Tíminn - 14.05.1992, Page 7

Tíminn - 14.05.1992, Page 7
Fimmtudagur 14. maí 1992 Tíminn 7 Stór hluti hinna mikilfenglegu regnskóga í Brasilíu hefur verið höggvinn niður og stórkostleg mengun og fátækt hrjá Ríó de Janeiro. Umhverfisráðstefnan í Ríó: Má búast við einhverj um árangri? Ræningjar, sem ráðast á fólk í Ríó de Janeiro, eru alræmdir fyrir hvað þeir vinna hratt og vel. í næsta mánuði fá þeir tækifæri til að öðlast al- heimsfrægð fyrir leikni sína. Þá hyggjast hvorki fleiri né færri en 20.000 útlendingar mæta þar á umhverfisráðstefnu, sem tilkynnt hefur verið að verði fjölmennasti fundur stjómmálaforingja og síðasta tæki- færið til að bjarga móður jörð frá umhverfisstórslysi. Breski umhverfisfræðingurinn Phil Hurst, sem var kominn til Ríó löngu fyrir tímann, hefur þegar fengið bitra reynslu af þeim hætt- um sem mæta erlendu gestunum. Fyrst ógnuðu fimm „götuböm" honum með hnífi og rændu hann. Síðar var lokað garði, þar sem hann var að koma upp táknrænu gervi „tré lífsins" vegna þess að stríðandi glæpaflokkar fóru að skjótast þar stjómlaust á. „Ríó er staður þar sem martraðarsýnir um framtíðina koma beint framan að manni,“ seg- ir hann. Hættumar, sem að Ríó steðja, koma líka frá umhverfinu. Óvarið skolprennsli atar út hinar frægu Copacabana-strendur, og Samein- uðu þjóðimar, sem skipulagt hafa ráðstefnuna, hafa dæmt mökkinn, sem liggur yfir borginni fyrir neðan Sykurtoppinn, sem hættulega mettaðan sóti, ryki og brennisteins- tvíildi. Mánuðum saman hafa Brasilíu- menn nú verið að reyna að snyrta staðinn til. Glæsivagnar forseta og forsætisráðherra munu renna eftir nýjum vegum frá flugvellinum að skýjakljúfahótelunum. Leiðin að glæsilegum, nýlega fullgerðum Riocentro-ráðstefnusölunum hefur verið endurgerð til að unnt verði að flytja ráðstefnugesti eins hratt og mögulegt er um vandræðalega blásnauð kofahverfi. Yfirvöld hafa m.a.s. látið planta kókoshnetutrjám til viðbótar meðfram göngustígum. Samt sem áöur megnar engin til- raun til snyrtingar að hylja þá stað- reynd að hjá sjálfri gestgjafaþjóð- inni er að finna ýmis þau viðfangs- efni í umhverfismálum, sem brýnt er að ráðstefnan takist á við. Fátækt, mengun og stórborgareymd eru að- eins hluti af myndinni. Til norðurs og suðurs frá Ríó, meðfram strönd Atlantshafsins, hafa bændur og skógarhöggsmenn fellt 96% regn- skóganna. í Brasilíu gera menn sér vonir um að borgin verði brátt eins fræg fyrir að hýsa þessa sögulegu ráðstefnu eins og kjötkveðjuhátíð- ina. Engar efasemdir eru um hvílík- ur stóratburður er þama í vændum. Þama verða meira en 100 forsetar og forsætisráðherrar, með 5.000 manna embættismannaliö, og 6.000 blaðamenn fylgjast með hverju þeirra skrefi. Þá láta 10.000 umhverfissinnar sig ekki vanta. Þeir ætla að hafa í frammi áróður til að hafa áhrif á ráðstefnugesti. Spum- ingin er reyndar sú hvort slíkur fjöldi atvinnuræðumanna geti hrint af stað einhverjum markverðum að- gerðum. Það er fimm ára aðdragandi að ráðstefnunni. Norski forsætisráð- herrann, Gro Harlem Brundtland, átti hugmyndina að henni eftir að hafa verið í forsæti heimsnefndar um umhverfis- og þróunarmál. Skýrsla nefndarinnar 