Tíminn - 15.04.1992, Page 4

Tíminn - 15.04.1992, Page 4
r 4 Tíminn Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Tíminn hf. Framkvæmdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavik Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsimar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaðaráskrift kr. 1200,- , verð I lausasölu kr. 110,- Grunnverð auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 , ,T ímasetningar- mistök“ Þau tíðindi eru helst af aðalfundi Landsvirkjun- ar að fyrirtækið siglir inn í tímabil tapreksturs, sem stafar af greiðslum vaxta og afskrifta af fjár- festingum í virkjunum og öðrum orkumann- virkjum, sem byggð hafa verið án þess að nokkr- ir nýir orkukaupendur hafi komið til sögunnar. Formaður stjórnar Landsvirkjunar hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum að þetta séu ekki fjár- festingarmistök, heldur tímasetningarmistök. Hinn svokallaði „fortíðarvandi“ birtist víða. Það virðist vera víðar en í loðdýrarækt og fisk- eldi, sem framtíðarplönin hafa brugðist. Það koma ýmsir fletir upp á hinni arfavitlausu um- ræðu, sem hefur verið um fjárfestingarmál og atvinnumál að undanförnu. Kaffipokaræðan fræga á Austurvelli þann 17. júní síðastliðinn, þegar forsætisráðherra þjófkenndi þá sem fara með almannafé, er toppurinn. Það er auðvitað kaldhæðni örlaganna að sjálf- ur ræðumaðurinn átti sæti í stjórn Landsvirkj- unar, þess fyrirtækis sem gengið hefur svo ötul- lega fram í arðlausum fjárfestingum. Því er nú haldið fram að auðvitað hafi þróunin ekki verið fyrirséð, og því hafi verið um „tímasetningar- mistök“ að ræða. Það kann rétt að vera. Hins var svo einnig um loðdýraræktina og fiskiræktina. Árið 1981 fengust 504 danskar krónur fyrir blá- refaskinn á uppboðsmörkuðum í Danmörku. í dag er verðið 366 krónur danskar, einum áratug síðar. Þeim, sem fjárfestu í þessari grein, gekk illa að sjá þetta fyrir, eins og þeim sem gerðu „tímasetningarmistökin“ í orkuframkvæmdun- um. Hins vegar hefur loðdýramönnunum ekki verið hlíft í almennri umræðu. Forustumenn ríkisstjórnarinnar horfa aftur en ekki fram í atvinnumálum. Það fer lítið fyrir úrræðum, sem miða að því að komast upp úr þeim öldudalnum í atvinnumálum. Það fer einnig lítið fyrir úrræðum í atvinnumálum, sem geta leitt til aukinnar orkunotkunar í landinu. Við íslendingar höfum fjárfest gífurlega á undanförnum árum. Vonirnar, sem við margar þessar fjárfestingar voru bundnar, hafa ekki ræst. Hins vegar höfum við mikinn auð í hönd- unum, í orkuframkvæmdum, byggingum og alls konar tækjabúnaði. Hins vegar hefur alls ekki verið hugað sem skyldi að þeim auð, sem býr í hugmyndaríku fólki og menntuðu, fólki sem hefur nýjar hugmyndir. Það er grundvöllurinn að framförum í landinu. Hins vegar verður það aldrei svo, að hægt verði að sjá allar sveiflur í skilyrðum atvinnulífsins fyrirfram. Þó að læra eigi af mistökum, leiðir karpið um fortíðina, sem ríkisstjórnin hefur forustu um, ekki til neins nema stöðnunar. Miðvikudagur 15. apríl 1992 Hresst upp á borgarbrag Miðborg Reykjavíkur tekur á sig nýtt svipmót með tilkomu Ráð- hússins og ágætar endurbætur á bökkum norðurenda Tjamarinnar. Nú er röðin komin að Iðnó, sem vanrækt hefur verið allt of lengi en nú er málið komið í þann farveg að allt stendur þar til bóta. Um sama leyti og Ráðhúsið kem- ur í ljós tekur Lækjargatan miklum stakkaskiptum. Þar er búið að slá utan af þokkafullri byggingu sem vel sómir sér í miðbæ höfuðborgar- innar. Það er Hið íslenska bók- menntafélag sem fékk þama lóð og byggingarleyfi og sem vænta mátti af menningarmönnum eins og þeim sem standa að bókmenntafé- Iaginu var byggt af glæsibrag og smekkvísi. Er miðbærinn og þar með borgin öll miklum mun litríkari eftir að loksins tókst að reisa þar hús sem lyftir borgarmyndinni í stað allra þeirra menningarfjand- samlegu kumbalda sem menn hafa leyft sér að hrúga upp í miðborg- inni á undangengnum áratugum. Andleysi Einu sinni stóð til að rífa húsin í Bakarabrekkunni og reisa þar stjómarráðsbyggingu. Meðal borg- arbúa almennt ríkti algjört tómlæti um þá íyrirætlan, eins og reyndar öll stórskemmdarverk sem unnin hafa verið í borginni við Sundin blá. Svo var birt