Tíminn - 23.05.1992, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur 23. maí 1992d
Formenn Caritas á Noröurlöndum þau Johan Gárde, Svíþjóð, Luc Troillard, framkvæmdastjóri Caritas f Evrópu meö aðsetri í Briissel,
Pertti Ylinen, Finnlandi, William Kennedy biskup, Svíþjóö, Bemt Gulbrandsen, Noregi og Torben Juncker, Danmörku. Fyrir framan
standa Guðrún Marteinsson og Anne Lise Timmerman.
Fundur Caritas-samtaka Norðurlanda:
Líknarsamtök kaþóisku kirkjunnar
Fundur vegna breytinga í Evrópu:
Noröurlönd
og Evrópa
„Norðurlönd í Evrópu breytinga“ er
umræðuefnið á fundi sem haldinn
verður 25. maí nk. Það eru félögin
Varðberg og Samtök um vestræna
samvinnu sem fyrir honum standa.
Jaakko Iloniemi, sendiherra Finn-
lands í Bandaríkjunum, flytur fram-
söguræðuna en hann er formaður
nefndar sem skipuð er fulltrúum
allra forsætisráðaherra á Norður-
löndum. Matthías Á. Mathiesen,
fulltrúi íslands í nefndinni, mun
hann kynna ræðumanninn.
Fundurinn verður haldinn í Átt-
hagasal Hótel Sögu. —GKG.
Kynning á stangaveiöi:
Kastkennsla
Kynning á stangaveiði í siiungsvötnum
fer fram í Norræna húsinu sunnudag-
inn 24. maí.
Kynnt verða lítt þekkt en fengsæl veiði-
vötn, fluguhnýtingar og fiskverkun og
kastkennsla verður við tjöm Norræna
hússins. Auk þess munu landsfrægir
veiðimenn fjalla um veiðiskapinn.
Samstarfsnefnd um stangaveiði í sil-
ungsvötnum stendur fyrir kynningunni
en hún hefur unnið að því að undan-
fömu að auka nýtingu silungsvatna.
—GKG.
Tvö prestaköll laus:
ísafjarðar- og
Ásaprestaköll
Tvö prestaköll hafa verið auglýst laus til
umsóknar. Ásar í SkaftafeUsprófasts-
dæmi og ísafjörður í ísafarðarprófasts-
dæmi.
Séra Hjörtur Hjartarson þjónar Ása-
prestakalli en hann var kallaður til þjón-
ustu til eins árs en séra Magnús Erlings-
son þjónar fsafarðarprestakalli og var
kallaður til þjónustu á s.l. ári. Umsóknar-
frestur um bæði prestaköllin er til 15.
júní n.k. —GKG.
Sameiginlegur fundur Caritas-
samtaka Norðurlanda, hknarfélags
kaþólskra er nú haldinn hér á landi
og er það í fyrsta skipti sem sam-
tökin halda slíkan fund hér.
Formenn Caritas í Danmörku,
Svíþjóð, Finnlandi og Noregi komu
til landsins á fimmtudaginn sl.
ásamt William Kenney, kaþólskum
biskupi í Svíþjóð og forseta Caritas í
Evrópu, og Lux TVouillard, fram-
kvæmdastjóra Caritas í Evrópu.
Ætlunin er að ræða um vandamál,
verkefni og gang mála Caritas í Evr-
ópu og sérstaklega um mál Norður-
landa.
Guðrún Marteinsson er formaður
Caritas á íslandi og segir hún alla
kaþólikka vera félaga í samtökun-
um; fjórir sjálfboðaliðar skipi síðan
nefnd sem sjái um framkvæmdir hér
á landi.
Að sögn Guðrúnar voru íslensku
samtökin stofnuð 1989 og hafa þeg-
ar gengist fyrir tveimur viðamiklum
verkefnum: Þau gáfu Rauða kross-
húsinu peningagjöf til að geta hald-
ið Grænu iínunni opinni og einnig
gáfu þau Tindum, meðferðarheimili
fyrir unglinga, fjárupphæð til að
geta komið upp líkamsræktartækj-
um.
