Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 12
AUGLYSINGASIMAR: 680001 & 686300 HEIÐI Bl LAPARTAS ALA Varahlutir í árgerðir '74-'87 Ýmsar smáviðgerðir Kaupi bíla til niðurrifs HEIÐI ■ BÍLAPARTASALA Flugumýrl 1SD ■ Mosfellsbœ Sfmar 668138 & 667387 AUÐVITAÐ Suðurlandsbraut 12 Öðruvísi bílasala BÍLAR • HJÓL • BÁTAR•VARA- HLUTIR. MYHD HJÁ OKKUR - BÍLL HJÁ ÞÉR SÍMI 6T9225 ■iel 70 HÖGG- DEYFAR Cz-y; Verslið hjá fagmönnum Emaaim Hamarsbofða 1 - s. 6’Mi7-44, ■ Jóhann Þórðarson hrl. segir stjórnarskrárbrot að samþykkja EES samninginn eins og hann liggur fyrir: Rómarsamningurinn virkar í raun sem stjórnarskrá Eins og EES-samningurinn liggur nú fyrir er fyrirhugað að taka það mikil völd af íslenskum stjóravöldum, þ.e. löggjafarvaldi, framkvæmdarvaldi og dómsvaidi, sem þessir aðilar hafa samkvæmt 2. grein stjóraarskrár lýðveldis- ins íslands, og færa þau í hendur eriendum aðilum, að eigi er heimild til þess í ísienskri löggjöf að taka þau af með samningi. Það verði ekki gert nema að undangenginni stjómarskrárbreytingu og þá í samræmi við 79. gr. stjóraar- skrárinnar. Þetta er í fáum orðum niðurstaða Jóhanns Þórðarsonar hrl. sem, að beiðni Samstöðu um óháð ísland, hefur samið álitsgerð um það hvort EES samningurinn bijóti í bága við íslensku stjóraarskrána. Aðilar EES-samningsins skuldbindi sig til að samræma lög og reglur að- ildarríkjanna hvað varðar þá þætti sem hann snýst um og þau framtíð- aráform sem samningsaðilar skuld- binda sig til að vinna að. Til að fram- fylgja þessum reglum skuidbindi að- ildarríkin sig tii að hafa samstíga framkvæmdavald, sem hafi heimild til að beita ákveðnum þvingunarúr- ræðum til að tryggja að þeim sé hlýtt. Síðan skuldbindi aðilar sig til þess að standa að sameiginlegum dómstóli eða dómstólum sem eigi að dæma eftir þeim regium sem samn- ingurinn hvílir á, en reglumar skuli vera innan ramma Rómarsamnings- ins. „Rómarsamningurinn virkar því í raun sem stjórnarskrá og iög verða ekki sett, sem að gagni koma, nema að þau falli innan ramma Rómars- amningsins. Með því að gerast aðilar að EES-samningnum eru íslending- ar því í raun að taka við nýrri stjórn- arskrá, þar sem völd núverandi stjómvaldshafa em færð í veruleg- um mæli til erlendra aðila, sem fæm með verulegan hluta þess valds, sem 2. grein stjórnarskrárinnar kveður á um,“ segir Jóhann. í álitsgerðinni nefnir hann fjölda atriða f EES- samningnum sem hann segir benda á ótvírætt valdaafsal til erlendra að- ila. Aðeins tvö þeirra verða nefnd hér. í 5. málsgrein upphafsorða EES- samnings segir t.d. svo: „Hafa ber í huga það markmið að mynda öfiugt einsieitt Evrópskt efnahagssvæði er gmndvallist á sam- eiginlegum reglum og sömu sam- keppnisskilyrðum, tryggri fram- kvæmd, meðai annars fyrir dómstól- um, og jafnrétti, gagnkvæmni og heildarjafrivægi hagsbóta, réttinda og skyldna samningsaðila. Með þessu ákvæði segir Jóhann ljóst að verið sé að skeröa heimildir löggjafans, einkum með orðunum „sameiginlegum reglurn", sern þýði „sameiginlegum lögum". Dómstólar skipaðir erlendum dómurum muni fara með dómsvaldið á samnings- svæðinu. í 9. grein sé lögð enn frek- ari áhersla á þetta: „Erum sannfærðir um að einstak- lingar muni gegna mikilvægu hlut- verki í Evrópska efnahagssvæðinu við beitingu þeirra réttinda sem þeir öðlast með samningi þessum og þeirrar verndar dómstóla sem þessi réttindi njóta.