Tíminn - 15.04.1992, Side 5

Tíminn - 15.04.1992, Side 5
Miðvikudagur 15. apríl 1992 Tíminn 5 Ingvar Gíslason: Ritstjórí Tímans birtir á laugardaginn hugleiðingu um Evrópu- mál undir fyrirsögninni: EES, hagfelldur samningur eöa afsal fullveldis? Efnistök rítstjórans eru mjög almenns eðlis að hætti frétta- skýrenda. Nokkuð er slegið úr og í eins og brenna vill við í slík- um rítsmíðum, en forskriftin ætlast til þess að fréttaskýrandi komist að einhverrí niðurstöðu í iokaorðum sem hjá rítstjóra Tímans verður þessi: Tíminn „Það er ljóst að ganga verður þessa götu (þ.e. götu EES-samn- inga) til enda og fá niðurstöðu í það mál hvort samningur næst sem hægt er að sætta sig við. Samning- urinn þarf að dómi fræðimanna ekki að skerða fullveldi íslendinga, en meginmálið er yfirráð yfir auð- lindum okkar. Yfirráð yfir þeim er það sem sker úr um raunverulegt sjálfsforræði og fullveldi íslend- inga.“ Þótt greinin í heild gefi vissulega tilefni til athugasemda af minni hálfu framar því sem hér mun koma fram, ætla ég eingöngu að beina athygli manna að þeirri setn- ingu í grein ritstjórans þar sem seg- ir að samningurinn þurfi ekki að skerða fullveldi íslendinga, enda sé dómur „fræðimanna" á þann veg. Nú er það svo, að samningur um Evrópskt efnahagssvæði (EES) er mjög víðtækur og efnismikill. Hann spannar mörg svið og er að efni, umfangi og markmiði gerólík- ur öllum milliríkjasamningum (ef slíkt orð má nota í þessu tilfelli) sem íslendingar hafa átt hlut að og Alþingi fær til staðfestingar. Þrátt fyrir það hafa aðstandendur EES- samnings komist upp með það og haft til þess stuðning áhrifaafla í þjóðfélaginu, þ.á m. fjölmiðla, að EES-samningurinn sé sakleysislegt samkomulag um hagstæð við- skiptamál og nokkra efnahagssam- vinnu (enda nafngiftir eftir því), þótt í raun sé verið að stofna sér- stakt ríkjabandalag, sem krefst virks og viðeigandi stjórnskipulags með ákvæðum um útdeilingu valda eins og er meginhlutverk stjóm- skipunarlaga. Stjórnskipunarlög ríkjabandalagsins EES gera af sjálfu sér þá kröfu til aðildarríkja að þau afsali svo og svo miklu af þjóð- legum völdum til yfirstjómar bandalagsins. Undan þessu getur ekkert aðildarríki samið sig. Aðild að Evrópsku efnahagssvæði felur í sér ýmsa valdskerðingu að því er tekur til allra höfuðþátta ríkisvalds- ins: löggjafarvalds, dómsvalds og framkvæmdavalds. Samningur sá, sem íslenski utanríkisráðherrann ætlar að undirrita eftir hálfan mán- uð (eða svo), geymir skýr ákvæði um slíka valdatilflutninga frá ein- stökum ríkjum til miðríkisstjómar EES. Mér vitanlega hefúr enginn sér- fræðingur fúllyrt að ekki fylgi full- veldisskerðing aðild að EES. Hitt kann að vera að stjórnlagafræðinga greini á um umfangið í því efni, hversu mikil valdskerðing þjóðríkja verður í þágu miðstjórnar hinna nýju ríkjasamtaka. Það er hlutverk stjómmálamanna að meta pólitísk áhrif slíkrar valdskerðingar. Stjóm- málaritstjórar eiga einnig að annast slíkt mat. Þau ár, sem ég hafði aðstöðu til Mér vitanlega hefur enginn sérfrœðingur full- yrt að ekki fylgi fullveldis- skerðing aóild að EES. Hitt kann að vera að stjórnlagafrœðinga greini á um