William Kenney segist afar
ánægður með starf Caritas á íslandi
á þeim stutta tíma sem samtökin
hafa starfað og efast ekki um að þau
muni láta fleira gott af sér leiða í
framtíðinni.
Eftir ströng fundarhöld í gær var
hópnum boðið til móttöku í Höfða í
boði borgarstjóra og var fulltrúum
lútersku og kaþólsku kirkjunnar,
sem og ríkisstjórnarinnar einnig
boðið. Á morgun verður svo gestun-
um boðið að berja Þingvelli, Gull-
foss og Geysi augum en heimsókn-
inni lýkur á mánudaginn.
-GKG.
Um 11% landsmanna burðast með þriðjung allra skuldanna og þar af 23.300 milljónir umfram eignir:
Um 22 þúsund íslendingar
skulda meira en þeir
Tæplega 22 þúsund íslendingar töldu fram hærri skuldir heldur en
eignir fyrir árið 1990. Þetta átti við um 10. hver hjón og um 8.
hvern einhleyping. Samtals taldi þessi hópur fram 51 milljarð
króna í skuldir á skattskýrslunum sínum í ársbyrjun í fyrra, eða
nærri því þriðjung af öllum framtöldum skuldum hjóna og einstak-
linga.
Á móti átti sami hópur eignir,
fyrst og fremst fasteignir og bíla,
fyrir andvirði rúmlega helmings
skuldanna. Skuldir þessa hóps um-
fram eignir reyndust því rösklega 23
milljarðar króna.
4 þúsund með 13
milljarða skuld...
Hvað fyrirkvíðanlegust virðist
skuldastaðan hjá þeim rúmlega 4
þúsund einhleypingum sem hver og
einn skuldaði meira en 1 milljón kr.
umfram eignir. Heildarskuldir þessa
hóps voru 13,2 milljarðar króna, eða
um 3,3 milljónir króna að meðaltali
á mann. Aðeins þriðjungurinn hafði
þó eignast fasteign og ekki voru
bílaeigendur fleiri. Skuldir þessa
hóps voru því nær 9 milljörðum
króna hærri en eignirnar, eða rúm-
lega 2,2 milljónir að meðaltali á
mann. Þar sem aðeins brot af þess-
um skuldum getur verið til komið
vegna húsnæðiskaupa má giska á að
drjúgan hluta þeirra sé að finna á
skuldabréfum Lánasjóðs náms-
manna.
Leggi síðan meginhluti þessa
hóps í íbúðakaup, eins og flestir ís-
lendingar gera, má sjá í hendi sér að
skuldastaðan getur orðið mjög há
hjá mörgum þegar íbúðakaupalánin
bætast við lánin sem fyrir eru.
Nær 7 þúsund einstaklingar til
viðbótar skulda hver um sig að 1
milljón króna umfram það sem þeir
eiga. Samtals taldi þessi hópur fram
8,6 milljarðaskuldir — hvaraf eign-
ir vantaði á móti 2,8 milljörðum.
Fasteignaeigendur voru þó hlut-
fallslega ennþá færri í þessum hópi.
Innan við fjórðungurinn taldi fram
fasteign, en um 40% voru komin á
bfl.
5.500 hjón undir
núllinu...
Af hjónum voru nær 3.300 sem
töldu fram meira en milljón króna í
skuldir umfram eignir. Samtals
skuldaði þessi hópur yfir 21 millj-
arð. Þar á móti áttu nærri 70% þess-
ara hjóna íbúðir og 75% þeirra voru
bfleigendur. Verðmæti þessa og ann-
arra eigna svöruðu til helmings
skuldanna.
Nær 2.200 hjón til viðbótar voru
allt að 1 milljón króna öfugu megin
við núlið. Meðal þeirra var hlutfall
íbúðaeigenda álíka hátt (tæp 70%)
og bflaeign ennþá meiri (um 80%).
Enda vantaði aðeins um 1 milljarð
upp á að þessi hópur ætti eignir á
móti þeim 8 milljörðum sem hann
skuldaði um áramóti 1990/91.
Gífurlegur
skulda/eignamunur...
