Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Miðvikudagur 18. mars 1992
„Skrýtið að geta ekki gengið um gólf neðri málstofunnar
framar," segir járnfrúin fyrrverandi:
Þingferli Thatcher
járnf rúar er lokið
Viðburðaríkum ferli Margrétar
Thatcher á breska þinginu lauk í
fyrradag og má segja að þáttaskil hafi
þar með orðið í breskum stjórnmál-
um. Bretadrottning rauf þingið í
gær, þar sem þingkosningar verða í
landinu þann 9. apríl.
rhatcher, sem nú er 66 ára að aldri
og löngum hefur verið nefnd „Jám-
frúin", sagði að það væri undarleg til-
finning að verða ekki í framboði meir
eftir 32 ára þátttöku í stjómmálum.
„Það er skrýtið að geta ekki gengið
um gólf neðri málstofunnar framar...
mjög skrýtið," sagði hún.
Thatcher var forsætisráðherra á
tímabilinu 1979-1990, þegar upp-
reisn var gerð gegn einræðislegri
stjóm hennar í Ihaldsflokknum og
John Major var valinn í hennar stað.
í embætti kom hún á nánu sam-
bandi við Ronald Reagan Bandaríkja-
forseta, sem var eindreginn frjáls-
hyggjumaður eins og hún, rýrði vald
bresku verkalýðsforystunnar og átti
sinn þátt í að binda enda á kalda stríð-
ið. Hún sagði í gær að mest mundi
hún sakna þeirrar „stórfenglegu til-
finningar" að vera stödd í sjálfri
miðju atburðanna.
Thatcher er kunnust 82 þing-
manna, er nú kveðja og ekki munu
vera í framboði meir. Annar er Nic-
holas Ridley, sem sagði sig úr ráðu-
neyti Thatchers eftir að hann hafði
látið hafa það eftir sér í tímariti að
Þjóðverjar hygðu á yfirráð f Evrópu
og að Frakkar væru kelturakkar
þeirra.
Önnur áberandi persóna, sem
kveður, er Sir John Stokes majór, sem
olli hneyksli er hann 'sagði fjölskyld-
um gísla í Persaflóastríðinu að hætta
að „væla og skæla". Hann hefur verið
uppnefndur „þingfulltrúi 17. aldar-
innar". Þá kveður feitasti þingmaður-
inn, Sir Cyril Smith, en hann mun
þyngsti maður er á þinginu hefur set-
ið fyrr og síðar, vó nær 200 kfló.
Nú kveður og eldibrandurinn Mi-
chael Foot, en hann er nú 78 ára. Fo-
ot hóf þátttöku í stjómmálum 1945
og var foringi Verkamannaflokksins
er flokkurinn beið hinn mikla ósigur
sinn fyrir íhaldsmönnum 1983. Þá
hverfur Denis Healy af þingi, sem eitt
sinn leiddi Verkamannaflokkinn.
Eini fyrrverandi forsætisráðherra
íhaldsmanna, sem áfram verður á
þingi, er Edward Héath. Hann er 75
ára og verður aldursforseti þingsins.
Undir hans stjóm gekk Bretland í
Evrópubandalagið, en hann mátti
vfkja fyrir Thatcher 1975. Þá hverfur
þingforseti (speaker) neðri málstof-
unnar, Bernard Weatherill. Hann hef-
ur orðið heimsfrægur vegna sjón-
Margaret Thatcher, fyrrv.
forsætisráöherra Bretlands.
varpsmynda þar sem hann sést
heimta „þögn í salnum", þegar heitt
hefur gerst í kolunum í umræðum.
Weatherill segist ætla að reyna að fá
keypta hárkolluna sem hann bar við
störf sín. Hana hyggst hann gefa syni
sínum, sem ætlar að gerast mála-
flutningsmaður.
Þjóðverja vísað úr landi í Svíþjóð af sérkennilegri ástæðu:
Liggur ekki á sósíalnum
Holger Schmidt passar ekki inn í
kerfið, í það minnsta ekki hið
sænska. Nú hefur sænska útlend-
ingaeftirlitið ákveðið að afturkalla
dvalarleyfi hans og vísa honum úr
landi vegna of lágra launa.
