu dvalarheimilisins á Hellu. Húsnæði þetta er nú fokhelt. Verktími ertil 30. apríl 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, til og með fimmtudegi 5. mars gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R., Borgartúni 7, fimmtudaginn 12. mars 1992, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 . 105 REYKJAVÍK Heyrúllur Heyrúllur óskast til kaups. Upplýsingar veitir: SAFCO H.F. sími 98-78163. r Avarp biskups á Biblíudegi Á Biblíudegi að þessu sinni er eink- um tvennt sem ég vil vekja sérstaka athygli á. í fyrsta lagi vil ég vekja athygli á því sem efst er á baugi á vegum Hins ís- lenska Biblíufélags, en þar ber hæst þýðing Gamla testamentisins sem nú stendur yfir og er komin vel af stað. Eins og áður hefur komið fram er nú, á vegum Hins íslenska Biblíufé- lags, unnið að nýrri þýðingu Gamla testamentisins úr hebresku í sam- vinnu við Guðfræðistofnun Háskóla íslands. Hafa stjórnvöld ákveðið að styrkja þetta verkefni, þar sem út- gáfa nýrrar þýðingar er áætluð sem liður í því er íslendingar minnast 1000 ára kristni í landinu árið 2000. Einnig má geta þess að nýlokið er þýðingu hinna apokrýfu bóka Gamla testamentisins og stefnt að útgáfu þeirra svo fljótt sem verða má. En þýðing Gamla testamentisins tekur mikið fé og væntanleg útgáfa hinna svokölluðu apokrýfu bóka Gamla testamentisins mun líka kalla eftir fjármunum. Það er því að- eins unnt að sinna hinu þarfa verki um útgáfu hjálparrita við Biblíulest- ur, að sem flestir styðji við starf Bibl- íufélagsins og láti renna fé til þess. Jafnframt er vert að geta þess að Ólafur Skúlason biskup. Hið íslenska Biblíufélag hefúr tekið þátt í að senda barnabiblíur til Rúss- lands og annarra íyrrum Sovétríkja og verður því starfi haldið áfram, en fé til þessa verkefnis var sérstaklega safnað á síðasta Biblíudegi. Þessu starfi verður haldið áfram í sam- vinnu við Biblíufélögin á Norður- löndunum. í öðru lagi vil ég hvetja sem flesta til þess að taka sér bók bókanna í hönd og lesa af athygli og með djúpri íhugun. Það fer ekki framhjá neinum, og er mjög áberandi á síðum dagblaða, að margir velta fyrir sér trúarefnum. í lesendabréfum og heilum greinum er ýmsu haldið fram, sem sagt er eiga sér stoð í heilögu orði. Þeir ein- ir geta greint þar í milli sem sjálfir þekkja boðskapinn. Og enginn getur tileinkað sér kristna trú til að byggja á lífsskoðun og stefnu, ef hann van- rækir undirstöðu Biblíunnar. En víða eru erfiðir kaflar og þungar kenningar. Það hefur því oft verið rætt á fundum Biblíufélagsins, hversu brýnt það er að gefa út fleiri hjálparrit við lestur Biblíunnar. Mikið af slíku er vitanlega til á er- lendum málum, en við þurfum einnig að eiga slíkar skýringar á ís- lensku. Ég vil mælast til þess við presta og forstöðumenn safnaða að þeir hvetji til aukins lesturs Biblíunnar og veki athygli á starfi Hins íslenska Biblíu- félags við guðsþjónustur og á sam- komum á Biblíudaginn og ég hvet allan almenning til að sækja vel guðsþjónustur og samkomur þenn- an dag. Ólafur Skúlason Bréf til Bjöms Egils- sonar frá Sveinsstöðum Sæll og blessaður, Björn í „Neðra". Mér datt í hug að skrifa þér nokkr- ar línur í „Líkið“. Þú segir í Tímagrein að það sé skemmdarverk á íslenskri tungu að tala um dvalarheimili í stað