Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 5

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 12. mai 1992 Tíminn 5 Páll Pétursson: Lánasjóður íslenskra námsmanna brjálaða vaxtakerfi í þjóðfélaginu á sinn þátt í nútíðarvanda Lána- sjóðsins. Það er kannski rétt að íhuga augnablik hvað réttlætir það að ríkið fjárfesti í menntun þegn- anna. Hvað er það sem réttlætir há ríkisframlög til Lánasjóðsins? Það er að minni hyggju störf þeirra, sem nema fyrir atbeina Lánasjóðs- ins í þágu þjóðfélagsins. Það er réttlæting á ríkisframlögum. Fjár- festing í menntun er góð fjárfest- ing. Það gildir öðru máli um þá, sem setjast að erlendis að námi loknu. Fjárfesting í námi þeirra skilar sér ekki til þjóðfélagsins. Mér finnst vel koma til greina að gjaldfella námslán þeirra með öðr- um hætti heldur en þeirra, sem verja starfskröftum sínum og menntun í þágu hins íslenska þjóðfélags. Vandi LÍN Mig langar til að fara nokkrum öðrum um hver er vandi Lána- sjóðsins. Það má segja að þessi heildarvandi sé þríþættur. í fyrsta lagi hafa þau lán, sem veitt voru úr sjóðnum fyrir 1976, ekki skilað sér nema að litlu leyti til sjóðsins. Þau voru óverðtryggð og brunnu upp í verðbólgueldi þess tíma. í öðru lagi hafa ríkisstjórnir und- angenginna ára ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sjóðnum, og sjóðurinn hefur í æ ríkari mæli verið fjármagnaður með lánum, sem hafa verið tekin á of háum vöxtum. Háum raunvöxt- um og þessi lán hafa verið notuð til þess að lána námsmönnum verðtryggt — og ég undirstrika verðtryggt — en raunvaxtalaust. Þama hefur hlaðist upp vaxtamun- ur, sem á sífellt stærri hlut í fjár- þörf sjóðsins, og sífellt stærri hluti af fjárþörf sjóðsins fer í að greiða afborganir og vexti af þessum dýru lánum. Það er í þriðja lagi staðreynd að námslán skila sér 85-90% til baka í sjóðinn, verðtryggð að fullu. Þama em á ferðinni afföll upp á 10-15%, og þó það sé ekki um stóran hlut að ræða er þama engu að síður vandi á ferðinni, og þann vanda em námsmenn tilbúnir að taka á sig. Það er þessi tiltekni hluti Mig rak í rogastans þegar ég sá frumvarp ríkisstjómarinnar um LÍN. Ekki það að ég sé ekki ýmsu vanur frá þessari ríkisstjórn. Ekki það að ég viti ekki að hún á sitthvað til. Ekki það að ég vissi ekki að hún var enginn sérstakur vinur námsmanna á íslandi. En þetta frumvarp gengur miklu lengra í að klekkja á námsmönnum heldur en mig óraði fyrir og miklu skemmra í því að tryggja framtíð Lánasjóðs íslenskra námsmanna heldur en ég hélt að væri meiningin. Auðvitað er vandi hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna, en þetta frumvarp og það skipulag, sem þar er lagt til, iagar það ekki. Þetta fmmvarp Ieggur hins vegar afar þungar byrðar á íslenska námsmenn. Lögin um Lánasjóð ísl. námsmanna frá 1982 em góð lög. Þau vom sett að frumkvæði þáverandi menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar. Þau vom sett í fullu samráði við námsmenn og þau vom endurbót á merkilegri löggjöf, sem sett var í mennta- málaráðherratíð Vilhjálms Hjálm- arssonar 1976. Framsóknarflokk- urinn bar vemlega ábyrgð á báð- um þessum lagasetningum og Framsóknarflokknum hefur alla tíð verið annt um Lánasjóð fsl. námsmanna. Aðför að LÍN Það hefur að vísu öðm hverju ver- ið gerð aðför að Lánasjóðnum á undanförnum ámm. Sú alvarleg- asta var í menntamálaráðherratíð Sverris Hermannssonar. Þá vorum við í ríkisstjórn og tókst með nokkm harðfylgi að hrinda aðför- inni að lögunum sjálfum, þannig að ekki var hróflað við þeim. Hins vegar greip því miður sá ágæti drengur Sverrir