Tíminn - 25.04.1992, Side 1

Tíminn - 25.04.1992, Side 1
Laugardagur 25. apríl 1992 79. tbl. 76. árg. VERÐ í LAUSASÖLU KR. 110.- Rannsókn á meintu harö- ræöi tveggja lögregiu- manna á ölvuðum öku- manni i Mosfeilsbæ: Lögreglu- mennirn- ir til starfa að nýju Lögreglumennimir tveir, sexn leystír voru frá störfum vegna rannsóknar á meintum mis- þyrmlngum á ökumanni sem tekinn var vegna gruns um ölv- im við akstur, hefur verið til- kynnt að þeir getí hafið störf að nýju. Að sögn Böðvars Braga- sonar lögreglustjóra var ákvörð- un þessi teldn með tíllití tíl þró- unar rannsóknarinnar og þess tíma, sem hún hefur tekið. „Ég hef á þessu stígi, miðað við það hvemig rannsókn máisins miðar og svo framvegis, taiið að mennimir getí hafið störf að nýju og vinni þangað tíl málin skýrast eitthvað frekar. Ákvörð- unin er þessi, vegna þess hve þetta hefur tekið langan tíma og af fleiri ástæðum,“ sagði Böðvar Bragason í samtali við Tímann. Samkvæmt heimildum, sem Tíminn telur öruggar, þá hefur verulega verið dregið úr vitnis- burði þeim, sem sjónarvottar lögðu fram af atburðunum á vettvangi í MosfeUsbæ. Vitnið, sem sá atburðina út um glugg- ann, hefur dregið framburö sinn til baka, og sá, sem var í bílnum með hinum meinta ölvaða öku- manni, hefur samkvæmt sömu heimildum dregið eitthvað til baka. Bogi Nilsson rannsóknar- lögreglustjóri sagðist ekki vUja tjá sig um rannsókn málsins á þessu stígi, en sagði þó að henni væri að mestu lokið. Aðeins ættí eftír að fá áverkavottorð frá siysadeUd Borgarspítalans og eftir því væri beðið nú. Maður- inn, sem kærði lögreglumenn- ina fyrir harðræði, er iögregl- unni ekki ókunnur. Lögreglumennir tveir, sem kærðir hafa verið fyrir meint of- beidi, eiga iangan starfsferii að baki innan lögreglunnar í Reykjavík og eru féiagar í Vík- ingasveit lögreglunnar. „Þetta eru afskaplega reyndir og traust- ir lögreglumenn,“ sagði Böðvar Bragason að lokum. -PS Vegagerðin mótmælir uppsetningu skiltis: Truflandi í umferðinni Vegagerðin hefur sent bæjarstjóm Mosfellsbæjar bréf, þar sem farið er fram á að auglýsingaskilti á Vestur- landsvegi við hringtorgið í Mosfells- bæ verði tekið niður. Skiltið er ekki inni á svokölluðu vegsvæði, sem mælist frá miðlínu vegar og Vegagerðin hefur umsjón með. Hún getur því ekki látið taka það niður sjálf. Bæjarstjómin svar- aði bréfi Vegagerðarinnar á þá leið að þeir teldu skiltið ekki ógna um- ferðaröryggi. „Við emm mjög mikið á móti því að þetta sé sett upp og sérstaklega við gatnamót," sagði Rögnvaldur Jóns- son, umdæmisverkfræðingur hjá Vegagerðinni, „þar sem beinlínis er verið að höfða til bílstjóra. Það ligg- ur í augum uppi að þeir truflast við aksturinn." —GKG. Samningamenn, sem vinna að gerð nýs kjarasamnings, hafa setið á fundi nær samfellt í tvo sólarhringa: Samningar um kaup og kjör að takast? Pundir um gerð nýs kjarasamnings hafa staðið nær stöðugt frá því á fimmtudagsmorgun. Ýmislegt benti tíl þess í gærkvöldi að sam- komulag myndi takast. Gert er ráð fyrir að launabreytingar verði svipaðar og rætt var um, þegar upp úr viðræðunum slitnaði fyrir þremur vikum. Búist er við að samningstíminn verði eitt ár. Ríkis- stjórnin lýsti því yfir í gær að hún myndi senda frá sér yfirlýsingu í vaxtamálum og atvinnumálum, en hún var ókomin síðdegis í gær. Gert er ráð fyrir að sett verði á stofn sérstök nefnd, sem hefur það verkefni að bæta atvinnuástandið. Samningafundir hófust klukkan 10 í fyrradag og stóðu til klukkan 9 í gærmorgun. Samningamenn ASÍ funduðu með atvinnurekendum í húsakynnum ríkissáttasemjara, og samningamenn BSRB, KÍ og stjórn- valda voru á fundi í Borgartúni 6. Um nóttina virtist allt eins líklegt að upp úr viðræðunum myndi slitna, en þegar hlé var gert á fundi í gær- morgun voru flestir á því að samn- ingar myndu takast. Skömmu fyrir hádegi í gær gengu samningamenn ASÍ og atvinnurek- enda á fund forsætisráðherra til að ræða við hann um atvinnu- og vaxtamál. Einnig var í gær rætt við forsvarsmenn bankanna um vaxta- mál. Um miðjan dag gengu síðan forystumenn ASÍ, BSRB og KÍ aftur á fund forsætisráðherra til að fá á hreint nokkur atriði varðandi stefnu ríkisstjórnarinnar í velferðar- og efnahagsmálum. Eftir hádegi í gær settust menn niður við samningaborðið að nýju. Þegar síðast fréttist stóðu samninga- fundir enn yfir, en samningamenn voru almennt sammála um samn- ingar væru að takast. Akveðið hefur verið að sett verði á fót sérstök nefnd til að fjalla um at- vinnumál. Nefndinni er ætlað það hlutverk að draga úr atvinnuleysi. í nefndinni munu sitja forystumenn á vinnumarkaði og fulltrúi stjórn- valda. Hart hefur verið tekist á um samn- ingstímann. Opinberir starfsmenn og raunar launþegahreyfingarnar allar hafa viljað hafa samningstím- ann skamman, helst ekki mikið fram yfir næstu áramót. Atvinnurekendur vilja semja til Iengri tíma, helst út næsta ár. Reiknað er með að niður- staðan verði að samið verði til 12 mánaða. Þegar slitnaði upp úr samningavið- ræðum um síðustu mánaðamót, var talað um að laun hækkuðu um 1% í upphafi samnings og 0,5% 1. sept- ember. í gær var rætt um að flýta þessari síðari launahækkun þannig að launahækkunin verði 1,5% við undirskrift samninga. Þegar slitnaði upp úr viðræðum, var einnig rætt um að laun undir 80 þúsund krónum fengju á samnings- tímanum launauppbót sem yrði greidd í tvennu lagi, samtals hækk- un upp á 0,4%. Rætt var um að or- lofsuppbót hækkaði um 7.500 kr. í 8.000 kr. og að desemberuppbót hækkaði úr 10 þúsund krónum í 12 þúsund. Þá var rætt um 1,25% grunnkaupshækkun 1. apríl 1993 fyrir þá sem vildu framlengja samn- ingstímann. Gert er ráð fyrir að ein- hverjar breytingar verði á þessum atriðum áður en skrifað verður und- ir. -EÓ REYKVIKINGAR! NÚ ERKOMINN NAGLADEKKIN FYRIR SUMARDEKKIN SUMARDEKKIN Á GATNAMÁLASTJÓRI fSfl

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.