Tíminn - 21.03.1992, Qupperneq 15

Tíminn - 21.03.1992, Qupperneq 15
Laugardagur21. mars 1992 Tíminn 15 Afkoma Flugleiðahótel- anna 1991: Lakari nýting á Loftleiðum Nýting á gistiherbergjum flugleiða- hótelanna tveggja, Hótel Loftleiða og Hótel Esju, var lélegri á síðasta ári en á árinu á undan. Sömu sögu er að segja af nýtingu hjá bílaleigu Flugleiða. Þrátt fyrir þetta skiluðu þessar rekstrareiningar hagnaði. Hótelin tvö eru að fullu í eigu Flug- leiða og eru rekin sem hluti af félag- inu. Nýting gistiherbergja á Loft- leiðum var 61% á árinu 1991 og 64% á Hótel Esju, en í báðum tilfell- um er um mun lakari nýtingu en í fýrra að ræða. Aukið framboð á gistiherbergjum á undanförnum ár- um er talin meginástæðan fyrir verri afkomu hótelanna. Nýting bílaleigunnar var 61% og er það heldur verrri niðurstaða en á árinu á undan. -ÁG. Ný tekjulind íþróttafélaga: Sportkort frá „Júró“ Nokkur íþróttafélög sömdu nýlega við Kreditkort hf. um útgáfu á al- þjóðlegu tengikorti við Eurocard sem kallast Sportkort. Gefið verður út alþjóðlegt Eurocard greiðslukort sem íþróttafélögin fá gefin út fyrir t.d. félagsmenn sína. Þau félög sem ná ákveðnum fjölda verður heimilt að láta hanna sérstaka framhlið á kortin með merki sínu eða litum. Tekjur félaganna af þessari korta- útgáfu verða hluti af árgjaldi sem korthafar greiða. Árgjaldið verður hærra en árgjald af venjulegu korti. Þá munu félögin geta samið um styrk frá fyrirtækjum á þann hátt að ákveðinn hundraðshluti við- skipta út á þessi tilteknu kort renni til íþróttafélaganna. Kynningardagur stýrimanna- nema í dag, laugardag, frá kl. 13 er kynningardagur Stýrimannaskól- ans í Reykjavík en auk hans taka þátt í atburðum dagsins fjölmörg fyrirtæki sem tengjast sjávarút- vegi. Þyrla Landhelgisgæslunnar verð- ur til sýnis kl. 13.30 en auk þess verður kraftakeppni og keppni í því að splæsa víra. Félagsmál: Foreldrastarf í félögum Ungmennafélag íslands heldur fræðslunámskeið í félagsmiðstöð UMFÍ að Öldugötu 14 og hefst næsta námskeið fimmtudaginn 2. apríl kl. 20. Fjallað verður um uppbyggingu foreldrastarfs í fé- lögum. Aðeins er rúm fyrir 12 manns á hverju námskeiði og því eru áhugasamir beðnir að skrá sig sem fýrst í síma 12546. Leiðrétting í frétt blaðsins sl. þriðjudag, um nýtt tæki er eyðir valbrá af húð fólks, var rangt farið með nafn sér- fræðingsins, sem sýndi vélina. Hans rétta nafn er Ólafur Einars- son og biðst hlutaðeigandi velvirð- ingar á því. J.mödd eftirlitsmannsins er hvell eins og í Gestapomanni: „Hæ, Mjall- hvft, komdu héma. Ég finn á lykt- inni að þú hefur svikist um að bera á þig svitalyktareyðinn í morgun. Komi þetta aftur fyrir verður þér sagt upp!“ í þessum töluðum orð- um ber að fimm manna bamafjöl- skyldu og efdriitsmaðurinn strangi snýr við blaðinu og brosir sínu breiðasta. „Gjörið svo vel. Höllin hennar Mjallhvftar er hér handan við homið til hægri — við tjömina. Góða skemmtun En nú snýr hann sér að Mjallhvfti á ný og hækk- ar róminn: „Eitt enn. Þú ert ekki í réttum undirfótum. Þú veist að þú átt að vera í litlausum sokkabuxum. Farðu strax úr netsokkunum." „Útþynningar- fasisimi“ Nýja „Disneyland" sem verið er að setja upp í einu úthverfa Parísar, hið svonefnda „EuroDisney" hefur ekki verið opnað enn. Samt er skemmti- garðurinn orðinn skotspónn and- amerískra afla í frönskum fjölmiðl- um og meðal margra hópa ffanskra menntamanna. Þeir hafa snúist önd- verðir gegn áróðrinum fýrir Mikka mús og kumpánum hans og kalla þetta „útþynningar-fasisma" gegn ffanskri menningu. Allt frá því er fralnska stjómin heim- ilaði þetta rúmlega 100 miljarða (ísl. króna) fýrirtæki hafa andstæðingar þess verið að leita heppilegra leiða að ráðast gegn því, en Euro-Disney á að opna 12. apríl. Aðstandendur þykja hafa gefið höggstað á sér með því að heimta sérstakt útlit og klæðaburð af starfsfólki, sem verða