Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 12. maí 1992 Tíminn 3 Verðum að hætta að tala um þessa loðnuvitleysu, segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur: EB-loðnan mundi engu bæta við veiðiheimildir okkar „Gf íslendingar ætia í raun og veru að semja (við EB) um gagnkvæm veiðiréttindi og afsala sér 3.000 tonnum af karfa nær auðvitað engri átt að þiggja í staðinn loðnu sem við fengjum hvort sem væri. Ef semja á um gagnkvæm veiðiréttindi verðum við að sjálfsögðu að hætta að tala um þessa loðnuvitieysu og hafa manndóm í okkur til að krefjast sams konar veiðirétt- ar í lögsögu bandalagsins og það fær hér. Ég fæ ekki betur séð en allt ann- að sé hrein undanlátssemi og uppgjöf af okkar hálfu“, sagði Jakob Jakobs- son, fiskifræðingur á landsfundi Samstöðu um helgina. Fjallaði hann þar m.a. um hugmyndir um svokallaða gagnkvæma samninga íslands og Evrópubandalagsins sem oft hafa verið nefhdir í fjölmiðlum, og mikinn misskilning sem þar hafi gætt í sambandi við heimildir til loðnu- veiða. Menn hafi látið líta svo út sem um „pappírsviðskipti" væri að ræða þegar talað væri um skipti á loðnu og lang- hala, þar sem hvorki hefðum við nýtt langhalann né Evrópubandalagið loðnuna. Grundvöllur samningsins hafi hins vegar gerbreyst þegar Evr- ópubandalagið krafðist þess að fá að veiða hér 3.000 tonn af karfa. Þar sem karfinn sé einn af okkar fullnýttu stofnum yrði að draga úr veiðum ís- lenskra togara sem næmi veiðum út- lendinga. í staðinn skyldum við fá 30.000 tonn af loðnu, þ.e.æs. veiði- heimildir sem Evrópubandalagið hefði keypt af Grænlendingum. Jakob segir aðalatriði þessa máls e.t.v. það að á svæðinu milli íslands, Austur- Grænlands og Jan Mayen sé aðeins einn veiðanlegur loðnustofn. Þessi loðna komi venjulega að suður- og vesturströnd íslands og hrygni þar í mars eða aprílbyrjun. Seiðin berist síð- an með straumi vestur og norður fyrir land og séu að langmestu leyti innan íslenskrar lögsögu fyrsta árið. Á öðru ári dreifist loðnan yfir stærra svæði og nokkur hluti hennar sé þá oft innan lögsögu Grænlands. Þegar svo loðnan fari að verða veiðan- leg á 3. aldursári komi stundum fyrir, eins og td. á 9. áratugnum, að nokkur hluti hennar hafi gengið alla leið norð- ur undir Jan Mayen um hásumarið, en síðan snúið aftur til íslands þegar líða tók á haustið. Ævi loðnunnar lýkur svo yfirleitt að lokinni hrygningu fyrri sunnan landaðvori. Aðalatriðið segir Jakob vera þá stað- reynd, „að veiðiheimildir þær sem Grænlendingar selja Evrópubandalag- inu eru engin viðbót við þá loðnu sem er á íslands — Grænlands—Jan May- en svæðinu. Þetta er hluti af því sem við viljum kalla íslenska Ioðnustofn- • _ « ínn. íslendingar hafi líka veitt langsam- lega mest oftast á bilinu hálfa til eina milljón tonna á ári. Veiðar Norðmanna hafi orðið mestar um 240 þús. tonn vertíðina 1985/86. Færeyingar hafi komist mest í 97 þús. tonn fyrir tveim árum, en algengast að þeir veiði 20-60 þús. tonn. Loðnuveiðar Evrópubanda- lagsins hafi hins vegar aðeins verið á bilinu 5-20 þús. tonn á árunum 1980 til 1987 og síðan engar síðustu fimm vertíðir. „Þ.e.a.s. Evrópubandalagið hefur ekki Úrslit Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: 1 rl la nd va n in írska söngkonan Linda Martin sigr- aði í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva sem haldin var á laugar- dagskvöldið í Málmey í Svíþjóð. Það var lagið „Why me?