Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. febrúar 1991 Tíminn 9 Ragnar Reykás: „Leggst vel í mig s ' lí i ar Það er ekki spuming að Júóvisjón leggst vel f mig og ef eitthvað er þá er keppnin á uppleið. Þetta er svo sannarlega hið besta sjónvarpsefni. Auðvitað verður Stöðin með í keppninni og til öryggis tippa ég á okkar lag í fyrstu þrjú saetin," sagði Ragnar Reykás, sem var óvenju ákveðinn þegar Tíminn náði tali af Ragnar Reykás. Ragna Bjarnadóttir, eiginkona menntamálaráðhenra: Mér finnst Gleðibankinn alltaf bráðskemmtilegur ,JMér finnst þessi lög svo voðalega lík, en dóttir mín segir að Karen, sem Bjarni Arason syngur, sé besta lagið. Ég hef nú ekki hlustað á öll Iögin þannig að ég hef ekki tilfinn- ingu fydr því hvort lögin í ár séu betri eða verri en áður. Mér fmnst það sjálfsagt og hvetjandi að taka þátt í þessu. Það verða til falleg lög í keppninni og ég man eftir mörgum fallegum lögum. Við bundum nú á sínum tíma miklar vonir við Gleði- bankann, sem við sendum fyrst, og mér finnst það alltaf skemmtilegt lag. Ég mun áreiðanlega fylgjast með keppninni í kvöld, því við erum vön að gera það,“ sagði Ragna Bjarnadóttir í samtali við Tímann. -PS Sr. Pálmi Matthíasson. Vantar Geirmundarsveiflu“ „Ég hef nú ekki fylgst með keppn- inni í ár, en mér fannst nú þrjú lög svona Júróvision-leg. Ég var að mála og heyrði lögin með öðru eyranu, þannig að dómurinn er ekki alvar- legur. Mér finnst vanta einhvern neista í þetta núna og það er ekkert lag sem heillaði mig alveg upp úr skónum við það fyrsta. Ég vil hafa þessi lög svolítið Geirmundarleg, dálitla sveiflu og ég sakna þess alltaf að Lífsdans Geirmundar var ekki sendur út á sínum tíma. Ég er viss um að hann hefði lifað ágætu lífi þama. Mér finnst þessi keppni dægradvöl, sem ég verð að játa að ég hef gaman af. Hins vegar set ég spurningarmerki við atkvæða- greiðsluna og finnst hún oft dálítið dularfull þegar til kemur. Almenn- ingur verður að fá að velja meira," sagði Pálmi Matthíasson í samtali við Tímann. Pálmi spáði um röð fjögurra efstu laganna og fer hún hér á eftir. 1. Nei eða Já, Grétar Örvarsson, Sig- ríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Ármannsdóttir. Sr. Pálmi Matthíasson. 2. ÞÚ um þig frá þér til þín, Karl Örv- arsson og Helga Möller. 3. Ljósdimma nótt, Guðrún Gunn- arsdóttir. 4. Þú mátt mig engu leyna, Margrét Eir Hjartardóttir. -PS Orn Óskarsson hljómsveitarstjóri: „Það er ekki verið að búa til ,JMín skoðun á'ísöngvakeppninni er sú að hún er mjög af hinu góða og alls staðar leynast gullkornin, burt- séð frá því hvers konar tónlist við er- um að hlusta á eða fremja. Menn verða bara að átta sig á því að þarna er verið að búa til eitthvað sem er notað til daglegs brúks, það er ekki verið að búa til spariföt og ef menn taka því sem slíku er það mjög gott. En ég er ekki fær um að dæma öll þessi lög, því ég hef ekki heyrt þau öll. Ég heyrði og sá lagið Nei eða já, þar sem tvær stúlkur syngja. Þar fannst mér ABBA komið og endur- fætt og ég ætla að vona að þær vinni. Þær voru fínar og þetta var ágætt hjá þeim. Ég held að þetta sé ágætt allt saman. Þetta er á hinn bóginn ekki orðinn fastur punktur, þettá er lumma og mjög „comm- ercial", þannig að þetta á ekki eftir að vera langlíft, því trúi ég ekki. Það kemur eitthvað nýtt í staðinn og fólk fær leið á þessu," sagði Örn spariföt“ Örn Óskarsson. Óskarsson hljómsveitarstjóri í sam- tali við Tímann. -PS ÞAÐ VAR MIKIÐ UM DÝRÐIR í Perlunni síðastliðinn fimmtudag þegar Hekla hf. kynnti spán- nýtt módel af Volkswagen Golf. Nýi Golfinn er nokkuð stærri en sá gamli og jafnframt aflmeiri, en hann var fýrir skömmu kosinn bíll ársins 1992 í Evrópu. í leiðinni var haldið upp á 40 ára afmæli Volks- wagen á íslandi. Eins og sjá má var fjölmenni við athöfnina, en Hekla hf. bauð gestum upp á léttar veit- ingar í tilefni dagsins. Meðal þeirra sem héldu ræður var þýski sendiherrann á íslandi, en sendiherra- hjónin fengu við þetta tæifæri afhentan fyrsta nýja Golfinn frá Heklu. FLUGLEIDIR Aðalfundur Flugleióa hf. Aðalfundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 1992 í Höfða, Hótel Loftleiðum, og hefst kl. 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur, svo og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfa- deild á 2. hæð, frá og með 12. mars kl. 14:00. Dagana 13. til 18. mars verða gögn afgreidd frá kl. 09:00 til 17:00 og á fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi Stjórn Flugleiða hf.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.