Tíminn - 23.05.1992, Qupperneq 10

Tíminn - 23.05.1992, Qupperneq 10
10 Tíminn Laugardagur 23. maí 1992 Eftirlit með mengandi fyrirtækjum: Reglubundið eftirlit ekki ennþá til staðar Reglubundið eftirlit með mengandi fyrirtækjum er ekki ennþá haf- ið í Reykjavík. Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík fer einungis í eftir- litsferðir berist ábendingar um að eitthvað sé ekki eins og það á að vera. Mengandi atvinnurekstur hafði frest samkvæmt mengunarreglu- gerð til 1. janúar 1991 til að sækja um starfssleyfi til heilbrigðis- nefndar og er verið að vinna þessi starfsleyfi núna hjá Heilbrigðis- eftirliti Reykjavíkur. „Það vantar alveg reglur um mengandi fyrirtæki svo vinnsla starfsleyfa hefur gengið voða seint", segir Tryggvi Þórðarson deildar- stjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur. „Við höfum þurft að móta þær kröfur sem eðlilegt hefur verið að gera. Endanlegar kröfur eru síðan samþykktar af Heilbrigðisnefndinni sem skilyrði fyrir starfsleyfi viðkom- andi fyrirtækja þegar hún tekur fyr- ir starfsleyfisumsóknir þeirra". Þessi skilyrði fyrir leyfinu eru for- sendur þess að hægt sé að stunda eftirlit þar eð það gengur út á að at- huga hvort kröfunum er framfylgt. Að sögn Tryggva verður fyrst að ganga frá veitingum starfsleyfa áður en hægt verður að koma á skipu- lögðum eftirlitsferðum: „Fyrst verð- ur að móta kröfurnar áður en litið er eftir því hvort þær eru haldnar". Borið hefúr á kvörtunum um að of dýrt sé að fara með mengandi úr- gang í Sorpu og kjósi sumir þá leið- ina að losa sig við hann úti í móum. Tryggvi segir að í gjaldskrá Sorpu muni við það miðað að hægt sé að fá afslátt þegar miklu magni úrgangs sé skilað: „Það er því ekki óhugsandi að fyrirtækin séu að safna þessu upp til að fá afslátt. Enn betra er að mörg fyrirtæki eru farin að huga að því að nota efni sem ekki eru hættuleg eða nýta efnin sem þau eru með betur svo að minna verði af úrgangi". Tryggvi segir eðlilegt að fyrirtæki sem framleiði svona úrgang greiði fyrir eyðingu hans: „Það er langbest að það komi beint við fyrirtækin því AgroXtra 'tjTWlm mm w*wr 'm JfVil Ql & 3.57 60 hö DIN 4.07 65 hö DIN 4.17 75 hö DIN 4.57 90 hö DIN 6.07 100 hö DIN 6.17 113 hö DIN Æmk-. / M ‘ Frummyndin! Nýju DEUTZ-FAHR traktorarnir eru fyrstu traktorarnir sem framleiddir eru frá grunni með vélarhlífina lægri að framan en þekkst hefur hingað til. Nú skyggir vélarhlífin ekki lengur á útsýnið og yfirsýn yfir vinnusvæðið er óhindruð, nokkuð sem er nauðsynlegt þegar unnið er með ámoksturstækjum eða framtengd- um jarðvinnslu- eða heyvinnuvélum. Líttu við hjá okkur og reynsluaktu nýju DEUTZ FAHR AgroStar traktorunum, eða hringdu og fáðu nánari upplýsingar. ÁRMÚLA 11 - BÍMI B81EOO Hárrétt skipting þyngdar á fram- og afturhásingu tryggir hámarks dráttarafl. Aðgangur að öllum hlutum traktorsins er fljótlegur og þægilegur, og umhirða því auðveld. Það sparar tlma og peninga. . það hvetur þau til að minnka úr- ganginn; nýta hann betur, endur- vinna hann eða taka upp notkun annarra efna“. Framkvæmdastjóra Heilbrigðis- eftirlitsins Oddi Rúnari Hjartarsyni hefur verið falið að koma með tillög- ur að gjaldskrá fyrir heilbrigðiseftir- litið þannig að tekin verði upp starfsleyfis- og eftirlitsgjöld. Það verður ekki aðeins gjaldtaka fyrir mengandi starfssemi heldur alla eft- irlitsskylda starfssemi, sem Heil- brigðiseftirlitið í Reykjavík hefur á sinni könnu. —GKG. Hækkun bóta almannatrygginga: Þegargeng- in f gildi Bætur almannatrygginga hækka frá 1. maí um 1,7% frá því sem þær voru í apríl 1992, samkvæmt reglu- gerð frá Heilbrigðisráðuneytinu frá 14. maí 1992. Hækkunin er þegar komin til framkvæmda varðandi sjúkra- og slysadagpeninga. Slysapeningar hækka úr 654,60 kr. á dag í 665,70 kr. og sjúkradagpeningarnir ú 517,40 kr. í 526,20 kr. Maíhækkunin á aðrar bætur verð- ur greidd 3. júní með júníbótunum. Breytingarnar verða til dæmis þann- ig að elli- og örorkulífeyrir hækkar úr kr. 12.123 á mánuði í kr. 12.329, tekjutrygging ellilífeyrisþega verður kr. 22.684 í stað 22.305, meðlag fer í kr. 7.551 úr 7.425 og fæðingarstyrk- ur, sem var kr. 24.671 á mánuði, verður 25.090. —GKG. Brynja Þorbjörnsdóttir nýráð- inn framkvæmdastjóri Mark- aösráðs Borgarness. Brynja ráöin til starfans Brynja Þorbjömsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Markaðs- ráðs Borgamess en hún útskrífað- ist sem rekstrarfræðingur frá Sam- vinnuháskólanum á Bifröst nú í vor. Markaðsráð Borgarness er félag fyrirtækja í Borgarnesi, stéttarfélaga þar og bæjarfélagsins. Hlutverk þess er að vinna að framfaramálum at- vinnulífs í Borgarnesi. Brynja er gift Þorvaldi Magnússyni bónda að Kalastöðum í Hvalfirði og eiga þau þrjú börn. —GKG.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.