Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 18. mars 1992 Tíminn 5 Þorsteinn Daníelsson: Hvert stefnum við? Á maður að trúa því að meirihluti alþingismanna ætli að láta Jón Baldvin hafa frjálsar hendur við að innlima ísland í stórveldasamtök þar sem þeir yrðu ekki spurðir um nokkurn skapaðan hlut? Getur það verið rétt lýsing á ráðamönnum stóru landanna að þeir stilli íslend- ingum upp við vegg og segi þeim að nú eigi þeir valið, annaðhvort taka við lagabunka EB-anna og gera þau að sínum eða sigla sinn sjó þar sem að þeim yrði þrengt á öllum sviðum með tollum og innglutningshöml- um, eins og menn þekkja frá hvala- árunum? Þar er skemmst að minn- ast þeirra bolabragða sem Þjóðverj- ar beittu, bæði við umsaminn inn- flutning þeirra á íslenskum niðursuðuvörum og að yfirgangs- mönnum leyfðist að brjóta upp gáma með íslenskum vörum á op- inberum umskipunarhöfnum og þar sem sett var stopp á flutninginn sem fara átti til Japans. Stjórnin telur sig þurfa að spara í ríkisrekstrinum. Ríkisútgjöld séu orðin meiri en landsmenn ráði við. Flestir trúa því. Um hitt er svo deilt hvar og hvernig eigi að spara. Mörgum sýnist stjórn Davíðs ekki byrja á réttum enda. Kennarar neð- an frá og upp í háskólarektora telja óðs manns æði að draga eitthvað úr framlagi til skólamála, læknar og fleiri deila á samdrátt við gamla og Vetf vangur veika. Væri ekki Davíðsstjórnar- sparseminni betur tekið ef hún byrjaði á aðalstjórn landsins. Hætti öllu óþarfa heimshornaflakki á landsins kostnað. Fækkaði ráðherr- um um 4 eða fleiri, legði niður að minnsta kosti 75% launaðra nefnda og færi sjálf að vinna að fleiru en skipa í nefndir. Hvað er iðja Jóns Baldvins við að reyna að koma fs- landi undir EB stjórn búin að kosta íslenska „skattgreiðendur"? Hver trúir því að heilbrigð skynsemi ráði því að eytt er sextíu milljónum eða meiru í að þýða á íslensku laga- flækju EB? Hverjir heldur Jón Bald- vin að fari að lesa þá þvælu alla saman, sem ekki gætu lesið lögin á einhverju þyí erlenda máli sem þau eru til á? Ég og mínir líkar, sem kunnum ekki einu sinni færeysku, förum áreiðanlega ekki að liggja yf- ir slíkum fræðum. Skólamenn tala um að verið sé að níðast á börnum í nútíð og fram- tíð ef skólaskylda er ekki lengd fram og aftur. Jafnvel gáfað fólk og há- lært ætti að vita þann augljósa sannleika að skólaskyldan er í aug- um margra barna ekkert annað en leiðindatruflun á leik þeirra og lífi, enda segja skólayfirvöld að árangur margra sé heldur rýr eftir skyldu- námið. Gáfuðu börnin, sem helst vilja sitja við nám alla sína ævi, eru ekki nema lítið brot af öllum fjöld- anum og ætti að vera hægt að sinna þeim betur ef ekki færi allt of mikið fé og fyrirhöfn í að reyna að kenna öllum þau fræði sem aðeins fáir þurfa á að halda. Ég tek fram, til að Stjórnin telur sigþurfa að spara iríkisrekstr- iriunu Rikisútgjöld séu orðin meiri eri lands- menn ráði við. Flestir trúaþvL Umhitíersvo deilt hvar og hvernig eigi að spara. forðast allan misskilning, að lestur, skrift og léttan reikning þurfa allir að læra, en til þess ætti ekki að þurfa mörg ár sé það gert á aldrin- um 9-14 ára. Margt fleira mætti spara. Hvað eigum við að gera við 63 alþingis- menn? Á síðasta ári voru efri og neðri deildir þingsins Iagðar niður og er þingið nú allt í einum sal, hefði ekki um leið verið rétt að fækka þingmönnum um helming eða meira, fyrst tæknin er orðin svo mikil að einn þingmaður getur greitt atkvæði fyrir marga og bá ætti gamla þinghúsið að duga. Þangbrandar og Loðinleppar hins erlenda valds virðast aftur- gengnir og eru mikið á ferðinni, þeir snúa sér til metorðagjamra stjórnmálamanna, bjóða þeim völd, veislur og virðingul Af mörgum Jónum íslenskum eru tveir oftast nefndir, sé talað um báða í einu eru þeir nefndir Alþýðu-Jónar, en sé tal- að um þá hvorn fyrir sig kalla menn þá EFTA-Jón og Ál-Jón. Þeir eru stöðu sinnar vegna mestu samn- ingamenn íslands um þessar mundir og eru alltaf að gera það gott fyrir íslands hönd, að eigin sögn og sinna þjóna. Ekki fer milli mála að EB er það sem að er stefnt, þó ekki þyki enn þorandi að viður- kenna það. íslenskir leppar hins er- lenda valds vinna daglangt og ár- langt um eilífðartíð, í EB skal ís- lenska ríkið um síðir. Höfundur er bóndi i Guttormshaga