Hermannsson, sem þá var menntamálaráðherra og nú bankastjóri, til hefndarað- gerða með því að beita reglugerð- arvaldi sínu ótæpilega. Því miður hefur Framsóknarflokkurinn ekki ráðið menntamálaráðuneytinu nema tvö kjörtímabil, þ.e. 1974- 1978 og 1980-1983. Á báðum þess- um kjörtímabilum vom gerðar endurbætur á lögunum um Lána- sjóðinn og á því sést að Framsókn- arflokkurinn lætur sér annt um Lánasjóðinn og það er kannski ástæða til þess að rifja upp hvers vegna. Það er vegna þess að Fram- sóknarflokkurinn vill jafnrétti til náms, án tillits til efnahags að- standenda námsmanna, og Fram- sóknarflokkurinn vill sem jafnasta lífsaðstöðu þegnanna, hvar sem þeir búa á landinu. Fjöldi íslend- inga á tilvist Lánasjóðs ísl. náms- manna það að þakka að þeir gátu stundað nám og lokið námi, þjóð- félaginu til farsældar. Þetta á ekki hvað síst við þá, sem búsettir em utan höfuðborgarsvæðisins, því þeir þurfa jafnvel ennþá meira að halda á aðstöðu til náms heldur en þeir, sem geta sótt nám heiman frá sér. Menntun er góð fjárfesting íslendingar þurfa á menntuðu fólki að halda og framfarir í þjóðfé- laginu byggjast öðm fremur á dugnaði og hæfni þegnanna. Hæf- ir og duglegir þegnar þurfa ekki endilega langa skólagöngu, en menntun eykur að öðm jöfnu hæfni og það þarf vemlegan dugn- að til þess að ljúka flestu háskóla- námi. Undirstaða framfara í tækni og vísindum er að það sé aðgangur að menntun og þekkingu. Þetta á ekki einungis við um þá þekkingu, sem er aflað á háskólastigi. Víðtæk og almenn þekking og fjölbreytt undirstöðumenntun er algert skil- yrði fyrir því að fágþekking fái not- ið sín. Fátt er einu þjóðfélagi hættulegra heldur en fagidjótar, þ.e. menn sem vita mikið um sitt fagsvið en lítið um annað. Það er heppilegt að menn hafi nasasjón af sem flestu og hennar sé aflað með námi jafnhliða starfi í atvinnulíf- inu. Þess vegna verðum við að leggja sérstaka rækt við undirbún- ing háskólanáms. Ég vara við þeirri hugsun að stytta undirbún- ing háskólanáms eða slaka á kröf- um. Fremur þyrfti að auka þær á mörgum sviðum. Það er einnig mjög mikilvægt að námsmenn öðlist reynslu af vinnu á námstíma og kynnist atvinnuvegum þjóðar- innar. Lögin frá 1982 um Lána- sjóðinn hafa reynst vel og þau voru góð. Sveltur sjóður Þrátt fyrir þessi lög er Lánasjóð- urinn í vanda, en það er rétt að líta á hvernig þessi vandi er orðinn til. Hann er nefnilega ekki orðinn til fyrst og fremst vegna námsmanna. FYRRl HLUTl Þeir bjuggu ekki til þennan vanda og þeir eru ekki ábyrgir fyrir hon- um. Við höfum á undanfömum árum eða áratug frá ríkisins hendi ekki uppfyllt þörf Lánasjóðsins fyrir ríkisframlag. Lánasjóðurinn hefur vegna ónógs ríkisframlags orðið að taka lán á of háum vöxtum. Hið vanda Lánasjóðsins, 10-15% af heildarvandanum, sem með réttu er hægt að ætlast til að námsmenn taki þátt í að leysa. Það er ekki sanngjamt að ætla námsmönnum framtíðarinnar einum að borga uppsafnaðan vanda fortíðarinnar. Það má auðvitað segja að hluti vandans sé hve miklu fleiri njóti aðstoðar nú en áður, en það tengist auðvitað því að sífellt fleiri leita sér menntunar og þá þróun verður í sjálfu sér að telja gleðilega. Ég ætla ekki að fara að skorast undan því að eiga hlut af ábyrgð á því að ríkisframlag á undanfömum áratug hefur verið ófullnægjandi. Flokkur minn hefur borið sína ábyrgð á lokaniðurstöðum fjárlaga frá 1972- 1991. Við framsóknar- menn höfum því tekið vissan þátt f að búa til vanda LÍN, og sjóðurinn hefúr stundum verið olnbogabam. En í allri hógværð verð ég þó að geta þess að við höfum aldrei ráðið einir. Ríkisstjóm