Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 6

Tíminn - 12.05.1992, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 12. maí 1992 Ráðstefna um öryggi og samvinnu í Evrópu: Hervald fordæmt Astandið í Bosníu-Hersegóvínu var nýlega rætt á fundi í nefnd háttsettra embættismanna Ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Fjallað var um umsókn þarlendra stjórnvalda um þáttöku í RÖSE og væntanlega friðarráðstefnu RÖSE um Nagorno-Karabakh. Einnig var rætt um yfirlýsta afstöðu hins nýja sambandsríkis Júgóslavíu að það sé arftaki fyrrum Júgóslavíu. Niðurstöður fundarins voru að full þátttaka Bosníu-Hersegóvínu var samþykkt samhljóða. Skorað er á alla aðila, en einkum þó júgóslavneska sambandsherinn, að stöðva átökin og virða samkomulag um vopnahlé. Öll þátttökuríki RÖSE samþykktu þá áskorun fyrir utan Júgóslavíu. Sambandsríkið samþykkti heldur ekki yfirlýsingu þar sem ályktað var að samkomulag um arftöku milli sex Iýðvelda fyrrum Júgóslavíu væri verkefni friðarráðstefnunnar í Brus- sel. Slíkt samkomulag myndi ákvarða hverjir kæmu fram fyrir hönd Júgó- slavíu á alþjóðavettvangi. Ýmsar ákvarðanir voru teknar um fyrirkomulag friðarráðstefnu RÖSE um Nogomo-Karabakh, og ákveðið var að senda eftirlitssveit á vettvang til að fylgjast með samkomulagi um vopnahlé. Fulltrúar íslands á fundinum voru Gunnar Cunnarsson skrifstofustjóri, og Helgi Gíslason sendifulltrúi. —GKG. „Kolkrabbaveski" með talnalás og spýtir bleki sé það brotið upp: Þjófhelt seðlaveski ný sænsk uppfinning Sænskir hugvitsmenn hafa fundið upp þjófhelt seðlaveski, í þeim til- gangi að draga úr þjófnaði á greiðslukortum, tékkheftum og peningaseðlum fólks, t.d. á ferðalög- um en einnig til daglegra nota. Þjófavörnin í þessu öryggisveski felst í fyrsta lagi í 4-stafa talnalás. í öðru lagi er það búið 12 hylkjum með sterkum lit, sem eiga að brotna ef veskið er brotið og útbía eða eyði- leggja það sem í því er, þannig að þjófi gagnist ekki slíkt þýfi. Og í þriðja lagi reynir framleiðandinn, með skipulögðu skilakerfi og loforði um fundarlaun, að gera það eftir- sóknarverðara að skila veskinu óopnuðu til eiganda heldur en að reyna að brjóta það upp. Sænska fyrirtækið Colloc Interna- tional AB á heiðurinn af þessari framleiðslu, sem það nefnir „Colloc 2002“-veski. Það er þegar komið á markað í 20 löndum. Að stærð og þyngd er það ekki svo frábrugðið venjulegu seðlavesti. Colloc- fyrir- tækið er hluti af svonefndum Colort- ag hóp, sem í áratug hefur staðið að markaðssetningu á þjófavörn á fatn- að í verslunum vítt og breytt um heiminn. Það kerfi byggist að hluta á sömu hugmynd, þ.e. að þjófavörnin spýti lit sé hún brotin upp og geri flíkina þannig verðlausa og ónot- hæfa fyrir þjófinn. - HEI Enn eykst fjölbreytileiki innan- flokksátaka íAlþýðuflokknum. Mái Ragnhelðar Davíðsdóttur og Menningarsjóðs er ekki fyrr fallið í skuggann af Júróvision, en kratar geysast fram á völl þjóðmálanna og stela senunni með uppákomu, sem eflaust hefði dugað til vinn- ingssætis, ef til væri Evrópu- keppni flokkseigendafélaga. Flokksstjóm hvað? Þessi uppákoma snýst um það að forusta flokksins vill sýna þingi og þjóð hvað hún er töff og klár og sjálfstæð og að hún þarf ekkert að vera að velta lyrir sér hvað hinar ýmsu stofnanir Alþýðuflokksins vilji að flokkurinn standi fyrir. Þannig samþykkti forystusveit AJ- þýðuflokksins og þingflokkur að keyra lánasjóðsfrumvarpið áfram, án þess að gera tilraun til aö breyta í því ákvæðum, sem flokksstjóm flokksins hafði áður áiyktað rögg- samlega gegn. í öðrum stjóm- málaflokkum er foiystusveitin yf- irieitt ekki nægjanlega huguö til að viröa að vettugi