Það var fyrir fimm árum sem leið
Þjóðverjans Holgers Schmidt lá til
Svíþjóðar, nánar tiltekið til Lapp-
lands. Hann eyddi þar sumarleyfi
sínu og tók slíku ástfóstri við landið
og náttúmna að hann ákvað að setj-
ast þar að.
Að fengnu landvistar- og atvinnu-
leyfi festi Holger kaup á húsi með
smá landskika í kring og hóf að lifa
af landsins gæðum. Á sumrin hefur
Holger ræktað grænmeti og kartöfl-
ur til eigin neyslu og til frekari bús-
drýginda gerir hann við sjónvarps-
tæki og tínir ber og selur.
Tekjumar af þessari starfsemi hef-
ur numið um 200 þúsund ísl. kr. ár-
lega, sem er langt undir lágmarki.
Þrátt fyrir það hefur Holger ekki
þurft á styrkjum að halda af nokkm
tagi, og er að sögn nágranna sinna
hinn grandvarasti maður og vinsæll
meðal þeirra.
Slíkt telst hins vegar ekki til tekna
hjá yfirvöldum, sem hafa ákveðið að
vísa Holger Schmidt úr landi vegna
of lágra launa.
Mál þetta hefur vakið mjög mikla
athygli fjölmiðla í Svíþjóð og þykir
mörgum hér vegið að þeim sem síst
skyldi. Á sama tíma og Holger hinn
þýski hefur stundað sjálfsþurftabú-
skap í skógum Norður-Svíþjóðar
hefur fjöldi Norðurlandabúa flust til
landsins gagngert til þess að leggjast
upp á „sósíalinn", félagsmálastofnun
Svíþjóðar, að því er virðist. Ekki er
þó útséð um afdrif Holgers þessa
enn, þar sem m.a. Carl Bildt, forsæt-
isráðherra Svía, hefur tekið upp
hanskann fyrir hann. Hvort hins
vegar það kemur að haldi gegn skrif-
finnum útlendingaeftirlitsins, verð-
ur tíminn að leiða í ljós.
—IVJ, Svíþjóð.
Fermingarveisluvitleysan
Senn líður að páskum og vertíð
ferminga er aö renna upp. Ferm-
ingar og fermingarveislur eru gagn-
merkur siöur þar sem æskan stað-
festhr skírnarheit sitt írammi fyrir
AlmætlÍHu og fagnar síöan þessum
tímamótum í faðmi fjölskyldunnar.
Allt er þetta gott og blessað og ung-
lingum oftast mikið tilhlökkunar-
efni. Garra býður þo í grun að þessi
kristilega hátíð unglinganna só víða
orftin aö martröð foreldra. Jón Ár-
sæD Þórðarson, fréttamaður á Stöð
2, tók fyrir nokkrum dögum hóp
fcrmingarbarna tali og í því fróð-
lega spjalli kom fram hvaða vænt-
ingar börnín hafa til þeirra gjafa,
sem þeim verða færðar á ferming-
ardaginn. Kæruleysislega skttu
þau í góm og toluðu um hest, utan-
landsfcrð og rdjómflutningstæki,
og virtust teíja þetta sjálfsögðustu
bJuti í heimi. Þegar fréttamaðurinn
síðan spurði börnin hvað væri eðli-
Iegt að Notmi frændi setti mikinn
pening f umslagið, sem hann gefur,
sögöu þau jafn kæruleysislega:
„Svona 5-15 þúsund kr." Það svar-
ar til þess að þessi samí Nonni
frændi láti af hendi launin sín fyrir
þetta eins til þriggja daga vinnu.