elli- heimilis. Samkvæmt þeirri skoðun þinni á ekki að kalla þig eldri borg- ara á dvalarheimili, heldur tilheyrir þú væntanlega elli á elliheimili. Sonur minn, Sveinn, var spurður að því fyrir tíu árum hvort hann væri táningur. Hann kvaðst vera æska. Ég tilheyri aftur á móti hvorki æsku né elli, er bara miðaldra kona í Kópa- vogi, sem enginn strákur nennir að elta, því strákar elta stelpur en ekki konur. Sú skoðun þín „að stelpur séu til að elta“ er nokkuð góð, en ekki í takt við tímann. Nú til dags elta stelpur stráka, ef þær vilja það við hafa. í fyrravor réð ég mig í læri hjá Indr- iða ritstjóra til að læra að skrifa í Tímann. Á Tímanum er skrifað á tölvur með tökkum. Þú skrifar hins vegar með penna, kannt ekki á takka. En segist skrifa stíl upp á tíu og hefur aldrei þurft á því að halda að læra að skrifa í Tímann. Þess vegna var það alveg rétt hjá Indriða ritstjóra að vera alltaf að skipa þér að skrifa. Stríðnir og montnir menn, sem skrifa stíl upp á tíu, eiga að skrifa í blöð. Reyndar er það óhollt fyrir mann á elliheimili og alla menn að hafast ekki að, meðan tíminn líð- ur. Indió ritstjóri skipaði mér hins veg- ar aldrei neitt á meðan ég skrifaði Lesendur skrífa fréttir í Tímann. Hefði getað lært að blóta uppi á Tíma, í anda Egils afa míns, en kunni ekki við stfiinn, fannst hann ekki klæða mig. Og nú er ritstjórinn Indriði hættur í blaða- mennsku. Hann annast ekki lengur „Líkið" á Lynghálsi, situr sennilega á Suddakróki og er farinn að gera eitt- hvað annað líflegra. Hins vegar gaf Indriði út þá yfirlýsingu í viðtali, að hann væri hættur að skamma kommúnista. Enda eru engir kommar lengur til, nema á síðum Moggans. Aðrir menn annast „Líkið“ um þessar mundir, en enginn veit hversu Iengi. Ættir sumra manna eru taldar merkari en annarra. Samkvæmt ættarskrá þinni ert þú kominn af Goðdalaprestum, sem héldu þann stað nær alla 18. öldina. Að mínu áliti eru prestar ekkert merkilegri en aðrir menn. Og til er fólk sem held- ur því fram að prestar séu óþarfur milliliður, best sé að hafa beint sam- band við guð sinn. Þar að auki heyrði ég það í útvarpinu um daginn að kirkjudeildir væru 333 og allar að rífast. í niðurlagi Tímabréfs, skrifuðu af þér á sumardaginn fyrsta 1991, seg- ir: „Stopp. Kveðja." Þú ert sem sagt alltaf að hóta því að hætta að skrifa. En þær hótanir er greinilega lítið að marka. Undanfarna mánuði hefur þú skrifað út og suður í hin og þessi blöð og það er gott. Gott vegna þess að raddir fólks á öllum aldri þurfa að heyrast, svo að myndin af mannlíf- inu verði ekki fölsk. Er þú komst í heimsókn fyrir nokkrum árum í blokkina í Kópa- voginum, hélstu því fram að þú vær- ir „hátt uppi“ og „blokkin að hrynja". Þá neitaðir þú að fara í lyftu nema í fylgd vélstjóra, enda eru takkar, sem verður að styðja á, í lyft- um. Blokkin stendur enn á sínum stað og lyftan virkar alla daga án sér- staks vélstjóra. Miöaldra konu úr Kópavogi kemur ekki til hugar að skipa þér að skrifa, en það er víst talin sjálfsögð kurteisi að svara bréfi. Góöar kveðjur og hafðu það sem best í „Neðra". PS, eftirmáli: Þú kvartar yfir einni skessu þarna í „Neðra“. Þær þyrftu sennilega að vera fleiri. Meira um það síðar. Frænka þín, Jakobína Sveinsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.