umfangið íþvf efni, hversu mikil valdskerðing þjóðrikja verður íþágu miðstjórnar hinna nýju rikjasamtaka. Það er hlutverk stjórnmála- manna að meta pólitísk áhrif slikrar valdskerð- ingar. Stjórnmálaritstjör- ar eiga einnig að annast stíktmat. að móta málflutning Tímans, m.a. í Evrópumálum, var það stefna blaðsins að vara stjórnvöld og les- endur við þeim hættum sem fælust í EES-aðild að þessu leyti auk margs annars. Nú kveður við annan tón hjá Tímanum þegar ritstjóri blaðsins segir að ekki þurfi að óttast fullveldisskerðingu sem afleiðingu af aðild að þessum ríkjasamtökum. Ritstjórinn fylgir fullyrðingu sinni eftir með því að bera fyrir sig álit „sérfræðingá', þótt ekki séu nöfn nefnd í því sambandi. En nú ber svo við að sama daginn sem Tíminn er að boða áhættuleysi EES-samnings í fullveldismálum, berast fréttir af því að sænskir sér- fræðingar og umsagnaraðilar um áhrif EES-aðildar á sænskt fúllveldi telji óhjákvæmilegt að breyta stjómarskránni, arrnars séu samn- ingsákvæðin í andstöðu við stjóm- arskrá Svíþjóðar. Þessi frétt þarf ekki að koma neinum á óvart. Löngu er vitað að sænskir ráða- menn, jafnt sem finnskir og norsk- ir, hafa opinskátt greint almenningi frá því að aðild að EES snerti full- veldisákvæði stjórnskipunarlaga. Tæpast getur nokkur lögfræðilegur vafi, hvað þá pólitískur, verið á því að hið sama á við um ísland. Eng- inn ágreiningur er í Sviss um það að EES-aðild kemur við fúllveldis- ákvæði svissneskrar stjórnskipun- ar, sem að vísu er mjög einstök að formi en um innsta eðli á engan hátt frábrugðin grónum skilningi íslendinga á efnisinntaki fullveldis og sjálfstæðis. „Gróinn skilningur" leyfi ég mér að segja, þó að ég eigi þar á hættu að rekast á hinn „nýja skilning" á efni fullveldishugtaks- ins sem kenndur er við danska ut- anríkisráðherrann, Uffe Ellemann- Jensen. Að mínum dómi er Tímanum það eitt sæmilegt að halda sér við hinn gróna skilning á fullveldis- hugtakinu. í því sambandi get ég endurtekið það sem ég hef áður sagt til rökstuðnings „íhaldssemi" minni í þessu efni, að þótt það sé fjarri mér að ekki megi hrófla við viðteknum skoðunum (því að svo íhaldssamir mega menn ekki vera), þá eru til grundvallarskoðanir, sem skylt er að umgangast með gætni. Það eru þær skoðanir sem eru svo mikilsverðar og sígildar, að hver ærleg sála verður að íhaldsmanni við að hugsa um þær. Gróinn skiln- ingur íslendinga á fullveldishug- takinu er ein þessara skoðana. Tímamönnum ber skylda til að vera þjóðlegir íhaldsmenn. Haldi þeir þá skyldu í heiðri, hafa þeir til ein- hvers barist. Höfundur er fyrrv. rítstjórl Tfmans. Gunnar Dal: Leyndardómar ljóssins En hvert er þá eðli Ijóssins, þessarar uppsprettu allra hluta? Eins og fyrr segir er ljós ekki talið efni. En ljós getur orðið efni og efnið ljós. Ljósið er samsett úr litlum einingum, ljósein- ingum, og hver Ijóseining er ákveðinn orkuskammtur. Mismun- andi orkuskammtar ákvarða lit Ijóssins. Ljóseindir bláa Ijóssins hafa td. meiri orku en ljóseindir rauða Ijóssins. Þessi munur getur veríð mjög mikiil. Röntgen-ljóseind hefur trilljón sinnum meiri orku en útvarpsljóseind á lengstu bylgjum. Ljóseindir