Um 53.600 hjón og um 86.700
einhleypingar töldu fram til skatts
fyrir árið 1990. Skattskýrslurnar
sýndu rúmlega 163 milljarða króna
skuldir. Þar á móti voru m.a. taldar
fram fasteignir að verðmæti (fast-
eignamati) um 433 milljarðar
króna, hvar af 320 milljarðar voru í
eigu hjónafólksins. Skuldir sam-
svöruðu helmingi þriðjungi fast-
eignaverðsins hjá hjónunum en
hins vegar til 45% af fasteignum
einhleypinga.
Þessar tölur eru meðaltöl sem
segja sáraiítið. Því upplýsingar úr
framtölum leiða í Ijós gífurlegan
mun á eignum og skuldum lands-
manna, bæði giftra og einhleypra.
Til viðbótar þeim 10% hjónafólks
sem skulda mikið og eiga minna en
ekki neitt koma önnur 10% sem
eiga fremur lítið bæði af eignum og
skuldum, en eru á biiinu 0-1 milljón
réttu megin við strikið. Þetta er sá
hópur hjóna sem á lang- minnst
bæði af íbúðum og bflum. Aðeins
46% þeirra eiga íbúð og bara 60%
eru bfleigendur.
88% hjóna eiga íbúð
og 86% bíla...
Af þeim rösklega 43 þúsund hjón-
um (80% hjóna) sem áttu hreina
eign upp á meira en eina milljón eru
hins vegar 96% íbúðareigendur og
90% bfleigendur. Mikill meirihluti
(um 3/4) telur fram skuldir — líka
þeir sem eiga tugi milljóna í föstum
og lausum eignum. Um helmingur
þessa hóps á hreinar eignir á bilinu
3-8 milljónir króna og samtals á
hann rúmlega þriðjunginn af hrein-
um eignum íslenskra hjóna.
Tæplega 4.000 hjón eiga yfir 15
milljónir í hreinum eignum, en alls
hátt í 100 milljónir. Þessi 7,5%
hjóna eiga því hátt í 30% allra
hreinna eigna hjónafólks í landinu.
Þar af eru 204 pör sem eiga yfir 50
hvert í hreinum eignum, samtals
um 17 milljarða kr„ eða um 82
milljónir að meðaltali. Þar af er um
fjórðungur í fasteignum.
Þegar Iitið er á alla þá sem telja
fram sem hjón kemur í ljós að yfir
88% þeirra eru eigendur fasteigna,
um 86% eiga bfla, um 56% eiga pen-
inga, verðbréf eða skuldabréf og
tæplega 30% aðrar eignir. Á sama
tíma eru 75% allra hjóna að borga af
skuldum.
Nær 50 þúsund
skuld- og eignalausir
Þótt um 11 þúsund einhleypingar
eiga
eigi minna en ekki neitt er sá hópur
þeirra þó langsamlega stærstur sem
telst réttu megin við strikið en á þó
lítið sem ekkert. Tæplega 50 þúsund
einhleypingar lenda í eignabilinu 0-
1 milljón í hreinum eignum, en að-
eins um 140 þús.kr. að meðaltali.
Aðeins 8% þessa stóra hóps á fast-
eign og rúmlega fjórðungurinn bfl
— en 88% hópsins voru líka skuld-
laus. Sjálfsagt er þarna að drjúgum
hluta um að ræða ungt fólk, sem
enn er í foreldrahúsum og hvorki
farið að safna skuldum (t.d. náms-
lánum) né fjárfesta.
50 einhleypingar yfir
50 milljóna
eignamarkinu...
Aðeins um 30% einhleypinga eiga
ví yfir 1 milljón í hreinum eignum.
þessum hópi eru um 83% íbúða-
eigendur. Hins vegar á aðeins rúm-
lega helmingur hans bfl. Um helm-
ingur þessa fólks er skuldlaus. Með-
al einhleypinga er ekki síður að
finna nokkur hundruð flugríka. Um
330 þeirra eiga hreina eign yfir 20
milljónir.
Þar af eru um 50 sem komast yfir
50 milljóna markið, með 80 milljón-
ir kr. að meðaltali á mann. Eigi að
síður skuldar helmingur þessara
margmilljónera 7-8 milljónir kr.
hver að meðaltali.
- HEl