Launamaður safnar
skuldum
En fenningargjafirnar eru þo að-
eíns hluti þess kostnaðar, sem for-
eldrar fenningarbama leggja út í
vegna fermingarinnar, föt, veisla,
myndatökur o.fl. taka sinn toll úr
launaumslagi þeirra, en búast má
við aö hcildarútgjöld hlaupi á
hundruðum þúsunda. Þess eru
enda mýmörg dæmi að fólk steypí
sér í miklar skuldir vegna ferming-
ar, því enginn venjulegur launa-
maður stendur undir þeim kröfum
sem í dag eru gerðar vegna ferm-
ingar unglings. Þessa dagana
standa yfir miklar samningaviðræð-
ur og ræöa forystumenn launþega
um kjarabætur. Ýtrustu kröfur fara
eidd mikið upp fyrir 3% kauphækk-
un. Fyrir Nonna frænda, sem hefur
um 100.000 kr. á mánuði, þýdili
þessi krafa um 300 kr. kauphækk-
un á mánuði, sem dugar ekki einu
sinni fyrir fermingargjöf handa
fjarskyldum ættíngja.
Það er því í rauninni sorglegt til
þess aö vita að sú gleðilega athöfn,
þegar ungungur
staöfestir skírnar-
heit sitt, skuli
vera orðin að fjár-
hagsiegri martröð
fyrhr alft það
venjulega launafólk sem á barn á
unglingsaldri.
Sú einfalda ráðlegging og lausn á
þessu máli, sem segir að fótk eigi
bara ekki að láta svona og að fuli-
orðið fólk eigi að bafa vit á að sníöa
sér stakk eftir vextí í fermmgarbi-
tíðarhöldum, dugar ekki. Landinn
er einfaldlega þannig að saman-
burðarfræðin ræður á endanum
eouega ainum, ircioir auo a |h
mestu og Homo Islandicus klýfur
sig ekki nema í undantckningartil-
fellum írá því sem hópurinn að-
hefsi Þannjg er þetta og þannig
hefurþetta veiið í áralugi.
Þjóðkirlgan á villi-
götum
Því hJjóta það að vcra mikil von-
brigði að íslenska þjóðkirkjan hefur
frekar alið á þeini Mammonsdýrk-
un sem tengist
fermingum, en
dregið úr benni.
Jafnt prestar sem
biskupar hafa rýst
því yfir að
ástæðukust sé að amast við því þó
fólk vilji fagna því með veglegum
hætti að unglingur á heimilinu gefi
Drottni staðfestíngarheit sitt Þverí
á mótí hefur kirkjan talið það vera
af hinu góða að í kringum slíkan at-
burð ríki gleði. Garri getur að hluta
fallist á þessi sjónarmiö, en það er
ekki gegnheil gleði sem tekin er að
láni og dregur á eftír sér margra
mánaða 0árhagslega timburmenn.
Það er heldur ekki gegnheil gleði
sem byggist á metíngi og saman-
burði á efmslegum gæðum. Og það
er ekki hægt að gleðjast yfir hví að
íslenskh- unglingar eru, m.a. fyrir
tilstilli sjúklegrar fermingannam'u,
orðnir gjörsneyddir öllu verðmæta-
matí og skilningi á því til hvcrs er
hægt að ætlast af lífinu.
Rétt er að minna á að foroæmi
eru íyrir því að tekist hefur verið á
við vanda af svipuðum tpga og hér
hefur vcriö nefndur. Það eru ekki
nema 30 eða 40 ár síðan almennt
var farið að ferma í kyrtlum. As tæð-
an var sú að fatnaður fermingar-
barna í kirkjunni var orðinn að
stórvandamáli. Þanníg voru t.d.
stúIkumar oft í scrstókum kjólutn
við fermmguna og síðan jafnvel
ððrum í veislunni. Þetta aflagðist
við kyrtlana, enda mæltist notkun
þeirra almennt gðurlega vel fyrir,
cftir því sem Garra hefur verið sagt.