“ Að sögn Jóhanns þýðir þetta „að þegnar aðiidarríkis þurfa ekki að fara eftir lögum landsins brjóti þau í bága við reglur EES eða í raun reglur EB sem eru æðri lögum aðildarríkja. Um þetta atriði dæmir oftast EES dómstóllinn, hann er sú vemd sem ákvæði þetta býður upp á.“ —HEI Haröur árekstur varö í Svínahrauni siðdegis á laugardaginn var. Sjúkrabíll frá Reykjavík var kail- aður til og fiutti hann farþega á Borgarspítalann. —GKG. Tímamynd Árni Bjarna Fjármagnskostnaöur lækkaöi um 5,5% milli apríl og maí: VÍSITALAN 0,3% NIÐUR VEGNA VAXTAUEKKUNAR Krafa um að Landsbankinn lækki vexti Hart er nú þrýst á Landsbanka ís- lands að lækka vexti líkt og hann gaf fyrirheit um að gera við gerð kjara- samninganna. Aðilar vinnumarkað- arins telja hættu á að nýgerðum kjarasamningum verði stefnt í voða ef bankinn lækkar ekki vexti. Banka- ráð Landsbankans mun koma saman næstkomandi fimmtudag og er reiknað með að þá verði tekin ákvörðun um vaxtalækkun. -EÓ Vísitala framfærslukostnaðar lækkaði um 0,1% milli apríl og maí. Ástæðan er 5,5% lækkun ijármagnskostnaðar sem olli rúmlega 0,3% lækkun vísitölunnar. Sú lækkun gerði meira en að vega á móti verðhækkunum nokkurra annarra kostnaðarliða. í heild er fram- færsluvísitalan innan við 0,1% hærri en hún var í febrúar. Má því segja að verðbólga mælist nær engin síðustu þrjá mánuðina og að- eins 0,6% sl. hálft ár. Frá maí í fyrra hefur framfærslukostnaður hækkað um 5% að meðaltali. Af verðhækkunum milli apríl og maí má nefna 0,3% hækkun mat- vöruverðs. En það er samt heldur Banaslys á Sæbraut 17 ára stúlka lést í umferðarslysi á Sæbraut í Reykjavík rétt fyrir klukkan 19:00 í gærkvöldi. Stúlkan var að aka fólksbifreið af Mazda gerð á Holtavegi og yfir Sæbrautina í norður þegar jeppa af Cherokee gerð, sem kom vestur Sæbrautina, var ekið á Mözd- una sem kastaðist á tvo kyrrstæða bíia sem voru á gatnamótunum á hinni akrein Sæbrautarinnar. Um- ferðarljós eru á þessum gatnamótum. Stúlkan sem lést var ökumaður Mözdunnar og farþegi í framsæti og farþegi í aftursæti voru fluttir á slysa- deild. Ökumaður jeppans slasaðist minni háttar. lægra nú en það var í febrúar. Verð ávaxta og grænmetis lækkaði t.d. um 2,6% milli mánaða. Sérstaka at- hygli vekur að þessar hollustuvörur eru núna aðeins um 17% dýrari en fyrir fjórum árum, þ.e. í maí 1988. Á þeim sömu fjórum árum hefur matvöruverö hækkað um 44,5% að meðaltali. En í heild hefur fram- færsluvísitalan hækkað um 60,5% frá því núverandi grundvöllur tók gildi í