“ sem heill- aði evrópskar dómnefndir en bæði lag og texti eru eftir Johnny Logan sem áður hefur sigrað keppnina tvisvar sinnum. Spár breskra veðbanka reyndust réttar hvað sigurlagið varðar en Grikkir og ítalir, sem alla tíð hafði Hálendisfrumvarpið á Suðurlandi: Lrtil hrifning Frumvarp umhverfisráðherra þar sem gert er ráð fyrir að ráðherra skipi sérstaka nefnd sem fari með stjóm bygginga og skipulagsmála á hálendinu, mætir mikilli andstöðu meðal Sunnlendinga að því er kemur fram í könnun sem Galiup á íslandi hefur gert fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga. Ef marka má könnunina vilja 82,7% aðspurðra óbreytt fyrirkomulag en aðeins 13,9% að þessi mál flytjist til ráðherranefndarinnar. Ljóst er þó að frumvarpið er ekki á allra vitorði. Þannig segjast 1,2% að- spurðra þekkja það mjög vel, 7,5% frekar vel, 27,6% frekar illa og 62,7% segjast þekkja það mjög illa. verið spáð botnsætunum, komust í 4. og 5. sæti. íslenska lagið „Nei eða já" komst í 7. sæti og er það annar besti árangur íslands í keppninni til þessa. „Ég held við getum bara verið ánægð, þó það hefði getað verið skemmtilegra að komast ofar,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir, önnur söngkvenna „Heart 2 Heart“ sem flutti lagið. „Þetta tókst vonum framar miðað við stress og annað sem fylgir þessu.“ Sigríður gæti allt eins hugsað sér að taka þátt í Söngvakeppninni aft- ur: „Það færi þó eftir því hvort mað- ur fengi gott lag. Ég held ég taki mér þó frí næsta ár.“ Sigríður ber skipulagningu keppn- innar gott orð og segir dvölina í Málmey hafa verið miklu skemmti- legri en í Zagreb á sínum tíma: „Hópurinn var svo skemmtilegur sem við vorum með. Það er ekki bara hugsunin um að vinna sem fær mann til að taka þátt í svona löguðu, heldur er þetta ofsalega gaman." Sigríður situr ekki auðum höndum í sumar því í lok mánaðarins er von á nýrri plötu frá Stjórninni, sem fylgt verður eftir með tónleikaferð í kringum landið. Einnig hefur hljómsveitin verið beðin um að spila í Noregi og í Danmörku. Næsta sumar hefur Stjóminni ver- ið boðið að spila í Kína af fyrirtæk- inu China TVavels. „Carola Haggkvist, sem vann í Söngva- keppninni í fyrra, er að fara í ferð á þeirra vegum núna og það er aldrei að vita nema við förum ef samning- ar takast," segir Sigríður að lokum. —GKG. nýtt sér þær veiðiheimildir sem það hefúr keypt af Grænlendingum. Þetta er engin tilviljun vegna þess að fúll- orðin veiðanleg loðna finnst sjaldan nema blönduð smáloðnu í græn- lenskri lögsögu. Sá litli afli sem skip Evrópubandalagsins náðu fékkst raun- ar á umdeildu svæði milli Austur- Grænlands og Jan Mayen. Tíl þess að geta nýtt sér veiðiheimildir Grænlend- inga nokkrar undanfamar vertíðir hefði Evrópubandalagið þurft að fé leyfi til að veiða þann kvóta í íslenskri lögsögu." Jakob bendir á að kvóti íslendinga byggist venjulega á mælingum á loðnustofninum þegar hann er kom- inn austur fyrir land í janúar eða febrúar. Hafi einhver þjóð ekki nýtt sér veiðiheimildir sínar fyrr á vertíð- inni gefi það auga leið að Hafrann- sóknastofúun mæli stofninn því stærri sem óveiddum veiðiheimildum nemur. „Þessi viðbót rennur beint inn í end- anlegan kvóta íslendinga enda segir í þeim samningi sem gilt hefur sl. þrjú ár