Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINCASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir 74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI - BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ¦ Mosfellsbæ Sfmar 668138 & 667387 l&ol riel HÖGG- _._* DEYFAR k^df Verslio hjá ÍJMf Hamarshöfóa 1 - s. 67-6744. ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvirmu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTIHG OG KLÆÐHIHG Timitiii MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992 Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið fyrir setningu reglna um umferð vinnu- og dráttarvéla á höfuðborgarsvæðinu: Umferð vinnuvéla bönnuð með öllu í Artúnsbrekku Að frumkvæði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið settar reglur um takmörkun umferðar vinnu- og dráttarvéla á höfuðborgarsvæðinu og virðist fátt geta komið í veg fyrir að þær taki gildi 1. maí næstkomandi. Þegar reglurn- ar hafa tekio gildi verður umferð vinnuvéla bönnuð á vissum tíma og á vissum götum og sem dæmi má nefna að öll umferð slíkra véla verður bönnuð í Ártúnsbrekku, á hvaða tíma sólar- hrings sem er. Markmiðið með reglunum er að draga úr töfum og minnka slysahættu. Tillögurnar sem haía verið mótað- ar um takmörkun umferðar vinnu- og dráttarvéla af Samtökum sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, hafa verið teknar til umfjöllunar af sveit- arfélögunum og bæjar- og borgar- verkfræðingum og álit sent til sam- takanna og hafe þau lýst sig sam- þykk reglunum, en þó gerðu þau einstaka breytingar. Að sögn Jónas- ar Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu, hafa tillögurnar verið sendar til þeirra þriggja lögreglu- stjóra sem málið varðar. Það séu ákveðin vandamál varðandi fram- kvæmdina, sem sé verið að vinna að úrlausn á, en hann sjái ekki betur en að reglurnar taki gildi 1. maí. Þegar reglurnar hafa tekið gildi verður umferð vinnu- og dráttar- véla í Ártúnsbrekku á milli Reykja- nesbrautar og Höfðabakka og á Kringlumýrarbraut frá Listabraut og allt suður að Vífilsstaðavegi í Garðabæ, bönnuð með öllu allan sólarhringinn. Þá verður umferð vélanna bönnuð frá 7.30 til 9.00 og frá 16.30 til 18.30 alla virka daga á ýmsum stöðum víða um höfuð- borgarsvæðið og má nefna að um- ferð á þessum tíma verður bönnuð um Bústaðaveg, Reykjanesbraut, Breiðholtsbraut, Bæjarháls, yfir Höfðabakkabrú, Sæbraut, auk fleiri vegakafla. Omar Smári Ármannsson hjá lög- reglunni í Reykjavík segir vandamál vegna aksturs vinnu- og dráttarvéla koma inn á borð hjá þeim af og til. „Okkur berast kvartanir á álagstím- um, þ.ca.s. síðari part dags og á morgnana, um að verið sé að aka um á fjölförnum götum á hægfara vinnuvélum. Þá kemur upp sú staða að umferðartafir verða og slysa- hætta myndast. Það er alltaf kvartað af og til vegna þessa og þá sérstak- lega á stærri götum, svo sem Kringlumýrar- og Miklubraut, Vest- Þetta verður óheimilt eftir 1. maí næstkomandi, eftir að reglumar um umferð vinnu- og dráttarvéla á höfuðborgarsvæðinu taka gildi. Myndin er tekin í Ártúnsbrekku um klukkan 17, á háannatfma, en á þessum stað verður óheimilt með öllu að aka um á hægfara vinnu- og dráttarvélum alla daga vikunn- urlandsvegi og ReykjanesbrauL Það kemur hins vegar til að fólk hefiir sýnt þessu ákveðna þolinmæði, en þetta er vandamál sem þarf að leysa, enda held ég að tillögumar frá SSH feli það í sér og það lýsi vilja þeirra aðila sem þama eiga hlut að máli til að leysa það. Það þurfti ákveðnar reglur og drög að þeim eru komin á blað. Mér sýnist sem það eina sem eftir sé, sé að hrinda þessu í fram- kvæmd," sagði Ómar Smári Ár- mannsson hjá lögreglunni í Reykja- vík. í greinargerð með tillögunum seg- ir: „Markmið ofangreindrar tillögu er að auka umferðaröryggi og minnka umferðartafir á helstu þjóðvegum í þéttbýli á höfuðborg- arsvæðinu. Ljóst er að akstur vinnu- og dráttarvéla á annatíma tefur fyrir annarri umferð og eykur slysahættu." -PS Skólanefnd Mýrarhúsaskóla hefur í samvinnu við bæjaryfirvöld á Seltjarnamesi ákveðið breytingar á skólatíma: SAMFELLDUR SKÓLADAGUR Skólanefnd Mýrarhúsaskóla hef- ur ákveðið í samráði við bæjaryfir- völd á Seltjarnarnesi að öll börn í skólanum, þ.e.a.s á aldrínum 6-12 ára, stundi á næsta skólaári sam- felldan skóladag og verði skóiinn einsetinn. Þessi möguleiki hefur opnast með byggingu nýrrar skólaálmu við Mýrarhúsaskóla sem verður tekin í notkun fyrir næsta skólaár. Mun bæjarfélgið bera þann kostnað sem til fellur vegna breytinganna, en á móti sparast fé þar sem skóladagheim- ili, sem starfrækt hefur verið, verður lagt niður. „Það verður hér einsetinn sam- felldur skóli næsta ár, það er alveg Ijóst, en undirbúningurinn er al- veg á frumstigi og á eftir að útfæra þetta nánar. Þetta er nú ekki alveg einsdæmi, því það hefur verið í gangi tilraun í Fossvogsskóla síð- ustu þrjú árin, en ég veit ekki hvað verður með það núna. Það sem gerir það að verkum að við getum gert þetta er að bæjarfélagið greið- ir kostnað þann sem er umfram Mýrarhúsaskóli. það sem við fáum úthlutað frá rík- inu og þeir peningar sem bærinn leggur í þetta eru þeir sömu og bærinn hefur sett í rekstur skóla- dagheimilis og það fellur þá niður með þessu," sagði PállGuðmunds- son, skólastjóri í Mýrarhúsaskóla. Munu starfsmenn skólans taka að sér gæslu barnanna eftir skólatíma og klukkustund fyrir. Eins og áður sagði verður tekin í notkun ný álma við Mýrarhúsaskóla og hefur hún verið í byggingu síðustu tvö árin, en verður lokið fyrir næsta skólaár. Það er því nægilegt hús- rými fyrir hendi til að hægt sé að bjóða upp á einsetinn skóla. Reiknað er með að eldri krakkarn- ir, frá fjórða og upp í sjöunda bekk, verði í skólanum frá 8.15 til 14.00 og yngri börnin munu koma klukkutíma síðar. Þýðir það að yngri börnin, frá 6-9 ára, verða í skólanum í þrjátíu stundir á viku í stað 24 og enn meiru munar í eldri árgöngunum, en þeir verða 35 stundir á viku og er það, t.d. fyrir fjórðu bekkinga, tíu stunda aukn- ing frá því sem áður var. Þá er hug- myndin sú að krakkarnir hafi með sér máltíð í skólann, en þar verða seldar mjólkurvörur og ávaxta- drykkir. Þeir peningar sem færast yfir á Mýrarhúsaskóla frá Seltjarnarnes- bæ eru á bilinu 5-6 milljónir, en það ætti að sparast þar á móti ámóta upphæð þegar skóladag- heimili verður lagt niður. „Þetta ætti að vera algjör bylting fyrir for- eldra á Seltjarnarnesi og þetta er náttúrlega sá skóli sem stefnt hef- ur verið að og hlýtur að komast á einhvern daginn um allt land," sagði Páll Guðmundsson skóla- stjóri. -PS Ríkissáttasemjari: Samkonulag umvinnu- ¦ ¦_ ¦'¦¦¦¦ a ¦¦ brogðin Aðilar vinnumarkaðariiis sent nú vinna að gerð nýrra kjara- samninga hafa samþykkt tillögu ríkissáttasemjara um vinnulil- hógun við gerö samninganna. Tíllagan gerir ráð fyrir að samn- ingum verði lokið fyrir eða um aðra helgi. Gert er ráð fyrir að þegar í stað verði farið að rsða samningstíma og launalið, þar á meðal bætur á lájj laun. Settir verða upp vinnuhópar tii að ræða sérkrófur, atvinnumál, vaxtamál Og fleira sem snýr að stiórnvöldum. Samningamenn ASÍ, VSÍ og VMS ræða saman í húsakynnum sáttasemjara við Borgartún, Karphúsinu. Samninganefndir ríkisins, sveitarfelaganna, BSRB og KÍ ræða saman í ráöstefhusól- um rðdsins í Borgartuni 6. Þessi niðurstaða varð eftir sam- eiginlegan samningafund samn- ingsaðua í gær. í dag og næstu dagaverðastíf fundarhbkl. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.