Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 18. janúar 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tlminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar. Birgir Guðmundsson Stefán Asgrfmsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason Skrifstofur: Lynghálsi 9,110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýsingasíml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, fþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tfmans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,-, verð f lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sjúkrahúsin í Reykjavík — samstöðu er þörf Nú er ljóst að ekki verður af sameiningu Landakots- spítala og Borgarspítala. Afstaða St. Jósefssystra til áforma um sameiningu varð m.a. til þess að heilbrigð- isráðherra tók af skarið um að hætt yrði við þessa að- gerð. Tíminn hefur áður gagnrýnt þau áform sem þarna voru uppi. Ljóst er að ætlunin var að byggja upp sam- keppnissjúkrahús með ómældum kostnaði, að öðrum þræði til þess að þjóna hugsjónum Sjálfstæðisflokks- ins um samkeppni í heilbrigðisþjónustu og einkavæð- ingu. Nokkrir starfsmenn og forráðamenn spítalans lögðu ofurkapp á þessa leið, og er hreint ótrúlegt að lesa viðtal í DV miðvikudaginn 11. mars við yfirlækni Landakotsspítala þar sem hann veitist að St. Jósefs- systrum fyrir að hafna samningnum um sameiningu. Margt bendir til þess að heilbrigðisráðherra og hans ráðgjöfum hafi verið orðnar ljósar þær ógöngur sem þessi mál voru í, og ber að fagna því að ráðherrann tók af skarið um málið. Nú skiptir mestu máli að gefa sér tíma til þess að ná skynsamlegum leiðum til sparnaðar og hagræðingar í sjúkrahúsunum í Reykjavík. Þeir starfsmenn Landa- kots, sem hafa rekið þetta mál af mestu offorsi, verða að sætta sig við ákvörðun heilbrigðisráðherra að hætta við þessi áform, og taka þátt í umræðu um aðrar leið- ir. Það er alveg ljóst að forsvarsmenn allra spítalanna í borginni verða að taka þátt í viðræðum um hagræð- ingu í þessum rekstri sem geta leitt til sparnaðar. Hér er um þvflíkar upphæðir að tefla að slíkt er óhjá- kvæmilegt. Það er alveg ljóst að fyrir þeim, sem börðust harð- ast fyrir sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítal- ans, vakti að hér risi mjög öflugt sjúkrahús við hliðina á ríkisspítölunum, sem keppti við þá um tæki og mannafla. Sú samkeppni, ef hún hefði orðið staðreynd, hefði auðvitað kostað ómælda fjármuni, sem sóttir hefðu verið í vasa skattgreiðenda í landinu. Þar að auki er hætta á því að staða Landspítala sem háskólasjúkra- húss hefði verið rýrð með þessari aðferð. Meirihluti Alþingis afgreiddi fjárlög, sem tóku mið af því að sameining Landakotsspítala og Borgarspítala yrði að veruleika. Nú er ljóst að svo verður ekki. Því er nauðsynlegt að fjárlaganefnd Alþingis meti stöðuna á ný með tilliti til breyttra viðhorfa. Víðtækt samstarf er nauðsynlegt til þess að skapa það andrúmsloft sem þarf til skynsamlegra breytinga í sjúkrahúsarekstrinum í Reykjavík. Það er búið að ganga mikið á síðan í desember varðandi þessi mál. Á Landakoti hafa verið fjöldauppsagnir, og ekki verður undan því vikist að eyða óvissu þess fólks sem þar á hlut að máli, og skapa eðlilegt andrúmsloft þar innan veggja. Þetta mál er að sjálfsögðu mál allrar þjóðarinnar. Hér er um gífurlega fjármuni að ræða, sem nauðsyn- legt er að nýtist sem allra best. Því ber að vænta þess að heilbrigðisráðherra leiti nú leiða til þess að ná sem víðtækastri samstöðu um málið. _SMMTUDAGIJR zsa*ui 5.MARSiqi» S*% SVARENDA V°»" T,L f FUYTJAST HÉÐAN WMsmm m m.BUlNN AO r I 57 af hverjum hundrað fullorðnum íslendingum telja ágætan kost að flytja til útlanda, ef efnahagsástand- ið versnar enn frá því sem nú er. 43 af hundraði telja sér sæmilega borg- ið í landinu og vilja helst búa hér áfram. Þetta er niðurstaða skoðana- könnunnar sem Skáís gerði fyrir Pressuna. Margt er athyglisvert við niðurstöðu könnunarinnar og upp úr stendur hve afgerandi meirihluti er fús að yfirgefa ættjörðina og taka sér bólfestu í öðrum löndum og hitt að aðeins 4 af 600 manna úrtaki velktust í vafa um skoðun sína á málinu. Synd væri að segja að niðurstaða sem þessi veki bjartsýni um framtíð iands og þjóðar. Umræða um efnahagsástand hefur ein- kennst af bölsýni og hrak- spám, en að harðræðið sé slíkt að fólkið í landinu geti ekki lengur séð sér farborða og að sérstakt hörmungarástand sé á næsta leiti kemur á óvart. Gamaldags hugmyndir Þjóðerniskennd og tryggð við ættjörðina er gamaldags hugsunar- háttur, sem í skásta tilfelli er hlægi- legur, en er oftar lýst sem öfgum og ofstæki og eru íslendingar nútím- ans jafnáfjáðir í að deila fósturjörð- inni með gögnum