Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 12. maí 1992 Símagjöld innanlands á íslandi eru með þeim lægstu í heimi að sögn formanns Alþjóðasambands símamanna: „EINKAVÆDING TÍSKUFYRIRBÆRI 66 Philip Boyer, formaður Alþjóðasambands símamanna, sagði á fundi sem BSRB hélt um einkavæðingu á símaþjónustu að hann teldi afar áhugavert fyrir erlend símafyrirtæki að kaupa Póst og síma ef ákveðið verði að einkavæða fyrirtækið. Boyer ráðlagði íslendingum að fara sér variega í einkavæðingu og sagði að einkavæðing væri ekkert Iausnarorð, frekar tískufyrirbrigði. Hann sagði að menn yrðu að spyija sig hvort eitthvað væri að rekstri Pósts og síma áður en far- ið væri að einkavæða fyrirtækið og hvort líklegt væri að einkavæðing leysti vand- ann, þ.e. ef vandi væri fyrir hendi. Ögmundur Jónasson, formaöur BSRB, og Philip Boyer, formaður Alþjóöasambands símamanna. Tímamynd Árni Bjama Boyer líkti umræðu um einkavæð- ingu við tískufyrirbæri. Hann sagði að áhuginn á einkavæðingu væri mikill og nefndi í því sambandi að mikil eftirspurn væri eftir breskum ráðgjöfum sem sérhæft hafa sig í að ráðleggja um einkavæðingu. Boyer sagði að tala mætti um að ráðgjöf um einkavæðingu væri orðin út- flutningsgrein í Bretlandi. Hann sagði að fyrir sér væri einka- væðing ekkert Iausnarorð. Einka- væðing ætti víða rétt á sér, en ann- ars staðar ekki. Rekstrarformið skipti oft á tíðum ekki máli þegar spurt væri um hagkvæmni og arð- semi fyrirtækja. Til væru illa rekin einkafyrirtæki líkt og til væru illa rekin fyrirtæki í opinberri eigu. Boyer sagði að þegar menn ræddu um einkavæðingu ættu menn að byrja á að spyrja, hvað er að í rekstri viðkomandi fyrirtækis? Hvernig á að laga það? Er líklegt að einkavæð- ing leysi vandamálið? Eða er hægt að leysa það á annan hátt en að einkavæða fyrirtækið? Boyer sagðist ekki vita hvort einhver sérstök vandamál væru í rekstri Pósts og síma, en varaði íslendinga við því að einkavæða það bara til þess að einkavæða það. Markmiðin yrðu að vera skýr. Boyer sagði jafnframt að einka- væðing í símaþjónustu væri alls ekki eins algeng og halda mætti. Símaþjónusta væri einkavædd í N- Ameríku, Nýja Sjálandi og Bret- landi, auk þess sem fyrir dyrum stæði að einkavæða símaþjónustu í Japan og Þýskalandi. Þá væri sfma- þjónusta í S-Ameríku einkavædd og áform væru uppi um einkavæðingu símaþjónustu í A-Evrópu þar sem símaeign er lítil og skortur á fjár- magni og tækni er tilfinnanleg. En í V-Evrópu væri einkavæðing á síma- þjónustu fágætt fyrirbrigði. Boyer sagði að einkavæðing síma- þjónustunnar í Bretlandi hafi haft í för með sér víðtækar breytingar í rekstri símaþjónustunnar, afkomu fyrirtækisins, verðlagningu og fleiru. Mestu breytingarnar hefðu þó orðið á högum starfsfólksins. Fyrir einkavæðinguna voru starfs- menn breska símafyrirtækisins um 250 þúsund talsins. Þeim var fljót- lega fækkað um 30 þúsund. í fyrra var þeim fækkað um 18 þúsund og áformað er að fækka þeim um 25 þúsund á næsta ári. Viðurkennt er Hfjómsveitimar SáUn hans Jóns míns og Todmobile verða hljómsveitimar sem munu leika á þjóðhátíð f Vestmanna- eyjum í sumar. Þetta kemur fram I Eyjablaðinu Préttum. Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum verður haldin dagana 31. júU-4. ágúst og eru aðstandendur há- tíðarinnar bjartsýnir á góða að- sókn. Nú er í gangi keppni um þjóðhátíðariag og þeir sem ætla að taka þátt í henni verða að senda lðg sfn til dómnefndar fyrtr 20, maí nk. að tækniframfarir í símaþjónustu valda þvf að starfsmönnum fækkar, en Boyer sagði að fækkunin hjá breska símafyrirtækinu væri langt umfram það sem skýra mætti með nýrri tækni. Hann sagði að hjá franska símafyrirtækinu, sem er í eigu ríkisins, fækkaði starfsmönn- um um u.þ.b. 5.000 á ári. Fækkunin hjá breska fyrirtækinu væri nærri fimm sinnum meiri. Boyer sagði að breska símafyrir- tækið hefði reynt að fækka starfs- mönnum á sem sársaukaminnstan hátt, t.d. með því að láta starfsmenn fara fyrr á eftirlaun, en sagðist telja að boðuð fækkun starfsmanna nú komi afar illa við starfsmenn. Hann sagði að fækkun starfsmanna gæfi í mörgum tilfellum ekki rétta mynd af stöðu mála því að mjög mikið væri um að verktakar séu ráðnir til starfa fyrir þá sem hætta. Boeyr sagði að skýringin á því að stjórn- endur breská símafélagsins legðu svo mikla áherslu á að fækka starfs- fólki væri sú að það liti betur út í augum hlutabréfakaupenda. Þegar lokunin stóð fyrir dyrum héldu sjúkraliðarnir á Borgarspítal- anum fund þar sem samþykkt var ályktun þess efnis að deild B-6 yrði haldið opinni fýrir tilstuðlan sjúkra- liða. Þessu tilboði sjúkraliðanna var hins vegar hafnað af stjórn spítalans. Deildinni var síðan lokað vegna skorts á hjúkrunarfræðingum en sjúkraliðunum fannst ekki fullreynt hvort hægt væri að manna deildina og var stjórn spítalans afhent fyrr- nefnd ályktun. Sjúkraliðum kom það mjög á óvart að stjómin skyldi hafna tilboði þeirra um að halda deildinni opinni áfram. Ályktunin sjúkraliðanna byggðist á ákvæðum 2. mgr. 5. gr. laga nr. 58/1984 um sjúkraliða sem er svo- hljóðandi: „Þar sem hjúkrunarfræð- ingur hefur ekki fengist til starfa að undangenginnni auglýsingu getur sjúkraliði borið ábyrgð á störfum sínum gagvart þeim sérfræðingi sem hlotið hefur viðurkenningu heilbrigðisráðuneytisins. Þó skal slík skipan háð samþykki heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins, og ekki standa lengur en eitt ár í senn og er þá skylt að auglýsa á ný eftir hjúkrunarfæðingi." Einnig var bent á að margir sjúkraliðar hafa afl- að sér viðbótarmenntunar í hjúkmn aldraðra við Sjúkraliðaskóla lslands. Boyer var spurður um það á fund- inum hvernig hann skilgreindi orð- ið einkavæðing og hvort það teldist einkavæðing ef ríkisfyrirtæki væri breytt í hlutafélag sem væri alfarið í eigu ríkisins. Boyer vafðist tunga um tönn og sagði að hlutafélag sem væri 100% í eigu ríkisins væri nær óþekkt fyrirbæri erlendis. Hann Að sögn Gunnars Gunnarssonar hjá Sjúkraliðafélagi íslands hafði deildinni verið haldið gangandi af sjúkraliðum í að minnsta kosti ár fýrir lokun: „Hjúkmnarstjórn bar því við að lokað væri vegna þess að það vantaði