ályktanir og sam- þykktír stofnana, sem skilgreindar eru sem æðstu stofnanir flokksins á milli flokksþinga, en í Alþýðu- flokknum gilda greinilega önnur lögmál. Foringi ungra jafnaðarmanna virðist una því eitthvað illa að þurfa að sitja og standa eins og forystumenn flokksins bjóða, og gelta einungis þegar honum er sig- að. Hann kom fram í fjölmlðlum rétt fyrir Júróvision og lét ófrið- lega vegna áforma foringjanna um að gera alla íslenska námsmenn lánlausa í haust. Jafnaöarmanna- formaðurinn ungi sagðl þetta vont mál; þaft væri vafasamt aö ætlast tíl þess að nemendur framfleyttu sér meft bankalánum, auk þess sem það hlyti aft teljast sjálfsögð krafa að þingflokkurinn bryti ekki mjög gróflega gegn yfirlýstri stefnu flokksins, eins og hún er ákveðin af þar til gerðum flokks- stofnunum. Það verður að viðurkennast að ungkratlnn hefur talsvert tíl síns máls. Þó að Garri hafi ekki f hyggju að skipta sér af innanflokksátök- um í Alþýðu- flokknum, verður ekki bjá því kom- ist að nefna að ungkratinn taldi einsýnt að að óbreyttu myndi LÍN- málið koma ti) kasta flokksþingsíns í næsta mánuði, enda óþolandl að þing- flokkurínn láti sem stefna flokks- ins sé sér algerlega óviðkomandi. Verður níu-daga reglan notuð í ár? Þar meft fer dagskráin á flokks- þinghtu þjá krötum að verða all- kræsfleg og spuming hvort ekki verður að bæta nokkrum dögum við þinghaldið. Meðal þess, sem flokksforingjamir segja að flokks- þing kratanna ætli að fjalla um, er stefnumörkun fyrir næsta vetur varðandi fjárlög og EES. Af þeim málum, sem flokksforingjamir hafa ekki talað um að eigi aö ræða, eru mál flokks- foringjanna sjálfra, staða þeirra og inn- byrðis styrk- leiki. Þannig em horfur á að þeir, sem lang- þreyttir eru á Jóna- bræðralaginu, láti tíl skarar skriða og bjóði fram gegn sitjandi formanni. Það er ekld lengra sfðan en að morgni Jú- róvisiondags að bæjarstjórinn í Hafnarfirði minnti á það f útvarp- sviðtali að Jón Baldvin tilkynnti um mótframboft sitt gegn þáver- andi formanni, Kjartani Jóhanns- syni, afteins 9 dögum fyrír flokks- þing. Taldi bæjarstjórinn það aug- ljóslega merid um að enn gæti ver- ið von á slflm mótframboði nú. Ef af þessari hallarfoyltingu verður í Alþýðuflokknum, ems og margt bendir til, er óhætt að fúllyrða að haUarbylting Ragnheiðar í Menntamálaráöi verður talin smá- munir einir f samanburði. Engu aft síður má reikna með að flokks- þingið verði að ræða þá hallaifoylt- Ingu, og raunar væri það ágætis upphitunarumræða fyrir umræð- una um hugsanleg umskipti í for- ystu flokksins. Síðast en ekki síst má búast við að á dagskrá flokks- þingsins komi það mál, sem gaus upp nú um helgina og snýst um það hvort forysta flokksins á að fylgja stefnu Alþýðuflokksins eða hvort hún eigi að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins. Raunar þarf að taka þetta grundvaUarmál fyrir nokkuð snemma á flokksþinginu, því að ef hinn almenni Alþýðu- flokksmaður ætlar að faUast á þá túlkun núverandi forystu og þing- flokks að best sé að himsa ályktan- ir æðstu stofnana Alþýðuflokksins og fylgja bara stefnu sjálfstæðis- manna, þá veröa önnur mál þmgs- ins í raun óþörf og tilgangslaus. Forystan myndi hvort sem er ekk- ert mark taka á samþykktum þingsins, nema ef þær féllu jafn- framt að stefnu sjálfstæðismanna, jafnvel ekki þó svo æxlaðist að þingið myndi ákveða að skipta um forystu. Kallar á beina útsendingu En hver svo sem niöurstaðan verður, er Ijóst að spennandi flokksþing er framundan hjá kröt- um og Ijóst að þeir koma til meö að halda uppi fjörinu fram eftír sumri. Slíkt er þakkarvert, því við þetta dregur úr spennufaUinu eftir Júróvision-keppnina, og