Tíminn - 14.05.1992, Qupperneq 6

Tíminn - 14.05.1992, Qupperneq 6
6 Tíminn Fimmtudagur 14. maí 1992 Búist við vaxandi gagnrýni á kaþólsku kirkjuna fyrir kröfu hennar um einlífi presta: Vatikaniö mun ekki gefa eftir einlífiö Sá atburður er írskur, kaþólskur biskup varð að segja embætti sínu laasu þar sem hann hafði orðið að gangast við barni, kann að ieiöa til slökunar í framkvæmd á hingað til ósveigjaniegum kröfum kirkj- unnar um einiífi presta. Aftur á móti er óiíkiegt að Vatikanið breyti afstöðu sinni í þessu efni formlega. Páfi áhyggjufullur Heimildamenn þeir er fengist hafa til að ræða efnið gegn því að nafnleyndar sé gætt segja að Jó- hannes Páll páfi hafi þungar áhyggjur af málinu og óttist af- leiðingar þess. Kvíði ríkir um að þetta muni skaða orðstír írsku kirkjunnar og leiða til grunsemda um hve vel prestar hennar haldi skírlífisheitið. „Þetta mun vissu- lega valda umræðum um skírlífis- heitið,“ segir einn, „en ég óttast að þetta muni engu breyta." Fyrir fáum dögum játaöi Eam- onn Casey biskup að hann hefði getið son fyrir 17 árum og notað sjóði kirkjunnar til þess að greiða móður hans lífeyri. Peningana hefur hann nú endurgoldið. Kaþólikkar á írlandi ætluðu ekki að trúa eigin eyrum þegar 44 ára bandarísk kona Annie Murphy sagði að sonur hennar Peter hafði fæðst eftir að hún hefði átt í „dá- samlegu" ástarsambandi við Casey á árunum eftir 1970. Opinberlega hefur Vatikanið ekk- ert látið frá sér heyra um mál þetta. Einn starfsmanna þess sagði að hann hefði engar heim- ildir fyrir því að Vatikanið mundi láta fara fram rannsókn á fjárreið- um Galwaysóknar. Aðrar fregnir herma að málið verði skoðað þeg- ar aö því kemur að kjósa nýjan biskup. Samtök kvæntra presta Alþjóðleg samtök manna sem lát- ið hafa af prestskap í því skyni að kvænast munu sennilega nota Casey- málið til þess að krefjast að kaþólska kirkjan lofi prestum að ráða því hvort þeir lifa ókvæntir. Þá mun fólk sem andvígt er ein- kvæni gera sér mat úr því. Mikið veröur um málið skrifað. Mörg dæmi verða tínd til og dregin upp á yfirborðið. „Þetta mun skaða kirkjuna," segir einn. Samtök kvæntra presta segja að kvæntir prestar séu um 100 þús- und talsins og að flestir vilji snúa sér aftur aö prestskap sem bæta mundi úr hraðminnkandi áhuga á prestsstarfinu síðustu þrjá áratug- ina. Talsmenn þess að prestar ráði hvort þeir kvænast segja að hneykslismál af þessu tagi, þar á meðal dæmi í N-Ameríku um að prestar hafi misnotað börn, mundu ekki eiga sér stað ef menn væru sjálfráðir í þessum efnum. Rannsókn í Bandaríkjunum 1990 benti til þess að allt að þriðjungur kaþólskra presta lifði kynlífi. „Breytingar eru mjög örðugar. Frá bæjardyrum páfa og háklerka- samkundanna séð mun þetta áfall engu breyta,“ segir einn. Hin sögulegu rök Gagnrýnendur segja að enginn grundvöllur sé í Biblíunni fyrir kröfunni um einlífi. Pétur postuli, sem telst vera fyrsti páfinn, var kvæntur. Alexander Borgia páfi lifði í opinberum frillulifnaði. Hann gekkst við fjórum börnum. Héraðsbundin ráð í frumkirkjunni urðu fyrst til að brjóta upp á að biskupar, prestar og djáknar skyldu lifa einlífi. Loks 1539 ákvað ráðið í Trent að einlífi presta skyldi gilda í Vesturkirkjunni. Einn heimildamaður kveðst ótt- ast að Casey-málið muni leiða til ósanngjarnra alhæfinga. „Við lif- um nú í heimi sem mjög er hallur undir frjálsræði í ástamálum, en dæmir hart þá presta sem ekki lifa samkvæmt heiti sínu. En hitt gleymist hve margir prestar eru þessu sama heiti trúir." Vaxandi efasemdir meðal Evrópubúa um Maastricht-samkomulagið: Þjóðernissjónarmiðum viröist vaxa ásmegin V-Evrópubúar virðast vera að fá bakþanka í sambandi við Evrópu- Flugrán í Suður-Sómalíu: Flutningavél Rauða krossins rænt í gær Sex Sómalíumenn rændu í gær flutningaflugvél frá Rauða kross- inum. Flugvélin hafði lent með hjálpargögn á flugvelli í Suður- Sómalíu en áðru en gefist haföi ráðrúm til að tæma vélina rudd- ust mennirnir inn í vélina og var henni síðan flogið til Nairobi í Kenya en þar gáfu flugræningj- arnir sig á vald yfirvalda. Tálið er að flugræningjarnir hafi verið að flýja undan blóðugri borgarastyrjöld og upplausnar- ástandi í Sómalíu og munu þeir hafa ætlað að fljúga á einkavél frá landinu en veriö neitað um elds- neytisafgreiöslu og gripið þá til þess ráðs að taka Rauða kross flugvélina traustataki ásamt fimm af áhöfn hennar. Flugstjórinn var hins vegar skilinn eftir á flugvell- inum. Áhafnarmeðlimir vélarinnar eru að sögn talsmanns Rauða krossins þrír Svisslendingar, ítali og Þjóð- verji og starfa allir að