Tíminn - 15.04.1992, Síða 12

Tíminn - 15.04.1992, Síða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI BILAPARTASALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 18D ■ Mosfellsbæ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR • VARA- HLUTIR. MYND HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 ^■annel HÖGG- j DEYFAR 4Verslið hjá fagmönnum Gi varahlutir ■Uí. Hamarsböfða I - s. 67-6744J; Tíminn MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1992 Engar líkur eru taldar á að Sjömannanefnd komist að samkomulagi um leiðir til að ná fram hagræðingu í mjólkuriðnaði: Sjömannanefnd óstarf- hæf vegna ósamkomulags Horfur eru á að ekkert samkomulag náist í Sjömannanefnd um hagræðingu og endurskipulagningu í mjólkuriðnaði. Mikið ósamkomulag er í nefndinni og hafa sumir nefndarmenn meira og minna dregið sig út úr starfi nefndarinnar. Búist er við að eftir páska hefjist viðræður milli forystumanna bænda og iandbúnaðarráðuneytisins um breytiugar á skipulagi fram- leiðslu og úrvinnslu mjólkur í tengsíum við nýjan búvöru- samning. Óvíst er um s'iuðning aðila vinnumarkaðarins við niðurstöður þeirra viðræðna. Sjömannanefnd heíúr síðustu tvö ár verið meginvettvangur hreytinga í landbúnaðarmálum. Nefndin skilaðí á sínum tímum tillögum sem urðu síðan grundvöllur að búvömsamn- ingnum sem undirritaður var fyrir ári. Nefndin hefur' síðasta hálfa ári unnið að tillögum að breytingum í mjólkuriðnaði. Auk þess hefur nefndin skoðað leiðir til hagræðing- ar í svína- og fúglarækL f nefndinni sitja Guðmundur Sig- þórsson frá landbúnaðarráðuneyt- inu, Ögmundur Jónasson frá BSRB, Ásmundur Stefansson frá ASÍ, Þór- arinn V. Þórarinsson frá VSÍ, Hjörtur Eiríksson frá VMS of, Haukur Hall- dórsson og Hákon Sigurgrímsson frá Stéttarsambandi bænda. Með nefndinni hefur starfað fjöldi sér- fræðinga. Hagfræðingar BSRB og ASÍ hafa unnið mikið starf fyrir nefndina og formaður Landssam- bands kúabænda hefúr setið allflesta fundi hennar sem fjallað hafa um mjólkurframleiðslu og mjólkuriðn- að. Upphaflega átti nefndin að skila til- lögum um hagræðingu í mjólkur- iðnaði fyrir miðjan marsmánuð. Um það leyti töldu menn ekki útilokað að ná mætti samkomulagi um tillög- ur sem Ámi Benediktsson og Hjört- ur Eiríksson frá Vinnumálasam- bandi samvinnufélaganna lögðu fram til málamiðlunar. Það tókst hins vegar ekki. Síðustu vikur hefur ekkert þokast í samkomulagsátt og má segja að ágreiningur um leiðir hafi aukist frekar en hitL Síðustu daga hafa Haukur, Þórarinn, Ás- mundur og Hjörtur reynt að finna einhvem flöttil samkomulags. Sam- kvæmt heimildum Tímans em litlar líkur taldar á að þessi hópur finni einhverja samkomulagsleið. Heim- ildarmaður Tímans sagði það krafta- verk ef það tækisL Hann sagði jafn- framt að ef nefndin sendi frá sér ein- hveijar tillögur þá verði þær mátt- litlar því að ljóst sé að ekkert samkomulag sé um það sem máli skipti, þ.e. endurskipuiagningu sjálfs mjólkuriðnaðarins. Hugmyndin var sú að tillögur Sjö- mannanefndar yrðu grunnur að samkomulagi milli bænda og land- búnaðarráðherra um breytingar á framleiðslu og vinnslu mjólkur. Sáralítið stendur í búvörusamn- ingnum um mjólkuriðraðinn vegna þess að ekki vannst tími til að fara of- an í málefni hans áður en samning- urinn var undirritaður. Úr því átti að bæta nú í vor. Ef ekkert kemur frá Sjömannanefnd verða fúlltrúar bænda og landbúnaðarráðuneytisins að setjast niður og gera samning um mjólkurframleiðsluna. Óvíst er hvort það sem kemur út úr þeim við- ræðum muni njóta stuðnings for- ystumanna á vinnumarkaði. Full- trúar bænda telja slæmt að njóta ekki stuðnings aðila vinnumarkað- arins í þeim breytingum sem fram- undan eru í mjólkuriönaðinum. En úr því sem komið er telja a.m.k. sumir forystumenn bænda þýðing- arlaust að halda áfram viðræðum á vettvangi Sjömannanefndar. Halldór Blöndal landbúnaðarráð- herra sagði í gær að hann vonaðist enn eftir að fa í hendur tillögur frá Sjömannanefhd. Hann viðurkenndi að þaö hafi dregist úr hófi að nefndin skiir.