Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 12. maí 1992 Tíminn 9 tækniskóli íslands Háskóli og framhaldsskóli vekur athygli á því að umsóknarfrestur um skólavist árið 1992-93 rennur út 31. maí næstkomandi. Áætlað er að taka inn nemend- ur í eftirtaldar deildir og námsbrautir: Frumgreinadeild: undirbúningur undir nám í sérgreina- deildum. Byggingadeild: byggingaiðnfræði og byggingatæknifræði. Rafmagnsdeild: Véladeild: rafmagnsiðnfræði, sterkstraums- og veikstraumssvið, rafmagnstæknifræði. véliðnfræði, vél- og skipatæknifræði. Rekstrardeild: Heilbrigðisdeild: útvegstækni, iðnrekstrarfræði og iðnað- artæknifræði. meinatækni og röntgentækni. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, sem er opin dag- lega kl. 8:30-15:30. Nánari upplýsingar veitir skrifstofa skólans og deildarstjórar í síma 91-814933. Rektor Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður haldinn 20. maí 1992 kl. 16,00 í Safnahúsinu á Sauðárkróki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en skv. 16. gr. samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess sl. starfs- ár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningar fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda, verða lagðir fram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkis- ins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál, sem löglega eru uppborin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoð- enda liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund, skv. 14. gr. samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf. Vorferð Félag framsóknarkvenna i Reykjavíkfer í vorferð siðdegis laugardaginn 16. mai n.k. Nánar auglýst slðar. Stjómln. Hafnarfjörður Skrifstofa Framsóknarfélaganna að Hverfisgötu 25, er opin alla þriðjudaga frá kl. 17.00-19.00. Litið inn í kaffi og spjall. Framsóknarfélögin I Hafnarfirói. Ungt framsóknarfólk á Vestfjörðum Sameiginlegur stjómmálafundur ungra framsóknarmanna á Vestfjörðum og fram- kvæmdastjómar SUF verður haldinn á isafirði laugardaginn 16. maí n.k. I húsi fram- sóknarmanna að Hafnarstræti 8, kl. 16.30. Kaffiveitingar. Félagar og aðrir áhugasamir fjölmennið. FUF vió Djúp/SUF. Framsóknarkonur Suöurlandi Félag framsóknarkvenna i Ámessýslu og Freyja, félag framsóknarkvenna f Kópavogi, halda sameiginlegan VORFUND I Félagslundi, Gaulverjabæjarhreppi, mánudaginn 18. mal n.k. Fundurinn hefst með sameiginlegum kvöldverði kl. 20.30. Gestur fundarins verður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, upplýsingafulltrúi Tryggingastofnunar rikisins. Ragna Gunnarsdóttir fer með gamanmál. Ingibjörg Guðmundsdóttir stjómar fjöldasöng. Þátttaka tilkynnist til Þóreyjar Kristjánsdóttur, sími 63307, fyrir laugardaginn 16. maí. Fjölmennið og takiö með ykkur gesti. Stjómir féiaganna. Það er engin dómkirkja í baksýn — ekki einu sinni þorpskirkja, þegar brúökaupsmyndin er tekin. En aldrei þessu vant er skriödrekinn þagnaöur, og það segir sína sögu. Ástin sigrar stríöið: Serbneskur hermaður gengur að eiga króat- íska unnustu sína Hjónabandsheit króatískrar stúlku og serbnesks hermanns á iandamærum Júgóslavíu og Króa- tíu hefur gefíð birtu og von um að betri tímar séu í vændum hjá þessu stríðshrjáða fólki. Giftingarathöfnin fór fram und- ir berum himni í grennd við borg- ina Osijek, sem um skeið var mik- ið í fréttum vegna hatrammra bar- daga sem þar geisuðu, en á brúð- kaupsdaginn þögðu byssurnar og sannaðist sem oftar að ástin þekk- ir engin landamæri. Það var ekki mikil viðhöfn vegna brúðkaupsins, en gömlum hefðum var viðhaldið með því að gestirnir sáu til þess að brauð og egg voru við höndina. Sú merking er tengd því að brjóta brauð í sameiningu að nýju fjölskylduna skuli aldrei skorta mat, og eggin eiga að sjá til þess að Viö skulum vona aö framtíöin veröi ungu, hamingjusömu brúöhjón- senn fjölgi í fjölskyldunni. unum björt. Frumleg aukavinna — sem reyndar misheppnaöist! Samira Hannoch er ekki nema 16 ára skólastúlka í Svíþjóð, dóttir sýrlenskra innflytjenda, en hún hefur þó sýnt að hún hefur alla burði til að bjarga sér í lífínu. Þegar hana vantaði vasapeninga, gerði hún sér lítið fyrir og tók til starfa við atvinnugreinina „kniftaverk“. í þrjár vikur lét hún það vitnast í bænum Södertalje að hún væri reiðubúin að veita þjónustu sína, gegn gjaldi að sjálfsögðu. Viðbún- aðurinn var mikill, enda ætlaði hún að lækna blinda og lamaða með því að smyrja „heilagri olíu“, sem spratt úr lófum hennar, á enni þeirra sjúku. Því miður hafði hún ekki erindi sem erfiði, og þrátt fyrir miðilstil- burði varð árangurinn enginn, nema í einhverjum tilvikum hug- arburður, enda kom í ljós að olían kom úr bómullarhnoðrum sem hún leyndi í höndunum. Vonsvikin hætti Samira þess L vegna starfseminni 10. apríl, en hafði þá þó borið svo mikið úr být- um að hún hafði ráð á að bregða sér í hressingarferð til Jerúsalem. Til Svíþjóðar varð hún þó að vera komin 2. maí til að setjast aftur á skólabekk; þar er enga miskunn að finna. Samira Hannoch ætlaöi aö vinna sér inn vasapeninga meö þvl aö gera kraftaverk. Þau mistókust reyndar öll, en hún var þá búin aö vinna sér inn nóg til að bregöa sér f frl til Jerúsalem.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.