neyðarhjálp í Sómalíu á vegum Rauða kross- ins. Aðstoðarflugmaðurinn er sagður hafa flogið vélinni eftir að flugstjórinn hafði verið skilinn eftir. samstarfið og ekki vera einhuga um hvers konar sameiningu í efnahags- og stjórnmálalegu tilliti þeir eigi að búa við í framtíðinni. Umræðan um endurskoðun Maast- richt- samkomulagsins um Evrópu- bandalagið hefur dregið fram í dags- Ijósið óeiningu um markmið og leiöir, ekki aðeins í Danmörku og Bretlandi eins og oft hefur verið fyrr, heldur einnig nú í sjálfum fóstur- löndum hugmyndarinnar um Evr- ópubandalag — Frakklandi og Þýskalandi. Þeir sem verja vilja þjóðleg verð- mæti og menningu mótmæla nú harðlega 12 þjóða samkomulaginu sem náöist í desember sl. um evr- ópska mynt frá árinu 1999 og sam- eiginlegri utanríkis- og varnar- stefnu. — Endurskoðun Maastricht- samkomulagsins þykir andstæðing- um Evrvópusamruna vera heppilegt tækifæri til að láta Ijós sitt skína, segir embættismaður EB í Brússel. Danska þingið hefur samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta Maastricht samkomulagið en síðasta orðið þar mun hins vegar verða sagt af kjós- endum í kosningunum 2. júní nk. Skoðanakannanir nú sýna að and- stæðingar þess hafi nauman en vax- andi meirihluta. Þá sýna skoðanakannanir í Þýska- landi að mikill fjöldi fólks er því mjög mótfailinn að leggja niður hið sterka þýska mark og taka upp gjald- miðil sem þeir telja að verði óstöðug „Esperantómynt". Perez de Cuellar kominn í bankaráö Perez de Cuellar, fyrrum aðalritari SÞ, hefur verið kjörinn í stjórn bankafýrirtækis í Luxembourg sem heitir Safra Republic Holdings SA sem á og rekur banka sem heitir Banque Safra-Luxembourg. Tálsmaður bankans segir að de Cu- ellar muni einkum starfa að athug- unum á efnahags- og stjórnmálaleg- um áhættuþáttum hjá þjóðfélögum. Perez de Cuellar hætti störfum hjá SÞ um síðustu áramót. Hann er nú 72 ára gamall. Safra Republic Holdings rekur bankaútibú í Frakklandi, Gíbraltar Guernsey og Sviss. Erlendar fréttir Moskva — Boris Jeltsín, for- seti Rússlands, slapp með skrekkinn í gær þegar þing- menn á rússneska þinginu felldu það með naumum meiri- hluta að taka ekki til umræðu vantrauststillögu á ríkisstjórn Jeltsíns. Á sama tíma flutti Int- erfax fréttastofan fréttir af því að forsætiráðherra Azerbaijan, Hasan Hasanov, hafi verið steypt af stóii í innanríkisátök- um í lýðveldinu. Sarajevo, Júgóslavíu — Skotmenn hófu skotríð á þús- undirfriðarsinna sem voru samankomnir í kröfugöngu fyr- ir friði í Sarajevo, höfuðborg lýðveldisins Bosníu-Herzegó- vínu, í gær eftir að átök fóru dvínandi þar. Talið er að þessir skotmenn hafi verið Serbar. Á sama tíma hittust utanríkisráð- herrar Evrópubandalagsríkj- anna í Lúxemborg til að ráðgast um það hvort viðurkenna ætti lýðveldin Bo- sníu- Herzegóvínu og Make- dóníu sem sjálfstæð fullvalda ríki og varð niðurstaðan já- kvæð. Róm — Samkvæmt fyrstu töl- um í ítölsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina er samsteypustjórn mið- og vinstrimanna á Ítalíu fallin. Tokyo — Kínverskir og jap- anskir forráðamenn skiptust á gjöfum og vináttukveðju í gær þegar formaður kínverska kommúnistaflokksins, Jiang Zemin, kom til Japan í heim- sókn. Embættismenn í jap- anska utanríkisráðuneytinu sögðu í gær að allt benti til þess að gengið yrði frá 5,26 milljarða dollara láni til Kín- verja á næstu vikum. Nikosía — íranir hafa sakaö vestrænar ríkisstjórnir um að vera í slagtogi með skemmd- arverkamönnum sem ráðist hafa gegn sendiráðum írans í hinum ýmsu borgum á Vestur- löndum að undanförnu. íranir krefjast framsals ofbeldis- mannanna. Genf — Einn hæst setti emb- ættismaður umhverfismála hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að skemmdir á ósonlag- inu væru mun meiri en hingað til hafði verið talið og lagði með formlegum hætti til að bann við ósóneyðandi efnum myndi taka gildi strax að fjór- um árum liðnum eða árið 1996. London — Öflug sprengja sprakk í Sohohverfi í London í gær og leikur grunur á um að Irski lýðveldisherinn hafi verið þar að verki. Sprengingin veld- ur Bretum nokkrum áhyggjum enda verður gengið til kosn- inga þa'r á morgun. Bonn — Talsmenn stóru flokkanna tveggja í Þýskalandi töluðu í gær um nauðsyn þess að leysa með hraði þann vanda sem fylgdi sívaxandi ásókn erlendra flóttamanna á að komast inn í landið. Þessi áhugi stóru flokkanna kemur í kjölfar þess að öfgaöfl til hægri, fjandsamleg útlending- um, unnu mikið á í fylkiskosn- ingum í tveimur fylkjum um helgina.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.