Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 18. mars 1992 Tíminn 3 Kári Marísson, bóndi í Sólheimum í Blönduhlíð, hefur samið um að viðhalda hreinleika holdanautastofnsins í Hrísey: Galloway genabankinn verður í Skagafirði! Gengið hefur verið frá því að galloway holdanautastofninn verði varð- veittur á bænum Sólheimum í Blönduhlíð í Skagafirði. Fyrstu hrein- ræktuðu holdanautakálfarnir fæðast þar í vor, en ábúandinn Kári Mar- ísson hefur ræktað þennan stofn í meira en áratug. Hann keyrir sitt kjöt beint og milliliðalaust til neytenda og fullyrðir að hann geti lækkað Iqötverð um tugi prósenta fái hann leyfi til þess að reisa sláturhús og slátra sjálfur undir eftirliti dýralæknis. ,JÉg byrjaði á ræktuninni árið 1981, en þá komu fyrstu blendingskýmgar hingað,“ segir Kári. Síðan þá hef ég ræktað upp þennan stofn með því að láta sæða kýmar með því sæði sem hefur haft sterkastan erfðavísi hverju sinni. Smátt og smátt hef ég náð stofti- inum hreinni og hreinni og núna í vor fæðast kálfar sem em nánast hrein- ræktaðir, eða 95-97% galloway, en 5- 7% íslenskir." Lítið verið hugað að því að tryggja framtíð stofnsins Kynbætumar hafa farið hljótt hjá Kára og hann hafði til dæmis ekki samband við Búnaðarfélag íslands fyrr en 5 ámm eftir að hann hóf þær. Þeg- ar ráðunautur frá Búnaðarfélaginu fór norður og tók ræktunina út kom í ljós að Kári var einungis nokkmm skref- um á eftir kynbótastöðinni í Hrísey hvað hreinleika stofnsins varðaði. Það kom því í nokkuð rökréttu framhaldi af þeim árangri sem hafði náðst, að Kára var falið að varðveita galloway- stofninn nú þegar ræktun hans lýkur í Hrísey í sumar. „Einhvem tíma hefði komið að því að stöðin í Hrísey hefði lokið hreinrækun á stofninum," segir Kári. ,Jín til þess að hægt væri að ljúka verkefninu varð að koma gripunum hreinræktuðum í land og það hefur ekkert verið unnið að því.“ Kári Marísson verður trúlega ekki eini aðilinn sem kemur til með að geyma gallowaystofninn. Með hliðsjón af sjúkdómahættu og öðmm áhættu- þáttum verður hann að vera til annars staðar hreinræktaður og nú er verið að athuga möguleika á að gallowaykynið verði einnig staðsett á tilraunabúinu á Möðruvöllum í Hörgárdal. Holdanautin eru hagkvæmari Þeirri gagniýni, sem sett hefúr verið fram á gallowaykjötið að undanfömu vísar Kári á bug. Hann fullyrðir að bragðgæði kjötsins ráðist fyrst og fremst af því hvemig fóður gripimir fá. Bragðið af kjötinu af alíslensku nauti og gallowaynauti sé það sama, ef þau em alin upp á sama fóðri við sömu að- stæður. Kjötvöðvinn er grófari, en það breytir ekki gæðum hans að öðm leyti. Kári fullyrðir að hann nái bæði hærra kjöthlutfalli af gallowaygripunum miðað við fallþunga og einnig séu gripimir þyngri en íslenski stofriinn. Þetta rökstyður hann með saman- Kári Marísson meðal gripanna í einni af lausagöngustíunum. Hann segir aö þessi gripir séu ekki illir í sér, enda er ekki annað að sjá en vel fari á með honum og nautunum. Kýr af gallowaykyni með kálf, en kálfarnir ganga undir allt sumarið. burðartilraunum sem hann hefur sjálfúr gert. í dag er Kári með um 100 gripi á húsi. Hann réðst í það fyrir nokkmm ámm að byggja sérstakt lausagöngufjós fyrir ræktunina, en hann er eingöngu með nautgripi til kjötframleiðslu og lætur kálfana ganga undir kúnum fyrsta sumarið. Seinna sumarið er kálfunum ekki sleppt út, heldur em þeir aldir inni og grænfóðrinu keyrt í þá beint af túninu. Keyrir kjötiö út til kaupenda Sólheimabúið hefur farið ótroðnar slóðir víðar en í ræktuninni. Kári selur allt sitt kjöt sjálfur og keyrir það heim til kaupenda, eftir að hafa látið með- höndla það samkvæmt óskum þeirra. Hann lætur slátra gripunum í löggiltu sláturhúsi, en tekur síðan allt kjötið út og lætur kjötvinnslu vinna það fyrir sig áður en hann keyrir það út Hingað til hafa viðskiptavinir hans aðallega verið íjölskyldur, en hann hefur í seinni tíð selt í auknum mæli til veit- ingahúsa. Þetta fyrirkomulag er full- komlega Iöglegt og Kári telur aðalkost þess vera nánari tengsl á milli bóndans og neytandans, sem hann segir skotra tilfínnanlega í íslenskum landbúnaði