Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.03.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miðvikudagur 18. mars 1992 Andstaöa gegn EB vex á Norðurlöndum Fyrir skömmu var haldinn í Ilelsinki í Finnlandi samráðsfundur sem vinna gegn aðild Norðurlanda að Evrópubandalaginu. Af ís- lands hálfu sátu fundinn alþingismennirnir Hjörleifur Guttorms- son og Kristín Einarsdóttir, formaður Samstððu um óháð ísland. Á fundinum var farið yfir framtíð norræns samstarfs og vaxandi and- stöðu við aðild Norðurlandanna að Evrópsku efhahagssvæði og Evr- ópubandalaginu. I fréttatilkynningu frá stjórn Sam- slöðu segir að andstaða gegn aðild landanna að hinu breytta Evrópu- Dandalagi fari vaxandi. í Finnlandi vanti lítið á að til staðar sé sá þriðj- ungur sem stöðvað geti aðild Finn- Iands að EB, en 64 af 200 þingmönn- um hafa Iýst eindreginni andstöðu við umsókn um aðild og margir eru sagðir óákveðnir í afstöðu sinni. Inn- an flnnska Miðflokksins studdi að- eins naumur meirihluti þá stefnu Esko Aho, forsætisráðherra og for- manns flokksins, að sækja um aðild (29 með en 24 á móti). Hin harða andstaða í Noregi er einnig vel þekkt og vaxandi. í Danmörku eykst and- staðan gegn Maastricht-samkomu- laginu. í nýlegri skoðanakönnun kom fram að aðeins þriðjungur kjós- enda styður samkomulagið. Þjóðar- atkvæðagreiðsla verður um sam- komulagið 2. júní næstkomandi. í yfirlýsingu frá fundinum er lýst áhyggjum yfír að nú stefnir í að Norðurlandaráð verði aðeins nor- rænt útibú í Bríissel. Lögð er áhersla á að umræðan um aðild einstakra ríkja að Evrópubandalaginu fari fram á röngum forsendum. Pað sé ekki um að ræða aðild að bandalag- inu eins og það er nú, heldur innlim- un í sambandsríki, þar sem löggjaf- arvaldið flyst til Briissel. Það er bar- áttumál samtakanna að Norðurlönd- in öll hafni aðild að „EB- Unionen", hinu verðandi Evrópusamveldi. -EÓ Akueyri Bylgja VE afhent í Slippstöóinni Fékk græn- lenska rækju- vörpu í vörpuna í síðasta mánuði fékk Freyja RE 38 rækjuvörpu í vörpuna þegar skipið var að veíðum út af Öndverðarnesi. Siglingamálastofnun ríkisins fékk Jóhann Ásgeirsson netagerðar- meistara hjá Seifi hf. til að mæla vörpuna og telur hann öruggt að rækjuvarpan sé ekki íslensk heldur grænlensk að uppruna. -EÓ Um síðustu helgi var Matthíasi Ósk- arssyni, útgerðarmanni og skip- stjóra í Vestmannaeyjum, afhent nýtt skip í Slippstöðinni á Akureyri. Nýja skipiö ber nafnið Bylgja VE 75 og er alfarið smíðað í Slippstöðinni á Akureyri. Skipið bar vinnuheitið B- 70 og hefur um nokkurt skeið legið við bryggju í Slippstöðinni án þess að kaupandi fyndist. Samningur um kaupin var undirrit- aður í október sl. Kaupverð skipsins er um 300 milljónir króna, þar af var eldra skip með sama nafni tekið upp í á um 60 milljónir. Ljóst er að Slipp- stöðin tapar verulega á skipinu, þar sem kostnaður vegna þess er kominn í ríflega hálfan milljarð króna. Einnig telja margir að verð gömlu Bylgjunn- ar hafi verið ofreiknað. Samkvæmt heimildum Tímans munu þó Slipp- stöðvarmenn hafa lagt allt kapp á að Iosna við skipið nú þar sem endur- skipulagning á starfsemi stöðvarinn- ar stendur yfir og nýsmíðaskipið hef- ur safnað á sig miklum skuldum í formi dráttarvaxta af lánum. Bylgja Ve 75 er 277 rúmlestir að stærð, 33,4 m langt og 8,6 m breitt. íbúðarrými er fyrir 18 manns í tveggja og fjögurra manna klefum. Lest skipsins er 260 rúmmetrar að stærð, einangruð fyrir frystingu. Tækjabúnaður skipsins er allur mjög fullkominn. M.a. er það búið full- kominni flakavinnslu á bolfiski og