Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 22. febrúar 1992
Hafsteinn Olafsson byggingameistari kynnir hér alíslenska hug-
mynd sína að húsum úr gleri, áli, plasti og plötum sem kosta
munu helmingi minna en hefðbundið húsnæði. Þau mun mega
reisa á fáeinum dögum og þarfnast varla nokkurs viðhalds
Hugmynd er komin fram að
nýrri gerð íbúðarhúsa, hug-
mynd sem ekki mun aðeins
lækka kostnað við smíðina
um a.m.k. helming, heldur
mun einnig mega reisa húsin
á fáeinum dögum. Þá munu
þau ekki krefjast nokkurs um-
talsverðs viðhalds er þau eitt
sinn hafa verið reist. Þetta
eru auðvitað ekki litlar fréttir í
landi þar sem fólk eyðir
gjarna meginhluta starfsæ-
vinnar í að koma yfir sig þaki.
Maðurinn sem er boðberi
þessa fagnaðarerindis, Haf-
steinn Ólafsson, hefur langa
reynslu af nýjungum í húsa-
gerð. Hann er bygginga-
meistari að mennt og hefur
alla ævi unnið við starfsgrein
sína. Hann átti hugmyndina
að fyrstu gluggaverksmiðju
hérlendis, Ramma hf. í Njarð-
vík, og stjórnaði henni um
árabil. Þá hafði hann forystu
um fyrstu húseiningaverk-
smiðjuna í landinu, Húsein-
ingar hf. á Siglufirði, annaðist
uppsetningu hennar og var
þar framleiðslustjóri nokkur
ár. Við ræddum við Hafstein á
dögunum um þessa nýju teg-
und húsa, sem hann nefnir
„hjálmhús" og hyggst reisa úr
gleri, áli, plasti og plötum.
„Ég fékk hugmyndina fyrir sex ár-
um,“ segir Hafsteinn sem til svars
viö fyrstu spurningu okkar. „Ég var
heima að horfa á sjónvarpsfréttir,
þegar fréttamaðurinn ræddi við
mann sem verið hafði á Græn-
landi. Hann hafði hrifist af ein-
ingahúsunum sem við framleidd-
um á Siglufirði og áleit aö svona
hús þyrftu Grænlendingar að reisa
sér. Ég gerði mér þó þegar Ijóst að
þau mundu aldrei henta þar. En ég
þekkti mann sem var að reisa sér
hús á Grænlandi, hringdi til hans
og bað hann að senda mér teikn-
ingar af þeim húsum sem menn
byggðu á Grænlandi. Það gerði
hann og aðra eins hryggðarmynd
hef ég ekki séð, veggirnir voru allt
að 40 sm þykkir. Það var þarna
sem ég fékk hugljómunina: Auð-
vitað þurftu þeir á húsum að halda
sem voru með ytri og innri útvegg.
Égsá í einu vetfangi fyrir mér að-
ferð sem hentaði til byggingar
stærri sem smærri húsa.
Tilraunahús á
Keldnaholti
Hugmyndin byggðist ekki síst á
meginbreytingu á efnisvali við
smíðina, sem svo aftur heföi áhrif á
vinnulaun við bygginguna í heild
— ég hugðist sýna fram á að timb-
ur væri nánast óþarfur hlutur í
byggingum yfirleitt og sömuleiðis
steypa, nema í forsteyptum sökkl-
um. Þar með teiknaði ég tilrauna-
hús, sem af sparnaðarástæðum var
þó aðeins 60 fermetrar að stærð.
Fékk ég leyfi til að reisa það norð-
austan við Rannsóknastofnun
byggingariðnaðarins á Keldnaholti,
að vísu ekki byggt úr þeim efnum
sem ég hefði kosið, því í staðinn
fyrir ál og plast varð ég að nota tré
við þessa frumraun. En mælingar
á eiginleikum aðferðarinnar feng-
ust þarna og sýndu að allt gekk
upp eins og ég hafði hugsað það.