hjúkrunarfræðinga og því bentu sjúkraliðar á að sam- kvæmt lögum mættu þeir ganga í störf þeirra. Þrátt fyrir það var boði sjúkraliða ekki tekið og deildinni var lokað í desember. Hún treystir ekki sjúkraliðum til að gera þetta. Sjálf- sagt er þetta gert með hagsvitund." í bréfi 7. janúar til Árna Sigfússon- ar, formanns stjómar Borgarspítal- ans, segir hjúkrunarforstjóri Borg- arspítalans, Sigríður Snæbjöms- dóttir: „Málið er að mínu mati tví- þætt, annars vegar em sjúkraliðar ósáttir við stöðu sína innan sjúkra- hússkerfisins og finnst vægi sitt ekki sem skyldi, hins vegar vilja þeir láta reyna á áðumefnda lagabreytingu." Að sögn Ingibjargar Hjaltadóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra á öldr- unardeildum Borgarspítalans, vom sjúklingar á B-6 færðir til á spítalan- um en ekki sendir heim. Á meðan á þeirri skipulagningu stóð vom haldnir fundir með starfsfólki á bæði B-5, sem sá um bakvaktirnar, og B- 6. Tekið var til bragðs að hafa bak- vaktir hjúkmnarfræðinga á deild B- sagðist líta á slfka breytingu á rekstrarformi sem fyrsta skref í átt til einkavæðingar. Hann minnti á að eftir að slíkt skref hefur verið stigið væri mun auðveldara fyrir stjórn- málamenn að selja ríkisfyrirtækið því þá þyrfti ekki að ræða það á þingi, aðeins í stjórn fýrirtækisins. -EÓ 6 frá l.september til 5. desember frá 20:00 til 23:00. „Sjúkraliðar vom beðnir um að af- henda lyfin sem hjúkmnarfræðing- ar höfðu tekið til. Ég veit að þeir sjúkraliðar sem vom að vinna á B-6 vom mjög óöruggir að vera einir eft- ir þegar hjúkmnarfræðingar fóm,“ segir Ingibjörg. „Þeim fannst óþægi- legt að þurfa að bera þá ábyrgð að vera þama einir, jafnvel þó það væri hjúkmnarfræðingur á bakvakt á B-5 sem bar ábyrgð á hjúkmninni á deildinni. Það er þannig í lögun." Ingibjörg segist ekki hafa orðið vör við óánægju sjúkraliða fýrr en eftir að búið var að loka deildinni: „En vegna öryggis sjúklinganna sem vom þarna veikir og fatlaðir töldum við okkur hafa gengið eins langt og hægt var með því að hafa hjúkmnar- fræðing á bakvakt á kvöldin eftir kl. 20:00 og um nætur.“ Ingibjörg vitnaði í að í lögum stæði að sjúkraliðir gætu borið ábyrgð á störfum sínum gagnvart þeim sér- fræðingi sem hlotið hefur viður- kenningu heilbrigðisráðuneytisins, en ekki má ráða sjúkraliða til að vinnna störf hjúkmnarfræðinga fá- ist þeir ekki til starfa. „Að hafa einn hjúkmnarfræðing á 8 tíma morgunvöktum virka daga og þannig engan tímunum saman hefði þýtt verri þjónustu við sjúklingana. Það hefði verið undir öryggismörk- um og slíkt getur maður ekki leyft sér, hvorki gagnvart ungu fólki né gömlu,“ sagði Ingibjörg að lokum. —GKG. Ágreiningur um framkvæmd á lagabreytingu um starfssvið sjúkraliða. Sjúkra- liðar ósáttir við lokun öldrunardeildar Borgarspítalans og spyrja: Þurfti raunverulega að loka deildinni? Var lokun öldrunarhjúkrunardeildarinnar B-6 á Borgarspítalanum 5. desember sl. vegna skorts á hjúkrunarfræðingum óþarft frum- hlaup? Svo telja a.m.k. sjúkraliðar á deildunum B-6, B-5 og B-4 á Borgarspítalanum, svo og stjóm Sjúkraliðafélags íslands. Málið er komið upp á yfirborðið núna vegna umfjöllunnar í nýjasta tölublaði „Sjúkraliðans". Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: —vegna umræðna umsam- komulag Reykjavikurborgar og ríkisins 3. apríl 1991 Blaðinu hefiur borist efitirfar- andi yfírtýsing frá Qármúlaráð- kerra: Að undanfórnu hafa í Alþingl og í fjölmiölum orðið uokkrar umræður um lögmætí samn- ings, sem gerður var á milli rílris og Reykjavíkurborgar um greiðslu á skuld rítósins, sem ttí- komin er vegna framkvæmda viö þjóðvegi í Reykjavík á undan* förnum árum. Ólafur Ragnar Grímsson hefur í þessum um- ræðum haldið því fram, að nú- verandi fjármálaráðherra hafi borið að leita samþykkis fjárfaga- nefndar vegna þessa samnings. Af því tílefni vil ég taka fram eft- irfarandi: 1. Krafa Reykjavíkurborgar um greiðslur úr hendi ríidsins var réttmæt, enda hafði Vegagerðin saraþykkt framkvæmdimar. Þess vegna var eðlilegt að samkomu- lag yrði gert um greiðslu á g6ml* um skuldum vegna fýrri fram- Ljóst er að samkomulagið er blndandi gagnvart Reykjavíkur- 2. Samningurinn er byggður i 6. gr. fjárlaga 116 6.7. Þessl hciraild var í fjárfögum ársins 1991, en kom fyrst í fjáríög árið áður, eða 1990. HeimikÖn féll niður við síðustu áramúL Við af- greiðstu þeirra fjárlaga f desem- ber 1989 kom skýrt fram hver afs Ragnars Grímssonar, þáver- andl fjármálaráðherra, Sighvats Björgvinssonar, þáverandi for- manns fjárveitinganefndar, og undirritaðs, sem þá var 1. maður Reykjavtkur. Sá: ur var að heimildin næði til vega- gerðar vegna framkvæmda f vegamálum í Reykjavík og kom ftam við atkvæðagrciðslu um fjárlög og var áréttaður af hálfu ráðhern í desember 1990. Fjár- veitingancfndannönnum eins og öðrum alþingismönnum, var jivf ljóst að heimilt værí að ganga tíl slíkra samninga við Reykjavík. 3. Viðræður urðu á Reykjavíkur og ríkisins um fýrir- hugaðan samning á árinu 1990, en samkoraulag var gert 3æpríl 1991. Fyrrum fjármálaráöherra, sem gerðl samkomulaglð fyrir faönd ríkisins, bar skv. heimild- arákvæði fjárlaga að fá samþykid fjárveitingamefndar iýrir sam- komulaginu. Það var eiclri gert 4. í athugasemdum með fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 1992 var tckið fram hvemig haga skyldl greiöslum samkvæmt samkomu- laginu með framiagi á vegaáætl- un tU þjóðvega í þétfbýll. Tlllaga núverandi rOrisstjórnar !á þvf fyrir þegar við upphaf yfirstand- andiþings. 5. TTl aö núverandi ríidsstjöm geti staðiö vlð samninginn, er ' gt til við Alþingi í vegaáætlun hvemlg greiða skuU, Melrihlhifi samgöngunefndar, sem fékk mállð til memðferðar, leggur tfi að vegaáætlun verði samþykkt með greiðslum tll að efría samn- iginn. Samgöngunefnd fer með láUö með sama hætti og Qár- veitinganefnd gerði áður. 6. Tilraun ólafs Ragnars Grímssonar til að koma sök á aðra og kenna þeira um eigin mistök, er enn eitt dæmið istt sérkcnnileg viðbrögð þing- mannsins, þegar vanrækasta hans kemur í Ijós. Stórmann- fegra er að viðurkenna mistöidn og greiða fyri*1 hægt #é að bæta úr þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.