Kolkrabbans Við síðustu stjórnarskipti missum við framsóknarmenn þá aðstöðu, sem við höfum haft til þess að verja hagsmuni námsmanna. Það kom til valda ríkisstjórn, sem óhjá- kvæmilegt er að telja andvíga námsmönnum. Þetta er ríkis- stjóm, sem hefur það að markmiði að safna fjármunum þjóðarbúsins á hendur hinna betur megandi og láta einkum þá, sem minna mega sín, bera byrðarnar. Ég nefhi sjúka, aldraða, bamafólk og námsmenn. Ég ætla ekki hér eða nú að fara að fjölyrða um þær breytingar, sem þessi ríkisstjóm er að gera á þjóð- félaginu. Grundvallarbreytingar á flestum þáttum þjóðlífsins. Þessi ríkisstjóm er að endurskapa þetta þjóðfélag til hagsbóta fyrir hina ríku. Kollvarpa velferðarþjóðfélag- inu, þar sem þegnarnir hafa búið við félagslegt öryggi og jafnrétti til menntunar og menningarlífs. Hún stendur í því að færa eignir al- mennings til Kolkrabbans og hún vill þagga niður í þeim, sem ekki taka málstað núverandi valdhafa. Þeir em búnir að drepa Þjóðvilj- ann. Tíminn er hætt kominn, þó að hann andi nú ennþá. Það er ver- ið að boða það að afhenda Kol- krabbanum ríkisfjölmiðlana. Kannski hugsa þessir herrar sér að áður en kjörtímabilinu lýkur hafi stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks- ins einir óskoruð yfirráð yfir allri fjölmiðlun í landinu, og þá verða sjálfstæðismenn einir um alla upp- lýsingadreifingu. Þá komum við til með að búa við ámóta „frjálsa og óháða" fjölmiðla og Morgunblaðið og DV eða fréttastofu Stöðvar 2. Höfundur or þlngflokksformaður Framsóknarflokkslns Dr. Benjamín H.J. Eiríksson: VEGNA FASISMA GRÍMS í skrifum mínum um skógrækt hef ég haldið því fram að kenning- in um það að sauðkindin rækti upp landið sé hætt að heyrast. Nú sé ég að mér hefur skjátlast. Hún er enn á ferli, þótt ekki sé hún vel hress. Grímur S. Norðdahl segir í grein í Tímanum hinn 7. maí: „Og síðast land sem sauðfé hefur beinh'nis grætt upp.“ Ég tek strax fram að svona land gæti ég líka „sýnt“ honum, þó ekki nema á pappím- um. En ályktanir mínar af svona staðreyndum em aðrar en hans. Þegar ég var smali smalaði ég eitt sinn í færikvíar. Þetta var víst hjá Þorsteini í Vatnsleysu. Kvíamar voru fluttar til á túninu annað veif- ið. Hvers vegna? Vegna þess að í kvíunum skitu æmar. Þær töddu túnið. Þama fékk bóndinn ókeypis búfjáráburð. Veigamesta röksemd Gríms virð- ist mér vera sú að í kringum fjár- húsin sé algróið land. Maður með sæmilega athyglisgáfu og meðal- greind myndi fljótt sjá hvemig lægi í málinu. Féð safnast þama saman og teður landið. Þetta næg- ir til þess að koma í veg fyrir spill- ingu þess. í haganum er féð of dreift til þess að þessara áhrifa gæti. Eitt sinn varð ég samferða Hákoni Bjamasyni skógræktarstjóra á fund á Norðurlandi. Við ókum nið- ur Öxnadalinn. Á hægri hönd sá- um við girðingu með birkiskógi. Hákon sagði að fyrir allnokkru hefði verið girt þama, annað ekki gert. Skógurinn væri því sjálfsáinn eða, eins og Hákon giskaði á, kannski vaxinn upp af leifum eða fræjum sem leynst hefðu í jörð- inni. Umhverfið var skóglaust Það var land sauðkindarinnar. Tál Gríms um „kjaftasögur" og „umhverfisfasista" álít ég aðeins hávaða, sem á að breiða yfir skort á frambærilegum röksemdum. Tál hans um jökla, eldgos, skógarhögg og fleira í þeim dúr virðist gegna svipuðu hlutverki. Þetta eru þeir þættir málsins, sem enginn ágreiningur er um og varða því ekki efni máls, eins og það liggur fyrir í nútímanum: Friðun lands- ins fyrir óheftri sauðfjárbeit land- græðsla, skógrækt. Höfundur er hagfneölngur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.