milli íslands, Noregs og Grænlands að íslendingar skuli leitast við að not- faeia sér þær veiðiheimildir sem ekki hafa verið nýttar fyrr á veiðitímanum. Það er af þessum sökum að 30.000 tonnin sem Evrópubandalagið kaupir af Grænlendingum, og hefúr ekki nýtt sér en ætlar nú að framselja íslend- ingum, er engin viðbót við okkar veiðiheimildir miðað við það sem gerst hefur á undanfömum fimm ver- tíðum. Það skal þó fúslega tekið fram að veiðiheimildir við Grænland gætu hugsanlega verið til bóta ef útbreiðsla og göngur loðnunnar breyttust frá því sem verið hefur undanfarin 10-15 ár,“ sagði Jakob Jakobsson fiskifræðingur. -HEI Allir nýju Fokkerarnir samankomnir á Reykjavíkurflugvelli í blíðunni sl. sunnudag. Tímamynd Ámi Bjama Fjórða og síðasta Fokker 50 flugvél Flugleiða kom til landsins á laugardag: Endurnýjun flugflotans fyrir 20 milljaröa lokiö Fjórða og síðasta Fokker 50 flugvél Flugleiða, Valdís, kom til landsins síðastliðinn laugardag. Við komuna til landsins lenti vélin í Vestmanna- eyjum, þar sem Margrét Johnson, ekkja Amar Johnson, fyrrum for- stjóra Flugfélags íslands, gaf vélinni nafnið Valdís. Er þar með lokið end- umýjun á öllum flugflota Flugleiða sem kostað hefur tæpa 20 milljarða króna. Fjölmenni tók á móti flugvélinni á flugvellinum í Vestmannaeyjum þar sem hún lenti um kl. 13. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri í Eyjum, Margrét Johnson, ekkja Amar Johnson, fyrrv. forstjóra Flug- félags fslands og síðar Flug- leiða, gefur nýrri Fokker 50 flugvél Flugleiða nafnið Valdís á Vestmannaeyjaflugvelli. Tímamynd SBS sagði komu vélarinnar vera ánægju- efni enda hefðu flugsamgöngur alla tíð skipað stóran sess í lífi Eyja- manna. Þar hefði flugvél fyrst lent ár- ið 1939 þegar Agnar Kofoed- Hansen og Bergur Gíslason fóru um landið og könnuðu lendingarstði á TF-SUX, en sú vél hangir einmitt uppi til sýn- is í flugstöð Eyjamanna. Þá var nýju flugvélinni gefið nafn sem áður segir og almenningi boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefrii dagsins. Að því búnu hélt Valdís til Reykja- víkur, en áður en vélin lenti flugu flugmenn allra fjögurra Fokker 50 flugvélanna lágflug yfir borgina og sýndu þannig borgarbúum farkost- ina. Þegar vélamar síðan höfðu lent, var efnt til samkomu á Reykjavíkur- flugvelli þar sem flugvélamar voru til sýnis. í stuttu ávarpi sem Sigurður Helga- son, forstjóri Flugleiða, flutti við þetta tækifæri sagði hann m.a. að lending Valdísar væri stór áfangi í flugsögu íslendinga. Á þremur árum og þremur dögum hefðu Flugleiðir endumýjað flugflota sinn fyrir 20 milljarða króna. „Þetta hefur félagið gert án opinberra afskipta og án ríkis- ábyrgðar. Flugleiðir eiga nú flota ell- efu nýrra flugvéla og bjóða farþegum sínum yngri flugvélar en nokkurt annað áætlunarflugfélag í heimin- um. Er þessi stóra fjárfesting lýsandi dæmi um traust Flugleiða og traust á framtíð ferðaþjónustu og öflugrar byggðar um land allt," sagði Sigurð- ur Helgason. —SBS, Selfossi , cScK SKRUFU- BITAHALDARI Bit Click er segulskrúfubita- haldari sem má setja á patrónu með einu handtaki yfir borinn. Þægilegt og fljótlegt! Bit Click passar fyrir um 95% þeirra borvéla sem eru á markaðnum. Leitið upplýsinga! Þekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 814670

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.