Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 12. maí 1992 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Timinn hf. Framkvaemdastjóri: Hrólfur Ölvisson Ritstjóri: Jón Kristjánsson ábm. Aöstoöamtstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrirnur Gíslason Skrifstofur: Lynghálsi 9, 110 Reykjavlk Sími: 686300. Auglýslngaslml: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi hf. Mánaöaráskrift kr. 1200,-, verö i lausasölu kr. 110,- Grunnverö auglýsinga kr. 725,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Konungsríki gæðinganna Frjáls samkeppni og markaðshagkerfi eiga sér marga og hávaðasama talsmenn um þessar mundir. Ýmsir lærðir menn hafa haft uppi kenn- ingar um fyrirmyndarrfkið sem byggist á mark- aðinum. Ýmsir prófessorar hafa ekki á legið á kenningum sínum um þessi efni. Eitt lykilatriðið í þessari hugmyndafræði er að frjáls samkeppni tryggi neytendum bestu kjör, og bæti þar með lífskjör almennings. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur löngum verið byggður upp á þessum skoðunum og hefur vissulega notið þeirra. Til hans hefur streymt fylgi, sem hefur gert hann að stærsta flokki landsins. Veldi flokks- ins hefur löngum hvílt á þremur meginstoðum. Þær eru öflugur stuðningur stórfyrirtækja, yfir- burðastaða í Reykjavíkurborg og mjög öflugt málgagn þar sem Morgunblaðið er. Ljóst er að það er ekki allt sem sýnist um þetta kenningakerfi. Þegar framverðir þess eiga sjálfir í hlut, gilda allt önnur lögmál en frjáls samkeppni. Reykjavíkurborg hefur með höndum margar stærstu framkvæmdir í byggingariðnaði hérlend- is. Engin regla er á því að þessi verk séu boðin út og lægsta tilboði tekið. Málin eru afgreidd með samningum, sem framlengdir eru eftir geðþótta, og einstök verk eru afhent gæðingum. Allir þekkja þessa sögu, þrátt fyrir að talað sé fagurlega um kosti frjálsrar samkeppni. Morgunblaðið telur sig útvörð og meginmál- svara frjálsrar samkeppni. Nú stendur svo á að það þarf að byggja stórhýsi yfir blaðið. Verkið er boðið út, en lægsta tilboði er ekki tekið. Dæmin eru mörg um það hvernig málsvarar frjálsrar samkeppni hafa hana í heiðri þegar þeim hentar. Þegar þarf að hliðra til fyrir ákveðnum fyrirtækjum, eru kennisetningarnar lagðar til hliðar. Reykjavíkurborg er sannkallað konungs- ríki gæðinganna í þessum efnum. Þannig byggist hægt og hljótt upp valdakerfi, sem er samtvinnað hagsmunum ákveðinna fyrir- tækja sem njóta náðar ríkjandi stjórnvalda. Markaðshagkerfi og frjáls samkeppni hafa ýmsa kosti, þó að varast verði að taka á það blinda trú. Hins vegar er markaðshagkerfí, sem byggist á konungsríki gæðinganna, um margt líkt þeim sósíalisma sem var í Sovétríkjunum, en verið er að berjast við að leggja niður þar. Það, sem einkennir „frjálsa samkeppni“ í bygg- ingariðnaðinum hjá Reykjavíkurborg, er að stóru bitarnir eru fráteknir. Morgunblaðið er greinilega sammála þessari stefnu. Vextir eru mál málanna í sam- tíðinni. Frelsi, jafnrétti og bræðralag er hvergi að fínna í verkalýðsbaráttunni. Mann- sæmandi laun eru ekki nefnd, hvað þá launahækkun. Aðeins að það þurfi að bæta hag þeirra lægstlaunuðu og þeir halda áfram að vera lægstlaunaðir, þrátt fyrir allt talið um kjara- bætur þeim til handa. Einu sinni börðust hug- sjónamenn fyrir verslunar- frelsi, fullveldi, sjálfstæði og ræktun lands og lýðs. Svo urðu útfærslur fiskveiðilög- sögu það mál, sem tók upp hugina og kröfur voru gerðar um að næði fram að ganga. Og margt er það mikið og fleira, sem fólk og samtök gerðu að baráttumálum sínum og hrundu í framkvæmd. Nú er lokið lengstu samn- ingalotu aðila vinnumarkaðar, sem um getur, með þátttöku ríkis og opinberra stofnana og enn opinberari starfmanna, og eru meira að segja bankarnir kallaðir til leiks að leysa vinnu- deilur. Sérfræðingar í bankastarfsemi Einhvern veginn tókst svo til að samið var um lægra kaup í lok samningslotunnar en greitt var í upphafi hennar. En þá hafði hún líka staðið í þrjá ársfjórðunga með miklum set- um samningamanna og var oft fundað á mörgum stöðum samtímis. Á fundunum var talað um vexti, nafnvexti