Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.02.1992, Blaðsíða 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI • BÍLAPARTASALA Flugumýii 18D ■ Mosfellsbæ Sfmar 668138 & 667387 AUÐV BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁOKKU SÍMI 6 ITAÐ sbraut 12 R-BlLL HJÁÞÉR 79225 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING Tínimn LAUGARDAGUR 22. FEBR. 1992 Samstaða um óháð ísland telur EES- samninginn hafa versnað eftir nýjustu breytingar á honum: [B-domstóllinn mun hafa síðasta orðið Stjóm Samstöðu um óháð ísland telur að í nýjustu útgáfu samningsins um evrópskt efnahagssvæði (EES) hafi verið gengið langt til móts við kröfur dómstóls Evrópubandalagsins. Stjómin telur að EB muni hafa undirtökin á flestum sviðum EES. Bent er á að í flestum ríkjum EFTA, nema íslandi, sé það viðurkennd skoðun að samningsstaðan nú sé mun lakarí fyrír EPTA en síðastliðið haust. Kristín Einarsdóttir, formaður stjórnar Samstöðu, sagði engan vafa leika á að þessi nýjasta útgáfa EES- samningsins sé verri en fyrrí niðurstöður. „Þessi niðurstaða er áframhald af því undanhaldi sem verið hefur af hálfu EFTA allan samningstímann. Það er greinilegt hver hefur undirtökin í þessum samskiptum," sagði Kristín. Hún sagði að það þyrfti alls ekki að koma á óvart þótt EFTA-ríkin standi ekki hart gegn kröfum EB. Flest þeirra séu á leiðinni inn í EB og séu því reiðubúin til að fallast á kröfur EB. í sérstakri bókun með samningn- um hafa EFTA-ríkin fallist á að setja í lög sín ákvæði, sem fela í sér að reglur EES-samningsins séu æðri landslögum viðkomandi rík- is, ef til árekstra kemur. Sé leitað eftir úrskurði EB-dómstólsins vegna deilumála verður niðurstaða hans bindandi og endanleg. Ef samningar takast ekki innan EES- nefndarinnar og ekki er fallist á að leita eftir úrskurði EB-dómstólsins getur samningsaðili gripið til gagnaðgerða og fellt hluta af samningnum úr gildi. Kristín sagði að íslensk stjórnvöld, sem kynnt hafa þessa nýjustu útgáfu EES-samningsins, hefðu látið hjá líða að kynna þessar staðreyndir. í stað EES-dómstóls sé þannig kom- ið flókið kerfi til úrlausnar ágrein- ingsmála, þar sem EB hafi undir- tökin á flestum sviðum. Kristín sagðist telja litlar líkur á að EB-dómstólinn geri nokkrar at- hugasemdir við efni samningsins vegna þess að búið sé að fallast á flestar athugasemdir hans. Hún sagðist búast við að Alþingi fái samninginn til meðferðar fljót- lega. Kristín sagði að ýmislegt í samn- ingi íslands og EB um sjávarút- vegsmál þurfi að skoða vel. Hún sagði t.d. fráleitt að ísland geti fall- ist á að EB geti fengið ný veiði- svæði í íslenskri landhelgi ef bandalagiö telji veiðarnar óhag- kvæmar á þeim veiðisvæðum sem tiltekin eru í samningnum. Atriði þessa efnis er að finna í texta sem hefur að geyma efnislega lýsingu á væntanlegum fiskveiðisamningi. Eiginlegur samningur hefur ekki verið gerður enn. -EÓ Svarfdælingar íhuga byggingu sláturhúss fyrir heimaslátrun Borgarráð hefur samþykkt kaup á geymsluhúsnæði við Vstastfg og segja það af skipulagsástæðum. Sig- rún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokkslns: Sé engin skipulags L.'LS Meiríhluti borgarráðs hefúr sam- þykkt að Reykjavíkurborg kaupi hús sem staðsett er á lóð nr. 5 við Vitastíg, en um er að ræða gamalt hús sem er t eigu Guðmundar Ág- ústssonar, fyrrverandi alþingis- manns. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulitrúi Framsóknarflokks- ins„ segir að það sé furðulegt að þremur dögum eftir að gengið sé frá fjárhagsáætiun Reykjavíkur- borgar þar sem spamaður hafi ver- ið lykilorðið, þá sé það ákveðið að henda tæpum 16 milljónum í að kaupa þetta hús. Rök borgarráðs eru þau að það geti fallist á þessi kaup af sldpu- iagsástæðum. Húsið stendur við austurenda Vitastígs, inni í porti, sem notað er sem vöramóttaka fyrir fyrirtæki sem hafa starfsemi sína við Skúlagötu. Það hefur ver- ið notað sem vörugeymsla og á ár- um áður var þar til húsa kjö- tvinnsla Kjötmiðstöðvarinnar. Sig- rún bókað! á borgarráðsfundi að hún gæti ekki fengið séð að af skipulagsástæðum værí nauðsyn að borgarsjóður leysti tð sín hús- ið. „Sjáifstæðismenn nota það sem rök að húsið sé fyrir skipu- lagi, en ég get ekki með nokkru móti séð að svo sé, því að Vitastíg- urinn endar inni í vöruafgreiðsiu- porti og húsið er því ekkert fyrir og það hafa aldrei komið upp vanda- mál vegna staðsetningar hússins. Það er furðulegt að þremur dögum eftir að við erum að klára fjárhags- áætlun þar sem tekist er á um hveija króna og ákveðin var niður- skurður til skóla og dagvistunar- máJa, þá er ekkert mál að fleygja í þetta hús 15,5 milijónum,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir í samtali við Tímann. Hún ítrekaði að hún gæti ekki séð nauðsynma á þessu og að hún hefði ýmsar efasemdir um hvað væri að gerast með þessum húsakaupum. Sigrún sagði það ætlun borgarinnar að nota húsið um sinn og í bókun borgarráðs kemur fram að það sé nauðsyn að það sé notað sem geymsluhúsnæði fyrir hinar ýmsu stofnanir Reykja- vtkurborgar. Sigrún bendir á að til séu skýrslur og töhir sem sanna það að í borginni sé til nóg af ónýttu geymsluhúsnæði, sem værí margfalt hentugra en þetta hús. Þess utan væri þess ekki getíð £ fjárhagsáætlun að skortur væri á geymsluhúsnæði og ef svo væri hægt að leigja siíkt húsnæði á „spottprís". -PS Svarfdælingar eru þessa dagana að kanna möguleika á að koma sér upp sláturaðstöðu á heimaslóðum. Hugmyndin er að geta í það minnsta sinnt heimaslátrun þar, en einnig er inni í myndinni að koma á fót löggiltu sláturhúsi, í stað þess að flytja hvem einasta gríp til Akur- eyrar. Þríggja manna nefnd vinnur að undirbúningi málsins þessa dag- ana, og er m.a. verið að svipast um eftir hentugu húsnæði og kanna hvort einhver væri fáanlegur til að setja upp kjötvinnslu á svæðinu. Að sögn Jóns Þórarinssonar á Hær- ingsstöðum, eins nefndarmanna, er forsaga málsins sú að á meðan Slát- urhúsið á Dalvík var starfrækt þekktist heimaslátrun varla, en eftir að flytja þurfti öll afsláttardýr til Ak- ureyrar fóru menn að slátra heima til heimilisbrúks. Um síðustu ára- mót var Ræktunarsamband Svarf- dæla lagt niður og lögum sam- kvæmt eiga eignir félagsins, um 3 milljónir króna, að renna til búnað- arfélaganna á Dalvík og í Svarfaðar- dal. Á lokafundi Ræktunarsam- bandsins kom upp sú hugmynd að peningunum skyldi varið til upp- byggingar sláturaðstöðu hér í okkar heimabyggð. Þriggja manna nefnd var skipuð og er henni ætlað að kanna alla möguleika og leggja fýrir aðalfundi búnaðarfélaganna, sem taka endanlega ákvörðun um hvort í þetta veröur ráðist. Aðalfundir félag- anna vepða um mánaðamótin mars/apríl nk. Jón sagði að eftir væri að leyta sam- þykkis í landbúnaðarráðuneytinu, en sagðist jafnframt trúaður á að grænt ljós kæmi þaðan. Jón sagði að meginmarkmiðið hefði verið að koma upp sómasamlegri sláturað- stöðu vegna heimaslátrunar, í stað þess að menn væru að þvælast við þetta út um öll tún. En um leið og auglýst var eftir hugmyndum, fóru almennir neytendur að hafa sam- band og lýstu áhuga á að í Svarfaðar- dal kæmi löglegt siáturhús, og töldu það ekki síöur þjóna hagsmunum neytenda en bænda. hiá-akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.