1987, Sam- eiginleg framtíð okkar, skilgreindi ógnir þær, sem steðjuðu að mann- kyni um heim allan, og þar var því haldið fram að aðeins yrði sigrast á þeim með alþjóðlegu samstarfi. Flest þeirra vandamála, sem þar eru nefnd, eru nú orðin stærri í sniðum, ef eitthvað er. Og nú hefur Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóð- anna birt Uppgjör um jörðina, ná- kvæma skýrslu um umhverfið. Þó að stórkostlegar hrakspár veki alltaf tortryggni, væri eríitt að vísa á bug dökkum staðreyndunum um nú- verandi ástand. Við vitum nú þegar að klór veld- ur þynningu. ósonlagsins og allt að 18% þess tapaðist yfir Norður-Am- eríku og norðurhluta Evrópu í vor. Eyðing skógarsvæða hefur farið hraðvaxandi og er komin í yfir 40 milljónir ekra á ári. Brátt gætu 40 tegundir villtra dýra orðið útrým- ingu að bráð á dag. Mengun gengur nú af fleiri ám, stöðuvötnum og trjám dauðum en nokkum tíma fyrr. Þurrkar eru að verða algengari og fjöldi þeirra, sem svelta og þyrst- ir, fervaxandi. Fólksfjölgunarsprengjan, sem víða er álitin undirrót margra þess- ara stórvandamála, heldur sínu striki, sem sjá má á því að 30 bama skólabekkur fæðist á hverjum 10 sekúndum. Sameinuðu þjóðimar hafa nýlega varað við því að sú 97 milljóna mannfjölgun, sem nú á sér stað, muni verða til þess að 6 millj- arðar byggi þessa jörð 1998 og 8,5 milljarðar árið 2025. Álagið á vatns- og fæðuforða í viðkvæmustu lönd- unum verður hræðilegt Til hvaða ráða má grípa? Framantalið er vissulega nægi- lega ógnvekjandi, en þar við bætist að nefnd virtra sérfræöinga, sem Al- þjóðaheilbrigðisstofnunin skipaði, mun senda frá sér skýrslu síðar í þessum mánuði um áhrif umhverf- isvandamála á fólk. Meöal þess, sem þar kemur fram, er að einn millj- arður manna andar að sér hættu- lega menguðu lofti dag hvem og 2,5 milljarðar veikjast á ári hverju af menguðu drykkjarvatni. Margar milljónir þar af, flest böm, deyja af afleiðingunum. Og þá er það spumingin: Hvemig ætla forystumenn okkar að sigrast á þessum risavöxnu vandamálum? Enn sem komið er, hafa verið haldnir fjórir undirbúningsfundir fyrir umhverfisráðstefnuna, sem ber formlega nafnið „UN Confer- ence on Environment and Develop- rnent". Þar hefur komið fram klofn- ingur, beiskja og 100 milljón papp- írsskjöl. Vonir um að stigið yrði tímamótaskref, sem kæmi heimin- um á réttan kjöl, voru alltaf ein- feldnislegar. En fjöldi kjósenda mun eiga von á að ráðstefnan skili mikil- vægari árangri en einungis tákn- rænum. Nú þegar hafa komið fram samn- ingsdrög, tilbúin til undirritunar á fundinum, og þau boða ekki gott fyrir stjómmálamennina né jörðina okkar. Þessum samr i.igum er ætlað að fást við hækkandi hitastig á jörð- inni, halda lífinu í dýrategundum í útrýmingarhættu, setja meginregl- ur fyrir umhverfisvæn stjómvöld og skilgreina verkáætlun um hvemig gera megi heiminn að tryggari stað á 21. öldinni. Þar sem aðeins em ör- fáar vikur til fundarins, em miklar líkur á að með þessum samnings- drögum takist ekki að koma neinu af þessu á. Aðalviðfangsefni Ríófundarins á að vera að byggja burðargrind að aðgerðum um loftslagsbreytingar, samningur um að vernda andrúms- loftið gegn samansöfnun