teikning af væntan- legu stjómarráðshúsi, venjulegur hugmyndasnauður og andlaus kassi upp á fimm eða sex hæðir. Torfusamtökin voru stofnuð sam- stundis til að forða slysi og hlutu þau þegar nær óskoraðan meðbyr borgarbúa. Framhaldið er vel þekkt En upp úr því fóm vemdunar- sjónarmið að gerast svo íhaldssöm og borgin hefur borið stórskaða af. Endumýjun er sein og fálmkennd og alls kyns kumbaldar og hráka- smfð hafa verið dubbaðir upp í að hafa eitthvað varðveislugildi. Svo var t.d. um húsið sem stóð þar sem nýbygging bókmenntafé- lagsins er risin núna. Reynt var að æsa upp mótmælalið til að varð- veita það sem var einskis virði. Nú sjá allir hve vel tókst til og trúlega saknar ekki nokkur sála þess sem burtu vék. Vánhæfni Galdurinn við að endumýja bæ og borg er einfaldlega sá að reisa fallegri og betri hús, endurbæta arkitektúrinn, í stað þess sem víkur. Þá verða allir ánægðir. Kassamir sem hrúgað er í skörð við t.d. Austurstræti og Austitfvöll verða til þess að fólk getur ekki hugsað sér nýbyggingar í gömlum bæjarhverfum. Það eru einstaklega vanhæfir arkitektar og fullkomlega smekklausir húsbyggjendur sem drepa niður hverfi eins og Miðbæ Reykjavíkur. Einhverjir mestu vandalistar í byggingarsögu borgarinnar em Út- vegsbankinn sálugi og Landsbank- inn. Þar hefur verið hrúgað skúr við skúr og torg og götur sviftar öll- um fyrri þokka. Lítið á bankahlið Lækjartorgs eða eyðimörkina sem bankamir hafa gert úr Hafnar- stræti. Meistarar ljótleikans eru enn að klúðra og klastra við Landssíma- húsið sem er orðið svo ferlegt skrípi að við liggur að það hafi minjagildi sem slfkt. Grámyglulegir steinveggir, ryðg- að bámjám og niðumíðsla blasa hvarvetna við í miðborginni og mslatunnur á almannafæri em eitt athyglisverðasta einkenni hennar. Sú uppbygging sem nú er hafin gefur vonir um að vel megi bæta ásýnd gömlu Reykjvíkur og stjóm- armiðstöðvar ríkis og borgar á þann veg að hægt sé að fara þar um kinnroðalaust. Þá verða líka að haldast í hendur heilbrigð varð- veislusjónarmið og uppbygging sem hæfir siðmenningarþjóð. Vemdum Landsbókasafnið Landsbókasafnið við Hverfisgötu er eitt fegursta hús borgarinnar og þótt víðar væri leitað. Það var byggt sem landsbókasafn eins og svo skil- merkilega er skráð yfir anddyrinu. Fleiri söfn vom sett í húsið, sem kallað var Safriahúsið um skeið. Nú em þau öll farin nema Landsbóka- safnið. Með tilkomu bókhlöðunnar á Melunum og sameiningu safna er rætt um að breyta húsi Landsbóka- safhsins í hitt og þetta annað með alls kyns tilfæringum. Enn em á ferð meðal okkar skammsýnir vandalistar sem ekki hafa hlotið þann menningarlega þroska að skilja hvað ber að varð- veita og hverju má breyta eða láta hverfa. Landsbókasafnið er ein dýrasta perla byggingarlistar á íslandi. Það verður menningarsögulegt slys ef fara á að breyta því í eitthvað annað en bókasafn. Húsið er jafnglæsilegt að innan sem utan og ætti allt að vera friðað fyrir niðurbroti og breytingum. Þótt meginhluti safnsins verði fluttur á Melana og sameinaður Há- skólabókasafni er ótrúlegt annað en að einhver hluti safnsins og bók- menntaleg starfsemi geti orðið eftir á Hverfisgötu. Hvort það verður handrita- deild safnins, sérdeildir sem til- einkaðar verða íslenskum bók- menntum og rannsóknum á þeim. Kannski athvarf fyrir fræðimenn og rithöfunda í þeim mörgu vistarver- um sem húsið hefur að bjóða. Það er ótal margt sem kemur til greina ef meta á notagildi byggingarinnar til fremdar bókmenntum og menn- ingu. Það er óþolandi tilhugsun ef fara á að breyta lestrarsölum í dómsali eða leikhús eða yfirleitt hvað sem er annað en bókasafn og fræðamið- stöð sem lærðir og leikir hafa greið- an aðgang að, eins og ávallt hefur verið í Landsbókasafninu allt frá stofnun þess. Húsið glæsilega við Hverfisgötu er tileinkað íslenskum bókmennt- um og engu öðru. Á öllum útveggj- um eru steypt í stein nöfn flestra helstu höfunda sem haldið hafa merki menningar á íslandi hæst á lofti. Það væri að svfvirða minningu þeirra ef bókmenntir og bók- menntastörf verða gerð burtræk úr húsinu. Þá er eins gott að jafna það við jörðu og byggja eitthvað allt annað á rústinni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.