maí 1988. Nokkrir liðir vísitölugrundvallar- ins skera sig úr með miklar verð- hækkanir á þessum fjórum árum: Fáum kemur líklega á óvart að heilsuverndin skuli eiga metið, með nær 86% hækkun þessi fjögur ár. Á hinn bóginn kemur kannski á óvart að verðlagshækkanir í ýms- um sérverslunum hafa veriö litlu minni en í heilbrigðisþjónustunni. Þannig hefur liðurinn „vefnaðar- munir o.fl. til heimilishalds" (gard- ínubúðir) hækkað um rúmlega 82% á tímabilinu (og þar af 1,6% nú milli apríl og maí). Búsáhalda- verslanir hafa hækkað sínar sölu- vörur um rúmlega 77% og húsgögn og gólfteppi hafa hækkað um rúm- lega 76%. Þessir vöruflokkar hafa því hækkað um 12-18% umfram fataverð. Þá má nefna að notkun al- mennra flutningatækja hefur hækkað nær 83% þessi fjögur ár, eða 10% umfram rekstrarkostnað einkabílsins. Á hinn bóginn kostar póstur og sími ekki nema 25% meira en fyrir fjórum árum. - HEI Tíminn ÞRIÐJUDAGUR 12. MAÍ1992 Sambandsfundur Raf- iðnaðarsambands ís- iands mótmælir rang- túlkunum og krefst: Samn- ingaán hótana „Sambandsfundur Rafíðnar- sambands íslands, haldinn í Keflavík 8. og 9. maí 1992, mót- mælir harðlega þeim rangtúlkun- um sem fram hafa komið hjá framkvæmdastjóra VSÍ og for- stjóra ÍSAL í frölmiölum undan- faraa daga. Þar er í sífeOu vitnað til samkomulags við Atlantal og það rangtúlkað á allan hugsanleg- an hátt,“ segir í ályktun sem Raf- iðnaðarsambandið hefúr sent frá sér. í ályktuninni er minnt á að gert hafí verið samkomuiag ttm nokk- urra ára frið á vinnusvæðinu og iaunþegar ÍSAL búi við verulega skertan verkfallsrétt Þetta eru sagðar meginástæður þess að kjarasamningar þeirra voru í sumum atriðum hagstæðari en annars staðar. Fundurinn minnir á að samið hafi verið um lágt orkuverð, sem f sumum til/eOum er allt að 1/3 þess sem annars staðar þekkist og hafl þetta átt að endurgreiðast í atvinnuoryggi og betri kjörum launþega. I ályktun- inni segir að yerktakar hafi aOa tíð unnið hjá ÍSAL svæðinu við uppsetningu á nýjum tækjum og breytingar á eldri búnaði en skfija megi að svo sé ekki á orðum for- stjóra ÍSAL og framkvæmda- stjóra VSÍ. Deilan snýst um það hvort ÍSAL geti sett verktaka í rekstur og gert emstaka launþega að undirverk- tökum og með því sparað sér úgj- öld í aðbúnaði, td. mötuneytí og baðaðstöðu. Þessum hugmynd- um beijast verkalýðsfélög og launþegar gegn þar eð atvinnuör- yggi hverfi hjá fjölda manns. 1 iok ályktunarinnar segir að Sambandsfundur Rafiðnaðar- sambands íslands krefjist þess „að VSÍ og ÍSAL sefjist að samn- ingaborðinu og semji á eðliiegan hátt við launþega verksmiðjunnar án hótana." —GKG. Vinningstölur laugardaginn VINNINGAR FJOLDi VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 2 1.345.058 2.4al5! 3 155.881 3. 4 at 5 86 9.380 4. 3aí5 3.785 497 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 5.845.584 uPPivsiNGAP simsvapi91-681511 .jkk.. na991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.