Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1992, Blaðsíða 12
AUGLVSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbœ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 ððruvísi bílasala BlLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BlLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING Timinn MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992 Útflutningur iðnaðarvara nú ekkert meiri en fyrir EFTA og járnblendi, þ.e. eftir tvo áratugi: Getur landiim ekki lært á neitt annað en slor? „Þær vonir, sem menn bundu við stóraukinn iðnaðarvöruútflutning í upphafl áttunda áratugarins, hafa því algerlega brugðist,“ segir í fréttabréfi Verðbréfaviðskipta Samvinnubankans. En þar er vakin athygli á þeirri staðreynd að fara verður um tvo áratugi aftur í tím- ann til þess að finna dæmi um hærra hlutfall sjávarafurða í útflutn- ingi heídur en á síðasta ári. En þrátt fyrir allan aflasamdrátt, voru sjávarafurðir þá 80% allra útflutningsvara landsmanna. Um 11% vöruútflutnings síðasta árs komu frá stóriðju. Allur annar útflutningur var því aðeins um 9% — hvar af almennar iðnaðar- vörur voru aðeins 6-7% heildar- innar. Og þar við bætist, að samfara samdrætti í útflutningsiðnaði hefur markaðshlutdeild innlendra iðnaðarvara á heimamarkaði einnig verið að minnka í mörgum greinum. Má þannig segja að halli hafi stöðugt farið vaxandi á „iðn- aðarvöruskiptum" við útlönd. Vart fer hjá því að sá, sem í ára- tugi hefur hlustað á og lesið ótelj- andi fréttir um nýjungar, upp- byggingu og miklar fjárfestingar í iðnaði, hrökkvi nánast í kút við að sjá það svart á hvítu, að í rauninni hefur samt ekkert breyst í tvo ára- tugi — þ.e. síðan um það leyti sem við vorum að ganga í EFTA (í „gamla daga“ þegar tímakaupið var innan við 100 kr. gamlar, eða minna en ein nýkróna). Þrátt fyrir samdrátt í sjávarafla eru afurðir „sloriðnaðarins" nánast þær einu sem þjóðinni hefur tekist að fram- leiða og selja til annarra landa nú undir lok tuttugustu aldarinnar. Á árunum 1971-75 voru sjávaraf- urðir að meðaltali um 75% af út- flutningsvörum landsmanna. Iðn- aðarvörur, að áli meðtöldu, voru þá þegar 20% alls vöruútflutn- ings. Síðasta árið, sem ísal var eina stóriðjan (árið áður en Járn- blendiverksmiðjan tók til starfa), 1979, var þetta hlutfall líka nán- ast hið sama. Þar af var álið 13,4%, en aðrar iðnaðarvörur 6,3% heildarvöruútflutnings (þ.e. nánast sama hlutfall og í fyrra). Hæst komst hlutfall iðnaðarins í vöruútflutningi í 29,3% árið 1983. En þar af komu nær 21% frá stóriðjunni, en aðeins 8,4% frá öðrum iðnaði. Síðan hefur hlutur almenna iðnaðarins aftur dalað — niður í sömu 6-7% og hann skil- aði til vöruútflutningsins fyrir tveim áratugum, eins og áður sagði. Af þessum litla hluta iðnaðarins skapar sjávarútvegurinn þó líka stærstu liðina. Því að í útflutn- ingstölum Hagstofunnar er nið- ursuða og niðurlagning ásamt framleiðslu fiskfóðurs talin með iðnaðarframleiðslu en ekki sjáv- arafurðum. Ef svo væri, hefði hlutur sjávarútvegsins í vöruút- flutningi orðið í kringum 82% og Ýmis athyglisverð tíðindi má lesa út úr þessu línuriti, þótt sviplaust sé við fyrstu sýn. Fyrir þjóð, sem annars vegar verður að minnka