Tíminn - 21.03.1992, Page 20

Tíminn - 21.03.1992, Page 20
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & HEIÐI BÍ LAPART ASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D • Mosfellsbœ Sfmar 668138 & 667387 ýO' HOGG- > DEYFAR VersJið hiá faemönnum G) varahlut Hamarsböfða 1 - s. 67-6744 ÞJONUSTA MÁLARAR geta bætt við sig málningarvinnu úti sem inni Vönduð og góð vinnubrögð Sími 670269 ÞÉTTING OG KLÆÐNING LAUGARDAGUR 21. MARS 1992 Stjórn Dagsbrúnar segist ekki bera ábyrgð á láni Lífeyris- sjóðsins til KRON: Dagsbrún afskrifar „Þrastar- milljónir“ Dagsbrún sem slíkt hefur enga fjár- muni lánað og því engu tapað vegna viðskipta Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar og Framsóknar og KRON. Verka- mannafélagið Dagsbrún lánar ekki félögum og fyrirtækjum úti í bæ, segir m.a. í yfirlýsingu frá stjóm Dagsbrúnar. Stjórnin sendi frá sér yfirlýsinguna vegna frétta af láni Lífeyrissjóðs Dagsbrúnar til KRON sem nam um 20 millj. kr. en stendur í um 32 millj. kr. með tryggingu í 20. veðrétti í Þönglabakka 1 í Reykjavík. Eignin var boðin upp í janúarmánuði sl. og var slegin Landsbankanum á 315 milljónir. Lífeyrissjóður Dagsbrúnar bauð 314 milljónir. í yfirlýsingu stjórnar Dagsbrúnar, sem undirrituð er af Guðmundi J. Guðmundssyni formanni félagsins, segir að þegar ákveöið var að kaupa skuldabréf með veði í Þönglabakka 1 hefði verið farið í einu og öllu eftir ströngum reglum sjóðsins. Áhvíl- andi veð á eigninni hefðu þá numið innan við 45% af brunabótamati. Síðan hefði markaðsverð á verslun- arhúsnæði hríðfallið. Jafnframt hefði KRON farið á hausinn og eign- in verið boðin upp og lífeyrissjóðn- um ekki tekist að tryggja hagsmuni sína á uppboðinu. Síðan segir í yfirlýsingu stjórnar Dagsbrúnar: „Þetta er hiris vegar fyrsta og eina tapaða veðskuld Líf- eyrissjóðs Dagsbrúnar og Fram- sóknar í yfir 20 ára sögu sjóðsins." Dagsbrún stöðvaði uppskipun úr þýsku leiguskipi í Sunda- höfn í gærmorgun: Verkamenn úr Keflavík við vinnu í Sundahöfn Verkamannafélagið Dagsbrún stöðv- aði í gærmorgun uppskipun á rörum úr þýsku leiguskipi í Sundahöfn, þar sem við uppskipunina störfuðu verkamenn frá Keflavík. Verktaki úr Keflavík hafði átt Iægsta boð í upp- skipunina og var mættur við Sunda- höfn með tíu menn og þijá lyftara. Þessu gátu Dagsbrúnarmenn ekki unað, þar sem þeir eiga samnings- bundinn forgangsrétt áallri vinnu við höfnina. Það var mikill hiti í mönn- um við Sundahöfn í gærmorgun og hótaði verktakinn að senda mann- söfnuð í bæinn gegn þeim Dagsbrún- armönnum, en af því varð ekki og leystist málið á friðsamlegan hátt. Urðu málalyktir að Eimskipafélag ís- lands tók að sér verkið, en fyrir mun hærra verð en keflvísku verktakamir fengu og þurfa sunnan menn að greiða mismuninn. Allt bendir til að verktakamir reyni að sækja mismun- inn til Dagsbrúnar og er þar um tals- verða upphæð að ræða. -PS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.