hennar og gæð- um með öðrum og að setjast sjálfir upp meðal framandi þjóða. Það hef- ur nefnilega tekist að rugla alþjóða- hyggju heimsvaldasinnaðra stór- velda inn í kolla smáþjóðar, sem er fyrir löngu hætt að vita sitt rjúkandi ráð. Keppst er við að telja íslending- um trú um hvað þeir hafi það skítt og að þeirra bíði ekki annað en vol- æði og fátækt á jaðarsvæði hins byggilega heims. Þjóðarframleiðsla er hér meiri en í öðrum löndum og nýtanlegar auð- lindir margfaldar á við það sem fólk verður að búa við annars staðar. Landrými er ótakmarkað, miðað við fólksfjölda. Tekist hefur að beisla meiri orku en hægt er að nýta. Matvælafram- leiðslan er miklu meiri en mögulegt er að torga og þrátt fyrir að fiskimið- in séu stærri og auðugri en nokkru sinni fyrr, eru skipaflotinn og veiði- tækin svo mikil að mögulegt er að auka sóknina meira en góðu hófi gegnir. Húsnæði er meira en þekkist á öðru byggðu bóli, orkudreifingar- kerfi fullkomnara, bíla- og tækja- eign meiri, heilbrigðiskerfin taka öðru fram og á níunda þúsund manns eru á námslaunum og lán- um. Fjárfestíng í menntun skilar starfsfólki, sem fært er um að taka að sér nær hvaða störf sem unnin eru á heimskringlunni um þessar mundir, og í stað þess að eyða fé til landvama græðum við stórfé áratug eftir áratug á þeim sem eru skuld- bundnir til að verja okkur ef ein- hverjum af mörgum bófaflokkum heimsins þóknast að hirða eitt fá- mennasta og auðugasta land sem el- ur þjóð meðal þjóða. Fólkinu, sem býr við þessi skil- yrði, er talin trú um að framtíðin sé dökk, og er drjúgur meirihluti til- búinn að hleypa heimdraganum fyr- ir fullt og allt og setjast að í auðsælli heimshornum, að því að haldið er vera. Engin eftirsjá? Ef svartagallsrausið á við rök að styðjast, er ekkert eðlilegra en að fólk vilji flytja úr landi, og ætti það að vera ráðamönnum og kerfisþurs- um fyrr og síðar umhugsunarefhi. Ef bruðlið með auðlindir og veð- setningar á eigum og framtíðartekj- um þeirra, sem talin er trú um að eigi landið, er gengið svo úr hófi að ekki sé búandi lengur á íslandi, er ekkert annað að gera en að flytja á brott og láta þá, sem hirða veðin, nýta auðlindimar og tækifærin. Fyrir aldamótín síðustu og aðeins fram á þessa öld fluttu um tíu af hundraði íslendinga til Vestur- heims. Það var fátækt en fram- kvæmdasamt dugnaðarfólk sem leitaði betri lífskjara í nýja heimin- um. Eignafólk, landeigendur og embættismenn löttu fólk farar, en skildu aldrei hvers vegna það fór. Sjálfir sátu þeir á öllu jarðnæði og áttu bjargræðisvegina og litu á al- múgann sem ódýrt vinnuafl. Vestra var innflytjendum heitið jarðnæði. Nú er boðið upp á atvinnuleysi og húsbréfaáþján og svo kannski stop- ula vinnu hjá kvótaeigendum. Starf hjá því opinbera er vonar- peningur sem er fyrir bí. Aðeins op- inberir starfsmenn eru ráðnir í stöður sem losna. Velferðin er að verða fortíðar- draumur og fæstir trúa enn á kjaft- háttinn um að menntun og hæfni sé auðlind fremur en skuldsetningar fallvatna. Víðar sverfur að Eða hvað á maður að halda um þá skoðun 148 þúsund íslendinga að þeim vegni betur erlendis en heima og að aðeins 112 þúsund manns telji að það taki því að búa áfram í landinu. En svona skiptist fjöldinn, :. ef hlutfall skoðanakönnunar- innar er látið halda sér. Hitt er svo annað mál, að færri virðast gera sér grein fyr- ir að efnahagsþrengingar eru víðar en á íslandi og það er ekki á vísan að róa með atvinnu í útlöndum fremur en á Fróni. Rúm 70% af þeim, sem gjarnan vilja flytja, taka fram að besti val- kosturinn séu önnur Norðurlönd og ríki innan Evrópubandalagsins. Tæplega 18% telja Ameríku fyrir- heitna landið. í sama Pressublaði og niðurstöð- ur skoðanakönnunarinnar eru birt- ar skrifar Birgir Árnason frá Genf sinn venjulega áróður um að ísland samsamist EB. í grein sinni leggur hann til að sótt verði um upptöku nú þegar, að boði Þýskalandskansl- ara, sem tilkynntí öllum Norður- löndunum að vel verði tekið á móti þeim eigi síðar en 1995, ef þau sækja um aðild. Og það gera þau. Ef ekki, „... er hætta á að ísland einangrist norður í Ballarhafi um langa framtíð", segir hagfræðingur- inn í Genf. Þetta er allt að komast á hreint íslendingar eru meira en fúsir að láta ættjörðina af hendi og gerast erlendir borgarar og öflug fjölþjóða- veldi eru reiðubúin að innbyrða land og þjóð. Nútímaíslendingar eru gegnsýrð- ir af alþjóðahyggju, sem kemur fram í ótal myndum í öllu þjóðlíf- inu, og eru tilbúnir að láta Kaldbak í þeirri trú að þeir hreppi akra. Skrýtnast af öllu er, að enginn vill selja íandið sitt heldur gefa það. Þrátt fyrir allt sýnist ekki efhis- hyggjunni vera fyrir að fara. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.