heilfrystingu á grálúðu og karfa. Skipið fer til veiða fljótt eftir heim- komuna til Vestmannaeyja. hiá-akureyri. Velferð á varanlegum grunnÍK^n^ heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar á Suðurlandi. Selfoss - miðvikudaginn 18. mars. Almennur fundur um heilbrigðis- og tryggingamál verður haldinn að Hótel Selfoss kl. 20.30. Vestmannaeyjar - laugardaginn 21. mars. Viðtöl fyrir almenning á bæjarskrifstofunni kl. 10-12. Tímapantanir hjá bæjarstjóra í síma 11088. Almennur fundur í Bæjarleikhúsinu kl. 17.00 K Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Frá vinstri: Ólafur Ragnarsson bókaútgefandi, Magnús L. Sveins- son, formaður VR, og Lýður Björnsson, sagnfræðingur og höfund- ur ritsins um SÖgu VR. Tímamynd Ami BJama 100 ára saga VR komin út Gefin hefur verið út saga Verslunar- mannaíélags Reykjavíkur, en félagið varð 100 ára 27. janúar 1991. Sag- an er í þremur bindum. Höfundur er Lýður Björnsson sagnfræðingur. Á bak við bókina liggur fjögurra ára starf. Saga VR skiptist í tvo meginþaetti. Fyrri hluti sögunnar, sem skráður er í fyrsta bindinu, nær yfir tímabilið 1891 til 1955. Á þeim tíma var félag- ið sameiginlegt félag launþega og vinnuveitenda. Annað og þriðja bindið ná yfir tímabilið 1955 til 1991, þegar félagið er einungis skip- að launþegum. Þetta er fyrsta alvar- lega tilraunin til að fjalla um versl- unarhætti í Reykjavík síðastliðna öld. Vikið er að ýmsum þáttum í menningarsögu, en verslunarfólk hefur átt verulegan þátt í að kynna og móta borgarmenningu á íslandi. Víða hefur verið leitað fanga um heimildir. Gögn VR hafa reynst drýgst, gjörðabækur stjórnar, félags- funda og nefnda, ársskýrslur, reikn- ingar, VR-blaðið og bréfasafn. Einnig hefur verið leitað fanga i tímaritum, dagblöðum og pésum af ýmsu tagi. Munnlegar heimildir hafa einnig reynst mikilvægar, enda muna ýmsir starf VR síðustu áratugi. Fjöldi mynda prýðir bókina. Útgef- andi er Vaka-Helgafell, en prent- smiðjan Oddi annaðist prentun. -EÓ Slysavamafélag íslands: LÍFLYKILLINN TIL LÍFGUNAR Slysavarnafélag íslands hefur nú byrjað að dreifa og selja svokallaðan líflykil. Líflykillinn er lyklakippa með áföstu plasthylki. í hylkinu er hlífðargríma sem notuð er þegar beita þarf blástursaðferð viö að lífga úr dauðadái. Hlífðargríman er sett yfir vit sjúk- lings og öndunarstútur í munninn. Sá sem beitir blástursaðferðinni snertir ekki varir sjúklingsins og þannig dregur úr sýkingarhættu. Blástursaðferðin verður þrifalegri þar sem hvers konar uppgangur úr sjúklingi fer ekki í andlit björgunar- manns. Hlífðargrímur sem þessar — líf- Iyklarnir — hafa náð talsverðri út- breiöslu erlendis, sérlega þar sem ótti manna við eyðnismit er mikill. Slysavarnafélagið mun næstu daga og vikur selja líflykilinn víða um land og kynna notkun hlífðargrím- unnar rækilega. Líflykillinn verður seldur á 500 kr og hugsanlegum hagnaði af sölu hans verður varið til þess að efla björgunarsveitir og slysavarnir. Grunnskóla- myndlist Gmnnskólanemendur sem komu í Listasafn íslands í gær til að skoða sýningu á verkum Finns Jónssonar fengu í eins konar kaupbæti tón- leika rússneska píanóleikarans Al- exanders Makarovs sem lék verk eftir Beethoven, Chopin, Rachman- inoff og Gershwin. Hópar grunnskólanemenda koma daglega í söfn rfkisins; Listasafn ís- lands, Safn Ásgríms Jónssonar og Listasafn Einars Jónssonar og skoða þau undir leiðsögn safnakennara. Á þessu skólaári hafa sýningar verið mjög fjölbreyttar og við hæfi allra aldurshópa. —sá.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.