Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 1
Thriiiin Miðvikudagur 18. mars 1992 55. tbl. 76. árg. VERÐ I LAUSASOLU KR. 110.- Framboð bæði notaðra og nýrra íbúða töluvert meira en eftirspurn, segir Þörólfur Halldórsson fasteignasali; Þeir byggja og byggja byggja upp vandann „Ástandinu á fasteignamarkaðin- um má í stuttu máli lýsa á þann veg að framboð íbúða er töluvert meira en nemur eftirspurn. Á þetta jafnt við um notaðar íbúðir og nýjar," sagði Þórólfur Halldórs- son, formaður Félags fasteigna- sala. í slíku ástandi þurfi framleið- andi vörunnar, hvort sem hún heitir gosdrykkur, lambakjöt, tölva eða íbúð, að laga sig að markaðn- um, því markaðurinn lagi sig ekki að framleiðandanum. Ríkjandi við- horf byggingarmanna segir Þórólf- ur hins vegar það að byggja og byggja — °g halda áfram að byggja hvað sem öllum markaðslögmál- um líður. Vandi byggingarmanna sé hreint sjálfskaparvíti. Bygging- ariðnaðurinn þurfi að undirgang- ast allsherjar naflaskoðun. Á ráðstefnu Meistara- og verktaka- sambands byggingarmanna í gær ræddi Þórólfur um: Hvers vegna seljast nýjar íbúðir illa? „Vandi byggingariðnaðarins stafar ekki af því að ríkjandi húsnæðis- lánakerfi sé andstætt byggingariðn- aði, hann stafar ekki af því að eldra fbúðarhúsnæði er fjármagnað eða endurfjármagnað með lánum úr opinberum sjóðum, hann stafar ekki af því að bankar og lánastofn- anir eru byggingariðnaðinum fjandsamleg — vandi byggingar- iðnaðarins er fyrst og fremst heimatilbúinn vandi. „Rfkjandi viðhorf byggingar- manna er það að byggja og byggja. Það verður að halda áfram að byggja svo menn hafi eitthvað að gera og missi ekki vinnuna. En hversu lengi er hægt að halda áfram með þessum hætti? Það er deginum ljósara að ef ekki er mark- aður fyrir hendi þá komast menn á endanum í þrot." Meðan íbúðirnar seljast ekki hlaða þær á sig fjár- magnskostnaði sem étur upp hagn- aðinn sem þá breytist í tap nema verðið sé hækkað, en á hærra verði seljast íbúðirnar vitaskuld enn síð- ur. „Hverju er um að kenna? Svarið er byggingarmönnum sjálfum — það verður engum öðrum um kennt, þetta er hreint sjálfskaparvíti. Eng- inn hefur hvatt byggingariðnaðinn til að byggja svona mikið, ekki op- inberir aðilar, ekki einkaaðilar, ekki bankar eða lánastofnanir og allra síst markaðurinn sjálfur, sem reyndar er tæpast fyrir hendi." Byggingariðnaðurinn þarf að und- irgangast allsherjar naflaskoðun, skilgreina vandann sem við er að glíma og finna leiðir til úrbóta. Þórólfur fjallaði því næst um nauðsyn þess að byggingaraðilar vandi undirbúning framkvæmda. Það gangi ekki lengur að treysta bara á guð og lukkuna. Kröfur neytenda séu að breytast. Kaupend- ur muni ekki til frambúðar sætta sig við að kaupa íbúð á einhverju illa skilgreindu byggingarstigi út á fögur loforð um útlit. Ætla má að ræða Þórólfs hafi verið mörgum byggingarmanninum, bæði iðnað- armönnum og verktökum, erfiður biti að kyngja. í lokin bað hann ráðstefnugesti að setja sig í spor ungra hjóna með barn, sem fengið hafi greiðslumat er leyfi þeim kaup á 6,5 milljóna kr. íbúð. „Hvort munduð þið gera, kaupa nýja tveggja herbergja íbúð á 6,5 milljónir eða notaða þriggja herbergja íbúð í góðu ástandi á sama verði?" - HEI Fjölmargir gestir litu við á Tímanum í gær og fengu sér sneið áf afmæliskokunni, etl blaöið fagnaði 75 ára afmæli. Hér má sjá nokkr- ar framsóknarkonur ná sér í kökusneið, f.v. Ingibjörg Pálmadóttir alþíngismaður, Elin Líndal varaþingmaður, Ásta Ragnheíður Jó- hannesdóttir varaþingmaður og Valgeróur Sverrisdóttir alþingismaður. Bak viö þær má sjá Siv Friðleifsdóttur, formann SUF, og Guð- mund Bjamason alþingismann. Sjá einnig myndirá bls. 7 Tímamynd Árnl Bjama Guðmundur Þórsson matreiðslumaður: „GÓÐ REYNSLA AF GALLOWAYKJÖTINU" „Bæði ég og kjötiðnaðarmennirn- ir sem ég skipti við vorum sam- mála um að þetta kjöt væri frábært í alla staði. Mín reynsla af þessu kjöti er mjög góð," segir Guð- mundur Þórsson, matreiðslumað- ur hjá Grillhúsi Guðmundar í Tryggvagötu, en hann hefur fengið til reynslu gallowaykjöt frá Sól- heimabúinu. Kjötið hefur einnig verið notað á Hardrock Café og veitingahúsinu Ömmu Lú. Aðspurður hver sé munurinn segir Guðmundur: „Öll fitusprenging í gallowaykjötinu finnst mér vera miklu betri en í því íslenska, það er mun holdmeira og skrokkarnir eru þyngri. Fitan utan á skrokknum er minni og vöðvarn- ir stærri, þannig að við fáum miklu skemmtilegra hráefni úr þessum holdanautum en íslenska stofninum. -ÁG. Sjá einnig bls. 3 n ¦ » i % ? | / • * . ¦ f^ ÉSm m sT Æ ¦faé i 1 M-: ¦F -c /' __P __Bi^::íí : . i ' "3$X.*£!? ¦ ? ¦_ P^- 1 f ? fgjlWffi&i - r' l ' . ____^ ¦ i -íV ^^ m* 4 w w ,; Guðmundur Þórsson matreiðslumaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.