í dag gerir kirkjan ekkert tíl að
draga úr veislu- og gjafakapphlaup-
mu. Prestur, sem fymicfndur
fréttamaður á Stöð % ræddi við um
kriifur fermingarbarnanna, hafði
ekki miklar áhyggjur af þessum
málum og taldi það mildð órétUæti
að beína athyglinni að fermingar-
gjöfum. Þessi ágætí guðsmaður
spuröi meira að segja hneykslaður
hvort ekki mættí með sama hættí
spyrja hvort menn, sem halda upp á
scxtugsafmælið silt, gerðu það
vegna málverkanna og annarra
gjafa sem þeh* fá! Svona viðhorf eru
því miður útbreidd meðai presta.
Nær væri að khkjan reyndi að taka á
þessum milum og stýYa neysluæð-
inu í einhvem skynsamlegan far-
veg. Garri hélt að kirkjan ætti að
veita íetðsögn, enekki að veratagl-
hnýtíngurþeirrasem vilja selja sem
mest af vörum og þjónustu á sem
dýmstu verði. Garri
Erlendar
fréttir
PRETORIA
F.W. de Klerk sagðist (gær
vera bjartsýnn á að hann fengi
stuðning við umbótastefnu
sína, en hann lagði hana í
dóm hvítra landa sinna í „þjóð-
ar"-atkvæðagreiðslu í gær.
Áður en kosningarnar hófust
létust fimm blökkumenn í upp-
þotum sem brutust út.
WASHINGTON
Talsmaður Bandaríkjastjómar
sagði í gær að sendur yrði
hópur sérfræðinga til ísraels til
að kanna hvað hæft væri f full-
yrðingum um að ísrael hafi
selt Kína, Suður-Afríku og öðr-
um ríkjum vopn og vopnabún-
að. Talsmaður utanríkisráðu-
neytisins sagði að ísraelsk
stjórnvöld hafi samþykkt að
taka við sérfræðingahópnum.
TEL AVIV
Unglingsstúlka og karlmaður
voru stungin til bana af Palest-
ínuaraba frá hinu hertekna
Gazasvæði. Talsmaður ísra-
elsku lögreglunnar sagði aö
árásarmaðurinn, sem tókst að
særa 12 manns til viðbótar,
hafi verið skotinn af lögregl-
unni og dáið skömmu síðar.
ISTANBUL
Tvær kraftmiklar sprengjur
sprungu í höfuðstöðvum lög-
reglunnar í Istanbul. Byggingin
skemmdist mikið og allir
gluggar brotnuðu. Fjölmargir
þeirra, sem inni í húsinu voru,
slösuðust illa.
MOSKVA
Varaforseti Rússlands, Alex-
ander Rutskoi, sagði í gær að
hersveitir Samveldisins ættu
að verða farnar frá þjóðernis-
átakasvæðunum í Kákasus og
Moldavíu eftir örfáar vikur.
Hann lýsti því yfir að hann
teldi að brottför Samveldis-
hersins frá þessum svæðum
ætti að verða snör og skilyrð-
islaus.
VORONOVO, Rússlandi
Harðlínukommúnistar, sem
bannað hafði verið að halda
fund í Sovéska þinginu í
Moskvu, söfnuðust í gær
saman í mjólkurframleiðslu-
þorpi og lýstu því yfir að
Sovétríkin hafi verið endur-
reist. Það var lest sex rútubif-
reiða sem hélt áleiðis til þorps-
ins um 70 km frá Moskvu
snemma í gærmorgun og
hafði innanborðs fyrrum full-
trúa sovéska þingsins.
BONN
I dag hefur sjöunda herfylki
Bandaríkjahers brottför slna
frá Normandí, tæpri hálfri öld
eftir aö það hernam landið. I
herfylkinu eru um 73 þúsund
hermenn og búnaður þess var
m.a. notaður til að ráða niður-
lögum hersveita Saddams
Hussein í Flóabardaga.
Fáni herfylkisins verður í slð-
asta sinn dreginn að hún (
Stuttgart í dag, miðvikudag.
SEÚL
Norður- og Suður-Kórea
skiptust í gær á eintökum af
samkomulagi þar sem heimil-
að er gagnkvæmt eftirlit með
kjarnorkubúnaði landanna.
A morgun, fimmtudag, munu
löndin síðan senda eintök
samninganna til baka
undirrituð.