ásamt Ir- on Maiden-hljómleikunum hjálpa kratamir tíl vift að brúa biUð þang- að til Black Sabbath og Jethro Tull koma UI hfjómleikahalds hér á landi í haust Til að þetta megi tak- ast sem besL er fjóst hverja kröfu almenningur gerin hann viU beina útsendingu frá flokksþingi krata! Garri Sarajevo Harðir bardagar geis- uðu I gær milli herja Serba og mús- lima í Sarajevo og öðrum bæjum og þorpum í Bosníu. Bardagamir eru taldi glöggt merki um að striðs- aöilar reyna allt hvað af tekur að ná landsvæöum á sitt vald og styrkja þannig stöðu sína. Maniia Fidel Ramos, fymjm vam- armálaráðherra í stjóm Corazon Aquino forseta Filippseyja, og Miri- am Santiago, lögffæðingur og fyrr- verandi dómari, eru líklegir sigur- vegarar forsetakosninganna á Rl- ippseyjum, en hvort þeirra sest í forsetastólinn verður ekki Ijóst fyrr en endanlegar niðurstöður at- kvæöatalningar liggja fyrir I lok vik- unnar. Mjög mikill viðbúnaður var af hálfu yfirvalda til að tryggja öryggi kjósenda og frambjóðenda í kosrv- ingunum sjálfum og kosningabar- áttunni og niöurstaöan er sú að kosningamar urðu tiltölulega fiið- samlegar á filippseyskan mæli- kvarða. Dushbane, Tajikistan. Rlkis- stjóm ríkisins og stjómarandstaðan hafa orðið ásátt um að mynda samsteypustjóm í þeim tilgangi að foröa landsbúum frá yfirvofandi borgarastyrjöld að því haft er eftir yfirmanni í her landsins. Baku, Azerbadjan Azerar og Armenar berjast um yfináö yfir bænum Shusha í Nagomo-Karab- akh sem er báðum hemaðarlega mikilvægur. Iranir sendu samninga- mann sinn til bæjarins til að reyna að stöðva blóösúthellingar í deil- unni um héraðið. Kabúl Hershöfðingjar i herstjóm- inni í Afghanistan sendu þúsundir hemnanna inn í Kabúl um helgina og hunsuöu þannig kröfur margra skæruliðaforingja um að sljómar- herinn drægi sig út úr borginni. Briissel Viðræður um málefni ein- stakra landsvæða tengdar viðræð- unum um frið í Miðausturiöndum hófust í Brussel í gær. Byrjunin var þó ekki björgulegri en svo að (sra- elsmenn hunsuðu fundinn og mættu ekki vegna þess að Palest- ínumenn sem búsettir eru utan her- numdu svæðanna áttu fulltrúa á fundinum. [ Kairo sögðu talsmenn PLO að þeir væru ánægðir með óopinbera þátttöku samtakanna I viðræðunum um frið í Miðaustur- löndum en byggjust viö að hlutur þeirra i þeim yrði stærri með tíman- um. Jerúsalem Yitzhak Shamir, for- maöur Verkamannaflokksins sem er í stjómarandstöðu, segir að væri hann leiðtogi (sraels myndi hann hætta fjárveitingum til (sraelsmanna sem eru að taka sér bólfestu á her- numdu svæöunum. Landið þyrfti sáriega á eriendri aðstoð að halda . til að geta tekið sómasamlega á móti innflytjendum. Slik aðstoð lægi ekki á lausu á meðan Israelsmenn tækju sér bólfestu á hemumdum landsvæöum araba. Bonn Helmuth Kohl, kanslari Þýskalands, á í vændum fleiri vandræði í formi fleiri verkfalla og ókyrrðar. Hann réðst í gær harka- lega á verkalýðsforingja og sagði að stjómvöld reyndu eftir mætti að halda markinu stöðugu en nytu I engu stuönings verkalýðsfélaganna við það. London Áfrýjunardómstóll í Bret- landi hefur látið lausa konu sem dæmd var í 30 ára fangelsi fyrir þátttöku i skæruliðastarfsemi IRA og að hafa m.a. sprengt I loft upp aitubil árið 1974.12 manns förust I þeirri árás. Mál hennar verður tekið upp á ný þar sem talið er að játning hennar á sínum tíma hafi ekki verið marktæk vegna andlegs ástands hennar. Bangkok Mjög hefur verið þrýst á Sushinda, ókjörinn forsætisráð- herra Thailands, að undanfömu að hann segði af sér. Hann sagði I gær að ef þingið færi fram á að hann segði af sér myndi hann gera það.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.