veiðikvóta og hins vegar stefnir að verulegum innflutningi nýrra vöru- flokka (m.a. að nýta sér ódýr GATT-matvæli), hlýtur það að vera alvarlegt mál að útflutningur iðnaðar- vara, að stóriðju meðtalinni, var minni á síðasta ári en nokkru sinni s.l. tvo áratugi. f annan stað sýn- ir línuritið að verðmæti stóriðjuframleiðslunnar rokkar ennþá meira heldur en verðmæti sjávarútvegs- ins. Forsætisráðherra: Skipar nefnd sérfræóinga hlutur almenns iðnaðar innan við 5% á síðasta ári. Hin hliðin á þessari þróun er hinn nánast árvissi halli á vöru- skiptajöfnuði, þar sem þjóðin er síður en svo þess sinnis að láta takmarkaðar útflutningsafurðir draga nokkuð úr innflutningnum. Það er því að vonum að greinar- höfundur telur það eitt brýnasta verkefnið í íslenskum efnahags- málum að auka útflutning lands- manna. - HEI FJÓRAR KONUR Á ÞINGI FYRIR FRAMSÓKNARFLOKK Tvær konur sitja nú á Alþingi sem varaþingmenn fyrir Framsóknar- flokkinn. Þær eru Þuríður Bernód- usdóttir úr Vestmannaeyjum, sem kemur inn í stað Guðna Ágústs- sonar, og Elín Líndal, sem kemur inn í stað Páls Péturssonar. Alls sitja því um þessar mundir fjórar konur á þingi fýrir Framsóknar- flokkinn og eru þær hér saman komnar á myndinni. Lengst til vinstri er Þuríður Bernódusdóttir, þá Ingibjörg Pálmadóttir, Valgerð- ur Sverrisdóttir og loks Elín Lín- dal. Tímamynd: Árai Bjama Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sérfræðinga til þess að vinna að undirbúningi almennrar stjórn- sýslulöggjafar. Skipun nefndarinnar er í samræmi við stefnu og starfs- áætlun ríkisstjórnarinnar þar sem segir að unnið verði að undirbún- ingi löggjafar á sviði stjórnsýslunn- ar. Markmið þeirrar löggjafar sé að tryggja réttaröryggi einstaklinga gagnvart ákvörðunum stjórnvalda og gera athafnir framkvæmdavalds- ins skýrari og traustari. Þá verða jafnframt í þeim lögum ákvæði um uppiýsingaskyldu stjómvalda. Kannað verði hvort æskiíegt sé að setja á laggirnar sérstakan stjórn- sýsiudómstól, og sé þetta gert til að tryggja nauðsynlegt eftirlit með framkvæmdum og ákvörðunum stjórnvalda, en nokkuð hafi þótt skorta á að farið væri eftir ábending- um umboðsmanns Alþingis. í nýskipaðri nefnd sitja þeir Eiríkur Tómasson hrl., formaður, Gunnar Jóhann Birgisson hdl. og Páll Hreinsson lögfræðingur. -PS Ráðstefna á Akureyri: Sjávarútvegs- stefna framtíðar Þann 14. mars verður haldin ráð- stefna á 4. hæð Alþýðuhússins á veg- um Stafnbúa, félags sjávarútvegs- fræðinema við Háskólann á Akur- eyri. Setningarávarp flytur Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og meðal annarra flytja erindi á ráð- stefnunni þeir Guðjón A. Kristjáns- son formaöur Farmanna- og fiski- mannasambands íslands. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ, Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda, og fulltrúar stjórn- málaflokkanna: Jón Sigurðsson, Össur Skarohéðinsson, Halldór Ás- grímsson, Árni Johnsen, Steingrím- ur J. Sigfússon og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir. Ráðstefnustjóri verður Sigurður J. Sigurðsson, for- seti bæjarstjórnar Akureyrar. Ráð- stefnan hefst kl. 10.30 og stendur allan daginn. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.