i Holtum Mary Robinson, forseti Irlands, reynir að auka áhrif embættisins Þegar Mary Robinson hafði náð kosningu sem sjöundi forseti ír- lands í nóvember 1990, var því víða spáð að hún yrði „fangi í garðinum", og var þá vísað til vel snyrtu ekranna í Phoenix garði sem umlykur opinbert aðsetur hennar í Aras an Uachtarain. Fimmtán mánuðum síðar, þeg- ar forsetinn hefur komið sér vel fyrir í glæsilegum fyrrum híbýlum varakonungsins, viðurkennir Mary Robinson að embættið hafi sínar takmarkanir. „Bakhliðin er að maður er alltaf í opinberu sviðs- ljósi. Því fylgir álag. Að hluta til er það að verða að klæðast upp á fyrir Mary Robinson forseti vill hafa áhrif á ýmis málefni sem henni eru hugstæö, en skv. stjórnar- skrá írlands takmarkast emb- ættisstörf forsetans viö aö und- irrita lóg og ko'ma fram opinber- lega í nafni embættisins. tilefnin og vita að fólk tekur eftir því í hverju maður er," játar hún, heimskonuleg í sérhönnuðum tískufatnaði sem hún ber vel, í stað ullardragtanna, gallabuxnanna og peysanna sem í eina tíð voru ein- kennismerki hennar. Fleirí takmarkanir forsetaembættisins Hún var vön að tala hispurslaust áður en hún var valin í embættið, en nú er hún gætnari og spurning- ar verða að vera lagðar fyrir hana skriflega fyrirfram. Málefni sem hún sagði einarðlega skoðanir sín- ar á áður, s.s. fóstureyðingar eða pólitískt ástand á Norður-Irlandi, eru nú ekki til umræðu. En hún Að utan hlakkar til þess þegar hún getur aftur tjáð sig að vild. „Ekkert getur komið í veg fyrir að forsetar annaðhvort skrifi sjálfir endurminningar sínar eða láti gera opinbera ævisögu. Ég finn engar sérstakar hömlur aðrar en þær að nauðsynlegt er að viðhafa þagmælsku um embættisupplýs- ingar frá „taoiseach" (forsætisráð- herranum) sem ætlaðar eru til að forsetinn fylgist með því sem er að gerast á hverjum tíma." Stjórnarskráin takmarkar embættis- skyldur forsetans Ekki má gefa bókina út fyrr en Mary Robinson hefur látið af emb- ætti 1997. Margirstjórnmálamenn myndu líta á bókina eins og tíma- sprengju, ekki síst Charles Haug- hey, sem var forsætisráðherra Ir- lands til skamms tíma, en álitið er að hann sé andsnúinn forsetanum fyrir að hafa komið í hans stað sem tákn frlands erlendis. Mary Robinson hefur komist að því að reynsla hennar sem lög- fræðingur með stjórnlagarétt að sérgrein kemur henni að góðum notum til að þrýsta á þau takmörk sem stjórnarskrá írlands frá 1937 setur forsetaembættinu, að emb- ættisskyldurnar afmarkist af því að undirrita lög og vera viðstaddur vissa viðburði. „Viðhorf mitt gagn- vart embættinu hefur verið að halda mig við ásetning stjórnar- skrárinnar, en jafnframt nýta mér til hins ýtrasta þá möguleika sem gefast innan þessara takmarkana," segir hún. Þegar hún getur ekki gripið beint inn í atburði, reynir hún að vera „hvetjandi" með því að beina athyglinni að ákveðnum verkefn- um með því að koma sjálf á stað- inn og „rétta fram hönd vináttu og kærleika". Eitt dæmi uhn framrétta vinarhönd er opinber heimsókn hennar til Belfast nýlega, sú fyrsta sem nokkur forseti írlands tekur sér á hendur þangað, og hún gerir sér vonir um að fara þangað aftur fyrir sumarið. írar búsettir erlendis og konur njóta sérstakrar athygli forsetans Mary Robinson hefur tekið sér- stöku ástfóstri við málefni tveggja hópa íra. Annars vegar eru það Ir- ar búsettir erlendis, sem hún kall- ar „írsku diasporuna", og hins veg- ar eru það konur. „Staða mín sem kona, sem bar sigur úr býtum í kosningu gegn tveim körlum, hef- ur ýtt verulega á margar konur sem eru að velta ryrir sér stöðu sinni í veröldinni," segir hún. Þegar Mary Robinson er á ferð á erlendri grund gerir hún sér sér- stakt far um að draga þá sem eru af írskum uppruna inn í það sem hún er að gera. Markmið hennar er að „koma til móts við þrá þeirra eftir tengslum við heimalandið, við sjálfar írsku ræturnar." Hún er jafnákveðin í því að efla að nýju stolt yfir hálfgleymdum menningarrótum landsins. Nú er hún að læra gelisku á ný, sem hún talaði lýtalaust sem barn. „Ég er rétt í þann veginn að komast á það stig að geta komið til skila hversu stolt og auðug ég er að eiga tvö tungumál sem grunninn að menn- ingu okkar," segir hún. Frá írlandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.