Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 18. mars 1992 Tíminn 9 sneoli ^^^^^^ ^^^^^^ ^^^^^^ ^^^^^B ^^M^^B 2111< €111« Julia Roberts kemur lögregl- unni í vandræði Lögreglustjórinn í smábæ í Vermont í Bandaríkjunum er kominn í klípu, eingöngu vegna þess að hann sýndi með- borgaranum Juliu Roberts hjálpsemi. Lögreglustjórinn Ken Libby lét ekki biðja sig tvisvar þegar honum gafst tækifæri til að sækja kvikmyndastjörnuna Juliu Roberts á flugvöllinn og aka henni 60 km leið á glæsi- legan skíðastað. Hins vegar voru bæjaryfirvöld ekki jafn- hrifin, og ekki bætti úr skák þegar þau fréttu að annar Iög- reglumaður hefði keyrt hana til baka sömu leið. „Vegna þess að þessir menn voru með stjörnur í augunum yfir fallegri leikkonu vanræktu þeir störfin sem þeir eru ráðnir til að sinna, þ.e. að vaka yfir ör- yggi 3200 íbúa Stowe. Og það var eingöngu vegna þess að þeir viidu vera í návist frægrar konu," segir einn ráðamanna. Það breytir engu þó að lög- reglustjórinn og lögreglumað- urinn sem ók Juliu til baka seg- ist hafa gert það í frítíma sínum og þar að auki hafi þeir ekki verið á embættisbílum. „Þeir hefðu samt átt að' biðja um leyfi," segja bæjaryfirvöld. Lögreglustjórinn segir að vin- ur Juliu heföi haft samband við sig og beðið hann að útvega bíl- stjóra til að skutla henni þessa bæjarleið svo að hún losnaði við atgang aðdáenda. Lögreglu- stjórinn ákvað að gera það í eig- in persónu. Og fleiri lögreglu- þjónar hefðu verið meira en til- búnir að gera stjörnunni greiða. Á skíðastaðnum er sagt að eftir að hún fór hafi ekki verið stund- legur friður fyrir greiðasömum lögreglumönnum sem hefðu ólmir viljað allt fyrir hana gera. Sumir segja líka að lögreglan hafi verið henni innan handar með að fara í útsýnisferðir og haft er fyrir satt að hún hafi fátt látið fram hjá sér fara sem markvert er í bænum, t.d. hafi hún heimsótt ísverksmiðjul Förunautur hennar var kærast- inn Jason Patric. Heimsókn þessa fræga fólks til smábæjar sem varla er á landa- bréfinu varð til þess að bæjar- búar gerðu sér einhverjar vonir um að þar ætluðu þau að láta pússa sig saman. Ekki varð þó úr því, en kannski í annað sinn, því að þau hljóta að hafa gert sér grein fyrir því að í Stowe býr alúðlegt og hjálpsamt fólk — eða a.m.k. á það við um flesta. Lindu er margt til lista lagt. Hún hefur ákaflega gaman afþví aö læra og nú leggur hún stund á rússneskunám. Annars fer tími hennaríaö stýra tveim heimilum þeirra Pauls, öðruíLos Angeles og hinu ÍÁstr- alíu. Og auövitað fer drjúgur tlmiíað lesa handrit og læra rullur. Linda Kozlowski er ánægð með lífið og tilveruna með Paul Hogan og lætur sig litlu skipta þó að fjölmiðlar hafi sent henni tóninn fyrir að hafa eyðilagt hjónaband hans. Kona Pauls Hogan leysir frá skjóðu Linda Kozlowski lék á móti hin- um eina og sanna „Krókódíla- Dundee", Paul Hogan, og varð líf hvorugs þeirra hið sama á eftir. Paul Hogan varð eins konar þjóð- arstolt Ástrala eftir velgengni myndarinnar, og framhalds henn- ar, en hitt þótti þjóð hans verra að hann féll svo kylliflatur fyrir hinni fögru Lindu að hann skildi við Noelene, konuna sem hann var búinn að vera giftur til margra ára. Þau Linda og Paul giftust fyr- ir tveim árum. Ástralska gula pressan hafði sitt- hvað að athuga við þetta athæfi, en Linda hefur tekið þann kostinn að láta ekkert í sér heyra. Hún hef- ur í staðinn verið önnum kafin og haldið sig fjarri kjaftatífum. Linda er 33 ára, fædd og alin upp í útborg Fairfield í Connecticut. Hún fékk leikbakteríuna fimm ára gömul, þegar hún sá Mary Popp- ins. Þar með var framtfð hennar ákveðin og hún gafst ekki upp. Hún fékk inngöngu í hinn virta JuiIIard School of Drama. Að skólagöngunni lokinni hóf hún hina algengu ferð um leikhús á og við Broadway, og að lokum á sjálf- um Broadway með litlu hlutverki í Sölumaður deyr með Dustin Hoff- man í aðalhlutverki. Hlutverkið sjálft færði henni ekki mikið í aðra hönd en Dustin bauð henni þó að passa hús fyrir sig, sem var ákaf- lega vel þegið því að hún átti svo sem ekki neitt nema það sem rúmaðist í tveim ferðatöskum. Svo kom stóra tækifærið. Henni bauðst að leika á móti Paul Hogan í Krókódfla-Dundee, mestu kassa- mynd Ástrala fyrr og síðar og greiddu menn 600 milljónir doll- ara fyrir að sjá hana og framhald- ið. Linda segir þó myndina hafa verið sér bæði til bíessunar og bölvunar, kvikmyndaframleiðend- ur hafi haft tilhneigingu til að bjóða henni svipuð hlutverk áfram. En Linda grípur þá bara til sinna eigin ráða. Hún er nú að vinna að sinni eigin kvikmynd til að fá hlut- verk sem henni líkar. Og nú þarf hún ekki að haf <i áhyggjur af pen- ingamálunum, Krókódfla-Dundee sér fyrir því. Julia Roberts er fögur kona og karl- menn eru eins og smjör f höndunum á henni. En ekki er útséð um málalyktir fyrir lögreglustjór- ann Ken Libby, sem var henni svo hjálpfús.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.