eru knúðar áfram af samtengdu rafsviði og segulsviði og þær fara með feiknahraða, eða meira en 300.000 km hraða á sekúndu. Allar tegundir af Ijósi, sýnilegar og ósýnilegar, eru því rafsegulöld- ur. Þessi tvö svið, raf- og segulsvið, skapa ölduhreyfingu ljóseindanna. Hreyfingin er sú sama, en tíðnin fer eftir því hvað orkan er mikil hjá hverri tegund ljóseinda. Öldu- lengd er fjarlægð milli tveggja öldutoppa. En tíðni er öldufjöldinn á hverri sekúndu. Öll geislun er mæld í öldulengd og tíðni. Tíðnin verður því meiri sem öldulengdin er minni, þar sem allt ljós berst á sama hraða. Geislarnir eru sterk- astir þar sem tíðnin er mest. Ef við röðum geislum eftir styrkleika, koma gammageislar fyrstir, þá röntgengeislar, útfjólubláir geislar, ljósgeislar, innrauðir geislar, ör- bylgjugeislar og loks útvarpsgeisl- ar. Rannsókn á gammageislum er orðin ný vísindagrein innan stjörnufræðinnar. Þetta eru geysi- öflugir geimgeislar, öldutoppamir 10~15 til 10~10 á hvem metra. Sem betur fer komast þeir ekki til jarð- arinnar. Ef þeir gerðu það, mundu þeir útrýma öllu lífi. Þessa geisla verður því að rannsaka frá gervi- tunglum og geimferjum utan gufuhvolfsins. Röntgengeislar eru næst sterk- astir. Tíðni þeirra er um 10-12 til 10-9 á hvem metra. Röntgengeisl- ar komast ekki heldur til jarðar- innar og það verður að rannsaka þá á sama hátt og gammageisla. Næst koma útfjólubláu geislarn- ir. Tíðni þeirra er 10-9 til 3xl0~7 eða ein billjón niður í 3.3 milljónir öldutoppa. Þá má rannsaka með tækjum á jörðu niðri. Þessar þrjár tegundir eru fyrir ofan hið sýnilega Ijós. Hið sýnilega ljós, þessi helsti gluggi okkar til að skoða tilvemna út um, hefur tíðni frá 3xl0~7 á metra niður í eina milljón. Litimir í ljósgeisla eru á mismunandi Seinni grein bylgjulengdum. Hver hinna hreinu grunnlita — rautt, rauð- gult, gult, grænt, blátt og fjólu- blátt — hefur sína sérstöku öldu- lengd. Augað greinir allar þessar bylgjulengdir, en getur túlkað þær með ýmsu móti. Ef auganu berast t.d. Ijóseindir af rauðu og grænu samtímis, þá sýnist okkur liturinn gulur, jafnvel þótt engar Ijósein- ingar á öldulengd gula litarins ber- ist til augans. Þrjár næstu geislategundir eru ósýnilegt Ijós. Næsta tegund fýrir neðan sýnilega ljósið er innrauðu geislarnir. Tíðni þeirra er milljón til þúsund öldutoppar á metra. Þessir geislar komast aðeins að litlu leyti til jarðar. Menn rannsaka þá af háum fjöllum eða úr flugvél- um. Fyrir neðan innrauðu geislana taka við geislar er nefnast örbylgj- ur. Tíðni þeirra er frá þúsund nið- ur í einn öldutopp á metra. Þessar bylgjur eru aðallega rannsakaðar úr flugvélum og loftbelgjum. Loks er að telja útvarpsbylgjur: stuttbylgjur og langbylgjur. Bilið milli toppanna er frá einum senti- metra upp í hundrað þúsund kíló- metra. En, eins og fyrr segir, allt ljós fer með sama hraða. Þær, sem taka þessi risaskref, eru nákvæm- lega jafnfljótar þeim sem tifa áfram með örsmáum skrefum. í raun og veru á hreyfmg Ijóss lítið skylt við skref eða öldur á vatni. Þetta er að- eins gamall vani að merkja nýtt fyrirbæri með gömlu og auðskilj- anlegu tákni. Ljósið er orka. Og orka er