Tíminn - 23.05.1992, Síða 1
Laugardagur
23. maí 1992
98. tbl. 76. árg.
VERÐ í LAUSASÖLU
KR. 110.-
Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ, spurði hvað við ættum að gera ef mögru árin á ís-
landi verða sjö eins og í Egyptalandi og hann svaraði sjálfur:
UEKKUM
LAUNIN
Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands ís-
lands, sagði á aðalfundi þess, að ef samdráttur og erfiðleikar í efna-
hagslífinu haldi áfram verði að lækka laun í landinu með beinum
samningum við verkalýðshreyfinguna. Það sé betra að gera það með
beinum samningum heldur en að launalækkunin komi fram í geng-
isfellingu eða eftir öðrum leiðum.
Einar Oddur lét af formennsku í VSÍ á
fundinum, en í hans stað var kjörinn
Magnús Gunnarsson, ffamkvæmda-
stjóri. Fundurinn lýsti yfir afdráttarlaus-
um stuðningi við samninginn um evr-
ópskt efnahagssvæði. Einar Oddur sagði
í ræðu sinni að það væri sín skoðun að
með tilkomu evrópska efnahagssvæðis-
ins væri komin framtíðarskipan mála á
öllu samneyti og samskiptum íslands
við Evrópuþjóðir. Það álit breyttist ekki
þó öll aðildarríki EFTA nema ísland
gengju í EB. Sem kunnugt er hefur
framkvæmdastjóri VSÍ, Þórarinn V. Þór-
arinsson, haft aðrar skoðanir á þessum
máium og sagt að við ættum að skoða al-
varlega hvort ekki sé rétt að við göngum
í Evrópubandalagið.
Einar Oddur ræddi nokkuð um ný-
gerða kjarasamninga í ræðu sinni. Hann
minntist sérstaklega á að í samningnum
væri engin kaupmáttartrygging. „Slíkar
tryggingar hafa heldur aldrei verið nema
til að blekkja. Þær eru í raun gagnslaus-
ar eins og allar aðrar verðtryggingar. Á
ég þá ekki hvað síst við verðtryggingu
fjárskuldbindinga. Þetta er í raun allt
uppfinning manna sem heldur vilja lifa
með verðbólgu en beijast gegn henni
með oddi og egg. Það var því afar mikil-
vægt í þessum samningum að fa laun-
þega í raun til að staðfesta, að það er
verðmætasköpunin sjálf, sem er eina
tryggingin sem völ er á. Vonandi verður
þetta til þess, að aðrar slíkar tryggingar
verða afnumdar og upp ljiikist augu
þeirra, sem haldnir eru verðtiyggingar-
blindunni,"
Einar Oddur sagði að vinnuveitendur
tefldu á tæpast vað með þeim kjara-
samningum sem gerðir hefðu verið.
Sjávarútvegurinn væri rekinn með tapi
og samdráttur væri í iðnaði, verktaka-
starfsemi, verslun og fleiri greinum. „Og
þá er ekki nema eðlilegt að spurt sé:
Hvað ef það hörmulega gerist að ytri að-
stæður verða áffam andsnúnar okkur?
Hvað ef mögru árin verða sjö eins og í
Egyptalandi forðum? Hvað verður ef afli
dregst enn saman og viðskiptakjörin
Árekstur á Akureyri:
Ekið á móti
rauðu Ijósi
Þriggja bfla árekstur varð á Akur-
eyri um kl. 11:40 í gær á mótum
Vallarstrætis og Mýrarvegar.
Bfll sem ók gegn rauðu Ijósi rakst á
annan með þeim afleiðingum að
hann valt á kyrrstæðan bfl.