og raunvexti og ávöxtunarkröfu og verð- bólgu, eða réttara enga verð- bólgu, eða næstum enga og stöðugt gengi og stöðugleiki. Hver einasti verkalýðsleiðtogi landsins, atvinnurekandi, kennari og Ögmundur eru orðnir sérfræðingar á banka- starfsemi, vaxta- og gengis- málum og eru þau hið eina, sem einhverju máli skipt- ir þegar rætt er eða sam- ið um kaup og kjör. Gerðar eru kröfur til banka, ríkissjóðs og lána- sjóða af öllu tagi að þeir lækki vextina og þá muni allt falla í ljúfa Iöð í ríkinu og allir fá nóg að vinna og eitthvað að éta. Niðurgreiddir vextir af lána- sjóðum eru allra meina bót og niðurgreiðslur af sjóðum til fé- lagslegra íbúða eru mikið happ og kjarabót fýrir alþýðuna. Heimta vaxtalækkun á eigin fé Ekki er kurteisi að minna á að lífeyrissjóðir sjálfra verka- lýðsfélaganna eru notaðir sem skiptimynt í vaxtapólitíkinni. Það er almennt viðurkennt að lífeyrissjóðirnir hafa ekki bol- magn til að greiða lífeyri sam- kvæmt eigin fyrirheitum, þeg- ar fram í sækir. Skuldbinding- ar ríkissjóðs vegna sjóða sinna manna skagar upp í stjarn- fræðilegar langtímaskuldir Landsvirkjunar. En slík er áráttan að lækka vextina að sjálfir eigendur sjóðanna, launþegafélögin, gera þá kröfu að vextir af lán- um úr þeim verði lækkaðir, en aðallántakendur eru ríkissjóð- ir. En vaxtapólitíkin verður að hafa sinn gang og þegar kröfur um lágvexti dynja yfir úr öllum gáttum, verða vextir að sjálf- sögðu mál mála. Forsendur kjarasamninga voru lækkun vaxta en ekki hærra kaup, eins og margoft kemur fram. Allt í vaskinn En nú er allt að komast í uppnám og samningarnir um kjararýrnunina að fara í vask- inn, vegna þess að Landsbank- inn er eitthvað seinn til að lækka vextina og er helst að skilja að eitthvert prósentu- brot þar sé helst til hátt og hót- að er uppsögn allra samninga. Nú segist bankinn hafa verið á undan öðrum bönkum að lækka vexti og ekkert hafi ver- ið talað um að ekki mætti vera ofurlítill munur á vöxtum milli banka. Nei, segja aðrir, Landsbankinn er á eftir og verður að lækka eins og hinir. Hér er komið upp hið sígilda þrátefli um hvort eigi koma á undan, eggið eða hænan. Allir virðast hafa sína skoð- un á því hvert vaxtastig bank- anna á að vera og jafnvel ráða því, nema bankastjórnir og bankaráð. Bankaráðsformaður orðar þetta eitthvað á þá leið í blaða- viðtali, að aðilar vinnumarkað- ar, launþegar og atvinnurek- endur gangi fram sem einn maður í að berja á bönkunum. Hin skrímslin Einu sinni var það verðbólg- an, sem allir voru alltaf að berjast við. Þá var verðbólgu- draugurinn kveðinn niður og gekk svo aftur ljósum logum. Lofað var gengisfellingu eða ekki gengisfellingu á víxl, og svo voru misjafnlega hröð gengissig og eru dæmi um að svoleiðis sig hafi tekið stökk- breytingum. Þá var mikið mál að slökkva verðbólgubálið og spara gjald- eyri eða vinna að öflun gjald- eyris, en á þessa hluti er ekki minnst núorðið og saknar þeirra enginn. Þegar verðtrygging reið yfir af mannavöldum ofan í verð- bólguskriðuföll, urðu margir ríkir og enn aðrir fátækir. Hjá sumum baráttukempum efnahagslífsins var það mikið mál að efla og styrkja vísitölutrygg- ingu, og hjá öðrum að afnema hana. Vísitölubætur á laun áttu að bæta lífskjörin, og aðrir töldu þau setja öll fyrirtæki á haus- inn. Svona hefur efnahagsum- ræðan einskorðast í einhverj- um kenningum og orðalepp- um gegnum tíðina, en sjaldan verið eins óttalega einhæf og nú. Það eru vextir og aftur vext- ir, sem skipta verkalýðinn sköpum, og allir eru orðnir bankastjórar og vilja ráða vaxtastiginu, nema helst þeir sem ekki sitja í bankastjómum og bankaráðum. Vonandi linnir vaxtatalinu bráðlega og við tekur frjórri umræða um efnahagslíf og lífskjör. Að minnsta kosti þarf ekki að láta eins og að allir launþegar og fyrirtæki lands- ins séu að kikna undan vaxta- byrði. Því ef svo er, hafa lána- stofnanir svarist saman um mikil óþurftarverk, en líkleg- ast er að þessi einhæfa vax- taumræða sé ekki annað en stormur í tebolla vegna þess að menn hafa ekki um neitt ann- að að tala. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.