ði tillögum. Hann vildi ekki svara því hver viðbrögð hans yrðu ef ekkert kæmi frá nefndinni. -EÓ Mjólkurbændur mega ekki færa milli verðlagsára: t Framleiösla umfram kvóta er nú bömuö Bændum sem stunda mjólkur- framleiðsiu er óheimilt að færa framleiðslu miili verðlagsára í haust eins og verið hefur allt frá því að kvótakerfi í mjólkurfram- leiöslu var komið á. Ástæðan er sú að 1. september tekur nýi búvöru- samningurinn gildi og talið er nánast óframkvæmanlegt að vera með tvö kerfi í gangi á sama tíma. Allt frá því að kvótakerfi í mjólkur- framleiðslu var komið á hefur verið reynt að hafa kerfið sveigjanlegt. Bændur hafa því getað framleitt upp í kvóta næsta árs. Heimilt hef- ur verið að færa til 5-15% milli ára. Þann 1. september næstkomandi tekur nýr búvörusamningur gildi. Samningurinn hefur í för með sér m.a. þær breytingar að framleiðsl- an tekur eingöngu mið af innan- landsmarkaði og útflutningsbætur verða felidar niður. Ekki er talið mögulegt að hafa tvö kerfi í gangi á sama tíma og því verður að byrja með hreint borð þegar nýja kerfið tekur gildi. Hætt er við að það komi illa við marga bændur að geta ekki fram- leitt eitthvað upp í framleiðslu næsta árs í haust eins og verið hef- ur. Mjög erfitt er fyrir bændur að stýra framleiðslunni svo nákvæm- lega að nýtingin á kvótanum verði 100% og ekki lítra fram yfir það. Um 87 milljóna hagnaður hjá UA Á aðalfundi Útgerðarfélags Akur- eyringa hf., sem fram fór fyrir skömmu, kom fram að hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári nam um 86,6 miljjónum króna, en það er umtalsvert minni hagnaður en árið á undan. Á fundinum var einn- ig samþykkt að auka hlutafé félags- ins um 100 milijónir króna, úr 480 milljónum í 580 milljónir. Þá var einnig ákveðið að greiða hluthöfum 10% arð. í skýrslu stjómar kom m.a. fram að hagnaður af rekstri útgerðarfélags- ins á síðasta ári nam um 86,6 millj- ónum króna. Rekstrartekjur námu rösklega 2,3 milljörðum króna og rekstrargjöld 1,9 milljörðum króna. Vergur hagnaður af rekstrinum er því um 432,5 milljónir króna, en var 455 milljónir árið á undan. Bók- færðar eignir félagsins í árslok námu ríflega 3,3 milljörðum króna, en skuldir þess voru um 1,8 millj- arðar króna. Eigið fé félagsins í árs- lok 1991 nam því 1,478 milljónum króna og eiginfjárhlutfall í árslok 44,7% á móti 44,6% árið á undan. Raunveruleg aukning eigin fjár á síðasta ári var um 6%, en var um 17,2% árið á undan. Hreint veltufé nam um 11,6 milljónum króna, en var árið á undan um 174,5 milljónir króna. Munar þar mestu um miklar fjárfestingar félagsins á síðasta ári, svo sem kaup á Árbak EA 308 ásamt kvóta, mikil endumýjun á vinnslu- búnaði, kvótakaup o.fl. Heildarafli skipa félagsins nam ríf- lega 23 þúsund tonnum á síðasta ári, en það er liöalega 1000 tonnum meiri afli en árið á undan. Megnið af framleiðslu Útgerðarfélagsins á síð- asta ári fór á 5 markaðssvæði. Stór hluti fór til Bandaríkjanna, en samt sem áður hefur sala þangað dregist umtalsvert saman. Hins vegar jókst útflutningur til Japans, Bretlands og Þýskalands og útflutningur til Frakklands stórjókst. Starfsmenn Útgerðarfélags Akur- eyringa voru að meðaltali um 500 talsins, fjölgaði um 50 frá árinu á undan. Hluthafar í félaginu voru um 1800 í árslok. Núverandi stjóm félagsins skipa: Sverrir Leósson stjórnarformaður, Halldór Jónsson, Ásgeir Magnússon, Sigurður Jó- hannesson og Pétur Bjamason. hiá-akureyri. Vorboðarnir Henni stendur grelnllega ekkí á sama um fyrstu afkvæmin sín, þessari veturgömlu kind. Mynd- ín var tékin á bænum Kelduiandi i Skagafiröi er Tímamenn áöu þar leið hjá fyrir skemmstu. Þaö er heimasætan, Koibrún Siv Jónsdóttir, sem er aö bjástra við tvilembingana, en að sögn afa hennar, Stefáns Hrólfssonar bónda á Keldulandi, báru nokkr- ar ær óvenju snemma í ár vegna þess að þær heimtust seint af afrétt í Austurdal i Skagafirði þar sem þær voru i „slæmum“ félagsskap af hinu kyninu. -ÁG Tfmamynd Pétur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.