í dag. Þrátt fyrir að hann geti með þessu fyr- irkomulagi, þ.e.a.s. með því að sleppa milliliðum á milli framleiðanda og neytenda, boðið kjötið á lægra verði, telur hann sig geta gert enn betur. Þannig segist hann geta lækkað kjöt- verðið um einhverja tugi prósenta, fengi hann að reisa eigið sláturhús og slátra gripunum sjálfúr undir eftírliti dýralæknis. -ÁG. Framkvæmdasjóður er ekki lengur til, en allaballar vilja útskýringar á bókhaldi hans síðustu misserin: RÍKISENDURSKODUN Á AÐ SKÝRA MÁL Sin Málflutningur fór fram fyrlr rétti í Osló í gær í máli því sem samtök Grænfriðunga hafa höfðað þar gegn Magnúsi Guð- mundssyni kvikmyndagerðar- manni vegna myndarinnar Ufs- björg í Norðurhöfum. f gaer voru sýndir þeir kaflar í myndinni sem Grænfriðungar telja að séu ærumeiðandi fyrir samtök þeirra. Um er að ræða sjö myndsketð og texti við þau sem Grænfriðungar krefjast að verði dæmd dauð og ómerk. Grænfriðungar krefjast skaða- bóta sem nema um þrem milij- ónum ísl. kr. en Magnús Guð- mundsson krefst sýknu. Hann hefur jafnframt iagt fram iista yflr fólk sem hann viU að beri vitni fyrir réttinum. Þeirra á meðai eru Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi sjávarútvegsráð- berra, og Jón Baldvin Hanni- balsson utanríkisráðherra. —sá Formaður Alþýðubandalagsins hefur ítrekað ósk þingflokks síns um að þingmenn fái skýrslu um hvers vegna ríkisendurskoðun úr- skurðaði Framkvæmdasjóð íslands gjaldþrota, flmm mánuðum eftir að Halldór V. Sigurðsson ríkisendur- skoðandi kvittaði upp á ársreikning sjóðsins. Sjóðurinn hefur verið lagður niður með frumvarpi frá Al- þingi en engin svör borist enn. „Það eina sem hefur komið fram er að í skýrslu „fortíaðarvandanefndar" forsætisráðherra er vikið að því að Ríkisendurskoðun hafi bent á að það hafi verið skipt um ríkisstjórn, en hvorki Alþingi né ríkisstórn geta tekið slíka skýringu gilda," sagði Ól- afur Ragnar í samtali við Tímann í gær. Ólafur Ragnar vildi ekki svara því hvort ríkisendurskoðandi væri starfí sínu vaxinn fyrr en skýrsla um málið liggur fyrir. „Þetta er hins vegar afar sérkennilegt og óvenjulegt mál og má reyndar benda á að það hafa komið upp fleiri slík mál á undan- förnum misserum varðandi gagn- rýni á störf ríkisendurskoðunar, þó að þetta sé auðvitað það alvarleg- asta." Formaður Alþýðubandalagsins sendi forseta Alþingis, Salóme Þor- kelsdóttur, skriflega fyrirspurn vegna málsins í gær. í bréfi Ólafs Ragnars til þingforseta er áréttuð sú ósk að Ríkisendurskoðun skili Al- þingi skýrslu um ólíkar niurstöður stofnunarinnar varðandi stöðu Framkvæmdasjóðs íslands. Þessi krafa var fyrst sett fram af þingflokki Alþýðubandalagsins við atkvæða- greiðslu um stjórnarfrumvarp, þess efnis að Framkvæmdasjóður verði lagður niður. Það frumvarp er lagt fram í kjölfar skýrslu frá svokallaðri „fortíðarvandanefnd" sem Davíð Oddsson forsætisráðherra skipaði í júní á síðasta ári til þess að fara yfír fjárhag Byggðastofnunar og Fram- kvæmdasjóðs. Hluti af þessari end- urskoðun var skýrsla frá Ríkisendur- skoðun um fjárhag Framkvæmda- sjóðs. Sú skýrsla barst í ágúst 1991 og þar lýsir Ríkisendurskoðun því yfir að sjóðurinn sé gjaldþrota og 1,7 milljarða vanti í afskriftasjóð Fram- kvæmdasjóðs. Það sem vekur hins vegar furðu er að einungis fimm mánuuðum áður, í mars á sama ári, staðfesti ríkisendurskoðandi, Hall- dór V. Sigurðsson, ársreikninga Framkvæmdasjóðs án nokkurra at- hugasemda. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, sat sem fulltrúi fjármálaráðherra í stjóm Fram- lwæmdasjóðs 1989-1991. Hann neitaði að undirrita ársreikninga sjóðsins fyrir árið 1989, vegna þess að ekki væri nógu mikið lagt fyrir í afskriftasjóð. Össur skýrði frá því í umræðum á Alþingi í desemþer að hann hefði á sínum tíma spurt hvort ríkisendurskoðandi hefði kynnt sér reikninga sjóðsins með fullnægjandi hætti og sér í lagi með hvaða hætti afskriftir væm undirbúnar. Hann fékk þau svör að ríkisendurskoðandi hefði kynnt sér þetta mál og hann teldi að með réttum hætti væri tekið á afskriftasjóði Framkvæmdasjóðs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.