mengandi gastegunda, sem halda í sér hita frá sólinni og verma smám saman upp heiminn. í samningnum er hins vegar ekki að finna neitt lögbundið samkomu- lag um ákveðin atriði til að koma jafnvægi á útblástur koltvísýrings, þeirrar gastegundar sem mestu veldur um gróðurhúsaáhrif. Banda- ríkin hafa lagst gegn kröfum um tímasetningar, en þaðan koma 23% koltvísýringsútblástursins, meira en frá nokkru öðru landi. Fiona We- ir, baráttukona í forustu Vina jarð- arinnar sem viðstödd var undirbún- ingsviðræðumar, segir að samning- urinn hafi hreint enga merkingu, ef ekki fylgi tímasetningar. Undir þann ótta hennar taka öll ríki EB. Svipaðar áhyggjur varða samn- ingsdrög um líffræðilega fjöl- breytni. Þar er mikil áhersla lögð á rétt þróunarlanda til að njóta ár- angursins af öllum lyfjafræðilega dýrmætum genum, sem finnast í skógum þeirra. Þar er ekki einu sinni minnst einu orði á kjörlendin eða tegundimar, sem markmiðið er að vernda. Það átti að gera stofnskrá um jörðina, yfirlýsingu um umhverfis- vænar meginreglur sem mætti hengja á vegg hverrar skólastofu. í staðinn hefur þróunaráróðursdeild- in rænt stofnskránni og breytt henni í þurra Ríóyfirlýsingu þar sem áhersla er lögð á að berjast gegn kynþáttafordómum og sérstök áhersla lögð á „málefni sem varða konur sér í lagi“. Enn em nokkrar vonir bundnar við fjórða og lokasamninginn, sem þekktur er sem Agenda 21, áætlun um aðgerðir á næstu öld. Hann nær til allt frá höfunum, eyðimörkum og fjöllum til endurvinnslu og geislaúrgangs. En samningurinn er skráður á 800 blaðsíður, og heitar deilur standa um margar þeirra. Deilur fremur en samkomulag hafa ráðið ríkjum í öllum samn- ingaviðræðum. Þær hafa verið þvældar í ósigrandi tæknimál (á átta tungumálum) og eiginhags- munir hafa staðið í vegi fyrir sam- komulagi. Það er því sem næst ör- uggt að engir samningar verða gerðir til að hafa stjóm á fólksfjölg- un eða bjarga regnskógum. Nokkur rómversk-kaþólsk ríki hafa kæft all- ar tilraunar til að hafa stjóm á fólks- fjölgun. Ríki á suðurhveli álitu samning, sem George Bush lagði fram til að vemda skógana, ráða- brugg til að hindra samkeppni ríkja í þeim heimshluta við ríki á norður- hveli í timburviöskiptum. Þróunarlönd hafa krafist risafjár- hæða í aðstoð og aðgangs að tækni- þekkingu iðnríkja sem skilyrði fyrir samvinnu þeirra. Arabalönd hafa barist gegn öllu sem myndi tak- marka olíunotkun. Jafnvel Norð- menn, undir umhverfisvænni stjórn Brundtlands, hafa verið erf- iðir. Þeim er annt um að vernda eigin olíu- og gasvinnslu og hafa því lagt til að tekið verði upp ein- kennilegt kerfi þar sem fátaekum ríkjum verði greitt fyrir að draga úr mengun, í stað þess að draga úr eigin mengun. Bretar þykjast í góðri aðstöðu til að miðla málum á ráðstefnunni vegna sérstakra tengsla sinna við andstæða hópa. John Major lýsti því yfir þegar í júlí í fyrra að hann myndi sækja ráðstefnuna og um- hverfismálaráðherra hans, Michael Howard, er nýkominn úr ferð til Washington með málamiðlunar- samkomulag um gróðurhúsameng- un, sem gerir Bush kleift að fara til Ríó. (Úr The Sunday Times)

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.