Tvennir útveggir
Ég skal nú skýra nánar í hverju
aðferðin er fólgin: Ál-prófílar eru
notaðir í öll burðarvirki hússins
o.fl. Gler kemur sem helsta klæðn-
ing í útveggi, sem verða reistir í
tvennu lagi. í ytri útveggjunum
verður tvöfalt gler og er þar ytra
byröið hert gler, sem þolir feikna
mikið álag, en það innra t.d. venju-
legt flotgler.
Þá víkur sögunni að innri út-
veggnum. Hann er hið minnsta í
30- 40 sentimetra fjarlægð fyrir
innan ytri útvegginn og má vera
allt að 2- 3 metra frá honum. Hann
getur verið einfaldur eða tvöfaldur
eftir smekk og má vera úr hvaða
efni sem vera vill, tré, plasti,
spónaplötum eða gleri. Innan hans
tekur svo íbúðin sjálf við. Rétt er
að taka fram að innri veggurinn
leikur á rennibrautum í loftinu og
má því aka honum til að vild og
breyta þannig rúmtaki íbúðarinnar
eftir hentugleikum og veðráttu.
Blóma- og garðskáli
Til þess að tengja saman álið og
glerið í útveggjunum eru notaðir
plastprófflar til að slíta kuldabrú í
veggjunum. Svipaðir plastprófflar
verða og uppistaðan í öllum öðrum
byggingarhlutum — hurðum,
lausum og föstum gluggum og
lokuðum veggjum.
(Ég bið lesendur að taka sérstak-
lega eftir að bilið á milli útveggj-
anna er til margra hluta nytsam-
legt, t.d. getur það nýst sem
blóma- og garðskáli ef vill.) Þrefalt
plast verður látið yfir þak og þar yf-
ir bárujárn eða báruplast, glært
eða litað. Rétt er og að geta þess
hér að sá hluti glers í ytri útvegg
sem ekki gegnir hlutverki glugga,
er fóðraður með litsterkum dúk
eða öðru hentugu efni.
Plötur úr einhverju ákjósanlegu
efni eru látnar í loft og gólf ásamt
einangrun. Milliveggir skulu vera
úr eldtraustum plötum, sérstak-
lega fræstum og settum saman
með gúmmítengdum krækjum til
að koma í veg fyrir hljóðburð um
vegginn og húsið. Engin venjuleg
grind er sett upp fyrir milliveggina
en í gúmmíið skrúfast einn eða
tveir álstafir, sem aldrei snerta
kiæðninguna sjálfa. Allt er þetta
gert til að koma í veg fyrir hljóð-
burð um húsið, enda reyndist
hljóðeinangrun hússins afar góð.
Þota gat flogið yfir án þess að
heyrðist.
YTRA GLER
T
|| LITSTERKUR
j DUKUR
INNRA GLER
1 10 D
1
Umsögn
rannsóknastofnunar
Rannsóknastofnun byggingariðn-
aðarins gerði nákvæmar mælingar
á eiginleikum tilraunahússins og
læt ég umsögn sérfræðinga hennar
fylgja með hér, en þar fæst svarað
spurningum eins og um loftræst-
ingu:
„I upphafi árs hóf Hafsteinn Ól-
afsson að byggja tilraunahús norð-
austan við rannsóknastofuskála
Rannsóknastofu byggingariðnaðar-
ins. Húsið er að því leyti nýjung að
aðskilinn er veðurhjúpur og innri
hólfun hússins þannig að óupphit-
að rými myndast allt í kring um
húsið. Húsið er því eins og Haf-
steinn kallar það „tvöfalt hús“.
Starfsmenn Rb hafa fylgdust með
þessari byggingu stig af stigi á
byggingartíma hennar. Byggingar-
aðferðin er tæknilega séð rökrétt,
enda með henni sameinaðir kostir
loftræstrar útveggjaklæðningar og
þörf nútímamannsins fyrir gler-
skála við hús sitt sem virðist allal-
geng í dag.
Ljóst er að húsagerðin hefur
ýmsa kosti fram yfir venjuleg hefð-
bundin timburhús. í fyrsta lagi
sparast að mestu smíði glugga og
PLAST
SOKKLAR