mun um 12.000 manns. Hvoriá stutt pils né fölsk augnahár Viðeigandi klæðnaður starfskvenna í skemmtigarðinum felst m.a. í því að netsokkar verða bannaðir, svo og sokkabelti. Þá er áberandi varalitur forboðinn, leðurbuxur, stutt pils, fölsk augnahár og strípur í hári. Karlmennimir mega ekki vera með of sítt hár og alskegg og yfirskegg er bannað. Þá hneykslar margan að all- ir verða að vera í „kjörþyngd", svo ístrubelgir þurfa ekki að reyna að sækja um. Hagstæð lán og vegagerð Fjandsamlegar raddir í fjölmiðlum hafa hvatt franska „citoyens" að snú- ast til vamar. McDonalds og fleiri skyndibitakeðjur hafa gerst fýrirferð- armiklar á Champs-Elysées og ensk- um aðskotaorðum í frönsku fjölgar. Þjóðemissinnaöir Frakkar skilja ekkert í hví stjómvöld heimiluðu EuroDisney. Fyrirtækinu vom veitt mjög hagstæð langtímalán og nýir vegir og jámbrautir lagðar að „ævin- týralandinu". Gagnrýnendur hafa fundið sér stuðning í skýrslu opinbers embætt- ismanns, sem segir að reglumar um klæðaburð séu ólöglegar og skerðing á persónufrelsi. Þá hafa verkalýðs- samtök látið frá sér heyra og segja að það að ætla að segja fólki hvað und- irfatnaði það eigi að klæðast sé full- langt gengið. „Þetta verður að stöðva,“ segir kona sem veitir kvennastarffnannasamtökum for- stöðu. Þurfa 11 milljónir gesta Sögur af feitu fólki sem komið hef- ur vonsvikið út af ráðningaskrifstof- unni hafa verið sem olía á eldinn. Líka sögur af mönnum sem ekki hafa viljað fóma „tagli“ sem þeir höfðu komið sér upp. Konur sem voru í magabeltum segja og sínar farir ekki sléttar. Gary Campell nefnist amerískur blaðamaður sem sótti um vinnu en var hafnað vegna þess að hann var með skegg. „Þeir sáu ekki taglið sem ég hafði stungið niöur í skyrtuháls- Kurr er í iðnaöarmönnum sem starfa í ævintýralandinu. Franska „Mjallhvít“ sætir hörðum skilmálum málið,“ segir hann. „Ég hafði ekki áhuga á vinnunni eftir að ég heyrði um reglumar," segir hann. „Svona gengur ekki í Frakklandi né neins staðar í nútímanum." Eigi EuroDinsey að bera sig verður garðurinn að fö 11 milljónir gesta ár- lega og verða 5 milljónir þeirra að vera Frakkar. Tcdsmenn fýrirtækisins taka gagnrýninni með brosi. „Við komum hreiskilnislega fram,“ segja þeir, „kannski of hreinskilnislega. En við vildum afstýra öllum misskiln- ingi í tíma og forða vandræðum. Væri maður bankastjóri og sæi að einhver gjaldkeranna væri brjóst- haldaralaus undir stuttbolsskyrtu, þá yrði að finna að því,“ segir einn ráðn- ingastjórinn. „Það segir líka í reglun- um að fólk megi ekki bera nema einn hring. Sjálfur er ég með tvo og fengi því ekki starf þama. Ég held að það sé orðum aukið hjá blöðunum að við verðum með einhverjar lög- reglunjósnir." Betri en franskir vinnuveitendur En EuroDisney hefur líka fengið stuðning úr óvæntri átL Franskur fréttmaður, sem réð sig hjá fýrirtæk- inu og ætlaði að sýna fram á að ffamkoman við starfsfólk væri með „fasistasniði“, sagði um reynslu sína að þetta væri bara ,ágætur vinnu- staður.“ Hann sagði Ameríkanana þægilegri vinnuveitendur en flesta Frakka. EuroDisney hefur í fleiri hom að líta. Sextán franskir undirverktakar segja að þeim hafi ekki verið sann- gjamlega greitt fyrir störf sín og hafa hótað verkfalli. Robert Fitzpatrick, forstjóri EuroDisney, hefúr sakað menn þessa um „fjárkúgun". Á mótí kalla þeir fýrirtækið „kúrekapakk". Forráðamenn EuroDisney em ann- ars bjartsýnir. Þeir segja að mikið sé hringt og spurt um útvistarmögu- leika á svæðinu. Og það sem meira er — menn hafa ráðið í öll störf, þrátt fýrir skilmálana. Skemmtigarðurinn EuroDisney, sem verður stœling á hinu víðkunna Disneylandi veldur deilum og gagnrýni meðal Frakka „ Velkomin I Euroöisney. “ Skemmtigarðurinn er orðinn þyrnir í augum þjóðernissinnaðra Frakka, þótt enn sé ekki búið að opna hann.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.