alltaf á hreyfingu, aldrei kyrrstæð. Þess vegna eru allir hlutir stöðugt að breytast og geta ekki staðið í stað. Jafnvel alheimurinn er stöðugt að breyta um eðli, mynd og ástand frá upphafi tímans til endaloka tím- ans. En orkan sjálf er stöðug þó að hún sé alltaf að breyta um mynd. Ekkert af því, sem gerist eða getur gerst í öllum alheimi, getur skapað orku. Og ekkert af því, sem gerist eða getur gerst, getur heldur eytt orku. Þetta er sjálft grundvallar- lögmál alheimsins. Orka getur ekki skapast. Orka getur ekki eyðst. Og orka er samtengd rafsvið og segulsvið. Kraftarnir fjórir, sem öllu stjórna, eiga sér einn sameig- inlegan grundvöll og eru sam- tengdir. I upphafi var aðeins til geislun, öðru nafni ljós. Okkar orkuuppspretta er að sjálfsögðu sólin. Jafnvel öll fæða okkar er sólarljós. Allt líf jarðar- innar er byggt upp af Ijósi og nær- ist á Ijósi sem hefúr umbreyst í öll lífræn efni. Sólin fær sína orku frá kjarnorkusprengingum í miðju sólarinnar. Kjamorkan breytist í ljósorku. Og við notum ljósork- una, sem breytist á jörðinni í ýms- ar myndir. Vitneskju um hvað ger- ist í sólinni fáum við með litsjá. Litsjáin er tengd sjónauka og ýms- um öðrum tækjum og með henni getum við fengið nákvæmar upp- lýsingar, meðal annars um efna- samsetningu sólarinnar. Þjóðverji nokkur, Franhofner að nafni, tók fyrstur eftir því að það eru dökkar línur í sólarljósinu. Þessar línur eru nú kenndar við hann og kallaðar Franhofnerlínur. Þessar dökku línur myndast vegna þess að ákveðin efni í ytri lögum sólarinnar, sem eru tiltölulega köld, drekka í sig ákveðin efni. Rannsóknir á Franhofnerlínunum veita okkur nú nákvæmar upplýs- ingar um efnasamsetningu sólar- innar. Og einnig annarra sólna. En hvernig er orka mæld? — Öll geislabeltin frá innrauðu til röntgengeisla eru mæld í eining- um sem nefnast Angström. Angström er eining sem svarar til 10-8 sentimetra. Ljósgeislar eru um 3850-7600 Angström. Útfjólu- bláir geislar 3850-100 og röntgen- geislar minna en hundrað. Hvað hefur áunnist með því að hafa leyst hina gömlu gátu Galile- os um ljósið? Það, sem áunnist hefur, er það að áður höfðum við aðeins einn glugga til að skoða til- veruna út um, og hann heldur þröngan. Nú eru gluggamir tveir. Þessir tveir gluggar eru gluggi sjónarinnar eða ljósgeislamir. Hinn er útvarpsglugginn, sem er töluvert stærri og út um hann get- um við skoðað tilvemna í víðara og stærra samhengi. Nýja stjömu- fræðin, sem kortlagt hefur alheim- inn, byggist á útvarpsgeislunum. Allt, sem við vitum um alheiminn, sjáum við út um þessa tvo glugga. Þeir kunna að vera of þröngir til að vita mikið um veruléika. En gleymum því ekki að sjálfur Óð- inn, sem lét annað auga sitt fyrir þekkingu, sat aðeins við einn glugga, Hliðskjálf. Og út um þann glugga horfði Óðinn yfir heim all- an. Það er að segja jörðina. Við sjá- um nú talsvert lengra út um okkar glugga. Fyrir það ætti nútímamað- urinn að vera vísindunum þakklát- ur. Honum er nú færð á silfúrfati sú þekking, sem Galileo vildi fóma frelsi sínu fyrir og Óðinn lét fyrir auga sitt. Höfundur er rithöfundur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.