Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriöjudagur 12. maí 1992 Stangaveiði í silungsvötnum Um þessar mundir eru fyrstu silungsvötnin aö opna fyrir veiðiskap. Þetta eru láglendisvötn, en í júní hefst veiðiskapur í vötnum sem hærra liggja í landinu. Um og eftir Jónsmessuna má segja að fjalla- vötnin séu langflest komin í gagnið. Ýmislegt er gert til að stuðla að því að fólk fari í veiði. Þannig verður efnt til sérstakrar kynningar á stangaveiði í silungsvötnum sunnudaginn 24. maí næstkomandi. Þar verður ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt að gerast, bæði fyrir byrjendur í stangaveiði í silungs- vötnum og einnig þá sem lengra eru komnir í veiðiskapnum. Allir, sem veiðiskap stunda, eru sammála um að það sé hressandi endumæring og gleði, sem fylgir þeirri iðju að fara með veiðistöng. Þeim tómstundum er því vel varið, sem menn eyða við ár og vötn. Það sama má vissulega segja um ýmsa aðra holla þætti útiveru, sem menn iðka í írístundum sínum, auk þess að vera hvfld frá amstri daganna. Skoðun þessa um ágæti veiði- skapar má sjálfsagt rekja til þeirrar góðu hreyfingar, spennu og eftir- væntingar sem grípur veiðimann- inn, auk ánægjunnar við að njóta náttúrufegurðar. Þá eykur það einn- ig gildi veiðiferðar að vera í glöðum hópi góðra félaga eða fjölskyldu. Kynning á stangaveiði í silungsvötnum Samstarfsnefnd um stangaveiði í silungsvötnum efnir til sérstakrar kynningar á veiðiskap í silungsvötn- um sunnudaginn 24. maí í Norræna húsinu. Hefst hún kl. 15.00 og stendur yfir til kl. 18.00. Þarna munu m.a. koma fram landsþekktir stangaveiðimenn og gera fólki grein fyrir ýmsum þáttum mála. Gylfi Pálsson ræðir um veiðiskap í vötn- um sem tómstundaiðju fýrir alla fjölskylduna, og Rafn Hafnfjörð rabbar um veiðiskapinn og sýnir lit- skyggnur. Auk þess munu þeir Kol- beinn Grímsson og Þorsteinn Þor- steinsson sýna fluguköst við tjörn- ina hjá Norræna húsinu, og veiði- vöruverslanir sýna fjölbreytt úrval veiðivara. Skúli Hauksson, silungsbóndi í Útey í Laugardal, mun sýna hand- bragð við verkun og meðferð á sil- ungi, og Margrét Jóhannsdóttir hjá Ferðaþjónustu bænda kynna þá möguleika sem bjóðast til veiðiskap- ar á vegum þeirrar starfsemi sem gefur út Veiðiflakkarann. Einnig mun Landssamband veiðifélaga gefa kost á „Vötn og veiði", hefti sem geyma upplýsingar um 450 silungs- vötn víðs vegar um Iand. í nefndinni, sem stendur fyrir þessari kynningu, eru fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga, Lands- sambandi stangaveiðifélaga, Búnað- arfélagi íslands, Ferðaþjónustu bænda og Félagi silungsbænda. Nefndin hefúr verið að störfum und- anfarin misseri og sinnt verkefni, er snýst um það að auka nýtingu sil- ungsvatna og hvetja almennt til bættrar aðstöðu til stangaveiði við silungsvötn. Bændum við ákveðin vötn hefúr verið bent á nauðsyn þess að koma þar upp búnaði, eins og snyrtingu, og boðin ráðgjöf og að- stoð til þess. Þegar hefur orðið nokkurárangurafstarfi nefndarinn- ar, er nýtur stuðnings frá Fram- leiðnisjóði við verkefnið. Því verður fram haldið og er einn liður þess einmitt kynningin í Norræna hús- inu. Einar Hannesson Hólaskóli Hólum í Hjaltadal rr Á Hólum getur þú stundað lifandi starfs- nám á fögrum og friðsælum stað! Almenn búfjárrækt — sauðfjárrækt — jarðrækt — bútækni — bústjóm — tölvufræði — bleikjueldi — hrossarækt Á Hólum eru ný kennslufjárhús