Eldri maður sem var ökumaður
bflsins sem valt viðbeinsbrotnaði og
meiddist á höfði. —GKG.
halda áffam að versna? Eru þá ekki allar
þessar vonir að engu orðnar, verður þá
ekki gengisfelling óhjákvæmileg, og
heldur þá ekki verðbólgan, með allri
sinni vitleysu og sóun,innreið sína á ný
áður en nokkum varir? En jafhvel þó að
hin verstu ótíðindi dynji yfir okkur, þá er
brýnt að hvika hvergi ffá settum mark-
miðum um stöðugleika og alls ekki að
grípa til gömlu gengisfellinganna. f flest-
um hagkerfúm eru breytingar á gengi
eðlilegt hagstjómartæki, en á íslandi eru
þær löngu orðnar gagnslausar. Gengis-
fellingar hafa verið ofhotaðar svo lengi
og svo mikið, að allir ættu að kunna að
bregðast við þeim. Kostnaðurinn æðir
upp og samkeppnisgreinamar, sem áttu
að njóta góðs af breytingunni, sitja eftir í
sömu súpunni fyrr en varir, bara enn
skuldugri en áður.
Vandamálið er að ísland er of dýrt land.
Brýnasta verkefnið er því að lækka
kostnaðinn á öllum sviðum. Ef tekjur
þjóðfélagsins minnka enn, verður að
lækka kostnaðinn enn meira. Þegar allt
þrýtur er ekki annað að gera en að setj-
ast niður með launþegasamtökunum
og freista þess að semja um lækkun
launa. Þetta er ekki fjarstæða. Það er vel
hægt að sýna fram á með óyggjandi rök-
um, að ef tekjur þjóðarinnar skerðast,
þá er það af tveimur slæmum kostum
mun skárra fyrir launþega landsins að
Einar Oddur Kristjánsson, fráfarandi formaður VSÍ, á aðalfundi
sambandsins í gær. Timamynd Ámi Bjama
lækka laun beint heldur en að þeir þoli
kaupmáttarskerðingu af völdum geng-
isfellingar. Við skulum hvorki vantreysta
né vanmeta verkalýðshreyfinguna,
heldur gera ráð fyrir að þar á bæ viti
menn sínu viti. Og ef við teljum, að ein-
hver árangur hafi náðst, þá var það fyrst
og fremst vegna frjálsra samninga við
verkalýðshreyfinguna. Hægt og bítandi
kemst íslenskt efhahagslíf út úr þeim
ógöngum sem það nú er í. Þegar betur
árar, þegar batnandi tíð fer í hönd þá
skulum við ekki heldur deila við verka-
lýðshreyfinguna heldur semja við hana
um skynsamlega skiptingu þess ávinn-
ings. Við verðum alltaf að fara framan að
viðsemjendum okkar, ekki aftan að
þeim. Menn treysta best þeim sem þeir
þekkja og án gagnkvæms trausts semja
menn trauðla," sagði Einar Oddur.
Einar Oddur gagnrýndi Landsvirkjun
fyrir hátt verð á raforku og sagði óeðli-
legt af fyrirtækinu að miða raforkuverð
við að virkjanir séu afskrifaðar á fjörutíu
ámm en ekki sjötíu til áttatíu eins og í
öðrum löndum. Hann vakti athygli á því
að Landsvirkjun hefur fjárfest fyrir 13
milljarða á sama tíma og orkusala hefur
verið að minnka. Einar Oddur sagði að
ef litið væri á fjárfestingar Landsvirkjun-
ar virtist sem fyrirtækið héldi að það
þyrfti ekki á því að halda að leita mark-
aðar fyrir vöru sína. -EÓ
Menn með ólæti á Höfn á
Homafirði:
Tveir drukknír menn léku sér
að því að brjóta rúður á Hiifn i
Homafirði aðfararnótt fóstu-
Rúour voru brotnar i ráðhús-
inu, stmaldefa, endurvarps-
stöðinni og skrifstofum
Eystrahoms. Málið hefur þegar
verið afgreitt af lögreglu stað-
arins.
Mennimir eru eínnlg gntnað-
ir um að hafa klifrað upp í 75
m hátt masiur og tekið þaðan
lukt. —GKG.
£íanóhátíð á Akureyri:
Islensk tón-
sköpun
Píanóhátíð verður haldin af
Kammerhijómsveit Akureyrar
mánudaginn 25. maí n.k.. Pí-
anóleikararair Kristinn Öm
Kristinsson og Þórarinn Stef-
ánsson spila með hljómsveit-
innl og hljómsveitarstjóri verð-
ur Guðmundur óil Gunnars-
son.
35 hljóðfæraleikarar og
söngvarar taka þátt í flutningn-
um og verður áheyrendum leyft
að kynnast fiölbreytni íslenskr-
ar nútímatónsköpunar. —GKG.
Árekstrar I Hafrtarfirði:
Tveririt á
slysadeild
Fimm árekstrar urðu í Hafnar-
firði í gær þrátt ffyrír ágætís
akshirssldlyrði þar, að sögn lög-
reglu.
Hjón vom flutt á slysadeild
eftir árekstur sem varð á mót-
um Reykjavíkurvegar og Hjalla-
brautar. Ekki er vitað hve rdvar-
leg sár þeirra erti.
Ekki þurfti að flytja aðra á
sfysadeild. —GKG.
Um 7. hver grunnskólanemi slasast í skólanum árlega og þar af þarf þriðjungurinn að leita læknishjálpar:
Skólaslys 7 sinnum tíðari
í Reykjavík en Stokkhólmi
Hlutfallslega verða um sjö sinnum fieiri grunnskólakrakkar fyrir
alvarlegum slysum í skólanum hér á landi heldur en í Stokk-
hólmi í Svíþjóð. Alvarlegt slys miðast þá við það að leita þurfi
læknis vegna slyss eða áverka. í nýrri skýrslu skólayfirlæknis
„Skólaslys" kemur m.a. í ljós að nær 5% íslenskra grunnskóla-
nema þurfa árlega að leita læknis vegna slysa eða kringum þriðj-
ungur allra sem slasast í tengslum við skólagöngu. Meðal skóla-
barna í Stokkhólmi sé samsvarandi hlutfall um 0,7%.
Athyglisvert er hvað mikill munur
er á tíðni skólaslysa á milli
fræðsluumdæma (hæst í Reykjavík
og Akureyri) og sömuleiðis mikill
munur á milli einstakra skóla inn-
an sama sveitarfélags.
Áætlað er að kringum 6.200
grunnskólaböm, eða 7. hver nem-
andi, slasist í tengslum við skóla-
göngu á hverju skólaári (tæplega
15% nemenda). Þar af slasast
kringum 2.000 börn (tæplega 5%)
það alvarlega að senda þarf þau til
læknis til rannsóknar og meðferð-
ar. Af hinum slösuðu eru strákar
fleiri (55%) heldur en stelpur
(45%).
Miðað við öll skólaslys kemur
fram allt að sexfaldur munur milli
fræðsluumdæma og skóla. Hæst
slysatíðni í einstökum skóla kom
fram í grunnskóla í Reykjavík,
tæplega 30% nemenda. En hlut-
fallslega fæstir nemendur slösuð-
ust í skóla á Akranesi, tæplega 5%
nemenda.
Enn meiri munur, eða ellefufald-
ur, kemur í ljós þegar litið er á al-
varlegu skólaslysin. Hæst var hlut-
fallið rúmlega 14% nemenda í ein-
um grunnskólanna á Akureyri, en
hins vegar lægst aðeins 1,3% í ein-
um skóla í Eyjafjarðarsýslu.
Framangreindar upplýsingar
byggja á skráningu slysa í skólum
sem skipulögð er af skólayfir-
lækni, Hrafni V. Friðrikssyni. Til-
ganginn segir hann þann, að sam-
ræma skráningu skólaslysa og
skýrslugerð í öllum skólum
landsins, að auðvelda rannsókn á
orsökum skólaslysa og efla for-
varnir og skipuiag slysavarna í
skólum.
Nærri lætur að kringum 42.000
börn og unglingar 6-16 ára séu í
213 grunnskólum á landinu öllu
miðað við skólaárið 1990-1991.
Misjafnt er hvernig slysaskráning-
unni hefur verið framfylgt í ein-
stökum skólum. En þetta skólaár
náði skráning skólaslysa til rúm-
lega þriðjungs allra grunnskóla-
nemenda í landinu og um fimmt-
ungs skólanna.
Skólayfirlæknir kynnti sér einn-
ig slysatölur hjá Slysadeild Borg-
arspítalans. Miðað við að svæði
hennar nái til tæplega helmings
6-16 ára barna á landinu, svara
tölurnar til þess að um 15.600
börn á þessum aldri á landinu öllu
þurfi að leita læknis vegna slysa ár
hvert. - HEI