og athyglisveröur fjárstofnl Á Hólum er mlðstöð rannsókna í bleikjueldil Á Hólum er Hrossakynbótabú ríkisinsl Á Hólum er gott hesthús og reiðkennsluhúsl Á Hólum hafa nemendur aðgang að vel búnu tölvuveril Umsóknarfrestur til 10. júní Takmarkaður nemendafjöldi Bændaðkólinn Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími: 96-35962 . Símbréf: 95-36672 Nýja símanúmerið okkar er 634000 Beinir sfmar: Varahlutadeild 63 41 30 Bllasala 63 40 50 Bllaverkstæði 63 40 30 Raftæknideild 63 40 40 Rafvélaverkstæöi 63 40 42 Fóðurafgreiðsla 68 56 16 Fóöurblöndunarstöö 68 68 35 j^mpöíDöio TUUÍsOlífuj KKA 9 112 REYKJAVÍK Nýreist snyrtihús við Hlíðavatn I Hnappadal, en annað hús er við hinn enda vatnsins. Makindalegir veiðimenn viö Þórisstaðavatn í Svínadal. Myndir EH Fuglar við ströndina Japanir hafa á undanfömum árum gefíð út fuglafrímerki, svona rétt eins og ísleudingar gera. Þann 25. mars síðastliðinn gáfu þeir út tvö slík merki, bæði með verðgildinu 62 yen. Þetta er 4. samstæðan í út- gáfunni „Fuglar við ströndina". Að þessu sinni eru það tveir fugl- ar, sem prýða merkin, en það eru kígsvanur, sem svo er kallaður vegna hljóðsins sem hann gefur frá sér. Því svipar til hljóðsins, sem börn gefa frá sér í kíghósta. Hann verpir aðallega á hinu norðlæga Evrasíumeginlandi og er síðan far- fugl í Japan á vetrum. Fullorðinn fugl er um 140 sm á lengd og alhvít- ur, en ungfuglinn er grár, rétt eins og svanurinn okkar. Hann dvelst við stærri vötnin í Japan á veturna. Hið gríska nafn svansins er kyknos og er mér tjáð að íslenski svanurinn heiti á latínu Cygnus cygnus. Hinn fuglinn er snípa, eða lituð snípa, eins og kalla mætti hana eftir japanska heitinu. En þar sem allir fuglar eru í einhverjum lit, kýs ég að kalla hana aðeins snípu. Þessi teg- und lifir aðallega í Afríku, Ástralíu, Indlandi, Suður-Asíu og Japan. Er Japan norðlægasta landið, sem þessi fugl hefur valið sér til búsetu. Eru þeir aðallega í suður- og miðhluta landsins. Lengd fuglsins er um 24 sm. Langt nef og stuttur, feitlaginn búkur. Þetta eru vaðfuglar og em gjarnan á grasgefnum votlendis- svæðum, rétt eins og hjá okkur. Hver skyldi svo vera ástæðan fyrir því að Japanir eru þarna að gefa út fjórðu samstæðuna um votlendis- lúgla og með myndum þeirra á frí- merkjunum? Hún er einfaldlega sú að áætlað er að halda svokallaða Ramsar-ráðstefnu um verndun vot- lendis og fuglategunda, réttar dýra- tegunda sem lifa í því, í Japan, að öllum Ifkindum árið 1993, eða á næsta ári. Þannig hófu þeir undir- búninginn og kynningu fuglanna fyrir tveimur árum, eða 1990. í fyrra gáfu þeir svo út fjögur slík merki í tveim samstæðum. Merkin voru með mynd af mávi, rauðhöfðaönd, súlu og hrossagauk. Þama er um að ræða markvissa útgáfu til náttúru- vemdar. Það verður svo, eins og áð- ur segir, sumarið 1993 sem haldin verður ráðstefna til vemdunar stórra votlendissvæða í heiminum og íbúa þeirra, sérstaklega vaðfugl- anna. Út eru þá komnar fiórar sam- stæður, en áður en ráðstefnan hefst á að vera búið að gefa út fjórar í við- bót. Verða þetta því átta merki með myndum fugla í votlendi og verð- gildinu 62 yen. Einnig verða þarna á dagskrá málefni farfugla og vemdun þeirra. Sigurður H. Þorsteinsson Sex mismunandi fuglategundir á japönsku frlmerkjunum: Svanur, snípa, mávur, önd, súla og hrossagaukur. NIPPGN88

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.